Vísir - 11.09.1962, Qupperneq 16
Þriðjudagur 11. september 1962.
Sertdiherra i Finnlandi
Hans G. Andersen, sendiherra
afhenti föstudaginn 7. sept. 1962,
forseta Finnlands trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra Islands í Finn-
landi með búsetu í Stokkhólmi.
Húnvetnsku ámnr
báru ufíluxveiði
„Ekki er hægt að segja
annað en laxveiðar hafi
gengið mjög vel í sumar,
en veiði hefur verið
mjög svipuð og hún var
í fyrra sumar, sagði
veiðimálastjóri Þór Guð
jónsson, þegar Vísir
hringdi til hans og spurð
ist fyrir um gang lax-
veiða í sumar.
Eftir þeim upplýsingum að
dæma virðast húnvetnsku árnar
vera f fararbroddi hvað veiði-
feng snertir og eru flestir lax-
veiðimepn farnir að mæna á
þær miklum löngunaraugum.
Laxveiðitímabilinu er þó ekki
alveg lokið og því liggja ekki
fyrir endanlegar skýrslur frá öll
um ám. Veiðum lýkur eftir að-
eins níu daga eða þann tuttug-
asta þessa mánaðar f síðustu
ánum.
Góð veiði í
húnvetnsku ánum.
Veiðimálastjóri hafði aðeins
nýlegar tölur frá sjö ám. I Elliða
ánum er veiði lokið, en nú er
þar stunduð sjóbirtingsveiði
neðst í ánum. Þar hefur veiði
verið ágæt í sumar og betri, en
í fyrra sumar. Þegar veiði lauk
höfðu verið dregnir á land um
850 laxar, en á sama tíma í
fyrra höfðu veiðzt þar 744 lax-
ar.
Veiðin í Laxá í Kjós var mjög
svipuð og í fyrra. I sumar veidd
ust um 1000 laxar, en f fyrra
1047.
Veiðin f Norðurá var heldur
meiri í sumar, en í fyrra. Þar
Framhald á bls. 5.
Myndin of Jóni biskup Vidnlín
Frásögnin af uppgreftri beina
Jóns biskups Vídalín og myndin af
höfuðkúpu hans, sem birtist í blað-
inu í gær, hefir vakið fádæma at-
hygli. Það er nú fullljóst orðið,
sem blaðið grunaði fastlega, að
það hefir farið fram hjá öllum al-
menningi að bein meistara Jóns
voru grafin upp í Skálholti. Fólk
virðist beinlínis ekki hafa haft hug
mynd um það og láta ýmsir segja
sér þessar fréttir tvisvar.
Á því leikur ekki hinn minnsti
vafi að hér er um bein Vídalíns
að ræða, skjöldur með nafni hans
& kistulokinu er óyggjandi sönn-
un fyrir því.
Hér birtir blaðið mynd af Vída-
lín. Þetta mun vera eina mynd-
in, sem til er af meistara Jóni, að
líkindum teiknuð af honum er
hann hlaut biskupsvígslu sína í
Kaupmannahöfn. Myndin birtist
fyrst í Nýjum félagsritum og síðar
með Vídalínspostillu og í Biskupa-
sögunum. Menn geta nú borið
myndina saman við rannsóknir
þær og mælingar á beinum meist-
ara Jóns, sem frá er skýrt í blað-
inu í gær samkvæmt upplýsingum
Jóns Steffensen prófessors, er hef
ir annazt þessa rrannsóknir.
Þegar Óli blaðasali kom niður á homið sitt með Vísi voru blöðin rifin út úr höndunum á
honum.
ÞEGAR VÍSIR RAUFHIÐ
LAHGA BLAÐALEYSI
Þegar dagblaðið Vísir
kom út um kl. 2,30 í gær
dag mátti sjá að Reyk-
víkingar hafa ekki unað
því vel að vera dagblaða
lausir í heila viku og
geta ekki fylgzt með því
sem er að gerast í land-
inu. Vísir kom út fyrst
dagblaðanna í Reykja-
vík eftir verkfallið og
var ásókn bæjarbúa eft-
ir að fá blaðið sem fyrst,
mikil.
Við afgreiðslu Vísis í .gólfs-
stræti safnaðist talsverður mann
fjöldi og fólk stillti sér upp f
biðröð til þess að kaupa blaðið.
Og þegar blaðasöludrengirnir
komu út á götuna mátti heita
að blaðið væri rifið út úr hönd-
unum á þeim. Auk hinna al-
mennu frétta vakti mikla at-
hygli hin sögulega mynd og
frásögn um fund hauskúpu Jóns
biskpus Vídalíns.
Blaðið var nú prentað í
stærra upplagi en nokkru sinni
fyrr eða næstum því tuttugu
þúsund eintökum, en venjulega
annars í um 14 þúsund eintök-
um. Víða seldist blaðið upp á
skömmum tíma. Hinn mikli á-
hugi almennings á Vísi er
blaðinu hvatning að halda á-
fram á sömu braut með snörum
og ýtarlegum rréttaflutningi.
Enginn má skorust ár leik
Umfangsmikil
Um þrettán þúsund bíl
eigendur á svæði því
sem nær yfir Reykjavík,
Álftanes, Hafnarfjörð,
Kópavog, Seltjarnarnes
og Mosfellssveit, eiga að
gerast þátttakendur í
umfangsmestu umferðar
i könnun, sem fram þefur
farið hér á landi til
þessa. Auk allra bíleig-
enda á ofangreindu
svæði, verða allir þeir
sem með almennings-
vögnum ferðast þátttak-
endur í könnuninni.
Með hverju árinu vex tala
bifreiða hér í landinu og fólk-
inu fjölgar, tala árekstra og
annarra umferðarslysa vex
einnig, ríður því á miklu að um
ferð sé vel skipulögð og greið
og götur vel lagðar. Hver sá
sem gerist þátttakandi í könn-
umferðarkönnun
uninni leggur því sinn hlut fram
til þessara mála, auk þess sem
hann getur átt von á að hreppa
fimm þús. kr. verðlaun sem
Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur
gefið. Einnig hefur Umferðar-
nefnd Reykiavíkur gefið 10 þús.
kr. verðlaun og verður dregið
úr rétt útfylltum spjöldum.
Umfangsmikil könnun.
Eins og fyrr segir er þetta
lang umfangsmesta umferðar-
könnun sem hér hefur verið
framkvæmd og undirbúningur
hennar hefur staðið yfir í lang
an tíma. Könnun þessi er fram
kvæmd á vegum skipulagsyfir-
valda ríkisins og bæjar- eða
sveitafélaga á fyrrgreindum
svæðum. Hefur öllu svæðinu
verið skipt niður í 110 reiti
Meðan á könnuninni stendur
verður umferðin talin á 35 stöð
um á svæðinu.
Mikill undirbúningur.
Umferðarkannanir svipaðar
þessari hafa verið framkveemd-
ar víða um heim og krefjast
þær mikils undirbúnings. Und-
irbúningur fyrir könnunina hér
hófst í byrjun júnímánaðar og
hefur mikill fjöldi starfskrafta
Framh. á bls. 5.
[Áskrifendasöfnun á Akureyri
Áskrifendasöfnun Vísis er nú hafin á Akur-
eyri og hafa undirtektir Akureyringa hvarvetna
verið mjög góðar. Hafa Vísi þegar bætzt 200
nýir áskrifendur á Akureyri. Áskrifendasöfnun-
inni verður haldið áfram næstu daga og geta /
þeir sem vilja gerast fastir kaupendur hringt í
síma 1947 á Akureyri.