Vísir


Vísir - 11.09.1962, Qupperneq 9

Vísir - 11.09.1962, Qupperneq 9
Þriðjudagur 11. september 1962. «/ / S / R i Er heppilegt að hafa sömu fræ stofnun fyrir barna-og gagnfræðastig? I Á undanförnum árum hafa verið byggðir marg ir nýir skólar í Reykja- vík og að nokkru leyti verið tekin þar ný stefna í skólamálum, því þessum nýju skólum er ætlað að annast nemend ur allt frá því að þeir setjast í fyrsta bekk í barnaskóla og þar til skyldunámi þeirra lýkur eða jafnvel Iengur. Hér er því um nýjar stofnan- ir að ræða, eins konar samskóla fyrir barna- og gagnfræðastigið. — Vísir hefur því talið rétt að snúa sér til ýmissa þekktra skólamanna til að leita álits þeirra á þessu nýja fyrirkomu- lagi. JÓNAS B. JÓNSSON, fræðslu- stjóri R,eykjavíkur, er Vísir hitti fyrstan að máli, kvað þetta fyrir komulag raunar hafa verið í tveimur skólum, Miðbæjar- og Laugarnesskóla um nokkurn tíma, en þeir skólar hefðu hins vegar alls ekki verið byggðir með slíkt fyrir augum og þetta verið gert þar við mikil þrengsli og erfiðar aðstæður, og þess vegnc væri ekki alls kostar hægt að átta sig á þeirri reynslu sem þar væri fengin. Hann sagði, að aðalatriði málsins væri, að hvert skólahverfi borgarinnar fyrir sig væri sjálfstætt og óháð öðrum hverfum. Þá væri um tvo kosti að velja, annað hvort að hafa tvo skóla hlið við hlið, barna- skóla og gagnfræðaskóla, þannig að gagnfræðaskólinn tæki að- eins við nemendum úr þessum eina barnaskóla, eða þá að hafa í hverfinu einn skóla, eins kon- ar samskóla fyrir allt.barna- og unglingastigið eða jafnvsl einnig fyrir 3. og 4. bekk gagnfræða- stigsins.' Sagði Jónas, að slík stofnun hefði marga augljósa kosti svo sem sameiginlega sam- komusali og leikfimihús og fjöl- þættara félagslíf. Að lokum sagði Jónas: — Allir skólar í Reykjavík, sem teiknaðir hafa verið eftir 1956, hafa verið miðaðir við það, að hægt væri að nota hvort form- ið sem er. Það er þýðingarmik- ið að rígbinda ekki skólana við eitthvert ákveðið form, það verð ur að vera hægt að breyta til, eftir því, sem henta þykir.-Auð- vitað miðast allt við, að skóla- starfið sé gott. Það er mín skoð un, að nemendur vilji heldur vera áfram í sínum skóla, ef Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. þeim llkar þar vel. Nemandinn hlýtur að hafa meiri öryggistil- finningu, ef hann getur haldið áfram I sömu stofnun heldur en ef hann fer f nýja. Á þessu geta að vísu verið einstaklingsbundn ar undantekningar, en skipulag skólanna verður að sjálfsögðu að miða við heildina. HELGl ÞORLÁKSSON, skóla- stjóri Vogaskólans, stjórnar fyrsta skólanum, sem var bein- línis byggður með það fyrir aug um, að þar væri samskóli fyrir barna- og gagnfræðastigið. Spurningum VIsis svaraði Helgi á þá lund, að skólinn væri ekki enn fullbyggður, en fyrirhugað væri að hafa hann I þremur hús- um. Yrði skiptingin þá þannig, að I einu húsi yrði 7 — 9 ára börn, I öðru 10 — 12 ára börn og gagrifærðastigið allt I því þriðja. Helgi taldi, að hið nýja fyrir- komulag hefði augljósa kosti, ekki aðeins I sambandi við hús- næðisnýtingu, heídur nýttist fyrsti bekkur gagnfræðastigsins betur í slikri stofnun, þar sem I nýjum skóla tæki oft og iðu- lega marga mánuði að kynnast nýjum nemendum og aðlaða þá skólanum. Þá kom hann einnig fram með þá skoðun, að skólana ætti að nýta miklu meira en gert er, þeir ættu að vera eins konar menningarmiðstöð allra ung- linga skólahverfisins, þar sem þeir ættu öruggt athvarf, ekki aðeins á skólatíma, heldur einn- ig utan hans. Þar ættu nemend- ur að hafa aðstöðu til að sinna heilbrigðu tómstundastarfi. Það ætti að nota skólana miklu meira til að styrkja samband nemenda, skólans og heimilanna, og hinir nýju skólar gætu gegnt því hlutverki betur en hinir, af því þá væri bara um einn skóla að ræða. Þeirri spumingu, hvort æskilegt væri, að slíkur skóli næði lengra en til skyldunáms- ins, svaraði Helgi Þorláksson þannig. — Ég held, að nemendur vilji sjálfir heldur halda áfram I sama skóla. Reynsla mín bendir mjög eindregið til þess. Helgi Þorláksson. skólastjóri. Árni Þórðarson, skólastjóri. ÁRNI ÞÓRÐARSON, skólastjóri Hagaskólans býr við.þær aðstæð ur, að skóli hans tekur við nem endum frá Melaskólanum, og er þess vegna aðeins fyrir gagn- fræðastigið. Þegar Vísir spurði hann um hið nýja fyrirkomulag, svaraði hann á þessa leið? — Ég tel, að ekki é hægt að segja, að annað af þessu sé ákveðið betra og hitt ákveðið lakara. Áreiðan-' lega hefur hvort tveggja bæði kosti og lesti. Mér er engin laun- ung á því, að ég tel meiri ann- marka á því að hafa bæði skóla- stigin I sömu stofnun. Hæfni skólstjóra til stjórnar hlýtur á- valV að vera mismunandi eftir aldri nemenda. Skólastjóri, sem stjórnar mjög vel barnaskóla, getur mistekizt stjórn á gagn- fræðaskóla, og þó enn frekar á hinn bóginn. í reynd mundi þess vegna verða gripið til þess ráðs til að koma I veg fyrir erfið ieika að skipta skólanum eftir aldri í tvennt eða jafnvel þrennt og settur yfirmaður yfir hvern aldurshóp. Þá sýnist mér vera komnir tveir eða jafnvel fleiri húsbændur á sama heimili, og það hefur sjaldan gefizt vel. ■ Ef þetta fyrirkomulag verður framkvæmt, þá þurfa allar ytri aðstæður að vera með sérstök- um hætti, þannig að skólabygg- ingum sé skipt I álmur, svo að hver aldurshópur sé út af fyrir sig og hafi einnig sitt afmarkaða leiksvið. Sumir telja heppilegt fyrir nemendur, að þeir séu sem lengst I sömu stofnun, þeir njóti sín þá betur við nám en ef þeir skipti um skóla. Þá er þess að gæta, að nemendur I sam skóla hafa ekki sömu kennara á barna- og unglingastigi, og þess vegna hlýtur skiptingin milli stiganna að verða mjög lík og áður var. Raddir hafa heyrzt um það, að nemendur fari of ungir úr barnaskólanum og yfir á gagn- fraæðastigið. Með þvl fyrirkomu lagi sé nemendunum ýtt út I hugsanagang og umhverfi, sem sé óheppilegt fyrir þroska þeirra. Ég er ákveðið þeirrar skoðunar, að skiptin milli skólastiganna valdi ekki þessum erfiðleikum. Enda mun sú litla reynsla, sem við höfum af samskólunum, sýna, að þeir hafi ekki getað hamlað gégri þéssári þróun, að unglingar verði of snemma full- orðnir. Þetta fyrirbæri er ekki heldur neitt sérstakt fyrir ís- land, heldur er þetta vandamál, sem flestar þjóðir eiga nú við að stríða. Þvert á móti tel ég, að ný skólastofnun og nýtt um- hverfi verði mörgum nemendum til örvunar til náms og sé þeim á ýmsan hátt heppileg og eðlileg. 1 þessu sambandi má til dæmis benda á, að erfitt er fyrir ein- stakling að losa sig undan þeim dómum, sem ávirðingar hans hafa e. t. v. skapað honum, sé hann áfram I sömu stofnun. Ef hann hins vegar skiptir um skóla, hefur hann oft betri mögu leika til að losna við óheppilegar venjur og bæta ráð sitt. Það er skoðun mín, að heppi- legra sé, að stofnanirnar, sem annast fræðslu á barná- og gagn fræðastiginu, séu tvær fremur en ein, þó að samskólarnir eigi að sjálfsögðu fullan rétt á sér, en þó því aðeins, að hin betzu ytri skilyrði séu fyrir hendi. Gunnar Guðmundsson, yfirkennari. GUNNAR GUÐMUNDSSON, yf- irkennari við Laugarnesskólann sagði, að hið nýja fyrirkomulag gæti eflaust haft marga kosti, ef vissum skilyrðum væri fullnægt. Fyrsta skilyrðið væri hentugt húsnæði, tii dæmis væri nauð- synlegt, að frímínútur I barna- og unglingadeildunum væru ekki á sam^i tíma, þvl- of mikill sam- gangur milli elztu og yngstu deildanna væri varhugaverður og gæti jafnvel orðið yngri nem- endum til tjóns. Kosti hins nýja fyrirkomulags taldi Gunnar eink um fólgna i kynnum starfs- manna af nemendunum og tengslum nemenda við stofnun- ina auk sparnaður í sambandi við skrifstofuhald og nýtingu samkomusala og annars húsnæð is, sem sameiginlegt væri fyrir alla stofnunina. Hins vegar áleit hann, að þarna gæti skapazt hætta I sambandi við of mikla umgengni nemenda á ólíku ald- ursskeiði, ef ekki væri vel búið um hnútana. Þegar Vísir spurði Gunnar, hvort hann áliti, að slík stofnun ætti að ná yfir stáerra svið en skyldunámið, svaraði hann: — Ég efast um, að heppilegt sé að hafa I einni stofnun fleiri ár- ganga en I skyldunámið. Þá er hætt við, að aldursmunur sé orðinn of mikill og áhuga- og Framhald á bls. 10. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.