Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 18. september 1962.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjðrar Hersteinn Pálcson. Gunnar G. Schram
ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Porsteinn 0. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 45 krói.ur á mánuði
I lausasölu 3 kr. éint. — Sfmi 11660 (5 Ilnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.t
Kosningar til þings ASÍ
Þing Alþýðusambandsins á að koma saman hér
í Reykjavík nú í haust, og eru kosningar innan ein-
stakra félaga þegar hafnar, svo sem skýrt hefir verið
frá í blaðinu. Úrslit hafa verið samkvæmt því, sem
menn gerðu ráð fyrir í þeim félögum, sem hafa þegar
lokið kosningunni, en þó vekur það greinilega athygli,
að fylgi kommúnista og dindla þeirra innan Fram-
sóknarflokksins hefir ekki aukizt, eins og þeir munu
hafa gert sér vonir um. Úrslitin sýna, að hatursáróður
rauðliða ber ekki tilætlaðan árangur.
Það er einna eftirtektarverðast í þessu sambandi,
að kommúnistar treystu sér ekki til að bjóða fram
í félagi verksmiðjufólks, Iðju, að þessu sinni, en það
félag hafði einmitt verið svo örugglega í höndum
þeirra fyrir nokkrum árum, að foringjarnir fóru svo
að segja með sjóði þess, eins og þeir væru einkaeign
þeirra. Þá var líka notað hvert tækifæri til að etja
félaginu út í verkföll í politískum tilgangi. Nú er félag-
inu stjórnað með þarfir félagsmanna fyrir augum, og
stjórnih hefir unnið sér þvílíkt álit, að rauða sveitin
hefir alveg lagt árar í bát. Það er aumlegt hlutskipti.
Kommúnistar í stjóm Dagsbrúnar ætluðu hins-
fram á félagsfundi, en heyktust á því, þegar til kom,
því að fyrir lá áskorun meira en fimmtungs félags-
manna um að efnt yrði til allsherjaratkvæðagreiðslu,
eins og sjálfsagt er. Að vísu munu kommúnistar hafa
í hendi sér að sigra í þessum Dagsbrúnarkosningum
vegar að afgreiða kosninguna þannig, að hún færi
með hæfilegum útstrikunum manna, sem þeim eru
ekki hlynntir, en það er mikilvægast í þessu máli, að
þeir hafa verið neyddir til að láta af einræðishneigð
sinni.
Eins og þegar hefir verið getið hér í blaðinu, hafa
kommúnistar og foringjar Framsóknarflokksins geng-
ið í bandalagi í þessum kosningum, og með áróðri sín-
um og atgangi upp á síðkastið hafa þeir vænzt þess
að geta sýnt fram á mjög aukið fylgi innan verkalýðs-
félaganna, þegar kosið yrði á þing ASÍ. Þau úrslit,
sem kómin eru, hljóta að vera þessum mönnum sár
vonbrigði, því að þau sýna síður en svo aukið fylgi
þeirra. Þau sýna, að meðlimir verkalýðsfélaganna láta
ekki blekkjast af moldviðri rauðliða.
Framtak Loftleiða
Loftleiðir hafa nú hafizt handa um að reisa mynd-
arlega byggingu yfir starfsemi sína á Reykjavíkur-
flugvelli. Er gert ráð fyrir, að húsnæðið geti orðið til-
búið til notkunar eftir 1^—2 ár, og verður aðstaða
félagsins þá í alla staði betri. Því ber að fagna, hve
mikinn dugnað og stórhug stjórn Loftleiða sýnir með
þessu, og vonandi verður þetta til þess, að Reykjavík
eignast stóra miðstöð fyrir allt flug að og frá borginni
áður en langt líður.
V'l SIR
Teiknhnyndir
vöxnum mand
jild-
na
Óttasleginn bóndi krýpur nið-
ur fyrir framan feitan manda-
rína og biður um vemd fyrir
tígrisdýri sem étur menn. Mand
arininn skrifar á stórt blað yfir-
lýsingu þar sem hann bannar
tígrisdýrinu héðan í frá að éta
menn.
Bóndanum hughægist við
þetta. Hann tekur yfirlýsinguna
og ætlar að festa hana upp á
klett til þess að tígrisdýrið geti
lesið hana. En rétt þegar hann
er að festa hana upp kemur
tígrisdýrið og svelgir hann í
sig.
SVIPUR
KRÚSÉVS
Þannig er I stuttu máli efni
myndasögu, sem birtist nýlega
í Alþýðudagblaðinu, málgagni
Pekingstjórnarinnar. Mynda-
saga þessi hefur vakið athygli
vegna þess, að hinn digri, stutti
og sköllótti mandaríni ber svo
greinilega svip Krúsévs. Þegar
vestrænir menn, sem kynna sér
það sem stendur 1 kínverskum
blöðum sáu þetta fóru þeir að
skoða betur myndasögur sömu
tegundar sem birzt höfðu um
misserisskeið í Alþýðudagblað-
inu.
Þeir komust fljótlega að því
að þessar myndasögur, sem
gerðar eru eftir vestreenni fyr-
irmynd höfðu inni að halda
mjög táknrænar
snerta deilur
verskra
verjar hafa ætfð verið meistar-
ar tákndæma.
PAPPÍRSPLAGG.
Myndasagan af bóndanum og
tígrisdýrinu felur í sér þessa
þýðingu: — Tígrisdýrið á að
tákna heimsvaldastefnu Banda-
ríkjanna, sem ógnar sósíalísku
löndunum. Krúsév, — feiti
mandaríninn reynir að stöðva
Bandaríkjamennina með þýð-
ingarlausum samningum og
pappírsyfirlýsingum. Ályktun
tígris-ævintýrsins er að hug-
myndir Krúsévs um friðsam-
lega sambúð sé röng og hættu-
leg. Kínverjar viti bezt hvern-
ig eigi að umgangast slík rán-
dýr, nefnilega að berjast við
þau, hvar sem maður hittir bau
Krúsév er ein aðalpersónan
í myndasögum hins kínverska
kommúnistablaðs. Honum er
ekki aðeins lýst sem undanslátt
armanni í viðureigninni við
vestræn lönd, heldur er hlut-
verki hans lýst á ófagran hátt
í deilunum við Kínverja.
Þessi myndasaga birtist ein-
mitt um sömu mundir og Rúss-
ar höfðu kallað saman í Moskvu
fulltrúa frá leppríkjunum til að
ræða um vandamál efnahags-
bandalagsins Comecon og á-
kveða nánara efnahagssamstarf
kommúnistaríkjanna og aukna
Teiknimyndin af tígrisdýrinu og mandarínanum.
BORGAR AÐEINS
LAUN TVEGGJA.
\
I einni myndasögunni er
sýndur feitur mandaríni, sem
fjórir menn bera í burðarstól.
Þegar hann situr þarna í mak-
indum sínum í stólnum sér
hann aðeins þá tvo menn sem
bera uppi framkjálka burðar-
stólsins. Þegar þess er að lok-
um krafizt af honum að hann
greiði burðarlaun fjögurra
manna reiðist hann og spyr
æstur: — Hvers vegna á ég að
borga laun fjögurra, — ég sé
aðeins tvo.
Það getur enginn vafi leikið
á því að þessi táknræna mynd
er dulbúin en hörð árás á Krú-
sév og beinist að þeirri stefnu
hans að veita aðeins þeim
kommúnistaríkjum efnahagsað-
stoð, sem fylgja stjórnmála-
stefnu hans möglunarlaust.
efnhagsaðstoð Rússa við þau.
En engum fulltrúa frá hinni
óþægu Albaníu var boðið þang-
að. Og Kína fékk engan hluta
efnahagsaðstoðarinnar þrátt fyr
ir hina miklu erfiðleika, sem
þar er við að stríða.
Það er talið að myndasögur
þessar sýni svo ekki verði um
villzt, hve sambúðin milli Rússa
og Kínverja er erfið. Sama
stefnan og kemur fram í mynda
sögunum er einnig farin að
koma fram upp á síðkástið í
ævintýrabókum fyrir börn og í
teiknikvikmyndum, sem fram-
leiddar eru í Peking til sýning-
ar í öllum kvikmyndahúsum og
félagsheimilum Kína. Kínversku
kommúnistaleiðtogarnir eiga í
harðri deilu við Rússa og þeir
reyna með þessum aðferðum,
þótt dult fari, að styrkja al-
menningsálitið og tryggja sér
stuðning þess.
Vatnsleit
Mikill vatnsskortur hefur háð
íbúum Hríseyjar undanfarin ár
og fer hann alltaf vaxandi. Hafa
íbúar eyjarinnar stundum ekki
haft vatn nema part úr degi.
Um þessar mundlr er unnið að
því að ráða bót á þessu mikil-
væga hagsmunamáli eyjar-
skeggja.
Vísir átti í gærdag samtal við
oddvitann, Þorstein Valdimats-
son, og spurði hann hvernig
vatnsleitin hefði gengið.
Þorsteinn skýrði svo frá, að
í Hrísey
snemma í sumar hefðu Hrísey-
ingar fengið mann frá Jarðbor-
un ríkisins til þess að kanna
borun á vatni í eynni og komst
hann að þeirri niðurstöðu, að
borun væri alls ekki möguleg.
Var því það ráð tekið að grafa
fjóra brunna og hefur einn
þeirra- verið grafinn. Brunnarn-
ir verða allir grafnir I mýri, sem
er um 4000 m. fyrir norðan
þorpið, en þangað rennur vatn-
ið af klöppum. Brunnurinn, sem
þegar hefur verið grafinn, er
um átta mctra djúpur og þrir
metrar í þvermál. Ekki vissi
Þorsteinn enn sem komið var,
hvort gröfturinn bæri tilætlað
an árangur, en komið væri um
þriggja metra djúpt vatn í
brunninn.
Sagði Þorsteinn að hafizt
yrði handa um að grafa næsta
brunn bráðlega, en mjög mik-
ill skortur væri á mönnum til
þess, vegna mjög mikillar
vinnu. Vatnsleit þessi er mjög
kostnaðarsöm, þó mun ekki
þurfa að býggja nýjan vatns-
geymi.
Taldi Þorsteinn vatnsþörf
eyjabúa vera um 3 sek.lítra.