Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Þriðiudagur 18. september 1962. — 113. tbl. AllsherjarþingiS kemursamanídag í dag kemur 17. Alls- herjarþing SÞ til fundar í byggingu samtakanna í New York. Er það nú helzt til tíðinda, að enn heldur meðlimaríkjunum áfram að fjölga, svo að sendi- nefndirnar eru að sprengja utan af sér fundarsal Alls- herjarþingsins. Þátttökuríkin eru nú orðin 104 og bíða sex til viðbótar inngöngu. Er búizt við að þau fái skjótt sæti í Allsherjarþinginu. Ríkin sex sem nú bætast við eru Alsír, Ruanda, Urundi og Uganda í Afríku og Jamaica og Trinidad í Vestur- Indíum. Með breytingum á iætaskipun hefur reynzt kleift að búa þeim sæti í fundarsalnum, en ef þess- ari útþenslu heldur áfram komast menn í vandræði með rúm fyrir fieiri þátttökuríki. Það er búizt við að forseti Alls- Frh. á 5. sfðu. Einn af aflahæstu bát- unum á síldveiðunum fyrir Norðurlandi var Höfrungur II frá Akra- nesi. Hann er nú hætt- ur veiðum og kominn suður aftur. Hann var fyrir norðan í 11 vikur og aflaði á þeim tíma 30.800 mál og tunnur, sem er að verðmæti rúm ar fjórar og hálf milljón krónur. Skipstjóri á bátnum er Garð- ar Finnsson, 41 árs gamall, ætt aður úr önundarfirði, en hefur búið á Akranesi í 10 ár. Hann hefur verið skipstjóri á bátum svo að segja óslitið, síðan hann var 21 árs. Við hittum Garðar að máli skömmu eftir að hann kom til Akraness. — Hvað verður hásetahlut- ur af þessum afla? — Ég býst við að hann verði Framhald á bls. 5. verið notaðar sem útsæði fyrir skólagarðana. — í dag var byrj- að að taka upp og skrapp ljós- myndari Vísis I. M. upp að Borgarmýri, þar sem skólinn hefur garðland, og tók þessa mynd. Skólinn hefur níu garða, Kartöfluupptaka í Smáiöndunum A fjórða hundraö reykviskir unglingar hafa starfað hjá Vinnuskóia Reykjavíkur nú yfir sumarmánuðina og unnið ýmiss konar stðrf. Á vori hverju hefur skólinn sett niður kartöflur, sem hafa sem hver um sig er um 300 fer- metrar. Áætiaði verkstjórinn að uppskeran mundi verða milli 100 og 150 pokar og kvað hann hana verða með lélegra móti í ár. Allt er það Gullauga, sem sett hefur verið niður. VIÐTAL VIÐ GARÐAR F8NNSS0N, SKIPSTJÓRA Á HÖFRUNG9 §1 Skriðufall / sand- námi á Kjalamesi Það lá við slysi f sandnámi Vinnuvéla h.f. á Kjalarnesi í gær-) morgun er sandbakki sprakk fram og féll niður yfir aðalathafnasvæð- ið þama. Vélkrani, sem notaður er til að moka sandinum á bila, kaffærðist að miklu leyti undir sandskriðunni. Þeir sem voru í kaffistofu á vinnustaðnum, forð- uðu sér út um glugga. Menn munu hafa verið um það bil að hefja vinnu þama í gærmorgun er skrið- an féll, og má segja að hurð skylli nærri hælum. Talið er hætt við að þama hefði getað orðið alvar- legt slys ef vinnan hefði verið byrjuð. Ekki mun neinni ógætni á vinnu- stað vera um að kenna að skriðan féll. Menn láta sér helzt detta í hug, að skirðufallið standi í sam- bandi við umferð um þjóðveginn. Sandnámið er í miklum bratta rétt fyrir neðan veginn, norðan við Ilollafjörðinn. Þar gætir titrings frá þungum bilum, er þeir fara um veginn, og er ekki ólfklegt að titr- ingurinn frá umferðinni hafi smátt og smátt Iosað um sandbakkann, er hrundi niður þama f sandnám- inu í gærmorgun. Forðuðu sér út um glugga ú kuffistofi Skrifar bókadóma Njörður P. Njarðvík hefur ný- lega verið ráðinn til Vísis til þess m. a. að rita þætti um bók- menntir og bókagagnrýni. — Njörður hefur á undanfömum árum skrifað greinar um bók- menntir, sem birzt hafa viða, m. a. í Félagsbréfi Almenna bókafélagsins. í blaðinu f dag birtist gagnrýni hans um ný- útkomna bók eftir Gísla Ást- þórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.