Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Fimmtudagur 11. október 1962. — 233. tbl. Frá setningu Alþingis í gær 3 millj. tíl nýs menntaskólahúss í hinu nýja fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir allmiklum fjárveit- ingum til bygginga nýrra skólahúsa víðs vegar um land. Til uppbyggingar tveggja framhaldsskóla eru hæstu fjár- upphæðirnar veittar. Þrjár millj- ónir króna eru veittar til bygg- ingar Menntaskólans í Reykja- vík og þrjár milljónir til Kenn- araskólans. Til byggingar heimavistar- húss við Menntaskólann á Ak- ureyri eru veittar 300 þús. kr. Þá eru veittar 327 þúsund kr. til byggingar menntaskólahúss á Laugarvatni og 350 þús. krón- ur til bygginga Garðyrkjuskóla á Reykjum. Veittar eru einnig 150 þús. krónur til að kaupa kennarabústað á Hvanneyri og 67 þúsund krónur eru veittar til byggingar kennarabústaðar á Hólum. I heild er gert ráð fyrir rúm- lega 8 millj. króna framlagi til skólabygginga á árinu. Við þingsetninguna í gær. — Ólafur Thors heilsar forseta Islands, Ásgeir Ásgeirssyni. f miðju er Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. f dað eða næstu daga munu verða lögð fram þrjú stjórnar- frumvörp. Eru það frumvörp um iandsdóm, ábyrgð ráðherra og almannavarnir. Frumvarpið um almannavarnir kom fram á þingi í fyrra en fékk ekki af- greiðslu. Leggur ríkisstjórnin það nú aftur fram. Frumvörpin um landsdóm og ábyrgð ráð- herra eru ný af nálinni. SPARNADUR 06 HA6SYHI f RIKSTRI RfKISINS ENGAR SKATTAHÆKKANIR Fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram í gær, sýnir, að áfram verður haldið á braut viðreisnar og uppbyggingar. - Enn verður gætt fyllsta sparn- aðar og hagsýni í ríkis- rekstrinum. Þetta er höf- uðatriði þess. Annað mikilvægasta atriðið, sem frumvarpið ber vitni, er, að engir nýir skattar né tollar munu verða lagðir á þjóð- Útivistarbörn skráð Þorkell Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur sagði Vísi í morg- un, að ákvörðun nefndarinnar um aukið eftirlit með útivist barna á kvöldin hefði vakið mikla ánægju margra foreldra og þegar borið eftirtektarverðan árangur. Hann sagðist hafa fengið upp- hringingar foreldra úr flestum bæj- arhlutum og hafa foreldrarnir látið í ljós þakklæti sitt fyrir það aukna aðhald, sem nú er að skapast í þessum málum, og óskað eftir trekari aðstoð lögreglunnar við eft- irlit. Margir höfðu ekki haft hug- mynfl um ákvæði lögreglusam- þykktarinnar um útivistartima barna á kvöldin. Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglu- stjóra, sem jafnframt er formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sagði blaðinu að eftirlit með úti- vist barna á kvöldin væri fyrst og fremst á ábyrgð heimilanna og foreldra. En lögreglan væri þess albúin að aðstoða foreldra í þessu efni og gerði það, er hún væri til kvödd. Auk þess færu nú lög- reglumenn ótilkvaddir í bæjar- hverfin til þess að reka inn börn, sem væru úti eftir löglegan úti- vistartíma. Og það er gert meira. Börn þessi eru skrifuð upp og skýrslur um ólöglega útivist þeirra sendar barnaverndarnefnd. Hún Framh. á 5. síðu. ina. Ríkisútgjöldin hækka að vísu um 347 millj. króna. En tekizt hefir að koma saman fjárlögunum án þess að leggja nýjar | klyfjar á borgarana. Þriðja meginatriðið er, að ríkisbúskapurinn verður hallalaus á árinu sem í hönd fer. Gert er ráð fyrir 13 millj. króna tekju- afgangi. Tekjur og gjöld ríkissjóðs fara nú í fyrsta sinn yfir 2 milljarða króna. Hækkunin á útgjöldum rík- isins, 347 millj. króna, stafar af auknum framlögum til almanna- trygginga, skólamáia og auknum Framh. á 5. síðu. Séra Emil Björnsson prédikar við þingsetninguna. Fyrsti samningafundur í dag Fyrsti fundur samninganefnda sjómanna og útvegsmanna um síldveiðikjörin á komandi vertíð suðvestanlands hefst í húsakynn- um Landssambands ís'leríz;kra út- vegsmanna kl. 4 í dag. Sem kunnugt er skipuðu útvegs- menn af sinni hálfu samninganefnd 27. fyrra mánaðar og höfðu áður ritað Alþýðusambandinu með ósk | um að það beitti sér fyrir að sjó- menn tilnefndu samninganefnd af sinni hálfu. Alþýðusambandið boð- aði fulltrúa frá þeim sjómannafélög um, sem hafa lausa samninga á síld, til viðræðufundar í Reykjavík í gær, og var á þeirn fundi gengið frá skipan samninganefndar af hálfu sjómanna. í henni eiga sæti 12—14 fulltrúar. Þessi nefnd held- ur rvrsta fund sinn með 'amninga- nefnd útvegsmanna í dag. Ekki hafa allir sjómenn lausa samninga og standa þeir því ekki að þessum samningaviðræðum. Töluverður hluti síldveiðiflotans er gerður út samkvæmt áður gerðum samningum, er gilda til 1. maí nk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.