Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 10
A
VÍSIR . Fimmtudagur 11. október 1962.
Laus kennarastaða —
Frh. af bls. 7.
þeim hæfileikamönnum, sem ís-
lenzka kenr.arastéttin hefur
mcsta þörf fyrir, kemur til hugar
að fórna ævi sinni i látiaust strit
fyrir lélegra kaupi en lipur af-
greiðslumaður í verzlun fær,
SICU^
SELUR 8/MX
Volkswagen ’55 keyrður 60 þús.
svartur kr. 55 þús.
Volkswagen ’62, keyrður 18
þús., Ijósgrænn, samkomul.
Fiat 1100, station, mánaðargr.
Opel Kapitan ’56, einkab. samkl
Volkswagen ’55, Ijósgrár, nýend
urnýjaður, mótor og kassi. 55 þ
Ford station ’59, fallegur bíll,
samkomul.
Velkswagen 60, skipti á VW 63
Volkswagen ’59, með öllu til-
heyrandi. Otb. kr. 90 þús.
Volkswagen ’63, keyrður 3 þús.
kr. 120 þús.
Ford Sodiac ’55 kr. 65 þús. fal
legur bíll.
Opel Caravan ’60, skipti æski-
leg á 4-5 manna bíl, helzt VW
'55-’56.
Opel Caravan ’59 kr. 115 þús.
I útborgun.
; Opel Caravan ’54 kr. 35 þús.,
samkoi..ul. Þarf lagteringu.
; Ford Cheffir ’58 kr. 95 þús.
samkomul.
Ford Consul ’57 kr. 80 þús.
samkomulag.
Mercedes Benz 180-220 gerð.
Verð samkomulag.
Hefi kaupanda að Mercedes
Benz ’62-63 220.
^IRIEIÐASALAN
Borgart. 1. Símar 18085, 19615
Laugavegi 146 — Sími 1-1025
Seljum í dag og næstu daga:
Standard-Vanguard ’49 — ’50,
30—35 þús. kr. Samkomulag
um útborgun.
Chevrolet, fólksbifreið. 1955, 6
cyl, beinskiptur, kostakjör.
Chevrolet 1959, 6 cyl, beinskipt
ur, 115 þús.. 60 þús. útborgun,
góður bíll.
Chevrolet 1955, station, 6 cyl,
beinskiptur, mjög góður blll.
Dodge, pick-up ’46 mjög góður,
35 þús. kr. Samktfílulag um
greiðslur.
Ford Prefect ’55, sérlega góður
65 þús. kr. Staðgreiðsla.
Volkswagen ’62 með hagstæð-
um greiðsluskilmálum.
Fiat ’60, ekinn 30 þús. km. á
mjög góðu verði og skilmálum
Allar árgerðir af Volkswagen,
Moskwith, Skoda fólks- og
Station-blfreiðum.
| Opel, Ford Taunus og Mercedes
Benz, flestar gerðir og árgerðir.
FORD SODIAC ’55 góður bíli
hagkvæmt verð.
RÚSSNESKUR JEPPl 1959
70—75 þús. kr.
Höfum kaupendur að vöru- og
sendibifreiðum.
RÖST hefur áreiðanlega rétta
bílinn fyrir yður, og býður yður
upp á lipra og örugga þjónustu.
SÍMI OKKAR EF 1-1025
og við erum á Laugarve<?i 146
Röst s.f.
þegar annað og betra býðst. Verði
haldið lengra i þetta horf mun í
ísienzka kennarastétt fást aðeins
oottnfall Islenzkra háskólamanna,
sem vegna hæfileikaskorts og
andlegra vankanta hafa hrökklazt
frá störfum, 1 itina reka svo hálf
menntaðir skussar og gjarnan
uppgjafa klerkar, sem nú sem
stendur virðast geta fengizt við
alls konar kennslu, líklega af því
að til þeirra hluta hafa þeir lært
ekki neitt.
Það hefur verið reiknað út og
sýnt með rökum, að fullmenntað-
ur læknir, sem hygðist ekki gera
líknarstarfsemi þekkingar sinnar
að business, heldur vinna fyrir
rlki og þjóð, samkvæmt þeim kjör
um sem íslenzka ríkið býður upp
á, kæmi út að lokinni starfsævi
með heildartekjur, sem nema
jafnt núverandi launum manns,
sem vegna andlegra vanþroska
telst aðeins 3/4 normal að viti og
má varla minna vera. (Sbr. um-
ræður á fundi Bandalags Háskóla-
menntaðra manna í apríl s. 1.
Sjá annars nánar um kjör lækna,
yfirl. í Læknabl. 3. tbl. 1958.
Rannsóknir Guðjóns Hansen
hagfr.)
Hér verður ekki nema að litlu
komið við samanburði á kennur-
um ,sem taka laun sín klippt og
skorin samkvæmt launalögum,
við aðra starfsmenn hins opin-
bera„ enda alþjóð kunnug sú stað
reynd, að bæði ríki og bæjarfélög
hafa margfalsaða launaskala fyr-
ir fjölda af starfsfólki. En sú stað
reynd blífur, að háskólamenntað-
ur kennari við framhaldsskóla hef
ur í byrjendalaun kr. 5.303,00 og
kemst hæst í kr. 6.276,00 pr. mán-
uð brúttó fyrir 30 kenndar stund-
ir, og ætlazt er til að að baki
hverrar kennslustundar liggi y2
stund og hefur hann þannig fyrir
45 st. vinnuviku um 1.600 kr. Er
þá ekki meðtalinn tími í ferðir til
og frá vinnustað né tími, sem fer
til ónýtis vegna skipulags eða
skipulagsskorts, en það vill víða
við brenna, einkum í tvísettnum
skólum, að allmikill biðtfmi vegna
stundaskrár fari til ónýtis.Til þess
að höndla þetta hnoss, hefur há-
skólamenntaður kennari eytt einu
ári í miðskóla, 4 árum í mennta-
skóla og 5-7 beztu árum ævi sinn-
ar í háskóla. Samtals 10-12 árum.
Við mat á því sem hann hefur
á sig lagt, kemur fyrst til greina
10 ára tekjutap á þeim árum, sem
lífsþróttur flestra er hvað mestur,
í viðbót kemur svo beinn kostnað
ur af námi, sem er eigi alllftill,
hvort sem nemandi sjálfur, for-
eldrar eða vandamenn standa
þar af, og auk þess fyrirhöfn við
erfitt nám .skortur og óþægindi,
sem fjölmargir háskólaborgarar
leggja á sig þroskaár sín, svo enn
fremur námsskuldir og vextir af
þeim, sem margir þurfa að drag-
ast með Iengi ævinnar. Sé þetta
haft í huga og það með, að fjöl-
..largir unglingar um 16 ára að
aldri vinna í daglaunavinnu fyrir
tæpum 2000 kr. á viku yfir sum-
artímann, að vikulaun háskóla-
menntaðra kennara eru rúmt 1 y2
dagkaup iðnsveina á uppmælinga
taxta, vélstjórakaup á fiskibát
er lágmark 10 þús. kr. á mánuði,
og að tæplega ræður nokkur ung-
ur maður sig hjá fyrirtæki sem
einhver veigur er f, fyrir minna
en 7 — 8 þús. kr. byrjendalaun,
fara jafnvel tregustu stjórnmála-
menn að skilja orsök fyrir vax-
andi skorti á kennurum. Frekari
samanburðar við einstakar stétt-
ir verður ekki gerður hér. Hver
lesandi, sem hefur einhverja inn-
sýn í atvinnu- og launamál getur
gert hann sjálfur. Hér skal hins
vegar geta þess, að gangverð fyr-
ir 3ja herb. leiguíbúð i Reykjavik
er 2500 — 3000 kr. pr. mánuð, al-
gert lágmark fyrir heimilisútgjöld
venjulegrar 4ra manna fjölskyldu
er um 3000 kr. Eru þá eftir um
700 kr. í önnur útgjöld: sjúkra-
samlag, síma, strætisvagna,
skatta. Fer þá að verða vandséð
fyrir afgangi í fatnað, afborganir
og vexti af námsskuldum og lík-
lega loku fyrir það skotið, að
hægt sé af safna miklu fé til að
eignast skýli yfir höfuðið!!
Skylt er að geta þess, að þessi
sultarkjör koma ekki jafnhart
niður á öllum. Háskólamenntaðir
kennarar með 10—12 ára náms-
feril eru auðvitað miklu verr sett
ir með þessi laun en t. d. íþrótta-
kennari, sem getur byrjað starf
eftir 9 mánaða námsskeið, eða
hússtjórnarkennslukona eftir um
tvo vetur á hússtjórnarnámskeiði,
en þessir aðilar fá allir sömu
laun.
Ekki „launajöfnuður“
heldur mismunur
— s e kt!
Þessi „launajöfnuður" er í eðli
sínu ekkert annað en sekt til
handa þeim, sem eyða rúmum tug
beztu ára ævi sinnar í að öðlast
tilskilda þekkingu til starfa síns,
sekt sem nemur tekjuupphæð
þeirra ára er hann dvelst lengur
við nám að viðbættum námskostn
aði og vöxtum og getur þýtt l/5—
14 beinlínis minni ævitekjur. Ekki
þar fyrir — einhleypt ungt fólk
er ekki ofsælt af byrjendalaunum
framhaldsskólakennara, þó það
geti byrjað starf strax 18 ára að
aldri.
Geta má þess, að í helztu menn
ingarlöndum Evrópu er kaup
kennara ríflega tvöfalt við það
sem hér er að krónutali og miklu
meira miðað við kaupmátt.
Kostir þeir, sem hinn langskóla
gengni kennari verður að gera
upp við sig hvefjSThánn kýs, eru
þá þessir:
0 í fyrs'ta iagi: Að vinna tvö-
faldan vinnudag til þess að ná
þeim tekjum, sem lágmark má
telja að dugi fjölskyldu til lífs-
viðurværis, og láta slag standa
hvort þrek hans endist við svo
erfitt starf og hvort vinna hans
verður þannig nokkurs virði,
þeim sem hennar eiga að njóta,
—- og nota enn fremur sumar-
Ieyfisdaga hvern og einn til
vinnu, í stað þess að hvílast,
halda þekkingu sinni við og
auka hana. Þennan kost taka
flestir þeir, sem enn þá er að
finna í kennarastétt.
• í öðru Iagi: Þar sem laun
eru ekki miðuð við að hægt sé
að framfleyta fjölskyldu og
stunda starf sitt á sómasam-
legan hátt, þá að neita sér um
þann þjóðfélagslega munað að
stofna heimili, eignast fjöl-
skyldu, til þess að geta fórnað
sér fyrir starfið. Einhleypur
maður getur nokkurn veginn
lifað á núverandi föstum kenn-
aralaunum, ef hann leigir lítið
herbergi, borðar ódýrt og kaup-
ir ekki meira en ein föt á ári á
útsölu. Enda algengt, að hús-
mæður, sem Iausar eru við
barnastúss og einhverja mennt-
un hafa hlotið, fáist við kennslu
til þess að fá hæfilega vasa-
peninga.
0 Þriðji kosturinn er svo ein-
faldlega sá að gefa viðeigandi
yfirvöldum menntamála langt
nef og leita sér starfa þar sem
hvorki er krafizt að menn búi
við sultarkjör eða meinlæti.
Síendurteknar auglýsingar um'
lausar kennarastöður og síhrak
andi álit íslenzkrar kennara-
stéttar bera því Ijósast vitni
í hvaða átt stefnir.
Friðrik II. og
sr. Magnús Helgason.
Þegar Friðirk II. Prússakeisari
var að efla! skólakerfi lands síns,
fann hann það þjóðráð að fá af-
lóga atvinnuhermönnum sínum
það starf að uppfræða smábörn.
Þetta voru lífsreyndir menn —
frá öllum vígvöllum, öldur- og
vændishúsum álfunnar um ára-
raðir. Hvort afleiðing þessa snjall
ræðis var sá andi meðal hluta
þýzku þjóðarinnar hálfri annarri
öld síðar, sem leitaði forms í
þessari setningu: „Þegar ég heyri
orðið menning, spenni ég bóg
skammbyssu minnar“, skal ósagt
látið. Hinn mikli húmanisti sr.
Magnús Helgason, skólastjóri,
lagði út af öðru sjónarmiði ann-
ars Þjóðverja í einni Kveldræðna
sinna, er sagði á árunum 1914 til
1918 að sú þjóð sem á beztu
skólana, hlýtur að sigra, geri hún
það ekki í dag, þá áreiðanlega á
morgun. Vestur-Þýzkaland er í
dag án efa frekar árangur síð-
ara sjónarmiðsins, árangur starfs
þrautmenntaðrar þjóðar, sem
snýr jafnvel herfilegasta styrj-
aldarósigri upp í efnahagslega
sigurgöngu á friðartímum.
Uppbygging eða
tortíming.
Islenzka þjóðin hefur um nokk-
urt skeið búið við nokkuð hag-
stætt, en ónormalt fjárhagslegt
ástand, sem er sumpart afleiðing
stríðsgróða, og sumpart afleiðing
erlendra lána og gjafa. Sú verð-
ur tíð, að við munum þurfa að
standa á eigin fótum í þjóðahafi,
sem er nú að renna saman í fáar
eða eina heild. Það er án efa
heppilegt fyrir miðlurigsgefna
pólitíkusa að eiga fyrir undirsáta
hálfmenntaða þjóð flysjunga, auð-
leidda, auðtrúa, sneydda heil-
brigðri gagnrýni, en verði svo í
framtíðinni, er það þó sama og
taka þessari þjóð gröfina.
Framtíð íslands og íslendinga
liggur hins vegar i því að við
fáum kallað fram og þjálfað alla
beztu hæfileika hvers einasta ein-
staklings, veitt honum þá mennt-
un, kunnáttu og starfshæfni sem
frekast er unnt. Á þann hátt og
þann einan er hægt að tryggja
það, að við verðum ekki meira
aftur úr í uppbyggingu nútíma
þjóðfélags en orðið er, dögum
ekki uppi sem nátttröll á nýrri
öld, heldur getum tekið okkur
þann sess meðal þjóða heimsins,
sem náttúruauðæfi og orkulindir
landsins og hæfileikar þjóðarinn-
ar gefa möguleika á.
Og grundvöllur þess árangurs,
sem við kunnum að ná, leggja
íslenzkar mennta- og vísindastofn
anir, sem byggðar eru upp af ís-
lenzkum skóla og starfskröftum
þeirra.
E. J. S.
Brúðcan —
Framhald af bls. 9.
burði til þess að maður trúi því
að hann hafi sigrað í vinnuein-
víginu. Gunnar Bjamason hefur
gert mjög þokkaleg leiktjöld.
'O'eildarsvipur sýningarinnar
var að mörgu leyti góður en
það kom á óvart hversu algengt
það var að leikarar mismæltu
sig eða þyrftu að endurtaka ein-
stök orð. Stundum gripu þeir
meira að segja inn í á röngum
stöðum og varð það til lýta. Þá
er og fráleitt að þurfa að horfa
upp á það að leikarar séu að
laumast og læðupokast á bak-
sviði eins og þegar viðvaningar
eru að leika í skólaleikritum. Það
var eins og þeir væru sumir
hverjir yfirspenntir á taugum.
En leikritið er gott og túlkunin
víða með miklum ágætum.
Njörður P. Njarðvík.
Sniðskóli
Berglfótar Ólafsdóttur
Sniðkennsla — Sniðteikningar — Máltaka —
Mátanir.
Næsta námskeið hefst föstudag.
SAUMANÁMSKEIÐ
Innritun í síma 34730.
Matráðskona
Matráðskona óskast að vistheimilinu að Arn-
arholti. — Upplýsingar í síma 2-24-00.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
MILLAN - HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI
Opn ðalla daga frá kl. 8 að morgni, til kl. 11 að kvöldi.
Viðgerðir á alls konar hjólbörðum. — Seljum einnig allar
stærðir hjólbarða. — Vönduð vinna. — Hagstætt verð. —
MILLAN, Þverholti 5.
BILA OG BILPARTASALAN
Höfum til sölu m. a.: Dogde ’55 einkabíl, skipti æskileg á
góðum 4 manna bíl ’58—60. Ford ’55 station skipti æskileg
á fólksbíl. — 20 tommu ford felgur með dekkjum, skipti-
drifs hausing og góðar sturtur af 4 tonna bíl.
Hellisgötu 20, Hafnarfirði, sími 50271.
mmm