Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 6
Desember 1994 Faghópur um greiningu og hönnun hugbúnaðarkerfa Eftir Laufeyju Ásu Bjarnadóttur Stofnun faghóps um greiningu og hönnun hugbúnaðarkerfa innan SI bar fyrst á góma s.l. vor við undirbúning hugbúnaðarráðstefn- unnarsemþávarhaldin. Áþeirri ráðstefnu var kannað hvort áhugi væri hjá hugbúnaðarfólki á fag- hópi um greiningu og hönnun hug- búnaðarkerfa. Á ráðstefnunni skráðu 40 - 50 áhugasamir aðilar sig á lista og síðan hefur listinn lengst. Þann 27. september var stofn- fundur faghópsins haldinn á Hótel Sögu. Stofnfundurinn var mjög vel sóttur og mættu á hann tæplega 50manns. Þarhélt Costas Kofou frá Breska OCS ráðgjafa- fyrirtækinutvö erindi. Þaufjölluðu um notkun RAD (Rapid Ap- plication Development) í hug- búnaðargerð og stjórnun hugbún- aðarverkefna. Nýstofnaður faghópur um greiningu og hönnun hugbúnaðar- kerfa starfar innan SI.Hann er ætlaður þeim sem vilja taka þátt í óhlutlægri umfjöllunum aðferðir, tæki og tól sem eru notuð við greiningu og hönnun í hugbúnað- argerð. Markmiðið með stofnun hópsins er að meðlimir hans hitt- ist, skiptist á skoðunum og heyri af reynslu hvers annars. Ætlunin er að ná þessu fram á stuttum fundum fyrir meðlimi hópsins með framsöguerindum, reynslusögum og umræðum um þemaefni. Til þess að starfsemi hópsins verði árangursrík er vonast til að meðlimir hans verði virkir þátt- takendur í starfmu. Þá er átt við að þeir komi með óskir um fundar- efni til að starfsemin verði fjöl- breytileg og áhugaverð. Fyrsta skrefið í þessa átt var að safna hugmyndum um fundarefni meðal fundarmanna á stofnfundi fag- hópsins. Nokkrir aðilar skiluðu inn hugmyndum og verða þær nýtt- ar í starfsemi faghópsins. Undir- búningur fyrir fundi faghópsins verður í höndum svonefnds kjama- hóps. I honum sitja Laufey Erla Jóhannesdóttir og Laufey Ása Bjarnadóttirúrstjóm SÍ. Tilvið- bótar í kjarnahópnum eiga að vera einn til tveir meðlimir úr fag- hópnum og er ætlunin að þeir verði ekki ætíð þeir sömu. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er fyrst og fremst sú að með þessu móti geta meðlimir faghópsins verið virkir í starfi hópins og mótað starf hans. Næsti fundur faghópsins verð- ur haldinn í janúar á næsta ári og verður hann tilkynntur öllum faghópsmeðlimum. Hafir þú lesandi góður eitthvað til málanna að leggja vinsamlegast hafðu þá samband við skrifstofu SI í síma 18820. Laufey Asa Bjarnadóttir er tölvunarfrœðingur og er meðMBA gráðufrá Banda- ríkjunum. Punktar... Hleranir fjarskipta í Noregi var nýlega skipuð nelhd á vegum dómsmálaráðu- neytisins sem á að ijalla um möguleika á hleninum á nú- tímafjarskiptumþarmeðtalið tölvusamskiptum. Sérstaklega verður tekið fyrir á hvern hátt verði hægt að gera þetta sem einfaldast. Til dæmis verður rætt urn þau vandamál sem koma upp þegar margir nýir aðilar bjóða þjónustu á þessu sviði í stað eins áður, fyrir utan alla nýju möguleikana sem nú bjóðast. Brenglun gagna sem verið er að senda er og mikið áhyggjuefni enda býðst nú mikið magn af fullkomnum brenglunaraðferðum. Reyndar er aðeins heimilt að beita hler- þunum ef grunur leikur á eitur- lyfjaafbrotum eða glæpum sem varða öryggi ríkisins. Skyldi Stóri bróðir vera með óþarfa áhyggjur? 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.