Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 7
V ÍSIR . Fimmtudagur 11. október 1962.
7
Laus kennarastaða—um-
sóknarfrestur framlenffdur
Pegar líður að hausti og skól-
arnir l.efja starfsemi sína, upp-
hefjast hin árlegu harmakvein
um þau vandamál, hversu leysa
beri þann skort á kennslukröft-
um, sem farið hefur vaxandi ár
hvert. í útvarpinu glymja auglýs-
ingar um lausar stöður kennara
hvar vatna á landinu, „frestur
framlengdur o. s. frv.“. Lögbirt-
ingur birtir heilsíðu af lausum
stöðum. Skólastjórar rekja rauna
tölur um skort á hæfum kennur-
um og jafnvel bara kennurum.
Skóii sá, sem býr barnakennara
undir starfsemi sína, hefur um
lángt skeið verið illa sóttur. Heil
byggðahverfi eru án nauðsynlegr
ar barnafræðslu, því enginn fæst
til að starfa að því að sjá upp-
vaxandi og komandi kynslóðum
íslendinga fyrir nauðsynlegri
'ðslu í lestri, skrift og reikn-
ingi.
Kennarar flýja
starf sitt.
í framhaldsskólum landsins er
ástandið sízt betra. Hinir gömlu
þrautreyndu kennarar eldast,
hætta störfum og deyja eins og
aðrir menn í fyllingu tímans.
Hæfir og duglegir menn flýja
unnvörpum starf sitt. Einn hættir
t. d. við það að verða prófessor
við eina virðulegustu deild há-
skólans og fer í stað þess að
reka sjoppu, annar fer og gerist
kjallarameistari í öldurhúsi, sá
þriðji gerist t. d. pólitíkus eða
fer til útlanda. Eftir standa ör-
vinglaðir skólastjórar og upp-
fræðslulaus æska landsins. Hvað
kemur til? Eru íslenzkir mennta-
menn svo undarlega innréttaðir,
að þeir vilja allt vinna heldur en
að sjá íslandi framtíðarinnar fyr-
ir vel menntuðum íbúum? Eða
er þetta aðeins eðlileg og nauð-
syn sjálfbjarðarviðleitni? Reynd-
ar taldi einn uppeldisspekingur
að til þess að leysa skort á barna-
kennurum þyrfti ekki annað en að
reisa nógu fínan og dýran kenn-
araskóia (líklega með háum
turni), til þess að menn myndu
þyrpast þangað og fá síðan mikla
löngun til að verða barnakenn-
arar í sjávarþorpum og sveitum.
Tæplega mun þetta þó fullnægj-
andi lausn, því ekki hefur mjög
á því borið, að framsæknir ung-
lingar á íslandi Iétu húsnæðis-
vandræði standa sér í vegi á
þeirri framabraut er hjarta
þeirra þráði. Heldur mun ekki
duga að auka enn meir skrifstofu
fargan kennslumála, búa til fleiri
lúxus-embætti á þeim vettvangi,
úthluta bitlingum og auka við
skrautfjöðrum, né bása betur
allt kennslukerfið niður sam-
kvæmt ýtrustu útfærslu Parkin-
sons lögmálsins.
ic Nei, góðir hálsar. Þið, for-
eldrar allra þeirra barna sem
eiga kröfu til að fá viðhlýtandi
menntun, er tryggi þeini mögu-
leika á að lifa og byggja upp
menningarlíf i tækniheimi at-
ómaldarinnar, og þið Læstvirt
'firvöld menntamála á íslandi,
ef þið vafið áhuga á þessu mál-
efni, — við skulum horfast
einu sinni í alvöru í augu við
sannleikann og kjarna málsins,
nefnilega þann, að þannig hef-
ur verið búið að menntamönn-
um þeim er við kennslu hafa
fengizt við barnaskóla, fram-
haldsskóla, menntaskóla og
jafnvel háskólann, launalcga
séð, að mesta furða er að þar
skuli finnast nokkur nýtileg-
ur starfskraftur ennþá.
Lítið kaup —
léleg vinnubrögð.
Við skulum nú athuga þessa
fullyrðingu nánar.
Það er algilt lögmál, að í
hverju þjóðfélagi, sem ekki er
njörvað í helfjötra einræðis og
harðstjórnar, í þjóðfélagi þar
sem ríkir atvinnufrelsi og at-
hafnafrelsi, verður vinna —
hverju nafni sem hún nefnist —
aðeins þess virði sem greitt er
fyrir hana, þegar til Iengdar Iæt-
ur. Sé til dæmis læknum borgað
lélegt kaup miðað við aðrar
stéttir, verður afleiðingin léleg
læknisþjónusta eða engin, og
höfum dæmi um hvort tveggja
hér á Iandi. Af þessu leiðir svo
vonbráðar hrakandi heilbrigðis-
ástand, sem er dýrara og ömur-
legra en allt annað. Búi verk-
'ræðingar við mun lakari kjör
en þeim bjóðast annars staðar
leiðir af því ónýta tækniþjónustu,
sem er ekki síður dýrkeypt, og sé
kennarastéttin, eins og t. d. hér á
landi, með lægst launuðu stéttum,
táknar það jafnharðan lélega skól
un íbúanna og menntasnautt þjóð
félag í heild, sem er tortíming í
sjálfu sér, þar sem þar er lögð
undirsttaða allrar raunverulegrar
þekkingar og uppbyggingar.
Er ekki þörf fyrir
menntaða íslendinga?
Eitt sinn var sú tíð og ekki
langt síðan, að forráðamenn
menntamála álitu ekki þörf á lang
skólamenntuðum íslendingum.
Slíkt sjónarmið var ríkjandi hjá
mörgum, sem töldu ónauðsynlegt
að fjölga menntaskólum hér á
landi og þetta kotungssjónarmið
náði yfirhöndinni með lagasvívirð
ing þeirri, sem takmarkaði að-
gang að menntaskólanum í
Reykjavík við 25 nemendur ár-
lega. Sú tala plús eitthvað um og
yfir tylft norðlendinga frá M. A.
var sem sé talin nægja til að
halda við Iækna-, presta, og lög-
fræðingastéttum svo og fullnægja
þörf Iandsbúa fyrir grúskvísinda
menn. Þjóðfélag þessa hriflon-
isma skyldi samánstanda aðallega
af lítt menntuðum sjómönnum og
bændum með hálfskólaðri borg-
arastétt, nokkrum embættismönn
um og fáeinum grúskurum, sem
pukruðust við að skoða fiskhreist
ur eða jarðlög án nokkurra skipu
lagðra vísindalegra rannsókna, (
takmörkuðum hagnýtum tilgangi.
Ný fræðslulög, sem sett voru í
lok síðari styrjaldar, breyttu
þessu.
Nýr og betri
skilningur.
Með þeim var unglingum með
tilskilið lágmark hæfileika, vilja
og heilsu tryggð réttindi á fram-
haldsnámi í menntaskólum Iands-
ins. Árangurinn hefur orðið hið
lofsverða og nauðsynlega fjölgun
Iærðra manna í öllum stéttum og
þar með er þjóðinni gefið tæki-
færi, og í raun réttri frumskilyrði
til þess að byggja upp nútíma
þjóðfélag með sérmenntaða menn
á sem flestum sviðum atvinnn-
Út er komin hjá Almenna bóka-
félaginu bók mánaðarins fyrir
septembermánuð. Nefnist hún
BRETLAND og er eftir bandaríska
rithöfundinn John Osborne, en
þýðandi er Jón Eyþórsson veður-
fræðingur. Er þetta- fjórða bókin,
sem út kemur hjá bókaforlaginu í
flokknum Lönd og þjóðir, en áður
eru komnar í þessum flokki
Frakkland, Rússland og Italía.
Bretland er í sama sniði og
fyrri bækur þessa bókaflokks, hátt
á annað hundrað mynda, litmynda
og svart-hvítra mynda, af Iandi og
þjóð. Texti svipaður á lengd og
áður, um 160 bls. ef reiknað er
með venjulegu bókarbroti.
Jón Eyþórsson segir m. a. í for-
mála, er hann ritar fyrir bókinni: j
„Yfirleitt má líkja þessari bók
við könnunarferð um völundarhús
brezks þjóðlífs, skapgerðar og
heimilisháttar — undir leiðsögn
lífsins, menn sem hafa haft tæki-
æri til að njóta fullkomnustu
kennslu hjá menningarstofnunum
þeirra þjóða, er Iengst eru á veg
EgiII Jónasson Stardal.
komnar í verklegum efnum. En
þótt lagajetningin hafi verið
merkilegt spor og sigur skynsemi
og framsækni yfir nátttröllssjón-
armiði liðsins tíma, er annar
vandi ekki síðri, og sá er að
tryggja það, að skólaæskan fái
sem hæfasta leiðbeinendur til und
irbúnings fyrir lífsstarfið eða
langskólanám. Hinni fámennu
þjóð íslendinga dugir ekkert
minna mitt í hringiðu skefjalausr
ar samkeppni atómaldarinnar en
að reynt sé að fullnýta hæfileika
hvers einasta einstakling hennar,
og einasta vopn þessarar baráttu
er og verður þekking, lærdómur
höfundarins Johns Osborne. Hann
segir frómt frá og er sums staðar
jafnvel berorður. Bókin er engan
veginn til þess gerð að þóknast
Bretum eða bera þá lofi. Að því
leyti er hún algerlega óhlutdræg.
íslendingar hafa haft mikil við-
skipti við 3reta um margar aldir,
en kynni manna á milli hafa efa-
laust aukizt mjög hina síðustu ára-
tugi. Gefst þeim nú tækifæri til
að bera sína reynslu og hugmyndir
um brezka skapgerð saman við
myndir þær, sem hér verður brugð-
ið upp.“
Bretland er 176 bls. að stærð í
stóru broti. Myndir eru prentaðar
í Hollandi, en texti í prentsmiðj-
unni Odda í Reykjavík. Sveina-
bókbandið hefur bundið bókina.
Bretland hefur verið send um-
boðsmönnum Almenna bókafélags-
ins út um iand, en félagsmenn AB
í Reykjavík geta vitjað bókarinnar
-g menntun, fullkomin þekking
og kunnátta á öllum sviðum raun
vísinda sem hugvísinda.
Kennarastarfið grund-
vallar nútímaþjóðfélag.
Af þessu ættu menn að gera
sér ljóst, hversu gífurlega mikil-
vægt er að þeir menn, sem ieiða
komandi kynslóðir á erfiðri náms
braut allt frá því að stáfrófskver-
inu sleppir þar til nemandi geng-
ur að starfi sem einstaklingur,
fullþjálfaður fagmaður eða vís-
indamaður, séu hæfir til starfs
síns og hafi vald yfir beztu aðferð
um og nýjustu þekkingu. 111 og
röng kennsla er augljóslega verri
en engin. Fái t. d. ekki nokkrir
árgangar hæfustu nemenda full-
nægjandi undirstöðukennslu í
stærðfræði, eðlis- og efnafræði í
framhaldsskólum, er þeim lögð í
veg sú hindrun, sem getur riðið
þeim að fullu í harðnandi sam-
keppni í námi við vísindastofnan-
ir og háskóla þá erlenda, er þeir
kunna að sækja. Og tjónið verður
þeim og þjóðfélaginu óbætanlegt.
Hvernig eru íslenzkir framhalds-
sóklar búnir starfskröftum til að
mæta þessum vanda? Þegar höf-
undur greinar þessarar komst
fyrst í kynni við menntaskóla
kenndi þar dönsku og þýzku
kennari, sem hvorugt málið
kunni, efnafræði kenndi nýgræð-
ingur — hálfbakaður kandidat
— sem engum aga gat haldið
uppi, stærðfræðikennsla var i
höndum Bakkusarvinar, latínu
kenndi lagastúdent og kontóristi
hjá bænum, og hafði sem auka-
vinnu í frístundum. Þegar í efri
bekki kom, var ástandið örlítið
skárra því þar sátum við að þeim
fáu sérmenntuðu kennurum, sem
skólinn hafði á að skipa. Ég hef
ekki í höndum skýrslu yfir
kennslukrafta hinna mörgu fram-
haldsskóla, en hef heyrt að milli
50—60 af hundraði kennara þar
skorti tilskilda þekkingu og rétt-
indi til þess að gegna þeirri
kennslu, er þeir fást við, og er
skuggalegt ef satt er.
Ekki ber að áfellast þessa
menn, sem vinna oft ágætt starf
miðað við aðstæður. En hér er
gripið á kýlinu, þvi Iaunakjör
þessarar stéttar hafa ’ undanfarin
ár verðið með þeim hætti, sem
fyrr greinir, að fjöldi flýr stéttina,
fáir hæfir bætast við: fæstum
Frh. á 10. bls.
í afgreiðslu Almenna bókafélags-
ins, Austurstræti 18.
Um næstu mánaðamót eiga svo
að koma út hjá AB fimmta bandið
af skáldverkum Gunnars Gunnars-
son, en i því eru Fóstbræður og
Jörð, og októberbókin, sem verður
Framtið manns og helms eftir
franska vísindamanninn Pierre
Rousseau, þýðandi dr. Broddi Jó-
hannesson, skólastjóri, bók sem
ekki er með öllu ókunn hér, því
að dr. Broddi las nokkra kafla úr
henni i útvarpið siðastliðinn vetur.
Um mánaðamótin nóv.-des. eiga
svo að koma út hjá AB — nóvem-
berbókin, sem verður fyrsta bindi
af íslenzkum bókmenntum í fom-
öld eftir dr. Einar Ól. Sveinsson,
prófessor — og desemberbókin,
en hún verður Helztu trúarbrögð
heims, glæsileg bók með hundruð-
um mynda og löngum texta, sem
sr. Sigurbjörn Einarsson biskup
hefur séð um.
f — ■ ——----------------
Hugleiðing um skólamál, eftir
Egil Jónasson Stardal, cand mag.
v----------------------------------------j
BÓK UM BRETLAND