Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 28.09.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. september 1962. 9 .v'■:. 'iVO' Jyv w V'lSIR f gærkvöldi hófst opinberlega starfsemi nýs leikflokks hér í bæ. Nefnist hann Leikhús æsk- unnar og var stofnaður í fyrra- vetur í samráði við Æskulýðs- ráð. Hér er um að raáða mjög merkilega tilraun, sem gæti orð- ið mikil lyftistöng fyrir leiklist- arlíf bæjarins, ef hún tekst vel. Hér er ungu fólki ekki aðeins hjálpað til þess að sinna hollu og skemmtilegu tómstundar- starfi, heldur gefst þvl einnig kostur á að starfa með reynd- um leikurum og leikstjórum, og þar með er brúað bilið milli byrj andans og atvinnumannsins. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði og eitt hið merkilegasta I starfsemi Leikhúss æskunnar, því þar með er tryggt að starf byrjendanna beinist á réttar brautir og geti jafnvel orðið þeim beint undirbúningsstarf fyrir áframhaldandi feril á leik- sviðinu. T eikritið Herakles og Ágías- fjósið eftir Friedrich Diir- renmatt er gamanleikur sem skýlir hvössu háði og beittri á- deilu undir yfirborði kímninnar. Undiir lokm brýzt ádeilan upp á yfirborðið, skopið er látið víkja og boðskapur höfundar birtist leikhúsgestum nakinn og misk- unnarlaus. Efni leikritsins er byggt á fimmtu þraut Herakles- ar þegar hann átti að hreinsa mykjuna úr fjósi Ágíusar, en í leikritinu eru farið mjög Iaus- lega með efnið, t. d. er fjósið orðið heilt land sem allt er á kafi í mykju, svo allir verða að ganga í klofháum stígvélum og yfir himinháum mykjufjöllum sveima flugur svo varla sér til sólar og hrafnar sem eru orðnir svo feitir af flugnaáti að þeir geta varla flogið. Þess vegna grfpa landsmenn til þess ráðs að fá Herakles, hetjuna miklu, til að hreinsa landið. Herakles kemur ásamt ástmey sinni og einkaritara og hyggst þegar ganga til verks og veita tveim- ur stórfljótum yfir landið og fleyta þannig mykjunni til hafs. En framkvæmd strandar á þjóð- þinginu, það kemur sem sé £ Ijós að þótt allir séu á einu máli um nauðsyn hreinsunarinnar þá leynast ýmsar hættur í því máli. Það kemur til dæmis £ Ijós að til eru sögusagnir um að undir mykjunni leynist hof og aðrir fagrir hlutir en menn óttast að þessar sagnir séu uppspuni og þora þess vegna ekki að hreinsa til. Hvað ef ekkert er undir mykjunni? Hvað skyldi fólkið segja ef það kæmi upp úr kaf- inu að hin forna menning þjóð- arinnar væri alls ekki til. Og þingið setur málið í óteljandi nefndir og Herakles getur ekk- ert að gert. Þar kemur loks að honum skilst að hann muni aldrei fá að hreinsa landið og tekur tilboði frá öðru Iandi þar sem honum er heitið rfkulegum launum yrir að þrffa burt fugla drit sem hleðst upp og allt ætl- ar að fara f kaf. Og okkur skilst að allt fari á sömu leið þar. Tjað er því boðskapur höfund- ar að mennirnir þori ekki að láta til skarar skríða gegn hégómanum og soranum 1 kring um sig af ótta við tómið í sinni eigin sál. Að maðurinn hafi ekki hugrekki til að horfast í augu við nakinn veruleika lífsins og kjósi því heldur að byltast um f svaðinu. Ef maðurinn nemur f burt allar þær umbúðir upp- gerðar og sýndarmennsku sem Jónas Jónasson sem Herakles og Richard Sigurbaldursson ritari Polybios. sem sögumaðurinn og einka- vel. Með meiri ákveðni og vand virkni hefði mátt bæta mikið úr þessu. Deianíu, ástmey Heraklesar, leikur Helga Löve létt og lipur- lega, hún sómir sér vel f hlut- verkinu, hefur mjúkar og þokka- fullar hreyfingar og hreina og bjarta framsögn, einkum kem- ur þetta vel fram í atrjðunum með Fýleusi. Richard Sigurbald ursson fer með hlutverk sögu- mannsins og einkaritarans Poli- biosar og ekki öfundsverður af því hlutverki því það er -í raun- inni hálfgert vandræðabarn f leiknum og getur alls ekki notið sín nema í útvarpsútgáfunni. Richard gerir hlutverkinu ekki nægileg skil, hreyfingar hans eru viðvaningslegar og fálmandi og sömuleiðis hefði hann mátt kunna hlutverkið betur. Valdi- mar Lárusson leikur Ágías kon- ung af mikilli festu og vand- virkni og sýnir að hann er sviðs vanastur þeirra sem þarna leika. Hins vegar má ef til vill segja að ofurlitið meiri léttleiki hefði mátt koma fram. Karl Guð- mundsson leikur Tantalos sirk- usstjóra af mikilli Ieikni og glæsileik en stundum talar hann of hratt til að framsögnin sé skýr. Leíkhús æskunnar: Herakles og Ágíasarfjósið Eftir Friedrick Diirrenmatt. — Leikstjóri: GISLI ALFREÐSSON hann hefur vafið utan um hið raunverulega, mannlega líf, hvað verður þá eftir? Stöndum við þá eftir sem andlegur veru- leiki eða er líf okkar ekkert ann- að en umbúðir utan um ekki neitt? Við þessu gefur höfundur aldrei fullkomið svar. En í leiks lok leiðir Ágías son sinn afsíðis og sýnir honum undurfagran garð sem hann hefur búið til mitt í allri mykjunni og óþverr- anum og sannar honum þar með að mitt í mannsorpinu getur leynzt gimsteinn. Það er hlut- verk mannsins, segir hann, að breyta mykjunni í hjarta sínu í mold sem veitt getur líf hinum undursamlegustu jurtum. TTpphaflega var þetta leikrit ^ samið til flutnings í útvarp og gætir þess nokkuð, því'það nýtur sín hvergi nærri til fulls á sviði. Einkaritarinn og sögu- maðurinn er til dæmis hálfgerð vandræðapersóna á sviði og verkar illa á gang verksins. Sögumaður er ævinlega þrauta- lending á leiksviði og til leið- inda, auk þess sem erfitt er að gera honum skil í leik. Þá krefst Ieikurinn einnig ýmissa „eff- ekta“ sem alls ekki er hægt að sýna á sviði og verður þá að grípa til þess úrræðis að slökkva öll ljós og láta hljóð segja það sem ekki er hægt að sýna. Þetta lýtir nokkuð heildar svip leiksins og gefur áþreifan- lega til kynna að verkið er kom ið f annan ramma en því hæfir. Menn ættu þó ekki að láta þetta um of £ sig fá vegna þess að verkið er athyglisvert um marga hluti og f eðli sínu drama tískt. Jslenzku þýðinguna hefur Þor- varður Helgason gert og tek- izt mjög þokkalega. Ekki er hægt að segja að neinn sér- stakur glæsibragur sé á málfari hans en það er þó hvergi til lýta þó segja megi að stillinn sé of þunglamalegur fyrir mælt mál og geri leikurunum þess vegna oft óþarflega örðugt fyrir hvað framsögn snertir. Gísli Alfreðsson hefur fengið erfitt verkefni til úrlausnar við uppsetningu leikritsins en um leið eggjandi. Af því leikritið er samið fyrir útvarp liggja ekki fyrir nein ákveðin fyrirmæli höf undar um útfærsiu hinna ein- stöku atriða og þess vegna hef- ur leikstjórinn miklu frjálsari hendur en almennt gerist. Yfir- leitt held ég að óhætt sé að segja að honum haii tekizt vel ef gefinn er gaumur að margs konar erfiðleikum sem hann hefur átt við áð etja, Leikarar flestir óvanir og þar af leiðandi erfiðir í ögun og sviðsútbúnaður nánast enginn. Eklcert fortjald til að draga frá og fyrir og allar skiptingar á sviðinu fara fram fyrir allra augum, oft á meðan einhverju atriði stendur, og það eru leikararnir sjálfir sem annast það verk. Þetta set- ur sérstæðan og skemmtilegan svip á sýninguna og ég er ekki frá því að það hafi gert áhorf- endur að meiri þátttakendum f því sem var að gerast á sviðinu, hafi fært þá nær flytjendum leiksins og verið eins konar tengiliður milli leikara og áhorf enda. Gísli hefði gjarnan mátt reyna að stytta sýninguna örlítið og hraða leiknum, það hefði að mínu viti gert Ieikinn að meira sviðsverki og dregið úr áhrifum útvarpsins. En stærsta yfirsjón hans er þó sú að láta frumsýna leikinn svona snemma því hann hefði gjarnan mátt vera betur æfður. Um val í hlutverk skal ekki rætt því mér er ekki kunn- ugt um hvort hann hefur haft frjálsar hendur í þeim efnum. ^ðalhlutverkið, Herakles, leik- Jónás Jónasson. Hvað útlit snertir passar Jónas vel í þetta hlutverk, hann er mikill á velli og sterklegur en kannski helzti fíngerður í andliti og hefði mátt bæta úr því með förðun. Leikur hans er ekki, nógu vel unninn, hann verkar kæruleysislega á á- hprfendur og hvorki eðlilega né sannfærandi, þó er þetta nokkuð misjafnt eftir atriðum. Þá er' framsögn hans ekki alltaf nógu skýr og verður stundum bein- línis þvogluleg. Þar að auki kann hann hlutverkið ekki nógu Jjá víkur sögunni að unga fólk- inu, byrjendunum, þeim sem þetta leikhús starfar fyrst og fremst fyrir. Það sem einkennir leik þeirra í heild er hin mikla gleði sem birtist í hverju smá- atriði starfs þeirra. Það var un- un að sjá hvað þeir nutu leiks- ins og lögðu mikla alúð í túlk- un sína og sýndu lifandi áhuga á hlutverkum sinum. Það vekur athygli hve þeir sýnast öruggir f hreyfingum og framsögn og hlýtur að mega telja það leik- stjóra þeirra til hróss engu síður en þeim sjálfum. Eorgar Garð- arsson sýnir ágætan Ieik í hlut- verki Fýleusar. Hlutverkið er heldur sviplítið og ekki mjög skemmtilegt en Borgar blæs i það Iffi og svip á hinn prýðileg- asta hátt. Hér er örugglega leik- araefni á ferð. Kambýses svína- hirðir er ágætlega leikinn af Pétri Einarssyni. Gervi hans er gott og hreyfingar mátulega ána legar og svipbrigði lifandi og smellin. Þorsteinn Geirsson, for- maður leikflokksins, leikur Zeno fon af mikilli gleði og bægsla- gangi sem ef til vill gengur fvið of langt en sýnir mikil tilþrif og ótvíræða hæfileika. Bændurn- ir í Elís eru leiknir af Ólafi Mixa, Grétari Hannessyni, Jóni Yngvasyni, Sveinbirni Matthías- syni, Erlendi Svavarssyni, Sig- urði Karlssyni og Magnúsi Ólafs syni, en Smith barnakennari Ieik ur Jón Yngvason einnig. Allir fara þeir mjög vel með sinn hlut, þingatriðin eru mjög skemmtileg og yfir þeim samstæður heildarsvipur sem er óvenjuleg- ur hjá byrjendum. Loks eru fjór ar elískar meyjar leiknar af Margréti Gunnarsdóttur, Þór- unni Magnúsdóttur, Ásthi'ldi Gísladóttur og Bergþóru Gúst- afsdóttur. Kurt Zier hefur teiknað snot- Frh. á iQ. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.