Tölvumál - 01.12.1994, Page 19

Tölvumál - 01.12.1994, Page 19
Desember 1994 Rannsóknarhópur innan IBM skrifaði nýlega stafí íyrirtækisins með því að raða upp nokkrum xenon frumeindum á yfirborð nikkelkristals. Ef hægt er að búa til tæki af þessum stærðargráðum þá er hægt að hugsa sér margvísleg notfyrirþau. Semdæmimánefna að frumur mannslíkamans eru um 4000 nm að þvermáli, svo að hugsanlega mætti smíða örsmáar vélar sem kæmust inn í frumurnar og hefðu áhrif á þær innan frá. Helsti áhugamaðurinn um nanótækni er K. Eric Drexler. Hann hefur hannað nanótölvur, sem byggj a ekki á rafmagni, heldur örsmáum stöngum sem geta mnnið til og framkvæmt þannig einfalda útreikninga. Samkvæmttillögum Drexlers ætti að vera hægt að smíða nanógjörva með um einni milljón "srnára" (eðaþað semsam- svarar smámm í þessari hönnun) sem er innan við 400 nm á kant. Hann ætti að geta keyrt á 1000 MHz og orkunotkunin væri innan við 100 nW. Það er þó hægara sagt en gert að smíða svona smáar tölvur, því fyrst þarf að búa til verkfæri sem vinna með einstakar frumeindir. Varla er hægt að búast við að hugarfóstur Drexlers líti dagsins ljós fyrr en eitthvað er liðið á næstu öld. Fram að þeim tíma verðurn við að láta okkur nægja gjörva sem sýnilegir eru með berumaugum! Handan nanótölva Hvað gerist síðan þegar ekki er hægt að smækka gjörvana meira? Eftil vill verður eðlisfræðin orðin svo breytt eftir 50 ár að það verði hægt að komast framhjá einhverjum þeim takiuörkunum semminnsteráaðofan. Liklegra er þó að tölvur hafi þróast yfir í mun meiri notkun á samhliða vinnslu í stað þeirrar áherslu, sem fram að þessu hefur einkennt gjörvahönnun, að gjörvar fram- kvæmi eina skipun í einu. Það er mögulegt að nýj ar tölvugerðir hafi þá rutt sér til rúms, svo sem tauga- net, tölvur byggðar á skammta- fræðilegum lögmálunr, eða einhverjar aðrar svo nýstárlegar tölvugerðir að við sjáum þær ekki enn fyrir okkur. Þeim sem vilja lesa sér meira til um þessi efni og kafa þá heldur dýpra í hlutina en mögulegt er í þessari grein er bent á eftirfarandi lesefni. Charles H. Bennett og Rolf Landauer: The fundamental physical limits of computation, Scientific American, Júlí 1985, bls. 48-56. Hér er aðallega rætt urn lágmarksorkunotkun bitaaðgerða og sýnd nokkrar aðferðir við að búa til jafngengar tölvur. Robert M. Burger og William C. Holton: Reshaping the microchip, Byte, Febrúar 1992, bls. 137-148. Ágætt yfírlit yfir þá tækniþróun sem er að eiga sér stað í örgj örvahönnun. A. K. Dewdney: Nanotechnology: wherein molecular computers control tiny circulatory submarines, Scientific American, Janúar 1988, bls. 100- 103. Kynning á nanótækni í dálkinum Computer Recreations. K. Eric Drexler: Nanosystems: Molecular Machinery, Manufacturing and Computation, JohnWiley, 1992, ISBN 0-471- 57518-6. Mjög ítarleg og nokkuð fræ-ðileg bók þar sem Drexler útskýrir hugmyndir sínar um nanókerfi. Robert W. Keyes: The future of solid-state electronics, Physics Today, Ágúst 1992, bls. 42-48. Þessi grein gefur nokkuð gott yfirlit yfir takmarkanir á framleiðslu sífellt srnærri rökrása. Hjálmtýr Hafsteinsson er lektor í tölvunarfrœði við Háskóla Islands Punktar... Stóri bróðir Sumir haf a kvartað yfir því að of miklar upplýsingar séu til á skrá yfir einstaklinginn. Ríkið eða aðrir geti komist yfir viðkvæmar upplýsingar með því einu að bera saman hinar ýmsu skráðu upp- lýsingar sem til eru hér og þar. Nýlega var haldin ráð- stefna um þetta mál á vegum lögfi'æðideildar virts háskóla. En það undraði rnarga sem tóku þátt í ráðstefnunni að þeir voru beðnir að skrifa niður nafn sitt, hvar þeir ynnu og hvar þeir byggju, á miða sem var dreift til ráðstefnugesta. Þegar farið var að spyrjast fyrir urn þetta kom í ljós að þetta átti að skrást inn i tölvu háskólans svo hægt væri að senda þátttakendum upplýsingar sem tengjast málefninu. Að það væri verið aðþessutilað styðj a gott mál. Þótti sumum senr þetta væri enn eitt dæmið um að hvergi væm menn óhultir. 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.