Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 4
4 i SIR Fimmtudagur 20. seot. 1962. Úr V esturbænum til Vesturheims Friðrik A. Frið- riksson. Húsavík. — Nafnið eitt geymir í sér sögu fyrsta húss, sem norrænn mað- ur reisti á íslandi. Þegar alit kemur til alls, má um það deila, hvor vík- in á sér merkilegri sögu- legan uppruna, Húsavík eða Reykjavík. En það er bezt að láta alla hreppapólitík eiga sig að sinni. En geta má þó þess, að Húsavík á sér fleira til ágætis en dvöl Garðars Svavarssonar. Á seinni hluta 19. aldar áttu ýmsir menningarstraumar sér nokkurs konar miðpunkt á Húsavik, straumar, sem hafa markað djúpa farvegi í þjóðlíf- ið, svo sem stofnun fyrsta kaupfélagsins o. fl. Húsvíking- ar hafa verið félagsmenn miklir, og þeir hafa átt ágæta félagsmálaleiðtoga. Enda er Húsavík nú mjög vaxandi kaupstaður. Mikið ber á ný- byggingum, og bærinn þenst ört út, en er þó snyrtilegur og Heimsókn til séra I I Friðriks A. Friðrikssonar prófasts á Húsavík vel um genginn. Og þrátt fyrir líf og grósku, sem hvarvetna má sjá, er blær virðulegrar ró- semi yfir staðnum. Kannske er þessi blær ávöxtur gamals og þroskaðs félagsanda. Síðast liðin 30 ár hefir einn maður komið mjög við sögu fé- úr Vesturbænum, fæddur í Lágholti við endann á Holta- götu, rétt við sjóinn. — Er nærgöngult að spyrja, hvenær þú ert fæddur? — Síður en svo. Ég er fæddur 17. júní 1896 og varð því 66 ára síðasta þjóðhátíðar- dag. — Það hefir sína kosti og ó- kosti eins og hvað annað. En smámennum eins og mér verð- ur jafnan erfið samkeppnin við Jón. Þess vegna skrapp upp úr mér hér á árunum þessi vísa: Margt er annars undarlegt á Fróni. Ég ýki litið: Þeir gleymdu mér, en mundu eftir Jóni! Já, margt er skrítið. Predestíneraður í þetta. — Hvað er annars um náms- ferilinn að segja? til námsdvalar við Chicago-há- skóla. Árið 1930 fór ég svo til Bandaríkjanna — vestur til Blaine, landamærabæjar á Kyrrahafsströnd. Þar leið okkur mjög vel. Þaðan — hingað til Húsavíkur. Jafnvanir kirkjunni og fjöllunum. — Hafið þið komið á þessar slóðir vestra síðan? — Ég var sendur á Rótarý- þing í Lake Placid, N.Y., árið 1952 og heimsótti þá snöggvast mína gömlu söfnuði. Og árið 1957-1958 fékk ég ársfrí frá störfum, og dvöldumst við hjónin það |ár í Kanada og Bandaríkjunum — fyrir utan einn dag í Mexicó! Keyptum gamlan Plymouth-bíl, ókum 24000 km., lentum aðeins einu sinni í alvarlegum lögreglu- háska, — ég ók þá sjálfur — og drengskap. Hér heima eru menn alveg eins trúhneigðir f verunni, hygg ég. En þeir eru orðnir jafnvanir kirkjunni og fjöllunum í kringum sig, sem hvorki hrynja né hlaupast á brott, þótt þau séu látin óstudd og afskiptalaus. — Vegn'a fá- mennis hér heima er þó þjóð- kirkjufyrirkomulagið það eina, sem til greina getur komið — fyrst um sinn. „Heim til Húsavíkur“. — Var nokkur sérstök á- stæða til þess að þú sóttir um Húsavík 1933? — Nei, ekki önnur en sú, að tími var kominn til að halda heim, ef af því átti að verða. Ég frétti að Húsavík væri laus og sótti, öilum þar og öllu ó- kunnugur. — Og hér hafið þið kunnað vel við ykkur? — Ágætlega, er óhætt að segja. Annað mál er það, að og svo Norðurlands o lagsmála á Húsavík, ekki sízt söngmálanna. Nafn hans mun ekki mást áf sögusfðum Húsa- vfkur. Þessi maður er séra Friðrik A. Friðriksson, prófast- ur, maður löngu landskunnur fyrir kirkjuleg og félagsleg stö'rf sín. Tíminn líður undra fljótt, og það er dálítið erfitt að átta sig á því, að þessi sf- ungi maður skuli nú vera að hætta störfum vegna aldurs. En þó er sú raunin á. Fyrir fáum vikum lá leið mín um Húsavík, og þá fannst mér ekki út í bláinn að leggja nokkr ar spurningar fyrir séra Friðrik, m. a. í tilefni þessara tímamóta. Eftir að við hjónin höfðum skyggnzt um á mestu athafna- svæðum Húsavíkur og andað að okkur ferskri angan af sjó og fiski, lögðum við því leið okkar upp undir brekkuna, en þar stendur prófastshúsið, hvítt, á fögrum stað, lftið eitt afsíðis. Ekki þarf lengi dyra að knýja. Hressileg gestrisni og hlýja umvefur gestina, er þeir ganga í hús prófastshjónanna á Húsavfk. Fyrst nutum við kaffis og ágætra veitinga hjá frú Gert- rud, en síðan hreiðruðum við um okkur f notalegri setustofunni. Séra Friðrik kveikti f pípunni, ég helt mér við sfgaretturnar, — enn þá á valdi svo ókúlti- veraðrar tóbakstegundar. Einn af mörgum úr Vesturbænum. — Þú ert ekki Húsvíkingur að uppruna, séra Friðrik, þótt þú hafir unað þér vel hér? — Nei, alls ekki. Ég er Reykvíkingur — meira að segja — Ég varð stúdent 1916 og cand. theol. 1921 — með dálítið eftirminnilegri einkunn. 1 þá daga þurfti 105 stig til að ná I. einkunn á kandidatsprófi. En mín stig urðu bara 104%. Ég hefi líklega ekki lesið nógu vel. Þú hefir aldrei verið í nein- um vafa um stöðuval. — Nei, eða ekki man ég til þess. Móðir mfn átti sinn þátt í því. Og snemma varð ég fyrir áhrifum frá séra Guðmundi Einarssyni, þá í Ólafsvfk, en hann var einn af mfnum fyrstu kennurum og velunnurum. Á námsárunum tók ég líka tals- verðan þátt í félagslífi, og töldu ýmsir jafnaldrar mfnir oé sam- starfsmenn mig gott prestsefni, - svona í fljótfærni sinni. Ég hef sennilega verið predestín- eraður f þetta. ' Leiðin lá til Vesturheims. — Hvenær varstu vígður og hvert? — Ég var vígður haustið 1921 til prestsþjónustu f Wyn- yard, Saskatchewan, Kanada. Þar var þá fjölmenn íslendinga- byggð, kölluð Vatnabyggð. Þar átti ég eftir að starfa f tæp 9 ár. — Hvað olli þeirri ákvörðun þinni, að fara vestur um haf? — Svona ýmislegt, en einkum það, að séra Jakob Kristinsson, sem starfað hafði um 5 ára skeið í Vatnabyggð, hvatti mig farar. Víst er um það, að ég hefi aldrei séð eftir árunum vestra. Þar var gott og að ýmsu leyti lærdómsríkt að vera. Ég hitti þar margt ágætra manna. Einu sinni gáfu söfnuðir mínir I Vatnabyggð mér hál."- 'irs frí hittum fjölda góðra vina. Dá- samlegt ferðalag! — Hver finnst þér aðalmun- urinn á kirkjulífi hér og vestra? — Aðalmunurinn liggur fyrst og fremst í aðstæðunum. Vestra, f fríkirkjulöndum, geta menn ekki haft prest og kirkju, án þess að sýna lifandi áhuga það kann að vera óskemmtilegt fyrir einn söfnuð, að sitja með sama prestinn í full 29 ár. Hér grípur frúin inn f sam- ræðurnar. Hún er dönsk. — Mér finnst ég alltaf vera að koma heim, þegar ég kem til Húsavíkur. Framh. á bls. 6. Prófastshjónin á Húsavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.