Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 4
4
VISIR
Föstudagur 28. september 1962.
t
i
<
i
k
í
* V —
kann ekki að
vera gáfaður
Sigurður Kristjánsson list-
málari heldur sýningu um
þessar mundir að Týs-
götu 1. Hann er á sjötugs-
aldri hefur lengi fengizt við
að mála, en aldrei sýnt eftir
sig neina mynd, fyrr en hann
var fenginn til að halda sýn-
ingu í Bogasalnum í fyrra.
Síðan voru sýndar eftir hann
myndir víða um land, og nú
er enn á ný sett upp sýning
með myndum hans. Sigurður
hefur einnig fengizt við ljóða-
gerð, en aldrei birt eftir sig
nokkurt ljóð. Á öld sýndar-
mennsku og yfirlætis hlýtur
slfkur maður að vekja undrun
og nokkra forvitni, maður
sem hefur eytt ævi sinni í að
mála myndir og yrkja Ijóð,
en aldrei flíkað nokkrum
hlut. Það var þess vegna, sem
blaðamaður Vísis hitti Sigurð
sem snöggvast að máli.
—- Hvar eigum við að byrja,
Sigurður?
— Byrja? Ja, elskan mín, það
veit ég ekki. Er hægt að enda
nokkra byrjun?
— Kannski við byrjum þá
endinn?
— Ja, ef þú ætlar að fara að
spyrja mig„ þá getur svo sem
verið, að ég viti eitthvað. Ég
ætlaði að segja, að ég væri kom
inn svo langt, að ég vissi, að
I ég veit ekki neitt, og þú veizt
hvur sagði það. Ég er ekki há-
stemmdur og kann ekki að vera
gáfaður.
— Eigum við ekki að tala
um myndir? Af hverju eru menn
að mála myndir?
— Já, af hverju eru menn að
mála myndir? Af hverju eru
menn að yrkja- Kemur þetta
ekki af sjálfu sér? Þetta er út-
rás, sem maðurinn þarf að hafa
eftir aðstöðu sinni. Fyrri part
ævinnar hef ég verið-að yrkja,
og nú er ég farinn að mála. Er
ekki fegurðin inngangsorðið í
hallarsali eilífðarinnar eins og
Rætt við
Sigurð
Kristjánsson
listmálara
hann sagði hann Grétar Fells
einu sinni. Og ef maður gæti
orðið þó ekki væri nema einn
litill ljósstafur í iífi einhvers
annars, þá veitir það manni sjálf
um hina mestu ánægju. Ég held
maður geri sig bara lítinn, ef
maður fer að sjóða saman ein-
hver spakmæli.
— Ertu hættur að- yrkja
núna?
— Já, ég er steinhættur að
ýrkja. Ég á ljóðabækur skrifað-
ar. Ekki prentaðar, ég hef aldrei
gefið neitt út.
— Og ætlar ekki að gefa neitt
út?
— Ég hef ekki ákveðið neitt
með það. Kannski set ég það á
safnið, og það verður þá geymt
þar í nokkrar aldir. Ég ætla að
vona, að mannkyninu hrörni
ekki svo mikið, að það verði
nokkurn tíma gefið út. Stendur
ekki öll glima mannsins um
efnið? Öll andleg þróun manns-
ins á sér stað á hanabjálkum
eða í kjöllurum eða kannski í
hellum austur á Indlandi.
— Mig hefði nú lengi langað
til að birta eins og eitt ljóð.
— Þú skalt fá svolítið brot
núna, en hitt skal ég segja þér
seinna, persónulega og okkar á
inilli. Skrifaðu niður.
Hvað er allur lífsins leikur,
ljótur, fagur, sterkur, veikur,
orka, sköpun, þróun, þroski,
er þræða hringrás, líf og hel.
Guði, anda, vit og vilja
veldur meira en þraut að skilja,
en eitthvað leitar innst í huga,
ótal svör þó séu til.
— Þú færð ekki meira af
kvæðum. Eigum við ekki að láta
þetta nægja í bili? Það er sagt,
Sigurður Kristjánsson málari með eina mynda sinna.
að maður eigi ekki að segja
neitt, sem allir mega ekki heyra,
og ekki gera neitt, sem allir
mega ekki sjá.
Mikið framboð, en sama verð
Það er víðar sláturtíð
en hjá bændum.
Bílasalar borgarinnar
segja að sjaldan eða
aldrei hafi markaðurinn
verið fjörugri. Þeim ber
yfirleitt saman um að
verðið hafi þó ekki hækk
að á notuðum bílum sem
neinu nemur nú í haust,
Davið Sigurðsson við nýja bilinn
heldur sé umsetningin
einungis miklu hraðari.
Vísir hitti í gær að
máli stærsta bílasalann,
Davíð Sigurðsson að
Laugavegi 90.
Bíll án útborgunar.
— Langmest er salan í Evr-
ópubílunum, sagði Davíð.
Bandarísku bílarnir seljast
miklu dræmar og er það ben-
zínneyzlan, sem menn virðast
horfá í. Sem dæmi má taka;
Chevrolet 1955 selst nú á 50 —
60 þúsund krónur vel með far-
inn, en útborgun er sama sem
engin. Er það þannig með ame-
rísku bílana, að þá má marga
hverja fá fyrir litla sem enga
útborgun. Af Evrópubílunum
er Fólksvagninn og litlu brezku
bílarnir einna vinsælastir. Þó
held ég að Fólksvagninn hafi
lifað sitt mesta sældarskeið.
Mjög mikið hefir, með réttu,
verið af honum látið og vara-
hlutaþjónustan er góð. En bíll-
inn var tízkubíll og ég hygg að
farið sé að draga nokkuð úr
eftirspurn eftir honum nú. Aðr-
ir litlir bílar hafa komið fram
á sjónarsviðið sem hafa tekið
athygli manna.
Með síldárgróðann.
— Hvað hafið þið marga
notaða bíla að jafnaði til sölu?
— Þeir eru um 800 alls. Hér
á stæðinu eru 20 — 30 daglega
til sýnis og eins og þið sjáið
koma alltaf margir til þess að
skoða og reynslukeyra. Á plan-
ihu má sjá margar tegundir,
en athyglisvert er að margir
bílanna bera einkennisstafi ut-
an af landi. Líklega utanbæjar-
menn sem koma í bæinn á
haustin með síldargróðann i
vasanum, selja gamla bílinn og
fá sér nýjan. Þarna má m. a.
sjá sportmódelið af Fólks-
vagni á 85 þúsund krónur.
Packardbíl, mikinn skriðdreka
frá 1953, allvel með farinn, sem
seljast á fyrir nær 60 þúsund
krónur, tvo Dauphin bíla, Fólks
vagna á öllum aldri en fimm
ára gamlir seljast þeir fyrir 65
— 75 þúsund krónur eftir útliti
og meðferð.
að Svipað verð.
— Heldur þú að verð notaðra
bíla muni ekki fara lækkandi á
næstu mánuðum?
— Ég efast um að það verði
mikiði Menn horfa margir í
það að kaupa nýjan vagn
vegna þess að yfirleitt þarf að
borga hann á borðið og koma
því frekar til okkar og kaupa
bíla með afborgunum, segir
Davíð.
Einn bíllinn á stæðinu vekur
einna mesta athygli þetta síð-
degi. Það er gulleitur vagn, lít-
ill en snotur.
— Þetta er þýzkur bíll, ný
gerð af tegundinni DKW. Ræs-
ir hefir fengið umboð fyrir bíl-
inn hérlendis, en ég hefi sölu-
Frh. á bls. 13.
• DKW - Nýr
• bíll meö
• afborgun
I