Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 12
Maí 1996 Bankanetið SWIFT Eftir Þór Svendsen Björnsson Á síðustu misserum hefur um- ræðan um Internetið verið mjög fyrirferðamikil. Internetið hefur eflaust náð þeim vexti sem það hefur fyrst og fremst vegna þess hversu opið það er og hversu auð- velt er að tengjast því. Varla er við hæfi að nota orðið opið, svo þvælt sem það nú er, án þess að útskýra við hvað er átt. Með opið er hér átt við að allir geti tengst Inter- netinu og að ekki sé krafist sérstaks búnaðar til að tengjast því, það er ekki öruggt og ekki gerðar miklar tilraunir til að hafa það svo. Það eru engar innbyggðar aðferðir til að tryggja öryggi á netinu eða eru a.m.k. ekki viðhafðar að öllu jöfnu. Vilji menn meira öryggi á Inter- netinu geta þeir að sjálfsögðu lagt út í kostnað og vinnu til þess. Sé hægt að tala um að Inter- netið sé á þeim enda litrófsins sem auðkennist af opnum og óöruggum netum þá má segja að SWIFT bankanetið sé á hinum enda þess. í þessari grein vil ég fjalla stutt- lega um þá þætti SWIFT netsins sem tryggja öryggi þess. Skiptist greinin í eftirfarandi þætti. • Almennt um SWIFT • Inngönguskilyrði • Uppbygging netsins • Tenging við netið • Skeyta sendingar • Lyklamál • Hlutverk Reiknistofu bankanna Almennt um SWIFT Stafirnir í nafninu SWIFT standa fyrir Society for Worldwide Interbank Financial Telecommuni- cation. Swift var stofnað 1973 til að auðvelda bönkum að koma greiðslum á öruggan og skjótan hátt sín á milli og að tryggja sam- ræmdan skilning á greiðslufyrir- mælum og þannig minnka villur og misskilning. Þegar SWIFT hóf rekstur nets- ins 1977 voru aðildabankar 239 í 15 löndum en í dag eru aðilda- bankar 2856 í 147 löndum. Fyrsta árið fóru að meðaltali 20.000 skeyti um netið á dag en nú eru það 2.500.000 skeyti á dag. Ekki var einungis sett á fót tölvunet til skeytasendinga heldur var lögð mjög mikil vinna í að staðla innihald þeirra skeyta sem um netið færu. Netið er svokallað pósthólfa- kerfi (store and forward) þ.e.a.s. sendandi og móttakandi þurfa ekki að vera tengdir netinu á sama tíma til að hafa samskipti. Send skeyti eru geymd í pósthólfi viðtakanda þangað til að hann sækir þau. Samskipti við netið fara öll fram á skeytaformi, t.d. tenging við netið (login) og kveðja (logout) eru sérstök skeyti. Öll skeyti eru afrituð í dagbók sem notendur geta flett upp í með þar til gerðum skeytum. Inngönguskilyrði Ekki fá allir sem vilja að tengj- ast netinu. Til þess þarf að upp- fylla ákveðin skilyrði og sækja sér- staklega um inngöngu. Stjórn SWIFT þarf síðan að samþykkja umsókn viðkomandi. Greiða þarf sérstakt stofngjald og skrifa undir stofnsamning. Samningur þessi kveður meðal annars á um að aðili skuldbindur sig til að tengjast netinu á hverjum degi og sækja sín skeyti, einnig að vera tengdur a.m.k. 7 tíma á dag. Aðilar verða að skuldbinda sig til að eiga varakerfi til að tengjast netinu. Varakerfið verður að vera á öðrum vélbúnaði en aðalkerfið. Til skamms tíma fengu einungis bankastofnanir aðgang að netinu en nýlega fengu verðbréfamiðlarai' einnig aðgang. Uppbygging netsins Netið er byggt upp eins og tré á hvolfi, þar sem notendur (bankar) eru lauf trésins en rótin er kerfisstjóri sjá mynd 1. Hvert lag í trénu samanstendur af einni eða fleiri tölvum. Tölvur- nar í SWIFT netinu eru í stöðugum samskiptum við hver aðra. Netið byggir á OSI staðlinum og notar eigið X.25 gagnanet. Hver virkur hluti í SWIFT netinu er kallaður hnútur og eru þeir eftirfarandi (sjá mynd 1): • Kerfisstjóri System Control Processor (SCP) • Skeytamiðlari Slice Processor (SP) • Svæðisstjóri Regional Processor (RP) • Samskiptatölva Communications Processor (CP) Hjartað í SWIFT eru tvær mannaðar stjórnstöðvar, önnur í Hollandi en hin í Bandarfkjunum. í stjórnstöðvunum eru aðalhnútar netsins staðsettir, kerfisstjórar og 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.