Tölvumál - 01.12.1994, Qupperneq 12
Desember 1994
Neyðaráætlanir
Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á Öryggisráðstefnu SI í október 1994.
Eftir Jónas Sturlu Sverrisson
Inngangur
Neyðaráætlanir eru nauð-
synlegaröllumíyrirtækjum. Þær
stuðla að öruggari rekstri og
fljótari endurreisn fyrirtækis eftir
áfall. Staðreyndin er hins vegar sú
að mjög fá fyrirtæki á Islandi hafa
virkar neyðaráætlanir af einu eða
öðru tagi. Allir vita um hætturnar
og tala fjálglega um þær, en því
miður er lítið um raunverulegar
framkvæmdir sem stuðla að því
að minnka áhrifa áfall á rekstur
fyrirtækja. Auðvitað eru keypt
fínustu afritunartæki og varaafl-
gjafar en oft vantar talsvert upp á
að þessi tæki eru notuð rétt og
reglulega. Stundum læðist að
manni sá grunur að þessi tæki séu
aðeins keypt til þess að friða
samviskuna fremur en til raun-
verulegranota. Mjögmargirhugsa
þannig að litlar líkur eru á því að
eitthvað alvarlegtkomi fyrirþeirra
fyrirtæki og þess vegna er ekki
þörf fyrir sérstakar ráðstafanir.
Líkur á flugslysi eru margfalt
minni en líkur ábílslysi, en myndir
þú lesandi góður stíga um borð í
flugfarsemaldreieryfírfarið? Ég
held ekki, þrátt fyrir mjög litlar
líkur á slysi! Hvers vegna á þá að
taka áhættuna með líf fyrir-
tækisins? Er ekki eðlilegra að
undirbúa fyrirtækið fyrir áfall áður
en það er of seint?
Áhrif áfalla
Til þess að gera okkur betur
ljóst hvaða áhrif stöðvun rekstrar
hefur á fyrirtæki sem ekki hefur
virka neyðaráætlun þá skulum við
taka tvö dæmi.
V erðbréfafyrirtæki
Siíktfyrirtæki stendurogfellur
með öflugumupplýsingamiðlum.
Ef stórslys verður þar sem öll
upplýsingakerfí eyðileggjast þá á
fyrirtækið sér ekki mikla við-
reisnarvon, þrátt fyrir það að eiga
afrit af gögnum í bankahólfi.
Langan tíma getur tekið að koma
nýju upplýsingakerfí á fót aftur og
erfitt getur reynst að vinna upp
þær upplýsingar sem töpuðust.
Viðskiptavinir geta ekki leyst út
Qánnuni og ekki er víst að hægt
verði að finna út hversu mikið
hver viðskiptavinur á í sjóðum
fyrirtækisins.
Vegna þess að engin neyðar-
áætlun er til staðar mun taka enn
lengri tíma að koma íyrirtækinu af
stað aftur ef það er þá hægt.
Fjárhagslegt tap gæti verið það
mikið að endurreisn teldist ekki
kostur.
Skipafélag
Stöðvun sliks fyrirtækis hefur
mun víðtækari áhrif en verðbréfa-
fyrirtækis. Vörur sem eru fluttar
með skipum félagsins komast ekki
til kaupenda sinna. Þeir geta þá
ekki selt sínum viðskiptavinum
sem verða auðvitað óánægðir með
þjónustuna. Oánægjanfæristalla
leið til skipafélagsins sem veldur
því að viðskiptavinir missa traust
og færa sig til samkeppnisaðila.
Stöðvun fyrirtækisins hefúr mikil
áhrif í því sjálfú og umhverfi þess.
An neyðaráætlunar mun endur-
reisn taka iengri tíma og þar með
kosta fyrirtækið mikið bæði í tjár-
munum og viðskiptavild. Ef
stöðvunin varir ekki of lengi getur
fyrirtækið endurreist reksturinn,
en þó ekki til fyrri stöðu, nema á
löngumtíma.
Við áfall þar sem ekki er til
nein neyðaráætlun mun grípa um
sig stjómleysi. Ekki er ljóst hver
skal stjóma neyðaraðgerðum og
allir líta til forstjóra eða fram-
kvæmdastjóra. Sá aðili gæti hins
vegar verið í taugaáfalli og gjör-
samlega óhæfur til að stjórna
aðgerðum. Hver á þá að taka af
skarið? Þetta auk ýmissa annara
vandamála sem koma í ljós er
hægt að leysa með því að hafa
virka neyðaráætlun.
Hönnunarferli
neyðaráætlana
Helstu markmið neyðaráætl-
ana em að minnka áhrif áfalla á
rekstur og stytta þann tíma sem
tekur að endurreisa helstu tölvu-
12 - Tölvumál