Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. september 1962. 5 Óttust ofveiði ... Framhald af bls. 1. 140—150 þúsund. Annars geta menn reiknað það sjálfir. Heild- araflinn er um fjögurra og hálfr ar milljónar virði og af því er 34.5' prósentum skipt í ellefu staði. Aukahiuti borgar svo út- gerðin. — Hvers vegna hættuð þið • veiðum? — Síldin var komin 80 — 90 mílur út í haf. Auk þess var birta farin að styttast verulega. Þegar hún fæst aðallega í ljósa- skiptunum er nokkuð langt að láta reka allt myrkrið, sem er orðið yfir átta tímar. Auk þess er þarna mjög glær sjór og síld- in á mikilli hreyfingu og mjög stygg. — Hverju viltu þakka þennan mikla afla? — Fyrst og fremst þeim full- komnu tækjum sem eru f bát- unum. Síldin óð mjög lítið og þegar hún gerði það voru torf- urnar yfirleitt mjög þunnar. Það sem skiptir mestu máli er að kunna nógu vel á öll tækin í bátnum. Það er einnig ómetan- legt að hafa samhentan mann- skap eins og ég hef. Þá er það meginatriði að vera rétt stað- settur, sem byggist að talsverðu leyti á heppni og svo er nauð- synlegt að fylgjast vel með öll- um fréttum. — Hvað getið þið veitt síld- ina djúpt? — Hún þarf að vera uppi á 8 — 10 faðma dýpi. Annars höld- um við henni ekki inni á asdic- tækjunum. Þá er hún komin það djúpt að geislinn fer yfir hana. Annars getum við veitt hana allt niður á 18 faðma dýpi. — Notuðuð þið sömu nótina í allt sumar? — Fyrst notuðum við sumar- nótina, en seinni partinn notuð- um við haustnótina. Þá var síld- in orðin það smá að hún á- netjaðist og varð þá að fara til lands og hrista úr nótinni. Þess voru dæmi að menn yrðu að hrista úr nótinni allt að 200 mál. Sennilega er þetta skýr- ingin á því að Norðmennirnir hættu fyrr en við. Munurinn á þessum tveim nótum er sá, að á sumarnótinni eru 32 möskv- ar á alin, en 44 á alin á haust- nótinni. — Telur þú: ekki hættu á of- veiði þegar síldin er svona smá? — Persónulega álít ég að nokkur hætta sé á henni. Síldin var að mestu leyti af millistærð og allt niður í sar- dínur , allan seinni hluta sum- arsins. Það er leiðinlegt að vera að drepa svona smátt, en maður hugsar sem svo, að ef maður gerir það ekki sjálfur gerir bað einhver annar. Svo eru alltaf torfur með stórri síld inni á milli. — Eru bátamir mikið í hóp- um? — Það er mjög algengt. Það er nærri hægt að bóka það, að ef einn finnur síld, er önnur torfa nálægt. Yfirleitt láta menn alltaf vita ef þeir lenda í síld. Áður fyrr voru menn oft að pukrast með þetta, en tíðarand- inn er ekki þannig núna. Ef maður veit af bát nálægt eða einhverjum sem maður þekkir, lætur maður þá vita, og þá heyrir það allur flotinn. — Þegar nokkrir bátar eru efstir, með mjög svipaðan afla, verður þá ekki persónuleg keppni um að verða hæstur? — Meðan á þessu stendur reynir hver að veiða eins og hann getur. Maður er yfirleitt ekkert að hugsa um hvað aðrir veiða. Það er oft meiri spenn- ingur hjá þeim sem ekki eru við þetta en okkur, hver verð- ur hæstur. Annars munar þetta svo litlu á hæstu bátunum að V'tSlR CMympíiisfcákifiótið: ÍSLAND vaitti / fyrstu umferð eitt kast getur ráðið úrslitum. Það er fyrst og fremst gaman þegar vel gengur. — Hverju telur þú að megi ’opeta við af tækjum til að gera veiðina auðveldari? — Ef maður krefst alls, þá þyrfti dælu, til að dæla síldinni upp í skipið. Það hafa verið gerðar tilraunir með þetta á Böðvari og það er Ijóst að það er hægt. Það myndi flýta mikið fyrir og auk þess þyrfti ekki að draga nótina eins mikið sam- an áður en farið er að taka síldina upp í skipið, sem getur verið til mikilla þæginda, þegar um stór köst er að ræða. — Hvað takið þið næst fyrir? — Fyrst er að hreinsa upp bátinn og mála hann og síðan bíðum við eftir haustsíldinni. Ef hún verður á svipuðum tíma og venjulega má búast 'við henni seinni partinn í október. Annars mætti segja að nú séum við búnir að vinna fyrir sköttunum og ætlum nú að snúa okkur að því að vinna fyrir mat. Verður Lídó— Framh. af 16. síðu: veitingastaðar hér á landi x dag, bæði hvað húsakynni snertir og tónlist. Framkvæmdastjóri Lídó hefur sýnt mjög mikinn og góð- an áhuga fyrir þessu og höfum við rætt við hann nokkrum sinnum um þetta mál. — Og hvemig yrði rekstrin- um háttað? — Við stefnum að því að i geta selt veitingar á vægara verði, og það þarf varla að taka það fram að vínveitingar verða engar. Venjulegar dansskemmtanir myndu verða haldnar um heig- ar, en hina dagana aðrar skemmtanir. Það á sem sé að nota húsið alveg fyrir æskuna. Einnig tel ég mjög heppilegt að skólarnir héldu þar árshátíð- ir sínar. Þannig mætti nefna ótal mörg dæmi. Einnig kemur til greina að setja upp ýmiss konar leiktæki. — En hvað fyrir unglinga yngri en 16 ára? — Þar er líka eitt vanda- málið, Við erum alltaf að reyna að stefna að því að láta ýmiss konar tómstundastarfsemi og aðra skemmtistarfsemi ná i æ ríkara mæli til skólanna. r ilmngur efcfci ••• Framh. af 16. slðu: starfsmanninn í morgun og spurði hann hvernig gengið væri frá þeim spjöldum sem borizt hafa. Sagði hann að frágangurinn væri á mörgum spjöldum alveg hroða- legur og tæki langan tíma að ráða fram úr sumum. Sagði hann að íslendingar virtust ekki geta gefið sér tíma til þess að lesa Ieiðar- vísa Sagði starfsmaðurinn að siðustu, að ekki væri öll von úti enn þá Ui.i það, að talsvert magn gæti komið til skila enn þá. Vitað væri að þátttaka hefði verið nokkuð mikil en menn hefðu trassað það, að skila spjöldunum. Um Ieið og þeir skila spjöldunum vel útfyllt- um liðsinna þeir þessu mikilvæga máli og jafnframt eiga þeir von á að hreppa fimm þúsund króna verðlaun eða þúsund króna verð- laun. Áskr'ftasími Vísis er 1 16 60 Fimmtánda Ólympíuskákmótið var sett 1 borginni Varna á Svartahafpstrþnd Búlgaríu sl. laugai-dag og fyrsta umferðin tefld á sunnudagirin. Friðrik Óláfs- son, sem er fararstjóri íslenzku sveitarinnar á mótinu og teflir á fyrsta borði fyrir hönd íslands, mun senda Vísi fréttir af þessu skákmóti, en því lýkur ekki fyrr en f næsta mánuði. í forkeppni lentu eftirtalin lönd í riðli með íslandi, og eru þau hér í töfluröð: Frakkland, Júgóslavía, Tékkóslóvakía, Luxemborg, Finn- land, Kýpur, Holland, Uruguay, Pólland og loks ísland. í fyrstu umferð tefldu íslend- ingar við Frakka og fóru leikar þannig, að íslenzka sveitin vann með 2i/2 gegn 1 y2. Friðrik Ólafs- son vann Bouteville, Arinbjörn Beinin efcfcerf rnnnsóknnreffni Nýlega komu upp mannabein austur í Þorlákshöfn, þegar verið var að vinna þar að hafnarfram- kvæmdum. Vitað er, að þarna er ga.nall grafreitur, og er þetta í þriðja sinn, sem bein koma þarna upp, en f þetta sinn voru grafnar upp margar beinagrindur. Morgun- blaðið birti í morgun ítarlega frétt um þennan beinafund, og kemur þar fram meðal annars, að skips- strand hafi orðið þarna fyrir fram- an árið 1718, og hafi þá drukknað sex manns. Einnig munu vera til munnmælasögur um það, að síðast hafi verið jörðuð þarna kona árið 1817. 1 sambandi við þennan beina- fund sneri Vísir hér til dr. Krist- jáns Eldjárns þjóðminjavarðar og innti hann eftir því, hvort bein þessi yi-ðu rannsökuð á vegum Þjóðminjasafhsins. Þjóðmin!avörð- ur bjóst ekki við, að safnið sendi neinn mann til að rannsaka beinin, þarna væri um gamlan grafreit að ræða, og kvaðst hann efast um, að beinin hefðu neitt sögulegt gildi. Guðmundsson vann Bergrasser, Jón Pálsson tapaði fyrir Thielle- ment en Björn Þorsteinsson gerði jafntéfli við Mora. Önnúr úrslit í riðlinuirf úrðu þaú að Júgóslavía vann Pólland með 21/2 gegn ý2, Tékkóslóvakía vann Uruguay með 3 y2 gegn J/2, Hol- land vann Luxembourg með 3 gegn 1 og Finnland vann Kýpur á öllum 4 borðum. ECefiovíkurvegíurinii Fiamhald af 16. síðu: Auk þessa 5 kílómetra kafla, sem steypa á í haust, hefur verið undir- byggður 7 kilómetra kafli af Kefla- víkurvegi suður af Hvaleyrarholti. 1 sumar var einnig byrjað að undir- byggja Keflavíkurveginn sunnan frá, á 6 kflómefra kafla, þannig að verið er að vinna að Keflavíkur- vegi á samtals 18 kílómetrum, en það er nær helmingur leiðarinnar, sem er 38 kílómetra löng. Það á að steypa veginn alla leið til Kefla- yíkur sem kunnugt er. í gær skýrði Vísir frá bifreiða- árekstri, sem varð um helgina á Akureyri, en þar stórskemmd- ust tvær bifreiðir á mótum Byggðavegar og Þingvallastræt- is. Áreksturinn varð syo harður að annarri bifreiðinni hvolfdi og sýnir myndin hvar hún lá með hjólin upp í loft. Ljósm. Gunnl. P. Kristinsson. áÍSsherjarþingið ••• Framhald af bls. 1. herjarþingsins að þessu sinni verði kosinn hinn hvíthærði og. hvít- ‘•skeggjaði Zafrullah Khan frá Pa- kistan. Hann á erfitt verk fyrir höndum í forsetastól, því að nú er meðlimafjöldinn á þinginu orðinn svo mikill, að það má nú heita óhjákvæmilegt að takmarka ræðu- tíma fulltrúanna, en hætt er við að sumir taki þvf mjög illa, þvf að litlu ríkin vilja að rödd þeirra heyrist á alþjóðavettvangi. Þá kemur eitt vandamál upp á þessu þingi, að velja þarf nýjan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð anna. Eini maðurinn sem virðist nú hafa meiri hluta fylgi er núver- andi framkvæmdastjóri U Thant, en óvíst er hvort hann gefur kost á sér, þar sem hann er mjög von- svikinn yfir hve aðildarríkin eru treg að greiða framlög sín til SÞ. svo að samtökin eru á barmi gjald- þrots. Og þó UThant næði kjöri er hætt við að Rússar beiti neit- unarvaldi til að hindra að hann verði formlega endurskipaður í embættið. Bæjarútgerð Hafnofjarðai óskar að ráða tvær SKRIFSTOFUSTÚLKUR helzt vanar. V2 dags vinna Stúlka óskast til starfa á skrifstofu hálfan daginn. Unglingsstúlka kemur til greina. Vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. — Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudag, merktar — Skrifstofustörf. 1 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.