Vísir - 18.09.1962, Síða 7

Vísir - 18.09.1962, Síða 7
Reykur ffrá matar- potti gabbar slökkviiiðið Þriðjudagur 18. september 1962. Slökkviliðið var í gærdag hvatt að Skólavörðustíg 33, sem er all- stórt timburhús, en þaðan lagði mikinn reyk og var óttazt að kviknað væri í því. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, hins vegar hafði maður sem er leigjandi hússins kveikt undir mat- arpotti á rafmagnsvél, en að því búnu yfirgefið húsið. Er þar skemmst frá að segja, að matur- inn brann ferlega við í pottinum og lagði frá honum ferlegan reyk og mikla stybbu. Töldu íbúar húss- ins þá öll líkindi til að eldur kviknað í húsinu og var slökkvi- liðið hvatt á vettvang með öll sín tæki og dælur, en sem betur var ekki um eld að ræða. Kéraðsmót Sjálfstæðis manna í Borgarnesi Sl. laugardag efndu sjálfstæðis- menn í Mýrasýslu til hins árlega héraðsmóts síns í Borgarnesi. Samkomuna settj og stjórnaði Jón Ben. Ásmundsson forstjórj. Dagskráin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngvari, söng einsöng. Undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Að loknum söng Kristins flutti Ásgeir Pétursson, sýslumaður, ræðu. Síðan söng Þórunn Ólafs- dóttir, söngkona, einsöng. Þessu næst flutti Ólafur forsætisráðherra, ræðu, og var máli hans frábærlega vel tekið áheyrendum. Fluttur var gamanleikurinn „Mótlætið göfgar“. Síðan sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn Ólafsdóttir tvísöng við undirleik Skúla Halldórssonar. Geisfavirkt innihald mjólkur eykst i Sviþjóð Síðasta hálfan mánuð hefur geislavirkni andrúmsloftsins yfir sunnanverðri Svíþjóð aukizt og staf ar það af kjarnorkusprengingum sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu. I vikunni sem nú er að líða hefur joð-131 innihald mjólkur aukizt og hefur verið milli 90 og 180 picocuri í lítra en talið er að það sé varasamt að innihaldið verði yfir 130 picocurie, í Norður- Svíþjóð er minna af þessu geisla- virka efni í mjólkinni eða um picocurie í Iítra. kýs ekki... Henry Herndon heitir elzti borgari New York. Hann átti ný Iega 114 ára afmæli og kom sjálf ur ríkisstjóri New York í heim- sókn til hans, gaf honum af- mælistertu og tók í hönd hans. En gamli Henry lætur þessa stjórnmálamenn ekki leika á sig, nei ekki aldeilis. „Ég ætla samt ekki að kjósa með honum i' kosn ingunum í nóvember", sagði Henry Herndon. En svo bætti hann við: „Ætli ég kjósi nokk- urn, ég held ég sé orðinn of gamall til þess að taka þátt í stjórnmálum." rauðið og ástin Gísli Ástþórsson: Brauðið og ástin, skáldsaga, 241 bls. Almcnna bókafélagið — ágúst 1962. Á tímabilinu frá kreppunni miklu og fram til heimsstyrj- aldarinnar síðari var kjarabar- verkalýðshreyfingarinnar opin kvika í íslenzku þjóðlífi. Þá urðu til skáldverk, sem sprottin voru úr lifandi bar- áttu, sem var allt í kringum fólk og hluti af daglegri hugsun nianna. Nú eru breytt viðhorf. Kjarabaráttan er nú allt annar og miklu minni partur af dag- legu lífi fólksins f landinu. Ekki svo að skilja, að menn séu hættir að vilja kauphækkun, öðru nær. Hins vegár fer sú barátta nú fram í lokuðum fundarherbergjum og kemur fólki tæpast fyrir sjónir nema sem fyrirsögn í dagblaði. Það er rétt einstöku maður, sem langar að lifa upp gamla tíma og kreppa hnefana, en úr því verður tæpast nokkum tíma högg núorðið. Tímarnir hafa mildað þessi átök á báða bóga. Með þessar staðreyndir í huga verður að teljast erfitt verk að skrifa skáldsögu um verkalýðsbaráttu, þannig að sá hluti sögunnar, sem að barátt- unni veit, verði áþreifanlegur sannfærandi og nægilega lif- til að vekja áhuga fólks. það er hægt að segja það strax, að í þessari bók Gísla Ástþórssonar er brauðið sýnu verra en ástin. Barátta fólks- ins er búin að missa brodd sinn. vegar er ástin enn bæði klassískur og aktúel hlutur og verður vonandi um ókomna framtíð, enda er sá hluti sög- unnar miklu lífrænni og líklegri til að höfða meir til lesandans. Og svo er í bókinni enn einn merkilegur þáttur í íslenzku þjóðlífi, þó ekki sé hans getið í titli bókarinnar, en það er heimur dagblaðanna. Og það er einmitt þessi þáttur, sem gef- ur sögunni sitt raunverulega líf og gildi. Heimur blaðanna er heimur Gísla Ástþórssonar og sá raunveruleiki, sem sagan grundvallast á, því allar sögw þurfa að byggjast á einhverjum raunveruleika. Sögumaður er ungur blaða- maður við hægrisinnað blað í Reykjavík, sem verður ástfang- inn af ungri verkakonu, sem stendur í fremstu fylkingu í verkfallsbaráttu. Aðstaða pilts- ins er heldur erfið, enda hefur það jafnan reynzt vandasamt að þjóna tveim herrum svo vel fari. Hinn ungi blaðamaður leysir þó þennan vanda eins og annað, og niðurstaða sögunnar verður sá einfaldi sannleikur, að mann- eskjan stendur ævinlega ofar málefnum. Þess vegna verður að telja þetta bók bjartsýninn- ar. Hún hefur að geyma þá hlýju von, að manneskjurnar takist í hendur yfir andstæð- urnar og gangi saman götuna fram eftir veg áður en lýkur. Sagan virðist heldur flaust- urslega byggð, eins og blaða- grein, sem skrifuð er í flýti. Til dæmis eru í bókinni tvö kaflabrot, sem alls ekki eiga heima i\ sögunni. Að vísu eru þeir kallaðir fyrri og síðari útúr dúr, en nafngift ein út af fyrir sig réttlætir ekki afglöp í bygg- ingu. Hafi höfundur ekki getað komið þessum kaflabrotum fyr- ir í sögunni með sæmilégu móti, verður að teljast eðlilegast að hann hefði átt að sleppa þeim. Þessi umræddu kaflabrot eru ekki partur af sögunni, en hins vegar virðist hið fyrra varpa ljósi á höfund bókarinnar og sköpunarnauðsyn hans og hið síðara á érfiða aðstöðu sögu- manns og stúlku hans, án þess þó að vera í beinum tengslum við söguna. Þrautalendingin hefði sennilega verið að skrifa formála. Að öðru leyti rennur sagan fram eðlilega og fremur hratt svo byggingin ýtir undir Iesandann fremur en tefur hann þó hún sé ekki fastmótuð. Persónusköpun hefur tekizt vel. Persónurnar eru skýrar, kannski um of einfaldar í snið- um sumar hverjar og ýktar en flestar með sennileikablæ. Það er einna helzt sögumaður sem svífur nokkuð í lausu lofti. Það er dálítið erfitt að átta sig á því hvers konar maður hann er í raun og sannlqika. Mér finnst eins og það gægist fram milli lína að höfundur hafi aldrei ráðið það almennilega við sig hvaða lit hann ætti að setja á hann. Það er vandi sem oft fylgir því að skrifa í fyrstu persónu. Sama persónan gegnir þá því tvíþætta hlutverki að vera aðalpersóna sögunnar og setja jafnframt fram þær skoð- anir sem rithöfundar birta oft utan persónanna ef bókin er skrifuð í þriðju persónu. Þarna leynist því nokkur hætta. Sagan er skrifuð í brokk- gengum og ótömdum stíl. Það er hugsanlegt að þetta sé gert að yfirlögðu ráði af því það er blaðamaður sem segir söguna en sennilegra er þó að blaða- mennskan hafi þarna sett stimp il sim heldur fast á höfund bók arinnar sjálfan. Svona ótaminn stíll nýtur sín oft dável í grein- um og stuttum sögum en á tæp- ast heima í skáldsögu. Það vant- ar alla reisn í .stílinn, hann er alltof strákslegur til að rista nægilega djúpt til að eiga heima í alvarlegu skáldverki eins og Brauðið og ástin hlýtur að vera hugsuð. Og þarna er kominn megingalli bókarinnar. Stíllinn fellur ekki nægilega að efni hennar. Þá leggur höfundur einnig mikið upp úr því að vera fyndinn en skop er afskap- lega vandmeðfarinn hlutur. Og það verður að segjast eins og er að fyndnin í þessari bók er æði oft misheppnuð. Fyndni í skáld- sögu má aldrei vera billeg en það er því miður reyndin með sumar skoptilraunir höfundar. Setningar eins og. þessar „það er of seint að byrgja brunninn þegar rassinn er dottinn úr bux- unum“ og „Ég vildi hann hefði eina tönn og tannpínu í henni allan sólarhringinn“ geta kann- ski átt heima í brandarasafni stráklinga en eiga aftur á móti ekkert erindi í skáldverk handa fullorðnu fólki. Þá verða menn að hafa eitthvað betra að bjóða. Niðurstaðan verður því sú að stíll höfundar og kímnigáfa njóti sín til muna betur í smá- sögum og stuttum ritsmíðum en í skáldsögum því þar gilda aðr- ar leikreglur að mínu viti. Málfar Gísla Ástþórssonar er yfirleitt hnökralaust, málið er hressilegt og víða kjarnyrt og kyrfilega sneitt hjá bókmáli og samtölin f bókinni eru ákaflega lifandi og líklega bezti hluti sögunnar. Þar er höfundur á réttri hillu og það má mikið vera ef Gísli Ástþórsson getur ekki skrifað dágóða gamanleiki fyrir svið. Á stöku stað er þó tekið eilítið kynlega til orða og verst fellur mér málvi.ia sem nú er almennt að ryðja sér til rúms er> það er vannotkun á aftur- beygða fornafninu. Dæmi: „En hún hafi bannað mér að hringja á hana“ (bls. 69). Hér hefði vit- anlega átt að nota sig. Gísli Ástþórsson hefur margt gott skrifað. Hann hefur haslað sér völl á sviði smásagna og Framhald á bls. 10. Pár Lagerkvist hefur nýlega lokið við að skrifa nýja skáld- sögu, sem nefnist Pilgrim ,pá havet. Enda þótt þetta sé sjálf- stætt listaverk, fellur það sem fjórða verkið inn í hinn mikla skáldsagpáflokk Lagerkvist um leit mannsins að trú sinni. Hin- ar þrjár eru Barabbas, Sibylla og Ahasverus död. í þessum mánuði er væntan- leg á markaðinn í Bandaríkjun- um bók eftir Mark Twain, sem aldrei hefur komið út áður. — Nefnist bókin Letters from the Earth. Þessi bók er skrifuð gegn trúarbrögðum og lögð í munn Satans, sem skrifar bréf til erki- englanna Gabríels og Mikaels. Höfundur birtir þar þá skoðun sína, að maðurinn sé fangi heimskulegra trúarkenninga. — Mark Twain lézt 1910, en dóttir hans var svo mjög á móti bók- inni, að hún hefur allan þennan tíma komið í veg fyrir að hún væri gefin út. Danski rithöfundurinn Karl Bjarnhof er nú um það bil að gefa út nýja bók á forlagi Gyl- dendals. Bókin heitir Anonyme profiler og er úrval greina, sem Bjarnhoí skrifaði f hjáblað Poli- tikens, „Magasinet", fyrir nokkr um árum. í bókinni gætir mik- illar kímni, en að baki hennar býr þó djúp alvara. Mika VValtari, rithöfundurinn finnski, sem gat sér mesta frægð fyrir Egyptann, vinnur nú að nýrri sögulegri skáldsögu, sem byggð er á reglu Musteris- riddára. Ekki er enn vitað, hve- nær bókin muni koma út. Nýlega er komin í bókaverzl- anir í Bretlandi skáldsaga, sem byggist á ævi hins mikla brezka rithöfundar, Charles Dickens. Titill bókarinnar er „Charles“ og höfundurinn heitir Victoria Lincoln. Mord i Pantomimeteatret eller Harlekin skelet heitir ný skáld- saga eftir danska skáldið Tom 'ristensen, og það þykir tíðind- um sæta í Danmörku, að Krist- ensen skuli aftur hafa snúið sér að skáldsöguforminu eftir 30 ára hvíld frá því, ekki sfzt þar sem hér er um að ræða morð- sögu. Er sagan látin gerast í Tívolí í Kaupmannahöfn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.