Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 9
¥ Aflinn ragaður. Humarkörfur standa á lúgunni. innan landhelgi. Þess vegna er reiknað með, að einungis sé veidd ur humar, en ekki ýmsar tegund- ir af fiski, en hætt er við, að erfitt yrði að fiokka tegundirnar með vörpunni niðri í sjónum. 6 körfur í hali. Fyrsta „holið“ gerði um 6 körf- ur af humar, en auk þess voru nokkrir þorskar, karfar, ýsur, sói- kolar, ennfremur tveir eða þrír stórufsar, ein miðlungs lúða, ein síld og nokkrar löngur. Togað er í hvert skipti um fjóra tíma, og má segja, að maður hafi verið fullur eftirvæntingar í hvet skipti, sem leyst var frá pokan- um, því að auk þess, að fiskur slæddist með, þá komu einnig stór ígulker og sæstjörnur. Það er fjöl skrúðugt dýralífið í sjónum. I eitt skipti fengum við sérlega skemmtilegan fisk, sem ekki ei beint algengur, en það var gríðat stór skötuselur, en þeir fiskar eru óhemju kjaftstórir, og ekki beint frlðir sýnum. Það var ekki laust Það er hressandi til- breyting að bregða sér eina helgi til sjós. Bæði er það hollt, þeim, sem í landi vinna við kyrrsetu- störf, líkamans vegna, og eins vegna hins að kynna sér starfsvið og aðstöðu þeirra, sem á sjónum vinna. Meðhumarbá iö ujHíiimiáatí Hafa skapað atvinnu. Kjör sjómannastéttarinnar er haft að bitbeini næstum í byrjun hvers veiðitímabils, og þá er gjarn an vegið og metið, hvað hver eigi að bera mikið úr býtum af sam- eiginlegum feng. En hvort sem sjómenn eru taldir bera of mikið eða of lítið úr býtum, er hverjum „Iandkrabba" hollt að hafa í huga- fjarvistir fiskimannsins frá heim- ilum sínum, reikulan vinnutíma vegna illviðra. Fiskimaðurinn verður því að neita sér um mörg þau þægindi í daglegu lífi, sem landmenn telja sjálfsögð. Það hefir oft verið vandamál hinna stóru fiskiðjuvera á Suð- vesturlandi, hvað hráefnisöflun hefir verið bundin við stutt tíma- bil, eðá aðeins yfir vetrarvertíð- ina. Nú hefir orðið breyting á miðunum og oll vinna virðist ganga mjög kerfisbundið. Sjómennirnir ganga mjög hiklaust til verks og virðast hver um sig hafa sín ákveðnu verk að vinna. Ingimundur Jóns- son skipstjóri virðist ekki vera af gamla skólanum, a. m. k. öskr ar hann ekki fyrirskipanir, e:rs og sagt er, að þeir hafi gert skip- stjórarnir áður fyrr. Og svo bölv- ar hann næstum aldrei, og hellir sér ekki yfir lcallana á dekkinu með formælingum. Þetta virðist ailt ganga ósköp hóglega fyrir sig. og eins o'g af sjálfu sér. Þar eð áhöfnin er bara 5 menn, verða allir að vinna á dekki. Stýri maður er Friðþjófur Kristjánsson, vélstjóri Karl Davíðsson, Guð- mundur Ögmundsson, sem er yngstur um borð, aðeins 16 ára, og svo Þorsteinn Sölvason, sem er aldursforsetinn um borð, orð- inn nær sjötugur, svo hann rnan tímana tvenna. Lítið um svefn. Það er fiskað allan sólarhring- inn, svo að svefn er aðeins þann tíma, sem líður frá þvl að gengið hefir verið frá aflanum og þar til varpan er ^dregin inn aftur, að frádregnum matartímum. Svo að það eru aðeins einn til tveir tímar í hvert skipti, svo að svefninn verður ódrjúgur. Þeir segja um borð, að ef þeir hefðu þetta ekki svona, þá þyrfti fleiri menn, og þá yrði ekkert upp úr þessu að hafa. Um leið og leyst er frá pokan- um er sem fljótast gert klárt til að lcasta aftur. Ef komið hefir gat á vörpuna, er Ingimundur fljótur til með nálina að bæta. Þegar kast að hefir verið, er sett upp alumin- iumrenna, þar sem aflinn er flokk með tilkomu kraftblakkarinnar hafa hafizt síldveiðar að haustinu hér suð-vestanland's, og yfir sum arið, þegar síldveiðiskipin eru norðanlands, þá hafa verið hafn- ar humarveiðar með botnvörpu. Humarveiðar hafa skapað mikla atvinnu í fyrstihúsunum, svo að þau hafa ekki þurft að standa auð yfir sumarmánuðina. Humarinn hefir svo þann kost, að vera eftirsótt neyzluvara og auðseljanleg á'háu verði á mörk- uðum, sem borga í hörðum gjald- eyri. Þetta ferlíki kom inn í einu holinu Landaði 100 tonnum af humar. Til að kynna þeim, sem ekki hafa aðstöðu til að bregða sér „til sjós“, þá skulum við með hjálp myndavélarinnar bregða okkur í sjóferð með m.s. Fiskakletti GK 131, en sá bátur er eign Jóns Gíslasonar I Hafnarfirði, en hann er stórtækur við humarfrysting- una og gerir út 4 báta til humar- veiða, sem hann verkar svo aflann af í frystihúsi sínu, Frost h. f. Fiskaklettur landaði á humarút- haldinu um 100 tonnum af humar auk annars fisks, því að margra „grasa" kennir, þegar leyst er frá trollpokanum, þó að aðalaflinn sé humar. Hymarveiðarnar fara að mestu fram norðan við Eldey á 70—80 faðma dýpi. Botninn er sléttur leirborin, svo að um festur er ekki að ræða eða skemmdir á veiðarfærum ,ef ekki er farið of nærri Geirfuglaskerjum eða Eld- ey, en þar mun vera um gamlar eldstöðvar að ræða. Á þessum slóðum hafa sumir bátarnir fest vörpuna í skipsflaki, og sumir hreinlega slitið frá sér allt „drasl- ið“, eins og sjómennirnir gjarnan orða það. Þeir bátar, sem stunda humar- veiðar verða að hafa sérstakt leyfi, þar eð veitt er í botnvörpu Um borð í Fiskakletti. við, að manni fyndist hann brosa, þegar hann opnaði kjaftinn. Allir vinna á dekki. Öll vinna gengur mjög greitt um borð í Fiskakletti, en þó ekk- ert fum og engin axarsköft. Allur útbúnaður virðist vera I góðu lagi, aður. Steini Sölva slægir bolfisk- inn, en Friðþjófur, Karl og Guð- mundur þvo humarinn vandlega og setja I körfur, sem síðan eru handlangaðar niður í lestina. Frið- þjófur ísar sem vendilegast, þvf að aflinn verður að vera fyrs a flokks, þegar komið er að lan'h. Framhala á bls. 10 ) 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.