Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 28
Maí 1996 inu, hugbúnað fyrir fjarþjónustu (heimabanki sparisjóðanna), hleðslustjórnun flugvéla og frétta- stofukerfi. Internetið Delphi Vinsælustu forritunarmálin hafa jafnan verið Pascal, C og C++ í ýmsum útgáfum. En í verk- efnunum gefst nemendum og sam- starfsaðilum kjörið tækifæri til þess að gera tilraunir með nýjan þróunarhugbúnað. Nú í vor voru kynnt tvö verkefni sem eru forrituð í Java, en það er geysivinsælt forritunarmál fyrir internetforrit- un. Annað verkefnið er rafrænt verslunarkerfi fyrir almenning sem er unnið í samvinnu við fyrirtækið Netkaup. Hitt verkefnið snýst um myndræna framsetningu jarð- skjálftagagna á internetinu og er unnið í samvinnu við Veðurstofu íslands. Forritunarmálið Java svipar til C++ hvað rithátt og for- ritunarstíl varðar. Með því eru búnar til skrár á tvíundarformi sem hægt er að keyra á mörgum teg- undum tölva. Nemendurnir voru mjög hrifnir af Java forritunar- málinu og fannst þægilegt að vinna með það. Þeim fannst það bæði öflugt en þó einfaldara en C++. Vinnsluhraði Java forrita er við- unandi, en sá þáttur mun fara batn- andi með nýrri útgáfum af forrit- unarmálinu. Þróunarumhverfið Delphi frá Borland hefur náð feikna vinsæld- um síðan fyrsta útgáfa þess kom út fyrir rúmu ári síðan. Fjögur lokaverkefni voru skrifuð með Delphi 2.0, en það er splunkuný 32-bita útgáfa af þessu þróunar- umhverfi. Delphi er er hlutbundið forritunarumhverfi sem er byggt á forritunarmálinu Object Pascal. Með því eru skrifuð forrit sem keyra undir Windows og mynd- rænt notendaviðmót þróunarum- hverfisins hefur svipaða eiginleika og Visual Basic. Delphi forrit eru þýdd og verða því töluvert hrað- virkari en forrit skrifuð í Visual Basic. Þróunarumhverfið kemur í þremur mismunandi umfangs- miklum útgáfum: Borland Delphi, Borland Delphi Developer og Borland Delphi Client/Server Suite. Tvær hinar síðastnefndu komu við sögu í þessum verkefn- um og reyndust ágætlega. Öll þessi verkefni voru gerð í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtæki sem einmitt vildu grípa tækifærið og kynnast þessu umhverfi í tilraunaverk- efnum. Þessi verkefni tókust vel og eru allar líkur á að þau verði tekin í notkun. A vegum TVÍ verða á næstu vikum haldin endurmenntunar- námskeið fyrir forritara. Þá verða meðal annars í boði forritunamám- skeið í Java og Delphi. A þessum vetri voru gerð sautján lokaverkefni og yrði of langt mál að gera grein fyrir þeim öllum. Þegar þessi grein birtist verður nýlega afstaðin árleg kynn- ing á verkefnunum sem fer fram í skólanum um miðjan maí. Þá sýna nemendur verkefni sitt í 45 mínútur og svara spumingum á eftir. Kynn- ingin er auglýst og öllum er heimill aðgangur. Vinnulag verkefna Skólinn gerir ákveðnar kröfur til vinnulags, skilaþátta og tíma- marka ásamt því að veita verkhóp faglega leiðsögn og meta verkefnið á ýmsum stigum þess. Hver verk- hópur hefur verkefniskennara og tvo til þrjá prófdómara úr hópi kennara. Samstarfsaðili er í hlut- verki verkkaupa gagnvart nem- endum í verkhóp. Ætlast er til að nemendur hafi greiðan aðgang að tengilið, sem getur veitt upplýsing- ar um kröfur verkkaupa til verks- ins, og hafi tækifæri til að kynnast væntanlegum notendum. í flestum tilvikum sér samstarfsaðili verk- hópnum fyrir vinnuaðstöðu og fag- legri aðstoð eftir því sem þörf er á. Á Mynd 3: Vinnuferli loka- verkefna er lýst rammakröfum skólans til vinnuferlis. Vinnutíma- bilið skiptist í tvo meginkafla: annars vegar greiningu og hönnun, sem er tíu vikna tímabil þar sem nemendur sækja einnig kennslu í bóklegum greinum, og hins vegar 6 vikna forritun. Ætlast er til að verkefnið sé tilbúið fyrir kerfis- bundnar prófanir þriðja aðila þegar því er skilað. Gerð er krafa um að samin sé greiningar- og hönnunarskýrsla með viðurkenndum aðferðum en nemendur hafa frjálsar hendur með val á aðferðafræði. í greiningar- skýrslunni skal vera kröfulýsing sem er læsileg verkkaupa og not- endum. Þessi kröfulýsing er rýnd af samnemendum verkhóps með hliðsjón af gátlista. Gátlistinn er byggður á útfærslu MSQH á gæðakröfum ISO-9001 varðandi innihald og eiginleika kröfulýsing- Mynd 2: Viðfangsefni í lokaverkefnum 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.