Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 14
Maí 1996 Allt sem sent er eftir þessum línum er dulritað (encrypted) með vélbúnaði sem SWIFT selur eða útvegar notendum. Þessi vélbún- aður er mjög öflugur og getur skipt um dulritunarlykla mörgum sinn- um á mínútu. Hægt er að nota upphringilínur en þá aðallega í neyðartilfellum eða ef bankastofnun sendir mjög lítið af skeytum. Nýverið hefur SWIFT farið að bjóða notendum að tengjast í gegn- um almenn gagnanet (X.25 net Pósts og Síma) en til þess þarf sér- stakan dulritunar vélbúnað. Skeytasendingar Þegar notandi hefur tengst og valið FIN getur hann farið að taka við og senda skeyti. Til að auð- kenna móttakanda og sendanda skeytis er notaður áðurnefndur BlC-kódi. Hvert skeyti fær ákveð- in raðnúmer. Þegar skeyti er sent fær það svokallað inn-raðnúmer (Input Seqence Number) en þegar það er móttekið fær það út-rað- númer (Output Sequnce Number). Móttakandi sér bæði þessi númer. Þegar skeyti er sent til SWIFT er byrjað á að villuleita það. Villu- leitin felst í því að athuga hvort sendandi og móttakandi séu þekkt- ir, hvort vartala skeytis sé í lagi, hvort svæði í skeytinu uppfylli ákveðnar reglur, sé „málfræði- lega“ rétt og að lokum hvort rað- númer sé rétt. Raðnúmer hækkar alltaf um einn og ekki má vanta númer í röðina. Sé skeytið í lagi sendir SWIFT staðfestingu annars höfnun. Staðfestingin/höfnunin er að sjálfsögðu send sem skeyti. Þegar móttakandi tekur við skeyti þarf hann einnig að fram- kvæma villuleit, þó ekki eins stranga og SWIFT. Móttakandi þarf að senda staðfestingu eða höfnun á öllum mótteknum skeyt- um. Þegar skeyti eru send er hægt að krefjast þess að fá senda kvittun um að skeytið hafi komist til skila. SWIFT útbýr slíka kvittun þegar móttakandi hefur staðfest móttöku skeytis. Einnig er hægt að krefjast þess að fá að vita ef tiltekið skeyti er ekki komið til skila fyrir ákveð- inn tíma. A hverjum degi er send skýrsla til notanda þar sem kemur fram hversu mörg skeyti hann hefur sent/móttekið og hvort einhver þeirra hafa ekki komist til skila. Þessi skýrsla er send sem skeyti. Lyklamál Til að tryggja að innihald skeytanna breytist ekki og að móttakandi geti verið viss um að sendandi sé örugglega sá sem hann segist vera er notuð tölvuundir- skrift. Tölvuundirskriftin er útbúin með hjálp sannprófunarlykla (au- thentication keys). Sannprófunar- lykill er 256 stafa langur strengur. Tölvuundirskriftin er fundin með því að reikna út vartölu úr öllum bætum skeytisins, sem verið er að senda. Síðan eru vartalan og sannprófunarlykillinn send í gegnum flókna dulritunaralgo- ritma sem skila 8 stafa tölu sem er tölvuundirskriftin. Tölvuundir- skriftin er send með skeytinu svo 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.