Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 16
auk einnar inndreginnar hæðar. húsið. Verður Munu veggir gamla hússins bera úr steinsteypu. 5—600 tímarit á syningu Fimmtudagur 20. sept. 1962 ./ Skemmdist við útafakstur 1 nótt var bifreið ekið út af við Rauðavatn og mun farartækið hafa skemmzt mikið, þvi að það var ekki í ökuhæfu ásigkomulagi á eftir og varð að fá kranabíl til að flytja það í bæinn. 29 tókst að flýja Um síðustu helgi tókst 29 manns að flýja Austur-Berlín gegnum jarðgöng, sem fólkið gróf frá mannlausu húsi skammt frá múrnum á mörk- unum. Er það stærsti flóttamanna- hópurinn sem kemst þannig i einu frá Austur-Berlín. Fólkið flúði s.l. laugardag, en fréttum af þessu var haldið Ieyndum í nokkra daga, eða þar til ljóst varð að hin austur-þýzku yfir- völd höfðu fundið göngin og fleiri gátu þannig ekki notfært sér þau. Á myndunum sem hér fylgja sést opið þar sem flóttamenn- irnir komust út. Hið mannlausa hús stendur á sjálfum borgar- mörkunum og eftir að fólkið hafði komizt niður í kjaliara þess þurfti það aðéins að grafa sig út gegnum húsmúrinn og upp um gangstéttina. Hömlur verða lagðar á„bingo" framvegis Gera má ráð fyrir, að dómsmálaráðuneytið telji nauðsynlegt, að lagðar verði hömlur á bingóspil framvegis, og er málið í athugun í ráðuneytinu. Eins og menn vita, gekk hreint bingóæði yfir Reykjavík og fleiri staði á sl. vetri, svo að annað eins spilaæði mun ekki hafa þekkzt áð- ur, jafnvel ekki þegar bridge var sem mest að ryðja sér til rúms með alls konar mótum og keppni. Fannst mörgum nóg um þetta, ekki sízt þegar tekið var upp á þvf, að hafa jafnvel „barnabingo", svo að enginn yrði eftir skilinn, sem gæti lagt einhverja skildinga af mörkum. I fyrstu munu engar hömlur hafa verið á því, að hægt væri að efna til bingóskemmtana af litlu tilefni, en síðan var svo um hnútana búið, að sækja varð um leyfi yfirvalda, eins og um happdrætti væri að ræða, enda spilið í rauninni ekkert annað en happdrætti með öðru sniði en menn hafa átt að venjast. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í gær hjá Baldri Möller ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, er um mál þetta fjallar, hefir ekki verið ákveðið, hvaða tökum málið verður tekið, en ráðu neytið hefir aflað sér upplýsinga frá útlöndum um tilhögun þess þar. Sérstakrar löggjafar mun ekki þörf, þar sem happdrættislögin ná í- rauninni til bingóspils, en aðal- spurningin virðist vera, hvort rétt sé að banna það með öllu eða FAISLENDINGAR MBODSMANN Verndar borgarana gegn yfirvöldunum Prófessor dr. jur. Step- han Hurwitz flutti fvrirlest ur sinn um „Den nordiske ombudsmandsinstitution“ í hátíðasal Háskólans í gær. Salurinn var þéttset- inn þegar þessi kunni og viðurkenndi lögfræðingur hóf mál sitt. Var greinilegt að mörgum lék hugur á að hlýða á fyrirlesturinn, Skúr brennur við Skíðaskúlann Um klukkan hálf tvö í nótt varð elds vart I 20 ferm. hænsnaskúr, sem stóð um 15 metra sunnan við Skiðaskálann í Hveradölum. Heima menn gátu ekki ráðið niðurlögum eldsins og var símað eftir slökkvi- liðinu í Reykjavík af ótta við að vindátt kynni að breytast og eldur kæmist í sjálfan Skíðaskálann, sem er timburhús eins og kunnugt er. Slökkviliðið sendi tvo bíla upp eftir. Þá var skúrinn að kalla brunninn og var slökkt i rústun- um. Engin hænsni voru í skúmum. draga aðeins úr því. Ákvörðun hefir ekki verið tekin, en vist má telja, að um takmarkanir eða hömlur verði að ræða, að þVi er snertir, hverjir geti fengið heimild til bingóspils og hversu oft. j Lækjartorg breytist við stækkun Útve&sbmkms Um nokkurt skeið hefur verið i undirbúningi að byggja ofan á gömlu byggingu Utvegsbankans við Lækjartorg og má því búast við að torgið taki nokkrum breyt- ingum á næstunni. Hefur bankinn hug á að fá að byggja þrjár hæðir ofan á húsið, / uppi þessa nýju byggingu. Ekki mun vera ætlunin að hafa nýju bygginguna i sama stíl og gamla húsið. Verður hún höfð I öðrum stíl, sem hagkvæmari er hvað snertir gluggaskipun og fleira. Reynt verður þó að halda sem beztu samræmi við gamla Gamla húsið er byggt árið 1905 og var þá byggt fyrir íslands- banka, sem síðar var gerður upp og nefndist eftir það Útvegsbank- inn. Húsið er þlaðið úr tgrásteini og mun vera 'siðasta húsið, sem byggt var úr því efni. Vonir standa til að framkvæmdir við bygginguna geti hafizt næsta sérstaklega með tilliti til þess, hvort ástæða væri til að koma þessu embætti á hér. Hefur um- boðsmaður þjóðþings verið skip- aður í öllum hinum Norðurlönd- unum. Áður en dr. Hurwitz tók til máls kynnti rektor Háskólans prófessor Ármann Snævarr, gestinn. Gat hann æss m. a. að dr. Hurwitz hefði látið frá sér fara fjölda kennslu- og fræðirita, í sakfræði, afbrotasögu og refsirétti og verð- uf að teljast, sagði rektor einn viðurkenndasti fræðimaður allra tíma í þessum greinum. Auk þess hefur hann látið frá sér fara fjöld I ann alian af greinum og ritgerð- , um í ýmis rit og bækur. Einkenn- ast öll skrif hans „af vísindalegri nákvæmni, vandvirkni og miklu hugmyndaflugi". Dr. Hurwitz sagði m.a. í fyrir- lestri sínum að „ombudsmands- institution“ eða embætti umboðs- mannsins væri norrænt fyrirbrigði. | Hugmyndin mun hafa átt upptök ! sír. í Svíþjóð um 1800 og komst þar brátt í framkvæmd. I Finn- j Iandi var embættið stofnsett 1915, ■ í Danmörku 1955 og í Noregi í I júní 1962. I Framhald á bls. 5. ------WWiiii í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssen er nú haldin mcsta sýning á erlendum tímaritum, sem hér hefur verið haldin. Eru á sýningunni 5-600 tímarit, flest frá Englandi, Bandaríkjunum og Þýzkalandf, einnig mörg frá Norðurlöndum og öðrum löndum. Sýning þessi hefur nú staðið í nokkra daga og aðsókn verið góð. Gefst mönnum þarna kostur á að kynnast ýmsu því bezta, sem skrifað er í heiminum, þar sem mörg þessara tímarita eru mjög vönduð. Verð á tímaritunum er mjög misjafnt. Kostar það ódýr- asta 34 krónur á ári, en það dýrasta, New York Times Magazine, kostar 2349,50 krónur á ári. Timarit þessi fjalla um fjölbreytt efni, svo sem bókmenntir og listir, alls kyns tómstundaiðju, flug- vélar og bíla ,fegrun og tízku, skák og bridge, iðnað og viðskipti og hvers kyns vísindi. Sýning þessi stendur yfir að minnsta kosti fram að helgi og kann að verða nokkuð lengur, ef aðsókn verður mikil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.