Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 28. septeníber 1962. MYND hættir Hið nýja dagblað MYND mun hætta útgáfu frá og með deginum í dag. Blaðið í dag verður síðasta blaðið. Hefir MYND þá koinið út alls 28 sinnum. Orsökin til þess að útgáfa blaðsins stöðvaðist mun vera sú að fjárhagserfið ieikar þess hafa verið meiri en svo að undir þeim yrði ris- ið. Samsæti í Lido Allsérstæður mannfagnaður verð ur haldinn í Lidó í kvöld. Heiðurs- gestufinn er Jakob Jakobsson fiskifræðingur og það eru skip- stjórar af síldveiðunum í sumar, sem halda honum þetta samsæti í viðurkenningar- og þakklætisskyni fyrir ómetanlega aðstoð hans við veiðarnar. Jakob Jakobsson stjórn- aði sem kunnugt er síldarleitinni um borð í Ægi í sumar. Og það verður, eins og Davið Ólafsson fiskimálastjóri sagði nýlega í út- varpið, ekki metið í tölum hversu mikið gagn varð að síldarleitinni við veiðarnar. Án hennar hefðu margir skipstjórar og sjómenn, sem nú geta glaðzt yfir fengnum eftir sumarið, farið fátækari í land. Það er álit margra kunnugra útgerðarmanna og aflamanna að hin miklu síldveiðisumur í fyrra og £ ár hefðu aldrei verið skráð á spjöld sögunnar, ef ekki hefði notið við hinnar nýju Ieitar- og veiðitækni við síldveiðarnar. Sjálfvirkt til Akur- eyrar næsta sumar Áætlað er að sjálfvirka síma- sambandið milli Reykjavíkur og Akureyrar verði opnað í júní n.k. Sjálfvirka sambandið við Vest- mannaeyjar og Akranes verður opnað í vor, sennilega í apríl. Fram ©g Skov- bnkken á sunnudng Fastákveðið er nú að Fram og Skovbakken leika í Evrópubikar- keppninni í Árósum sunnudaginn 4. nóvember n. k. Áður fór Skov- bakken fram á að leikurinn færi fram þennan dag, en helgina áður verða nokkrir Skovbak-menn með úrvalsliði Árósa í París. Fram arar fara fljúgandi til og frá Dan- mörku, en líklegt er að Fram leiki Framh. á bls. 5. Póst- og símamálastjórnin gerði á sínum tíma áætlun um sjálfvirkt símasamband um allt landið. Fram- kvæmd hennar er í fullum gangi. Unnið er að því að koma Akur- eyri, Akranesi, Vestmannaeyjum og fleiri bæjum í sjálfvirkt síma- samband við Reykjavík. Póst- og simamálastjóri, Gunnlaugur Briem, telur að sambandið við Vestmanna- eyjar og Akranes verði opnað n.k. apríl, en sambandið við Akureyri í jún£ n.k. Verið er að byggja yfir sjálf- virku stöðina, viðbótarbyggingar á þessum stöðum. Jafnframt eru i undirbúningi ýmsar skipulags- breytingar, sem óhjákvæmilegt verður að gera vegna þessa nýja áfanga simaþjónustunnar. Með honum geta £búar i Reykja- v£k sjálfir valið númerin hjá kunn- ingjum og viðskiptavinum £ þess- um þremur kaupstöðúm. ,Spennandi að byrja að vinna hér Hinn nýi hljómsveilarstjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar, Mr. Strickland, kom til landsins frá Bandaríkjunum um klukkan ell- efu í morgun. Hann kom hér i sumar og stóð við í fimm daga og hélt æfingu með hljómsveit- innl. Blaðamaður Vísis hafði tal af honum á flugvellinum í morg- un og spurði hann hvernig hon- um litist á að vera hér. „Eftir þá litlu kynningu sem ég hef af hljómsveitinni get ég fullyrt að hún er mjög góð. Ég er mjög spenntur að byrja að starfa með henni.“ „Það er sérlega spennandi-að sjá hvað hægt verður að gera fyrir hljómsveitina. Það þarf að byggja hana upp, bæði að stærð og öðru. Ég var einnig mjög hrifinn af hljómleikasalnum, sem þið hafið hér. Hann er bæði skemmtilegur og hefur ágætan hljómburð." „f síðustu viku var ég við opnun Philharmonic Hall í Lincoln Center, þar sem New York Philharmonic mun fram- vegis hafa aðsetur sitt. Ég var mjög hrifinn af salnum og fannst hann rrijög sláandi. Hann minnir ótrúlega mikið á salinn £ Háskólabíóinu." Framh. á bls 5 Myndin hér fyrir neðan sýnir Fritz Weisshappel, Strickland Mr. Carlsson og Áma Krist- jánsson á flugvellinum í morg un SLÁTUR SELST VEL Sláturtíðin er nú í fullurn gangi og margir að kaupa slát- ur. Slátur hefur á undanförnum árum verið selt hjá Sláturfélagi Suðurlands, en nú hefur sá hátt- ur verið upp tekinn að selja það i einni af búðum félags- ins, á Bræðraborgarstíg. Það er ótrúlega mikill matur, sem menn fá fyrir peningana, þegar þeir kaupa slátur. Verðið á einu slátri er 46 krónur. Er þá innifalið þrír pottar af blóði, vömb, keppur, ristill, hálsæðar, þind, lifur og hjarta og auk þessa heill sviðinn sviðahaus. Mörinn verður að kaupa sér- staklega og kostar hann tiu krónur kílóið. Úr einu slátri fást á að gizka 7 — 8 keppir og er ekki víða hægt að fá meiri mat fyrir pen- ingana. Verzlunarstjórinn segir að það sé áberandi að nær ein- göngu eldra fólk kaupi slátur. Virðist yngra fólkið hafa mjög lítinn áhuga á að kaupa það. í fatinu sést það sem menn fá þegar þeir kaupa eitt slátur. Vetrarverð á Sögu Þetta hefur verið miklu betra en við þorðum nokkurn tíma að gera okkur vonir urn, sagði Ragnar Ragnarsson á Hótel Sögu. Einnig fræddi Ragnar okkur á því að sér- stakt vetrarverð gilti nú á hótel- herbergjunum. Eins og sjá má á orðum Ragnars hefur reksturinn gengið mjög vel., Síðan hótelið tók til starfa eru í notkun 60 herbergi með alls 105 rúmum. Sagði Ragnar að ekki væri hægt að segja að nýtingin væri minni en 70 — 80%, þannig hefði hún verið í síðustu viku. Flest allir gestir Sögu eru útlendingar. Núna hefur hótelgistingin verið lækkuð og sett sérstakt vetrarverð. Eins manns herbergi, sem kostaði á sól- SKYNDI- happdrætti I* r 1 arhring 320 krónur, kostar nú 295 kr. Tveggja manna herbergi, sem kostaði í sumar 395 kr., kostar nú 350 kr. Aðspurður um hvernig hann héldi að aðsóknin yrði í vetur, sagði hann að erfitt væri að segja um það, en hann gerði sér góðar vonir um að góð nýting yrði á herbergjum. flokksins Skyndihappdrætti Sjálfstæðis- flokksins er i fullum gangi um allt land. Dregið verður eftir tæpan mánuð um þrjár Volks- wagenbifreiðar. NOTIÐ TÆKI- FÆRIÐ TIL AÐ EIGNAST GÓÐAN BÍL FYRIR LÍTIÐ VERÐ. — KAUPIÐ MIÐÁ STRAX. Það er langt síðan Þjóðvilj- inn sagði öllum einvaldsherr- um stríð á hendur — öllum nema einræðisherrum kommún- istaríkjanna. Þess vegna kom engum á óvart ánægja Þjóð- viljamanna í morgun vegna byltingarinnar i Jemen. En það urðu sennilega fleiri en við á Vísi slegnir óhug yfir þeirri lostafullu gleði Þjóðviljans, sem lýsti sér í fyrirsögninni: „EIN- I VALDSKÓNGURINN BRENND ( UR LIFANDI“. Það er engu lík- | ara en ritstjórum Þjóðviljans ; hafi fundizt mátulegt á einvald-' inn að brenna inni, og þess ( vegna sé það bara gott að svo | skyldi fara. Umbúðalaust heitir þetta sadismi, og minnir á það,' þegar einn af framherjum1 kommúnista skrifaði grein í | Þjóðviljann og óskaði andstæð- ingum sínum krabbameins. / . ./ i I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.