Vísir - 14.09.1962, Page 4

Vísir - 14.09.1962, Page 4
4 Föstudagur 14. september 1962. •/ t SIR * Fyrir skömmu kom til landsins Jón Haralds- son arkitekt. Hann hef- ur dvalizt erlendis mörg undanfarin ár, fyrst við nám í Noregi, en síðan við framhaldsnám og störf í Finnlandi og Dan mörku. Blaðamaður Vís- is hitti Jón að máli á heimili hans hér í bæn- um. — Þú hefur fremur óvenju- legan námsferil að baki. — Það má kannski segja það. Ég lauk námi í tannlækn- ingum frá Háskóla íslands áður en ég hóf nám í byggingarlist. — Hvað olli svo miklum um- skiptum? — Ja, hvað á að segja, kannski er það svo, að það þurfi minni skapfestu til að gera það, sem mann langar til að gera. Mig langaði alltaf til að verða arkitekt, og eiginlega ætlaði ég mér það alveg frá upphafi, þótt ýmsar ástæður kæmu í veg fyrir, að ég kæmist utan til náms eins fljótt og ég hefði viljað. — Og svo varð Noregur fyr- ir valinu. — Já. Noregur líkist nokkuð íslandi að landslagi og veðr- áttu, og því líkur á að við svip- uð vandamál sé að eiga í bygg- ingarlistinni. — Hvemig Iíkaði þér dvölin þar? — Prýðilega. Skólinn er góður og mikið og ríkt stúdenta líf í Þrándheimi. Þá er einnig mjög gott að vera íslendingur í Noregi. — Byggja Norðmenn á gam- alli hefð f byggingarlist sinni? — Það er tæpast hægt að segja. Hin gamla og merka byggingarlist Norðmanna var tréarkitektúrinn, sem birtist í stafkirkjum þeirra og bjálka- húsum. Sú hefð rofnaði. Á ár- unum milli heimsstyrjaldanna tveggja komu nýir straumar í byggingarlist Norðmanna, sem víðar í Evrópu. Má ]^r nefna Ove Bang og prófessor Arne Korsmo meðal brautryðjenda hins nýja tíma. Nú á seinni ár- um hafa Norðm. eignazt fram- úrskarandi arkitekta, svo sem Sverre Fehn og Geir Grund. I alþjóðlegri samkeppni um kirkju í Danmörku, í vetur, sigraði norskur arkitekt um • Rætt við Jón Hnraldsson um byggingarlist Jón Haraldsson arkitekt. TT# • ^ mn sia þrítugt, Helge Hjertholm að nafni. Er helzt að sjá, að hin gamla hefð birtist nú á ný í hinu sterka tjáningarformi hinna yngri manna, er þó um leið eru alþjóðlegir í viðhorfum sínum í arkitektúrnum. Hin svipmikla náttúra landsins og sú sterka sjálfsgagnrýni, sem einkennir starf þessara manna, ætti að skapa möguleika fyrir ríkum arkitektúr í Noregi á komndi árum. — Og svo lá Ieiðin til Finn lands? — Já. Ég lauk prófi frá Norges Tekniske Högskole í Þrándheimili 1960 og fékk þá finnskan ríkisstyrk til dvala' þar. — Og hvernig er fyrir arki tekta að koma til Finnlands? — Það var mér opinberun Finnar hafa sérstöðu meðrl þjóða heimsins hvað byggingar list snertir. Finnar fóru sinc,. eigin leiðir, þegar hinar Norð- urlandaþjóðirnar sukku meiraog minna niður í þjóðarrómantík. Þeir höfðu líka mikið samband við liststrauma Mið-Evrópu, Vínarskólann, Wagner og van de Velde og arkitektar eins og Frosterius og Saarinen urðu fyrir miklum áhrifum þaðan. Annars hefur enginn einn mað- ur haft eins mikla þýðingu fyrir nútfmabyggingarlist Finna og Alvar Aalto. Það er ótrúlegt, hvað einn maður getur haft mikil áhrif á heila þjóð. Það er varla hægt að sjá nútímaverk nokkurs finnsks arkitekts, sem ekki er undir meiri eða minni á- ^rifum frá Aalto. Hann hefur vipaða stöðu í finnskri bygg- ngarlist og Kiijan í íslenzkum 'jókmenntum. Það er ekki sízt honum að þakka hve gæði finnskrar byggingarlistar eru almenn og ná langt út á meðal fólksins. Það er einkennileg stemmning í Finnlandi gagnvart arkitektúr. Sú saga er sögð af útlendum ferðamanni, sem stóð fyrir framan Folkepensions- institutet í Helsinki, að hann hafi hitt þar að máli finnskan alþýðumann, og spurði hann um húsið. Þetta hús er teiknað af Alvar Aalto og þótti óheyrilega dýrt. Nema ferðamaðurnn spyr Finnann strax að því, hvort þetta hafi ekki verið óskaplega dýrt hús. „Jú“, svaraði Fnninn, „það var dýrt, en það er líka fallegt, finnst yður ekki?“ — Og hvað er það, sem helzt vekur athygli í finnskri bygg- ingarlist? — Það er fyrst og fremst, hvað þeir eru stórir f sniðum og áræðnir. Það er heildarsýn þeirra og sterk tök á verkefn- unum. Þetta er undirstaða alls skipulags og raunar allrar bygg ingarlistar. — Þú starfaðir sem arkitekt í Finnlandi? — Já, ég vann hjá prófessor í skipulagi við Háskólann í Hel- sinki, Olli Kivinen að nafni. Ég vann þar einkum að alls konar skipulagi, skipulagi fbúðar- hverfa, miðbæja o. fl. Kivinen er geysifær maður og reyndist mér ákaflega vel. Þáð er góð reynsla að starfa með Finnum, þeir eru hörkumenn til allra hluta og búa yfir mikilli dirfsku. Þetta á ekki aðeins við um þá í starfi, heldur eins hvort sem þeir eru að verja land sitt eða skemmta sér. Það er gott dæmi um áræðni þeirra og stórhug, agða að búið er að samþykkja nýtt skipulag á miðbænum í Hel- sinki eftir Alvar Aalto. Þar er umferðin leyst á fjórum hæðum eða plönum neðanjarðar, svo aldrei mætast þar bílar. Þar eru einnig bifreiðastæði bæjarins. Ofanjarðar er miðbæjarsvæðið ætlað gangandi fólki og geislar í terrözzum að Tölövatninu og friðuðu skóglendi umhverfis það, þar sem staðsett er hljóm- leikahöll og aðrar slíkar menn- ingarstofnanir. Snilldarlega gert. — Þetta hlýtur að vera ó- skaplega dýrt? — Dýrt, já, vitanlega er þetta dýrt, en það er þó enn dýrara að gera það ekki. Það verður áð leysa vandamál miðbæjanna. Því seinna sem það er gert, því erfiðara og jafnframt dýr- ara. — Þú hefur kannski mestan áhuga á skipulagsmálum? — Ekki held ég, að ég geti sagt það. Ég álít hins vegar, að skipulag og byggingarlist séu svo háð hvort öðru, að sér- hverjum arkitekt sé nauðsynleg staðgóð þekking á báðum svið- uin. — Var ekki mikill munur að fara frá Finnlandi til Danmerk- ur? hinnar miklu yfirsýnar til þess lands, þar sem höfuðstyrkur byggingarlistarinnar birtist í öðrum mælikvarða, í háþróaðri, fíngerðari byggingarlist, í ná- kvæmum frágangi í útfærslu og lausn f smæstu atriðum. Hér koma að sjálfsögðu til sögunn- ar áhrif landsins á fólkið. í Danmörku eru það hinar mjúku hæðir og hinn Ijósi beykiskóg- ur.! Finnlandi og Noregi er nátt úran dramatískari, og það kem- ur fram í byggingarlist þeirra, ennþá einkum í Finnlandi. Á sama hátt ætti hið svipmikla ís- Ienzka landslag, litauðgi náttúr- unnar og hið tæra loft að gefa tilefni til sterkra og ríkra tján- ingarhátta í íslenzkri *byggingar list. — Fer ekki gott orð af danskri byggingarlist? — Jú, vissulega. Danir eiga marga góða arkitekta, og hinir snjöllustu eru alþjóðlegir í list sinni, jafnframt því sem þeir tjá það bezta í danskri bygg- ingarlist. Það má nefna nöfn eins og Jörn Utzon, Arne Jacob sen og Halldor Gunnlögsson & Jörn Nielsen. Halldor er af ís- Ienzku bergi brotinn og er pró- fessor við Kunstakademíuna. Þeir tveir síðastnefndu vinna saman og hafa teiknistofu í Nyhavn. Hjá þeim vann ég í Danmörku. — Vannstu þar við skipu- lag? — Nei. í byrjun vann ég við skrifstofubyggingu, en mestan tímann við menntaskóla, sem var lokið, er til íslands var haldið. Var geysi Iærdómsrfkt að kynnast hversu vel og ýtar- lega danskir arkitektar vinna verk sín. Sem dæmi má nefna að í sumar var f byggingu á vegum þessarar teiknistofu ráð- hús, skrifstofubygging og 17 hæða íbúðablokk, meðal ann- ars. Allt var þaulunnið til sfð- asta smáatriðis, 13ö—140 teikn- ingum lokið af hverju þessara verka, áður en fyrsta skóflu- stunga var tekin fyrir þessum byggingum. Slíkur vinnumáti gerist æ algengari þar ytra og er að sjálfsögðu til fyrirmynd- ar. Hefði mig langað að vera þar lengur, því margt á maður ólært og betri teiknistofu getur vart, en Hafnarfjarðarskipulag- ið flýtti heimförinni. — Jæja, hvað viltu segja um Reykjavík? , — Ja, það er ljómandi £am- an að vera kominn aftur heim til Reykjavfkur. — Ég meina, hvað viltu segja um Reykjavík, frá faglegum sjónarhóli séð? — Á það við, að ungir og reynslulitlir menn láti í ljós skoðanir sínar á opinberum vett vangi? — Já, hvers vegna ekki? Til þess eru blaðaviðtöl, meðal ann ars. — Ég hef enn ekki haft t-?ki- færi til þess að sjá allt hið nýja, en það virðist hafa ver- ið byggt geysimikið hin síðari ár. Og sumt mjög fallegt. En sárt þykir mér að sjá hvernig farið hefur verið með Háskóla- hverfið. Á ég ekki við einstakar byggingar, heldur heildarsvip hverfisins. Það verður víst seint ofmælt, að skipulagið er undir- staða fagurrar borgar. Það er að sjálfsögðu mannlegt að — Jú, þá fer maður frá landi Framhald á bls. 13. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.