Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 16
VISIJR Þriðjudagur 18. september 1962. Háskólafyrirlest- ur próf. Hurwitz Prófessor dr. jur. Stephan Hurwltz, umboðsmaður danska þjóðþingsins, flytur fyrirlestur í boði Háskóla fslands miðviku- daginn 19. sept. n. k. kl. 5,30 e. h. i hátíðasal Háskólans. Fyr- irlesturinn nefnist ,,Om den nor diske ombudsmandsinstitution“, og verður þar einkum fjallað um aðdraganda að stofnun em- bættis umboðsmanns danska þjóðþingsins og reynsluna af því. Umboðsmaðurinn hefur einkum það starfssvið að rann- saka kvartanir og kærur borg- ara og annarra aðila um mis- fellur í starfi opinberra starfs- manna. Prófessor Hurwits er einn kunnasti lögfreeðingur á Norð- urlöndum, og hér á landi er hann ekki sízt kunnur vegna þess að kennslurit hans í refsi- rétti hafa verið notuð hér við Háskólann um Iangt árabil. Aðgangur að fyrirlestrinum er öllum heimill. VISIR á Akureyri Afgreiðsla vísis á Akureyri er hjá Nýju sendibílastöðinni við verzlun- ina Höfn og er síminn 2395. Nýir áskrifendur, sem fá blaðið ekki með skilum, hringi f síma afgreiðslunn- ar. Byrjað að steypa Keflavíkurveginn Það átti að byrja að steypa nýja Keflavíkur- veginn í morgun og hefst þar með nýr kapítuli í þessari miklu og brýnu vegaframkvæmd. — Vísir hafði tal af Snæbirni Jón- assyni verkfræðingi í morg un, en hann hefir yfirum- sjón með þessu verki af hálfu Vegagerðar ríkisins. Veðurútlitið var þá ekki hagstætt fyrir steypuverk en Snæbjörn vonaðist til að verkið gæti hafizt seinna í dag. Ætlunin er að steypa fimm kíló- j metra langan kafla í haust. Byrjað | er við Engidal, á móts við Álfta-' nesveg, og verður vegurinn nýi of- j an við Hafnarfjörð og suður fyrir Hvaleyrarholt steyptur á þessu I hausti. Þó verður hlaupið yfir j nokkur hundruð metra langan kafla hjá petbergslæknum í Hafn- j arfirði. Á þeim kafla verður veg- j inum hleypt upp, þannig að göng myndast undir honum fyrir um- ferðina meðfram læknum milli, Hafnarfjarðarkaupstaðar og efri1 hluta Garðahrepps. Þetta mann- virki verður allsérstætt, miðað við hérlendar aðstæður, en þess háttar lausn á umferðarvandamálum er algeng erlendis þar sem umferð er margfalt meiri. íslenzkir aðalverktakar hafa tek- ið að sér .að steypa þann 5 kfló- metra kafla af Keflavíkurvegi, sem byrjað verður á í dag. Þeir hafa nýja steypustöð og nýjar stórvirk- ar steypuvélar, og standa vonir til að verkið gangi greiðlega. Framhald á bls. 5. Umferðarkönnunin: Árangur ekki nógur Eftir þeim fregnum að dæma, sem Vísir hefur fengið hjá umferðarkönn- uninni hafa aðeins rúm sex þúsund bréf endurheimzt af þeim tæpum þrettán þúsund, sem send voru út. Fimm dagar eru nú liðnir síðan könnunin fór fram og má því ætla að megnið af þeim spjöldum, sem fyllt voru út, séu komin til um- ferðarkönnunarinnar !Má því draga þá ályktun, að könnunin beri ekki þann árangur, sem margir gerðu sér vonir um. Mikið starf og strit. Eins og skýrt hefur verið frá i blöðum og útvarpi var könnunin mjög vel undirbúin og vann fjöldi manns bæði við undirbúning og framkvæmd. Eftir ofangreindum fregnum að dæma virðist ekki öllum hafa ver- ið það ljóst, að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða, og hefðu allir sem vetlingi gátu valdið átt að reyna að ljá þvf lið. Nú vinna átta manns við að vinna úr þeim spjöldum, sem bor- izt hafa og átti Vísir tal við einn Framhald á bls. 5. Askrifendahappdrætfið Þapn 25. þessa mánaðar verður dregið í áskrifenda- happdrætti Vísis. Vinningurinn að þessu sinni verður gólf- teppi frá gólfteppaverksmiðjunni Axminster, sem hefur verzlanir að Laugavegi 45 B og Skipholti 21, en verk- smiðjan er að Grensásvegi 8. Allir áskrifendur Vísis, sem hafa greitt áskriftargjöld skilvíslega, taka þátt í happdrætti þessu og eru áskriftar seðlamir númeraðir. Fyrstu réttirnar I gær voru fyrstu réttirnar einn fjárbóndinn, Ágúst Krist hér sunnanlands. Voru það jánsson frá Miðengi. Kaldárseisréttir fyrir sunnan Þeir fóru í göngur á sunnu- Hafnarfjörð og sækja þangað da8inn °S smöluðu stórt svæði „ _ ^ . alla leið sunnan frá Vatnsleysu- Hafnfirðingar og Garðhreppmg- strönd Qg Brennisteinsfjölium ar. Mikið fjölmenni var f rétt- 0g var komið niður með Heiga- unum og sést hér á myndinni felli. AA^^VWVWWWVWVWWWWWWWWWVA/NA LIDO fyrír æskufólk? Æskulýðsráð Reykja- víkur hefur sent borgar- ráði bréf og farið fram á fjárstyrk til reksturs á einu af samkvæmisstöð- um borgarinnar ein- göngu fyrir fólk á aldr- inum 16 til 21 árs. Vísir átti því í morgun stutt samtal við framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs, sr. Braga Frið- riksson, og spurðist fyrir um mál þetta. — Hér er um mikið nauð- synjamál að ræða. Eins og mál- in standa í dag er hér ekkert veitingahús, sem hefur það eitt að markmiði að skemmta æsku fólki og ég held að þörfin fyrir slíkt sé að verða einróma að áliti alménnings og ekki hvað sízt æskufólksinsáþessumaldri. Við höfum því skrifað oorgar- k ráði og borgarstjóra bréf og farið fram á fjárstyrk í þessu skyni. Mun mál þetta koma fyrir borgartáð innan skamms. — Hvaða hús kemur helzt til greina? — Húsið verður að fylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs Framhald á bls. 5. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.