Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 7
Maí 1996
sleppir ekki tækifæri til þess að sjá
hvað hann getur. Kann Á. Tölvu
er líklega með þeim hættulegri.
Hann telur sig kunna mikið og til
þess að sýna það framkvæmir
hann ýmsar óæskilegar skipanir og
breytingar á vél- og hugbúnaði.
Oþarfi er að útskýra allar tegundir
starfsmanna en ljóst er að einungis
með þjálfun starfsmanna og virku
eftirliti er hægt að koma í veg fyrir
ýmis vandamál sem oft vilja skjóta
upp kollinum.
Þjálfun starfsmanna
Takmarka þarf ábyrgð hvers og
eins starfsmanns. Starfsmönnum
verður að vera ljóst að ekki er verið
að vantreysta þeim, heldur er ein-
ungis verið að létta af þeim óþarfa
áhyggjum.
Gera þarf starfsmenn virka
þátttakendur í heildaröryggis-
málum fyrirtækisins. Segja ætti
starfsmönnum frá þeim kerfum
sem notuð eru til þess að fylgjast
með óæskilegu fikti.
Mikilvægast af öllu er að halda
starfsmönnum sem virkum þátt-
takendum.
Er 100% öryggi
mögulegt?
Nei, 100% öryggi er ekki
mögulegt. Það er alltaf einhver
möguleiki á því að koma tölvukerfi
í annarlegt ástand.
Það er sama hversu miklum
fjármunum er veitt til þessara mála
það mun aldrei nást 100% öryggi.
Slíkt er ekki til. Það er hins vegar
hægt að komast mjög nálægt full-
komnun ef nægir fjármunir eru
fyrir hendi.
Sumir gætu viljað þræta um
það og sagt að 100% öryggi sé
mögulegt með því að hafa slökkt
á tölvunni. Slík rök duga ekki. Það
væri alveg eins hægt að segja að
ljósaperur duga óendanlega ef þær
eru ekki notaðar.
Hvernig er öryggið
aukið?
í fyrstu er mjög auðvelt að auka
öryggi tölvukerfa. Ódýrast er að
byrja á því að beita almennri skyn-
semi. T.d. ætti ekki að drekka kaffi
beint yfir lyklaborði og ekki ætti
að brjóta disklinga sarnan eins og
blöð. Almenn skynsemi segir
okkur líka að það borgar sig að
taka góð afrit. Regluleg afritun
sem fylgst er reglulega með er
ódýrasta og öflugasta vörnin gegn
ýmsum vandamálum. Bara með
almenna skynsemi og afritun að
vopni þá hefur öryggi
tölvukerfisins aukist margfalt.
Til þess að auka það enn frekar
þá má fullkomna afritunarferlið
með skriflegum áætlunum. Einnig
má bæta við skriflegri neyðaráætl-
un sem aðstoðar við endurreisn
fyrirtækis eftir meiriháttar áfall
eins og eldsvoða.
Til viðbótar skriflegum áætlun-
um er hægt að nota ýmsan tækni-
búnað sem tryggir aðgangsöryggi
eða eykur öryggi diska með spegl-
un eða öðrum hætti.
Hversu mikið öryggi?
Mjög erfitt er að mæla ná-
kvæmlega hvert öryggi tiltekins
tölvukerfis er í prósentustigum, en
til þess að sýna fram á samhengi
milli öryggis og kostnaðar þá
notum við prósentustig hér. Ef við
hugsum okkur eina tölvu sem er í
lokuðu herbergi þá er augljóst að
öryggi hennar hlýtur að vera
nokkuð hátt, segjum 99%. Öryggi
þessarar tölvu er hægt að auka
með því að setja aðra tölvu við
hliðina á henni og spegla allar
aðgerðir hennar. Þannig erum við
komin með tvöfalt kerfi og öryggið
Frh. á nœstu síðu
Skrifleg stefna stjómar í öryggismálum
Tölvusalur sem þolir eld í 60 mínútur
Aðgangur að tölvusal með aðstoð korta og lykilnúmera
RAID diskakerfi
Afritunarstöð - skrifleg afritunaráætlun
Vararaflgjafi
Samningar við birgja um varabúnað
Skrifleg endurreisnaráætlun
Þátttaka allra starfsmanna í öryggisáætlun
Mynd 2 - Draumaumhverfið ?
Tölvumál - 7