Tölvumál - 01.05.1996, Page 5

Tölvumál - 01.05.1996, Page 5
Maí 1996 Frá formanni LjósáTölvunefnd Tölvunefnd hefur verið meira í fréttum undanfarin misseri en áður. Skemmst er að minnast af- skipta nefndarinnar af málum er vörðuðu ásakanir á hendur bisk- upi. Málafjöldi hefur farið stöðugt vaxandi, á liðnu ári voru u.þ.b. 350 mál afgreidd af borði nefnd- arinnar. Tölvunefnd er skipuð fimm mönnum, en það eru 3 lögmenn, læknir og einn fulltrúi fagfólks í upplýsingatækni sem skipaður er af Skýrslutæknifélaginu. Aukinn sýnileiki nefndarinnar hefur komið mörgum á óvart og spurt hefur verið um vald- og verksvið nefnd- arinnar og hvort einhver breyting hafi orðið á því sem orsakar þessa auknu virkni. Því er til að svara að engin breyting hefur orðið þar á. Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga eru frá árinu 1989 og hafa því verið óbreytt í 7 ár. Það er margt sem stuðlar að aukinni virkni og umfjöllun um tölvunefnd. Má jafnvel rökstyðja það að þróun upplýsingaþjóðfél- agsins mælist með málafjölda hjá henni. Almenningi er orðið betur kunnugt um nefndina og tilgang hennar og hefur í vaxandi mæli leitað á náðir hennar við úrlausn mála. Aukin umfjöllun skapar einnig meiri árvekni gagnvart misnotkun upplýsinga. Fæstir vilja gerast brotlegir við lögin og leita því leyfis nefndarinnar til að fram- kvæma skráningu, vinnslu eða dreifingu persónuupplýsinga. Færð hafa verið rök fyrir því að verulegur hluti hagvaxtar kom- andi áratuga muni byggja á meiri skilningi í þjóðfélaginu og hegðun einstaklinganna innan þess. Þörf fyrirtækja, félaga og stofnana fyrir vandaðar upplýsingar mun vaxa. Góðar upplýsingar, og um leið þekking, mun skapa möguleika á hnitmiðaðari aðgerðum og stjómun hvers konar verður mark- vissari. Upplýsingar liggja víða og meira er til en þú heldur. Nú þegar em til á tölvutæku formi gögn um mig og þig sem væri með sam- keyrslu hægt að nota til að kort- leggja hegðun okkar í þaula. Hér má t.a.m. nefna námsferil, starfs- feril, sjúkrasögu, lyfjasögu, fjár- hagssögu, neyslumynstur, ferðalög o.s.frv. Það er enginn vafi á því að með slfkri samkeyrslu mætti búa til firna verðmætar upplýs- ingar sem allir hefðu áhuga á að skoða og mætti nýta til góðs og ills. Víst er að markaður fyrir slíka þekkingu er góður og eftirspurn mikil og hægt að fullyrða að ásælni í slíkar upplýsingar muni aukast og verðmæti þeirra þar með. Líklegt má telja að löggjafinn muni bregðast við með því að stemma enn frekar við möguleik- um til að búa til slíkar skrár. Það má gera bæði með boðum og bönn- um og með skipulagslegum að- gerðum s.s. með fleiri kennitölum t.a.m. með einni almennri og ann- arri heilbrigðiskennitölu. Það er alþekkt að skortur gerir vöru verð- mætari og á sama hátt munu upp- lýsingar verða verðmætari. Viðhorf til þessara mála á eftir að þróast og breytast. Hvað talið Eftir Hauk Oddsson er eðlilegt og sjálfsagt að leynt fari mun verða breytilegt frá einum tíma til annars. Ekki er auðvelt að spá um í hvora áttina þróunin verður - eiga boð og bönn eftir að einkenna meðferð persónuupplýs- inga eða mun frjálsræði verða ofa- ná? Hver munu áhrif t.a.m. Inter- netsins, og miðlunarmöguleika þess, verða á hvað þykir eðlilegt og sjálfsagt í þessum efnum ? Hver sem þróunin verður er mikilvægt að fara varlega. Beina þarf umræðunni á skynsamlegar brautir og forðast verður allt of- stæki. Verði takmarkanir of miklar gæti það m.a. leitt til óhagkvæms þjóðfélags og lakari samkeppnis- stöðu. Ofstæki eða alvarleg mistök þar sem persónuvernd er fótum troðin getur leitt til tortryggni sem gæti leitt til óþarflegrar stífni. Ritstjóri hættir Magnús Hauksson, verkfræð- ingur hjá Pósti og síma, sem verið hefur ritstjóri Tölvumála um nokk- urt skeið hefur beðist undan áfram- haldandi störfum í ritstjórn. Magnús hefur stýrt blaðinu af einstöku lítillæti og mikilli útsjón- arsemi með óvenju fámenna rit- stjórn sér við hlið. Stjórn Skýrslutæknifélagsins og ritstjórn kunna honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Haukur Oddsson er forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar Islandsbanka Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.