Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. ágúst 1962. V'lSIR 13 Yélvæðing með hjálp FAO margfaldar fiskafla á Ceylon Hreinsum vei - - Hreinsum fljétt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum ifnuluugin LGHDSN H.F. Hafnarstræti 18. Sími 18820. Skúlagötu 51. Sími 18825. Krossgáfuverðiounin Bæði í Bretlandi og Svxþjóð fer nú fram athugun á því, hversu kostnaðarsanit muni að gera þá þreytingu á umferðarlögum, að í jxessum Iöndum verði tekinn upp hægri akstur. Sænska ríkisstjórnin skipaði fyr- ir löngu sérstaka nefnd til að at- huga öll atriði í sambandi við slíka breytingu, kostnaðariið og þar fram eftir götunum, og hefir hún fyrir nokkru skiiað áliti. Segir hún, að það muni kosta um 340 milljónir sænskra króna eða sem svarar rúm- lega 2,8 milljörðum ísl. króna, ef ráðizt verður í breytinguna árið 1966, en nefndin leggur hins vegar til, að breytingin verði gerð þegar á þessu ári, eða eins fljótt eftir áramótin og kostur er á. Nefndin leggur ennfremur til, að kostnaðurinn af breytingum þessum verði lagður á herðar bílaeigenda með því að 2ja aura (tæpl. 17 fsl. au.) gjald verði lagt á hvern lítra benzíns, sem seldur verður, unz kostnaðinum hefur verið náð upp. Meirihluti kostnaðarins verður raun ar við að breyta strætis- og lang- ferðavögnum eða um 175 millj. sænkra króna. Engum vafa er talið undirorpið, að breytingin verði gerð, þar sem ósamræmið í ökureglum Svía og grannlándanna veldur árlega fjölda slysa. Bretar einnig á hægri „Iínu“ í Bretlandi er einnig starfandi nefnd, sem athugar kostnað í sam- bandi við að breytt sé yfir til hægri aksturs, svo og ýmis önnur atriði. Þar sem gera má ráð fyrir, að Bretland verði tengt meginlandinu með brú eða jarðgöngum á næstu 10 — 15 árum, fer breytingin að verða aðkallandi, því að ella má gera ráð fyrir algerum glundroða í umferðarmálum landsins, ef bíla- ,,innrás“ hefst frá meginlandinu, en Bretar hafa enn vinstri akstur. En enginn gengur að því gruflandi, að breytingarnár munu kosta hundruð milljóna punda. Á fáum sviðum hefir gildi aðstoð- ar Sameinuðu þjóðanna við vanþró- uð lönd komið eins fljótt og greini- lega í ljós, og að því er snertir hjálp FAO — Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar — við Ceyl- on. — Fyrir tíu árum var enginn vél- knúinn fiskibátur til á Ceylon, og áttu eyjarskeggjar þó um tíu þús- und báta, litla og lélega seglbáta, enda var aflinn lítill og eyjarskeggj ar urðu að flytja inn þrjá fjórðu hluta þess fisks, sem þeir neyttu. Nú er sú breyting á orðin, að vél- knúnir fiskibátar eru orðnir 2000 talsins, og þeim fjölgar óðum. Þess- ir vélknúnu bátar hafa tvöfaldað fiskafla eyjarskeggja, svo að hann jókst úr 25.000 lestum árið 1952 í 50,000 lestir á síðasta ári. Einn manna þeirra, sem mest má þakka þessar framfarir, er finnskur skipaverkfræðingur, Erik Estlander, sem FAO sendi til Ceylon 1959 með það fyrir augum, að hann athugaði, hvers konar skip hentuðu eyjar- skeggjum bezt. Að loknum vand- legum athugunum, gerði hann upp- drátt af 28 feta löngum vélbáti, sem er í senn ódýr í smíðum og rekstri og hæfilega stór fyrir þarf- ir eyjarskeggja. Bátur þessi er í daglegu tali nefndur „E-26“, og hafa nú verið smíðaðir 600 slíkir bátar. Meðalafli þeirra á „vetrar- vertíð" eða frá desember til apríl- mánaðar, þegar monsúninn stendur af landi, er um 500 kg. á dag, en það er tífalt meiri afii en gömlu seglbátarnir fá að jafnaði. Um 30 bátasmíðastöðvar smíða um 300 ( slíka báta á ári hverju. Utanborðsvélar hafa verið settar á marga seglbáta, og hefir afli þeirra margfaldast við það. Bátar, sem fengu að jafnaði aðeins 5 — 6 — fimm til sex — kíló á dag, fá um tífalt meira, án þess að talið sé tiltökumál. ægn menn vinna á Víðfækt starf -- Framhald af bls. 6. að 6,5 milljónum dollara verði varið til þess að hindra það að hin afríkanska tegund veikinnar, sem nú geisar fyrir botni Mið- jarðarhafs og í Tyrklandi, ber- ist til Evrópulanda. Fjárframlög í þessu skyni eiga fyrst og fremst að koma frá Evrópulönd- unum sjálfum, frá löndum sem hafa viðskiptasambönd við Evr- ópu og frá ýmsum alþjóðastofn- unum. Framkvæmdastjóri FAO, B. R. Sen, sagði á fundinum, að það gæti haft hinar hörmuleg- ustu afleiðingar ef þessi tegund gin- og klaufaveiki bærist til Evrópu. Tjónið gæti numið mill- jörðum dollara. Dýralæknar, er starfa á vegum FAO, segja að virus sá, SAT I, sem hér um ræðir, hafi aldrei herjað utan Afríku fyrr en í ár og mjög lítið sé til af bóluefni gegn honpm. WHO veitir Alsír hjálp. Nefnd lækna frá Alþjóðáheil- brigðismálastofnuninni (WHO) hefur rannsakað að nokkru á- stand i heilbrigðismálum Alstr. 1 skýrslu nefndarinnar segir að af 2000 læknum, sem starfað háfi £ Alsír, séu nú aðeins 1000 eftir. Starfsskilyrði þeirra séu vlða mjög slæm, sjúkrahús hafi ver- ið eyðilögð í ófriðnum og mjög hafi gengið á lyfjabirgðir lands ins. Stjórn Alsír hefur farið þess á leit að stofnunin sendi sér- fræðing til landsins er kanni hvað helzt sé til ráða, til þess að hindra næringarskort Ibú- anna Hefur stjórnin farið þess á leit, að WHO veiti aðstoð við að koma á fót heilbrigðiseftir- Iiti I Alsír og við þjálfun hjúkr- unarkvenna og annarra starfs- manna við slíkt eftirlit, ekki sízt I sveitum landsins. Hefur WHO þegar sent til Alsír bóluefni fyr ir 100.000 manns gegn mýrar- köldu, taugaveiki, stífkrampa og barnaveiki,. Myndsjó — Framhald af bls. 3. Umhverfis útfararstaðinn stóð fjölmexmur flokkur varðmanna, sem tryggði það að engir óvið- komandi gætu truflað athöfn- ina. — ★ — Meðal blómvanda þeirra er bárust voru stærstir vöndur úr hvítum blómum sem myndaði kross er barst frá systrum Mari Iyn og stór vöndur úr hundruð- um rauðra rósa er mynduðu rautt hjarta, en hann barst frá Joe di Maggio. — ★ — Sjálfur var di Maggio við- staddur útförina og var hann mjög hrærður. Þegar kista Mari lyn seig niður í gröfina sást hann gráta fögrum tárum og muldraði fyrir munni sér: — Ég elska þig Marilyn, ég elska þig- í gær var dregið um verðlaunin í krossgátu Vísis frá 11. ágúst s. 1. Upp kom nafn Jónu Jónsdóttur, Lindargötu 13, Reykjavík. Er hún beðin um að vitja verðlaunanna á ritstjórn Vísis á mánu- daginn. Ný krossgáta birtist á bls. 2 í dag og skulu ráðningar berast innan hálfs mánaðar. Má senda þær annaðhvort í afgreiðslu Vísis Ingólfsstræti 3 eða ritstjóm, Laugavegi 178. Blýið þrotið í Meistaravík í sumar lauk blývinnslu j danska námafélagsins í | Meistaravík. Voru blýnám j urnar þar þá til þurrðar gengnar. En vart hafði námufélag- ið búið sig til að flytja allt sitt hafurtask á burt frá Meistaravík, þegar annar verðmætur málmur fannst á sömu slóðum. Er það málmurinn molybden, sem notaður er til að herða stál. Ef allt reynist sem nú er útlit fyrir ættu þessar molybden námur að geta orðið grundvöllur af marg- fait meiri atvinnurekstri en blý- námurnar voru. Fyrstu rannsóknir og tilrauna- boranir benda til þess, að þarna sé að finna 150 milljón tonn af molyb- den og þýðir það, að þetta eru næst stærstu molybden-námur I heimi. Stærsta náman er I Color- adofylki I Bandaríkjunum og er talið að þar séu 400 milljón tonn af efninu. í tilraunaborunum hefur þegar verið sprengdur miðgangur inn I bergið og boranir gerðar frá hon- um I ýmsar áttir. Nú þegar hefur danska(námufélagið lagt fram sem nemur um 80 milljón íslenzkum krónum til að kanna málmiögin. Leiðangur danskra og grænlenzkra manna fór nýlega til Meistaravikur til að kanna betur aðstæðurnar og var I þeim leiðangri m. a. Michael Gam Grænlandsmálaráðherra. Lík- legt er að samstarf takist um vinnslu málmsins við bandaríska risanámufélagið American Metal Climax Inc. Höfum fengið nýja send- ingu af hinum vinsælu sundbolum frá SPORTVER. Helanca unglingaboli kr. 390,00 Dömubolir úr banlon og helanca í öllum númerum, nr. 42 og 44 í tveim lengdum. LONDON DÖMUDEILD Reykjavík. og Verzl. BERGÞÓR NYBORG Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.