Vísir


Vísir - 14.09.1962, Qupperneq 8

Vísir - 14.09.1962, Qupperneq 8
8 Föstudagur 14. september 1962. VISIR Otgetandr Blafiaútgafar VISIR Ritstjórar Hersteinn Pai.son. Gunnai G. Schram Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson Fréttastjori: Porsteinn O Thorarensen Ritstjórnarskntstofur Laugavegi 178 Auglýsingat og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er a5 krói.ur a manuði. 1 lausasölu 3 kr. eint — Slmi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f Teningunum er kastað , í forystugrein Vísis í gær var á það minnzt, að kosningar til Alþýðusambajidsþings væru nú í þann veginn að hef jast, og bráðlega mundi koma í ljós, hvort Framsóknarflokkurinn ætiaði enn að styðja kommún- ista' þar til valda. Var á það bent, að æskilegt væri að lýðræðisöflin í landinu stæðu saman um að svipta kommúnista völdum í Alþýðusambandinu, hvað sem liði ágreiningi lýðræðisflokkanna um önnur mál. Þeir, sem kunna að hafa gert sér einhverjar vonir um að leiðtogar Framsóknarflokksins mundu nú sjá að sér og hætta að styðja erindreka Moskvuvaldsins, hafa orðið fyrir vonbrigðum, þegar þeir sáu Tímann I gær og lásu forystugreinina. Þar er því lýst yfir með orðum, sem ekki verða misskilin, að Framsóknarflokk- urinn muni enn sem fyrr veita kommúnistum braut- argengi og þar með reyna að tryggja þeim áframhald- andi völd í Alþýðusambandinu. Tíminn reynir að nota það sem afsökun fyrir af- stöðu Framsóknarflokksins, að þama sé fyrst og fremst verið að kjósa um stefnu núverandi ríkisstjóm- ar. Hitt telur blaðið fráleitt, að inn í slíkar kosningar megi blandast afstaða manna til austurs og vesturs. Hlutverk Alþýðusambandsins sé „fyrst og fremst“ að gæta þess að réttur launþega sé ekki fyrir borð borinn. Það er rétt hjá Tímanum, að þetta ætti að vera hlutverk sambandsins. En ritstjóri Tímans veit það eins og aðrir, að hvar sem kommúnistar komast til valda í félögum og félagasamtökum ,misnota þeir þau tií framdráttar fyrir Moskvustefnuna, þ. e. heimsvalda- stefnu kommúnismans. Og það má mikið vera, ef ekki er hægt að finna þessum orðum stuðning einhvers staðar í Tímanum frá liðnum árum, þegar Framsókn var í ríkisstjórn, en kommúnistar í stjórnarandstöðu. Hagsmunir íslenzkra launþega eru algert aukaatriði hjá „íslenzkum“ kommúnistum, þegar hagsmunir heimskommúnismans eru annars vegar. Þjóbviljinn gleiður Það er líka auðséð á forystugrein Þjóðviljans í gær, að foringjar Moskvu-liðsins eru öruggir um fylgi Framsóknar. Þar er talað digurbarkalega, eins og sig- urinn í kosningunum sé vís, af því að andstæðingar núverandi stjómarstefnu muni standa svo vel saman. Að vfsu þakkar blaðið það „núverandi forystumönn- um alþýðusamtakanna“, en það er nú gömul og ný saga í Þjóðviljanum, að hann er spar á þakklætið við Framsókh fyrir þjónustuna. Hinir „nytsömu sakleys- ingjar“ eru aldrei „hátt skrifaðir“ hjá kommúnistum, þótt þeir geti notað atkvæðin þeirra. Þessi stuðningur Framsóknar við kommúnista er tilræði við lýðræðið í landinu og stingur í stúf við stefnu annarra flokka á Vesturlöndum, sem unna frelsi og lýðræði. Hertoginn af Windsor og frú. Hertoginn yfirgef- ur Frakkland „Hertogahjónin af Windsor yfirgeí^FÍap:-" land“. Þannig hljóða fýr- irsagnir frönsku blað- anna og vikuritanna um þessar mundir. í nærri 25 ár hafa hjónin haft aðsetur sitt í París og verið sífelldur blaðamat- ur fréttamanna þar. Það er því auðvelt að skilja harmakvein þeirra nú, þegar loksins skeður eitt hvað varðandi þau — í raun og vem! Það sem á bak við fyrirsagn- irnar er, er það, að hertogahjón in hafa auglýst dvalarstað sinn, Moulin de Tuilerie til sölu — og um leið fest kaup á sumar- húsi á spönsku rivierunni, þar sem þau eins'og frönsku blöð- in segja „ætla að eyða síðustu árum ævi sinnar í sátt og sam- lyndi". Að sjálfsögðu hafa hinir for- vitnu frönsku blaðamenn velt þeirri spurningu fyrir sér — af hverju fara þau — og hafa fengið ekki eitt, heldur mörg svðr. Ástæðumar. Fyrir það fyrsta nálgast nú hertoginn óðum sjötugsaldurinn og er ekki eins hraustur og fyrr — og þvl velur hann heitari stað en dvalarstaður þeirra I Frakklandi var. Þá verða þau að geta haldið áfram þvi lff- erni sem þeim eitt er samboðið og í því sambandi fer hertoga- ynjan ekki dult með þá stað- reynd, að þegar hún skrifar greinar og bækur sinar, þá hafi það mikla fjárhagslega þýðingu fyrir þau. Þau, og þá sérstak- lega hún vill ekki heyra á það minnzt að fá neina hjálp frá brezku krúnunni, og fer bitrum orðum um konungshúsið I Eng- landi. Segir hún að I „öll þessi 25 ár, hafi maður hennar verið meðhöndlaður sem óþekkur strákur, og það hafi verið að hegna honum á hverjum ein- asta degi“. Farin burt. En það eru sum blaðanna sem finna aðra ástæðu fyrir brottflutningi hjónanna og hún er sú að þjóðfélagslega hafi Frakkland valdið þeim vonbrigð um. Þau hafa verið á forsíðu blaðanna, vikublöðin hafa birt greinar og myndir af þeim, og hundum þeirra. Þau hafa borizt á í Parísarlífinu og margir hafa talið sér mikinn heiður af, að sitja til borðs með þeim ellegar þiggja boð þeirra. Á yfirborðinu sýnist allt vera óaðfinnanlegt. En dýpst niðri var það ein- mitt þetta samfélag þetta fólk sem tók á taugarnar. Frakk- arnir voru fráhrindandi og komu fram við þau hjónin með vissum kulda — sem alltaf varð augljósari eftir því sem hertogaynjan var duglegr. við að skrifa greinar sínar, því þar leyndi hún ekki tilfinningum sínum né skoðunum. Og núna .er húsið þeirra til sölu — og þau komin burt. Það mun án efa verða tekið á móti þeim á hinum nýja dval- arstað, með kostum og kynjum. Koma þeirra þangað er nefni- lega enn ein sönnun þess að spánska rivieran er á góðri leið með að taka við nýju hlutverki í Evrópu. 1 rauninni ekki að- eins rivieran heldur allt um- hverfið, beggja vegna Malaga, bæir eins og Fuengirola, Mar- bella, San Pedro og Estepona. Þessi heimur hefur löngum verið vinsæll ferðamannastaður með hótel á öllum verðum, stór kostlegum baðströndum og sól og aftur sól. En einn er sá stað- urinn sem dregur sig virðulega til baka frá hinni yfirfullu strönd, í skjóli blóma og skugga 11 trjánna, og margir Spánverjar vona að haldist vammlaus fyr- ir utan samkeppnina og allan hamaganginn. Það er Estoril lít- ill staður rétt fyrir utan Lissa- bon, sem á sínum tima var kall- aður „bær fyrrverandi kon- unga“. Kóngafóiki fækkar. Heimurinn er nú einu sinni svona. Þessir konungar voru reknir frá völdum og þeir þurftu að mæna úr fjarlægð til þeirra landa, sem þeir einu sinni réðu ríkjum I. Þótt þeir yrðu brottrækir úr löndum sínum og sviptir titlum sínum þá loðir ætíð fyrri frægðin við þá, og þegar þeir nú lögðu flestir leið slna til Estoril, þá vakti staðurinn ekki svo litla athygli. Enn þann dag I dag býr kóngafólk I Estroil. Umberto fyrrv. Ítalíukonungur og kon- ungssonurinn spánski, Don Ju- an ganga þar um götur, en fleiri af þeirri háu stétt er ekki að finna hin seinni ár. Og það er þetta sem Spán- verjarnir vona að verði fram- tíðin. Engir kóngar — friðsæll staður. Það hefur vakið fögnuð I Marbella, að Soraya fyrrver-/ andi keisaraynja, lýsti þvf yfir Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.