Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. september 1962. 15 VISIR Friedrkh EDurrenmott / © PIB CCPENHAGEN Eruð þér herrann sem kvartaði yfir matnum — — „Emmenberger?" spurði lög- reglufulltrúinn stillilega eftir nokkra þögn. „Svo hann heitir það?“ „Nú hef ég sagt það“, svaraði Hungertobel órólega. „Fritz Emmenberger". „Er hann læknir?“ „Já, hann er læknir“. „Og býr í Sviss?“ „Hann á sjúkrahúsið Sonnen- tein í Zurich", svaraði læknir- inn. Árið 1932 fór hann burt frá Þýzkalandi og síðar til Chile. Árið 1945 sneri hann aftur og tók við rekstri sjúkrahússins. Eitt dýrasta sjúkrahús í Sviss“. bætti hann við. „Aðeins fyrir ríkt fólk?“ „Aðeins fyrir vellauðugt fólk“. „Er hann góður vísindamaður, Samuel?" spurði lögreglufulltrú- inn. Hungertobel hikaði nokkra stund, en sagði svo, að erfitt væri að svara þeirri spuningu: „Hann var einu sinni góður vís- indamaður, en það er ekki gott að vita, hvort hann er það enn. Hann n otar aðferðir, sem okk- ur virðist mjög vafasamar. Hann hefur 'Séfhæft sig í hormónum, en um þá vitum við enn afar lít- ið. En við vitum þó, að nú snýst allt um þá, og að þeir búast til að gleypa vísindin með húð og hári. Vísindi og skottulækningar geta stundum farið furðu vel saman. Hvað á að gera, Hans? Emmenberger er elskaður af sjúklingum sínum, og þeir trúa á hann eins og guð. Það virðist mér það mikilvægasta fyrir þetta ríka fólk, sem einnig þarf að njóta munaðar í sjúkleika sínum: án trúarinnar getur það ekki gengið, að minnsta kosti hvað hormónunum við kemur. Svo hefur hann einnig verið heppinn, er mikils metinn og ríkulega launað. Enda höfum við líka stundum kallað hann erfða- frænda". Hungertobel þagnaði skyndi- lega, eins og hann iðraðist að hafa minnzt á auknefni Emmen- bergers. „Erfðafrændann. Hvers vegna það?“ spurði Bárlach. „Sjúkrahúsið hefur erft auð- æfi margra sjúklinganna," svar- aði Hungertobel auðsjáanlega með slæmri samvizku. „Svo virðist sem það sé eins konar siður þar.“ „Og það hefur ykkur lækn- unum fundizt kynlegt,“ sagði lögreglufulltrúinn. Báðir þögðu. Eitthvað leynd- ardómsfullt lá í loftinu. Eitt- hvað, sem Hungertobel óttaðist að þurfa að ræða um. „Þú mátt ekki hugsa það sem þú ert nú að hugsa,“ sagði hann allt í einu ákveðinn. „Ég hugsa aðeins það scma og þú,“ svaraði Bárlach rólegur. „Við verðum að vera hreinskiln- ir. Þótt hugsanir okkar kunni að vera ljótar, ættum við ekki að óttast þær. Við verðum að játa þær fyrir sjálfum okkur, ef við eigum að komast að raun um, hvort þær eigi rétt á sér eða ekki. Nú, ef við komumst að því, að þær séu óréttlátar, þá getum við fyrst yfirstigið þær. Hvað er það, senj við hugsum núna, Samúel? Við hugsum: Emmen- berger notar þessar aðferðir, sem hann lærði í Stutthof, til þess að þvinga sjúklinga sína til að arfleiða hann að auðæfum sínum og drepur þá síðan.“ „Nei,“ hrópaði Hungertobel á- kaflega æstur. „Nei.“ Hann starði ráðalaus á Bárlach. „Það megum við ekki hugsa. Við er- um ekki villimenn," hrópaði hann og reis upp og óð um gólf- ið fram og aftur. „Guð minn góður,“ stundi læknirinn, „ég hef aldrei lifað annað eins.“ „Grunurinn," sagði gamli maðurinn í rúminu. „Grunur- inn.“ Hungertobel stóð kyrr við rúm Bárlachs. „Við skulum gleyma þessu samtali okkar, Hans,“ sagði hann. „Við misst- um állt taumhald á okkur. Stund um finnst manni gaman að leika sér að alls kyns ímyndunum. Það gerir engum gott. Nú skul- um við ekki hugsa lengur um Emmenberger. Því oftar sem ég skoða myndina, því síður finnst mér þetta vera hann. Það er enginn fyrirsláttur. Hann var í Chile, en ekki í Stutthof, og þar með er grunur okkar að engu orðinn.“ „í Chile, í Chile,“ sagði Bár- lach, og augu hans leiftruðu af nýjum áhuga. Hann teygði sig, og síðan lá hann hreyfingarlaus með hendurnar undir hnakkan- um. „Nú verður þú að fara og sinna sjúklingum þínum, Samú- el,“ sagði hann eftir nokkra stund. „Þeir bíða þín. Ég vil ekki halda þér lengur hér. Við skulum gleyma þessu samtali okkar. Það er öllum fyrir beztu, það segir þú satt.“ Þegar Hungertobel sneri sér við í dyrunum og leit tortryggn- islega á gamla manninn, var hann sofnaður. FJARVISTARSÖNNUNIN. Næsta morgun kl. hálf-átta, eftir morgunmatinn, kom Hung- ertobel venju fremur snemma. Bárlach var vanur að fá sér aft- ur smáblund á þessum tíma, eða að minnsta kosti liggja kyrr með handleggina undir höfðinu, en nú sat hann uppi og skoðaði bæjarauglýsingablaðið af mesta áhuga, lækninum til nokkurrar furðu. Einnig sýndist lækninum lögreglufulltrúinn hressari en venjulega, og úr augum hans glampaði sama gamla lífsorkan, sem alltaf hafði einkennt hann. „Jæja, hýernig líður?" spurði Hungertobel sjúklinginn. „Ég er að hressa mig á morg- unloftinu," svaraði hann íbygg- inn. N „Ég kem fyrr til þín í dag en vant er, og eiginlega kem ég ekki í embættisernidum,“ sagði Hungertobel og gekk að rúm- inu. „Ég ætlaði aðeins að færa þér þessi læknatímarit: Sviss- neska Vikuritið, eitt franskt og auk þess, þar sem þú skilur líka ensku, nokkur eintök af enska tímaritinu fræga „Lancet“. „Það var elskulegt af þér,“ svaraði Bárlach án þess að líta upp, „en ég veit ekki hvort það eru heppilegar bókmenntir fyrir mig. Þú veizt, að ég er enginn vinur læknavísindanna." Hungertobel hló: „Og þetta segir þú, sem við höfum ein- mitt hjálpað." „Einmitt,“ sagði Bárlach, það gerir það ekki skárra." „Hvað er svona spennandi í Auglýsingablaðinu?" spurði Hungertobel forvitinn. ÓDÝRT skólafatnaður skólatöskur I A R W ALONEi WAITIMG FOR FEATH, BECAUSE OP THE SFANIAKf'5 SAFir" ' Bylurinn jókst og Tarzan var skilinn einn eftir. Aleinn, með dauðann í nánd, allt vegna hins illskulega uppá- tækis Spánverjans. Skyndilega heyrðist hræðilegt nrr... og enn einu sinni læddist hið óhugnalega kvikindi fortíðar- innar að honum. Barnasagan KALLI græni pófa- gaukur- Andartaki síðar tóku Tommi og fræðilegum staðarákvörðunum, en stýrimaðurinn að berjast að hætti gömlu sjóræningjanna. Páfagauk- urinn varð alveg undrandi og byrj aði strax að þylja upp fjöldann allan af dagsetningum og land- Iíalli skrifaði allt niður í flýti. — Morð. Bruni. Til vopna, hrópaði Jakob, þrumur og eldingar, hér koma ógnir Djúphafsins. Takið stefnu á draumaeyna mína. — Draumeyjan hans, endurtók Kalli og andvarpaði, hvaða eyja skyldi það vera? Svo stökk hann á fæt- ur líka komið auga á eyjuna. — Hér hefst Djúphafið, sagði Jack Tar, og þetta er fyrsta eyjan í eyjaklas Eyja, hrópaði hann. Skyldi anum. Ef Krák varpar akkerum það vera þessi þarna. Um bórð hér, þá hlýtur þetta að vera eyjan í Græna Páfagauknum höfðu þeir sem afi gróf fjársjóðinn sinn á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.