Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR
Fimmtudagur 11. október 1962.
Rússagildið
í kvöld
1 kvöld verður Rússagildið hald-
ið, og fer það fram að þessu sinni
í Glaumbæ og hefst kl. 7.30 e. h.
Hátíðarræðuna flytur prófessor
Theodór Lfndal, Magister Bibendi
verður dr. Gunnar G. Schram. Af
hálfu eldri stúdenta mun Ágúst
Sigurðsson stud. theol fagna Rúss-
um, en einn úr þeirra hópi, Böðvar
Guðmundsson svarar.
Það er Stúdentafélag Háskólans
sem gengst fyrir Rússagildi að
vanda, en formaður þess í ár er
Bövar Bragason.
Aftur fyrir rétt
oamm\
QSá'ffo aiv
FILMUR OG FLUGFREYJA
Réttarhöldin í kartöflumálinu
halda áfram í fyrramálið. Þá
munu sennilega koma fyrir rétt m.
a. forstjóri Grænmetisverzlunar-
innar og fyrrverandi yfirmatsmað-
ur, en þeir hafa báðir komið fyrir
réttinn áður.
í nótt komu til Iandsins filin-
urnar af kvikmyndinni „79 af
stöðinni“. Mynd þessi er tekin
þar sem þær standa á afgreiðslu
Loftleiða og bíða þess að verða
sóttar í milli kassanna stendur
ein af flugfreyjum Loftleiða.
.......................... ■■■—ii ir
Varð hlutskarpasfur
JÓN G. JÓNSSON, Grettisgötu 18 B, varð hlutskarpastur í sölu-
keppni, sem Vísir efndi t[I meðal sölubarna sinna. Jón er tólf
ára og hefur selt Vísi á hverju einasta sumri frá því liann varð
sjö ára. Myndin er af Jóni með hjólið, sem Vísir veitti í verð-
laun. Jón sagðist eiga gamalt hjól, og var harla ánægður yfir
að fá þenna splunkunýja reiðskjóta til að fara á í skólann.
Jón hefur selt um 100 blöð að meðaltali á dag. Salan hefur
alltaf farið'váxandi hjá honum. Hann segist ekki vilja gefa það
upp, ^hvár. hann selji blöðin. Það er atvinnuleyndarmál. Vísir
óskar'fJóni til hamingju og þakkar honum góða frammistöðu.
„Dálítil brögð hafa verið að
því, að menn kvörtuðu yfir
skorti á skiptimynt, en úr því
verður bætt í þessum mánuði
og hinum næsta.“
Vísir átti í morgun stutt samtal
við Jón Dan ríkisféhirði, og skýrði
hann blaðinu frá því, sem hér að
ofan greinir. — Ríkissjóður fær í
þessum mánuði 10 og 25-eyringa,
og í næsta mánuði er von á einnar
og tveggja krónu peningum, og
ætti þá að verða leyst úr vandræð-
um manna í þessu efni. Aðalatrið-
ið er, þegar einhver hörgull verð-
ur á skiptimynt, að menn fari ekki
* '
Miðinn
á 65
krónur
Ákveðið hefur verið að mið-
inn á 79 af stöðinni kosti 65
krónur. Frumsýningarverð verð
ur ekki hærra. Myndin verður
frumsýnd n. k. föstudag I Há-
skólabíói og Austurbæjarbíói.
að safna að sér slíkri mynt, því að
það er öllum til óhagræðis, og kem
ur þeim sjálfum í koll, sem það
gerir.
í dag er annars rétt ár, síðan
ríkissjóður fékk sendingu af skipti-
mynt frá Bretlandi, þar sem mynt-
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar og Iðja, félag verk-
smiðjufólks á Akureyri, hafa bæði
sagt upp samningum við vinnu-
veitendur. Það fyrrnefnda með 68
atkv. gegn 6, en það síðarnefnda
með samhljóða atkvæðum.
Dagana 4.-6. þ.m. fór fram at-
kvæðagreiðsla um uppsögn kaup-
og kjarasamninga innan Verka-
mannafélags Akureyrarkaupstaðar.
Alls greiddu 74 atkvæði, af þeim
vildu 68 uppsögn samninga, en 6
voru á móti. Er samningunum sagt
upp frá 15. nóv. n.k.
Kröfurnar, sem félagið gerir, eru
í 6 liðum. Þær eru þessar:
1. Launahækkanir svari til þeirra
kjarabóta sem betur launaðar stétt
ir hafa flestar fengið, miðað við 1.
júní sl.
2. Tvöföldun gjalds innan veit-
enda í sjúkrasjóð félagsins, þ.e.
2% af dagvinnukaupi.
slátta drottningar — Royal Mint
— sér um alla myntsláttu fyrir
íslendinga. í sendingu þeirri, sem
kom í fyrra, voru 4,9 milljónir 10-
eyringa, 1,2 milljónir 25-eyringa og
500,00 krónupeningar. Gert var ráð
Framh. á bls. 5.
3. Lík hlutfallshækkun á hærri
sem Iægri töxtum, eins og þeir
voru fyrir 17. júní sl. (en þá var
síðasti samningur gerður).
4. Hækkun yfirvinnuálags. (í
fyrra gerðu verkamenn kröfu um
Framh. á bls. 5.
Slys í morgun
1 morgun varð umferðarslys á
Lindargötu, en þar varð 3ja ára
drengur fyrir bifreið.
Drengurinn lenti fyrir sendiferða
bifreið sem var ekið austur Lind-
argötu. Hann heitir Snorri Pálma-
son, Lindargötu 28. Hlaut hann
áverka á höfuð og var þegar í
st ð fluttur í slysavarðstofuna, en
lögreglan taldi mikla von til þess
að drengurinn væri ekki mikið
meiddur.
Verkafólk á Akureyri
segir upp samningum
Tapa kommúnistar ASI?
Ef að líkum lætur verður þing
Alþýðusambandsins hörkuspenn
andi, en það hefst 19. nóv. n.k.
Kommúnistar og bandamcnn
þeirra hafa tapað miklu fylgi
síðan á síðasta þingi er þeir
höfðu um 100 atkvæða meiri-
hiuta. Er munurinn eins og
stendur eitthvað um 20-30 at-
kvæði á þeim og lýðræðissinn-
um. Ef Félagsdómur dæmir
Landssamband íslenzkra verzl-
unarmanna inn í Alþýðusam-
bandið er sennilegt að munur-
inn verði ennþá minni.
Sumir segja að svo geti jafn-
vel farið að kommúnistar verði
í minni hluta. LÍV á að hafa 34
fulltrúa á ASÍ-þingi.
Hvað sem þessu líður þá er
augijóst að kommúnistar hafa
tapað miklu I þessum kosning-
um, sem fram hafa farið um
fulltrúa á ASÍ-þingið. Eftir er
að vísu að kjósa í nokkrum litl-
um félögum. En fylgitap þeirra
er samt sem áður staðreynd.