Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. september 1962. 7 VISIR lamur á Kúbu Bandaríkjamenn verða nú æ áhyggjufyllri og reiðari vegna ástandsins á eynni Kúbu, þar sem Rússar virðast nú smám saman vera að koma sér upp öflugu virki í Vest- urheimi. Er það skiljanlegt, að þeir verði órólegir og telji öryggi sínu hættu búna, þegar þeir sjá rússnesk herflutningaskip streyma til eyjar, sem er aðeins um 150 km. undan strönd Flor- ida-skaga og aðeins um 600. km. frá hinni þýðingarmiklu eldflauga-tilraunastöð á Kana- veral-höfða. Þegar Fidel Castro hrakti ein- ræðisherrann Batista frá völd- um 1958, eftir margra ára upp- reisnarbaráttu í frumskógum eyjarinnar, var honum fagnað sem baráttumanni frelsis og lýð- ræðis. Nær öll kúbanska þjóðin hyllti hinn nýja valdamann og tók með blómum og fagnaðar- látum á móti hinum skeggjuðu uppreisnarmönnum hans, þegar þeir héldu innreið sína í höfuð- borgina Havana. Verri en Batista. .Þessi skeggjaði uppreisnarfor ingi hafði notið í ríkum mæli stuðnings bandarískra aðila, sem ofbauð einræði og ofbeld- isaðgerðir Batista, og út um allan heim voru menn hlynntir hinum frjálshuga .byltingar- mönnum. Það má því nærri geta, að framferði hans eftir valdatökuna hefur valdið mönn um vonbrigðum og vakið upp jafn mikla andúð á honum sem velvilja áður. Er nú svo komið, að Castro hefur æ meira hallað sér að kommúnistum og hert þjóðina í heljargreipar hernaðar einræðis og lögregluríkis, svo að miklu verra er en á dögum Bat- ista og verður ástandinu einung- is líkt við það ástand, sem tíðk- aðist í kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu á dögum Stalíns. Sem dæmi um hervæðinguna i ríki Castrós má t. d. geta þess, að ekkert ríki í Vesturheimi utan Bandaríkin hefur nú jafn fjölmennan og vígbúinn her sem Kúba og er þjóðin þó meðal hinna fámennustu i þeim heims hluta. Gráir fyrir járnum. íbúatala Kúbu er talin um 6 y2 milljón, en af þeirri tölu er nú álitið að 300 þúsund manns séu undir vopnum. Þeir hafa sér til aðstoðar um 5 þúsund rúss- neska hernaðarsérfræðinga, en meðal vopnabirgða má telja allt að \250 skriðdreka, þúsund fall- byssur, og allt að 200 fullkomn- ar rússneskar Mig-orustuflugvél ar. Þá hafa hinir rússnesku sér- fræðingar komið upp vfðtæku radar-kerfi og standa viðbúnir með loftvarnaflugskeyti. Fyrir nokkrum dögum til- kynnti Castro, að hann hefði gert víðtækan samning við Rússa um svo víðtæka aðstoð, að ef hún kæmist í framkvæmd, má segja, að Rússar standi und- ir öllu atvinnulífi landsins. Einn liður í þessum samningi var að Rússar byggðu á ónafngreind- um stað á strönd Kúbu stóra fiskveiðihöfn og kæmu upp miklum togaraflota, sem Kúbu- menn og Rússar starfræktu sam eiginlega. Rússnesk flotabækistöð? Nú er það svo, að í öllum samskiptum þessara tveggja. þjóða og í öllu þjóðlífinu síðan Castro komst til valda, hafa hergögn og vígbúnaður gengið fyrir venjulegum atvinnufram- kvæmdum og framleiðslu neyzlu vara. Er því með nokkurri vissu dregin sú ályktun af þessum samningi, að „togarahöfnin" muni fyrst og fremst ætluð sem rússnesk flotabækistöð í Vest- urheimi. Ekki batnaði það heldur, þeg- ar Krúsjeff einræðisherra Rússa sendi Kennedy forseta orðsend- ingu, þar sem hann lýsti því lega innrás á eyjuna með hvorki meira né minna en sex herfylkj- um, flugstyrk og flotadeildum, eða yfir 100 þúsund manna Iiði. Heyrast nú sterkar raddir í Bandaríkjunum um að fram- kvæma beri slíka árás, það sé betra seint en aldrei. Þeir, sem halda þessu fram, gagnrýna Kennedy forseta enn fyrir það að hann taki Kúbumálið of vægum tökum og leiði það að- eins til þess, að ástandið verði enn óviðráðanlegra og hættu- legra, því að ekki muni líða á löngu þar til Rússar fari að nota aðstöðu sína á Kúbu til að auka enn áhrif sín í Suður- Ameríku og Karibiska hafinu og muni jafnvel fara að beita sér fyrir vopnuðum árásum á næstu eyjar og nágrannariki. Er þá m. a. bent á það, að hætt sé við að enn eitt ríki í nágrenninu, brezka nýlendan Guiana, sem innan skamms hlýtur sjálfstæði undir forustu. Cheddi Jagans, muni hníga undir áhrif Rússa. Stefna Kennedys. Kennedy forseti heldur þó fast við þá stefnu, að valdbeit- ing og innrás komi ekki til greina. Gerði hann grein fyrir stefnu sinni á fundi með blaða- Vandræðamaðurinn á Kúbu, Fidel Castro, heldur sjónvarpsræðu. árásarbækistöð fyrir Rússa, þá munu Bandaríkin gera allt sem hægt er til að vernda öryggi sitt. Það kom einnig fram í yfir- lýsingu Kennedys, sem ég hef oft áður minnzt á í þessum greinum, að segja iná, að Castro hafi að nokkru leyti neyðzt til þess að leita ásjár hjá Rússum. Kúba hefur nú einangr azt mjög frá öðrum Iöndum Am eríku. í fyrra var henni vikið úr varnarsamtökum Ameríku- EFT/R ÞORSTEIN THORARENSEN yfir, að Rússar myndu skjóta eldflaugum með kjarnorku- sprengjum á Bandaríkin, ef þau hreyfðu við Kúbu. En á þessa yfirlýsingu Krú- sjeffs má líta sem algert brot á hinni svokölluðu Monroe-yf- irlýsingu, sem Bandarikjamenn gáfu út á s. 1. öld og fól það í sér, að þeir sættu sig ekki við að utanaðkomandi ríki blönd- uðu sér í málefni Vesturheims. Krafizt innrásar. Verða þær raddir nú æ há- værari í Bandaríkjunum, sem gagnrýna Iina afstöðu Kennedy forseta í Kúbumálinu. Er honum einkum legið á hálsi fyrir það, að styðja ekki verklega þá inn- rásartilraun, sem kúbanskir flóttamenn gerðu s. 1. ár, en þá var herstyrkur Castros ekki orðinn öflugri en svo, að beit- ing bandaríska flughersins í þeim átökum hefði e. t. v. getað riðið baggamuninn. Nú er vígbúnaður Kúbu- manna hins vegar orðinn svo stórfelldur, að miklu meira þyrfti til að koma, til að vinna bug á Castro. Er talað um það, að til þess þyrftu Bandaríkja- menn að framkvæma raunveru- mönnum ekki alls fyrir Iöngu. Þar sagði hann m. a.: „Ég vildi óska að einu mennirnir sem töl- uðu um strið og innrás, væru talsmenn kommúnista í Moskvu og Havana og ég vona að banda ríska þjóðin, sem heldur uppi vörnum fyrir hinn frjálsa heim á þessum kjamorkutímum, haldi ró sinni og skynsemi í þessu viðkvæma máli“. Kennedy sagði, að ekki væri ástæða fyrir einhliða íhlutun Bandaríkjamanna á Kúbu og hélt því fram, að umtal um bandaríska innrás væri skaðleg, þar sem það yrði hið eina, sem stjórn Castor gæti stuðzt við. Ógnunum verður svarað. Hins vegar tók hann eftirfar- andi fram: — Ef kommúnistar á Kúbu ógna á nokkurn hátt með aðgerðum sínum öryggi Bandaríkjanna og bækistöðvar- innar á Guantanamo, siglinga- leiðinni til Panama-skurðar og tilraunastöðinni á Canaveral- höfða, eða ef Kúbumenn gera tilraunir til árása og hernaðar- aðgerða á einhver önnur ríki í heimsálfunni, eða koma upp ríkjanna og stefna Castros for- dæmd af samtökum Ameríku- ríkja. Á niðurleið. Atvinnuleysi og matvælaskort ur hefur stöðugt aukizt i land- inu, og efnahagsörðugleikarnir hafa aukizt við það að Banda- rfkin, helzta viðskiptalandið, sem og önnur Ameríkuríki, hafa hætt verzlun við Kúbu. Allt stefnir þetta í áttina til öngþveitis hjá hinum kúbanska einræðisherra og eina hálmstrá- ið, sem hann heldur í, er að- stoðin frá Rússum, sem öll stjórn hans stendur nú og fellur með. Valdataka og tortíming- arstefna Castros á, þegar allt kemur til alls, rætur sínar að rekja til hinna miklu þjóðfélags- andstæðna og fátæktar Suður- Ameríku-ríkjanna allra og skammsýnnar stefnu Bandaríkj- anna gagnvart því vandamáli. Af þvi hafa menn þegar mikið lært, og er nú sýnilegt, að megináherzlan er lögð á það, að hindra að hið sama endurtaki sig annars staðar. Á meðan held ur Castro áfram að hanga í blá- þræði rússneskrar aðstoðar, sem er föl meðan hann dansar eftir fiðlunni í Moskvu. En dæmi úr öðrum löndum sýna, að gjafirnar, sem falla úr þeirri austrænu hönd eru hvorki trygg ar né gefnar af neinni góðsemi. Þorsteinn Thorarensen. „Hvernig fæ ég búi mínu 5 borgið" Bókin „Hvernig fæ ég búi minu borgið?“ eftir Svíann Orvar Jo- sephsson, sem Sigriður Haralds- dóttir og Arnljótur Guðmundsson þýddu og endursögðu er nú komin út í annarri útgáfu. Bók þessi kom fyrst út árið 1950, og sögðu þýðendur í formála, að sumir kaflar vœru bein þýðing úr frummálinu, en aðrir kaflar sætt allmiklum breytingum, svo að bet- ur ætti við íslenzka staðhætti. Bókin var síðan notuð við kennslu í heimilishagfræði við húsmæðra- skólana, og þar sem fyrri útgáfa var uppseld, var ráðizt í að gefa hana út á ný. Bókin hefur verið endurskoðuð í samræmi við bær breytingar, sem orðið hafa á ýms- um sviðum síðan, og meðal annars tók Ólafur Björnsson prófessor að sér að endursemja kaflann um skatta og álögur, ráðstöfun spari- fjár og tryggingar, og aðrir hafa lagt þarna hönd að verki, til þess að bókin verði í samræmi við kröf- ur nútímans. ísafoldarprentsmiðja hefjr búið bókina til prentunar, og er það smekklega gert. Þetta virðist vera bók, sem mörg um má að gagni koma, ef til vill sérstaklega þeim, sem eru að leggja út í að stofna eigin bú, en hafa lítið fé til þess, en skortir þó ef til vill enn frekar þekkingu á þeim margvíslegu vandamálum, sem við verður að glíma í hjú- skapnum, að því er fjármálin snert-'r. I /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.