Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 9
V I S I R Laugardagur 13. október 1962. allt svo ókunnuglegt. Mér fannst ég vera ókunnug í ókunnugu landi. Allar hugmyndir og skoð- anir sem ég hafði haft á Dan- mörku þurrkuðust út á einu augnabliki. Ég missti sjálfstraust ið og' þegar maður hefur misst það verður maður hræðilega viðkvæmur og óöruggur. Ég hafði verið lífsglöð og hlát- urmild ung stúlka en breyttist og varð innilokuð, þunglynd og þögul. I tvö ár má heita, að ég hafi varla talað við nokkurn við að sýna ágengni og heilsaði aldrei öðrum en þeim sem ég þekkti. Seinna var mér sagt að það væri siður I Konunglega leik- húsinu að allir heilsist á göng- unum, en þá hafði enginn sagt mér það. Á þessum árum skreið ég inn í sjálfa mig eins og snigill í kuðung. En samtímis styrktist þrákelkni mín og ákvörðun mín varð óhagganleg. Ég skyldi hvað sem það kostaði ljúka þessu. Þegar ég gekk siðdegis frá leik- hans settist ég eins aftarlega og ég framast þorði svo það verkaði ekki sem mótmælaaðgerð. Strax og ég fann á einhverjum gang- inum eða tröppunum ilminn af hárvatninu sem hann notaði flýtti ég mér burt. Hann er ein- hvers staðar rétt hjá hugsaði ég dauðhrædd. — Kannski mæti ég honum og svo hljóp ég niður á næstu hæð. Tjegar við höfðum hópæfingar, kinkaði Poul Reumert stund- Það var mikill viðburður í leiklistarlífi Reykjavíkur, þegar Leikfélagið færði upp söngleikinn „Einu sinni var" og fékk danska leikarann Adam Poulsen til að leika aðalhlutverkið prinsinn á móti önnu Borg, sem lék prinsessuna. Sjást þau á miðri myndinni f loka- atriðinu, en á bak við þau sjást' m. a. þessir Ieikarar og söngvarar, talið frá vinstri: Soffía Guðlaugsdóttir, Óskar Borg, Hreinn Pálsson, Þóra Garðarsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Elísabet Einarsdóttir, Gest- ur Pálsson, Svanhildur Þorsteinsdóttir, Hafliði Helgason, Emilía Borg, Júlíus Pálsson, Elsa Sigfúss, Hallur Þorleifsson, María Markan, Brynjólfur Jóhannesson og Bjarni Bjarnason. í Kaupmannahöfn *".*¦*•¦ -x Anna Borg á fermingaraldri í Þing- holtunum með kisu sína. "Wr mann, ég aðeins hlustaði, — hlustaði á dönskuna og danska skaplyndið. Alls konar misskilningur kem- ur auðveldlega upp þegar maður ætlar að gleypa í sig nýtt þjóð- erni, ekki sízt þegar um er að ræða jafn geysilega ólíkar þjóðir og Dani og Islendinga, öll hugsun og orð og túlkunarháttur þjóð- anna eru ólík. Og ég fann það eins og ósjálfrátt, að ég sem var gesturinn yrði að Iaga mig að umhverfinu. — Drottinn minn að ég væri eins og hinir, var mín brennheita ósk. — En ég var ekki eins og hinir og gat ekki orðið það. T^élögum mínum á leikskólanum hlýtur að hafa fundizt ég vera einkennilegt og framandi fyrirbrigði. Þeir skildu mig ekki né heldur viðbrögð mín og hefur víst fundizt ég afundin og fráhrindandi. Mér hafði verið innrætt frá barnæsku að maður ætti fyrst og fremst að vera heiðarlegur, en kannski var ég of heiðarleg og hreinskilin, talaði of beint út frá hjartanu og var ekki nógu kæn í svörum, þegar ég var spurð um skoðun mína. En síðan þagði ég. Ég tilheyrði ekki hinum glaða félagahópi. Þeir hlógu og mösuðu og gamansemi þeirra verkaði svo undarlega á mig, vegna þess, að ég skildi ekki að hverju þeir voru að hlæja og þekkti ekki folkið, sem þeir töluðu um. Þeir eru háðfuglar og hlæja í tíma og ótíma, hugsaði ég. Ég var hrædd húsinu út að Finsen sjúkrahús- inu, þar sem móðir mín lá, talaði ég loksins, — ég talaði við sjálfa mig á dönsku. Hundrað sinnum, — nei þúsund sinnum gat ég æft mig i að scgja eins Htið orð og „nej" •— Nei. Hvernig segja hin- ir það?. hugsaði ég og endurtók orðið í sífellu. A leikskólanum var Poul Reumert kennari okkar. Mamma hafði séð hann leika í • SKRÁÐ • HEFUR • INGA • MÖRCK Konunglega leikhúsinu og talaði um hanu með djúpri virðingu. Hinir nemendurnir dáðust. að kennslu hans og hlökkuðu til kennslustunda hans. Ég var sú eina sem hann gat ekki notað, — til þess var dönsku minni of ábótavant. — Maður getur ekki túlkað neitt á tungumáli sem maður kann ekki að tala, sagði hann vingjarnlega við mig. En ég var svo viðkvæm að ég leit á þessi ummæli hans sem fjandsamleg. Ég hélt að hann væri ergilegur út I mig og i kennslustundum um hvetjandi kolli til mín og sagði: — Og hér höfum við gest- inn! Það var einhver stutt setn- ing, sem ég gæti kannski gert rétt. Ég fann til sársauka í hjartanu og ég skreið enn meira inn í sjálfa mig og varð enn þög- ulli. Og þó var það Poul Reum- ert sem tókst í fyrsta skipti að draga mig út úr skelinni. Þegar annar íslenzkur leikari, Haraldur Björnsson, kom til leikskólans um þetta leyti, stakk Poul Reumert upp á því að þessir tveir íslenzku gestir skyldu flytja sameiginlega nokkur atriði úr leikritinu Galdra Lofti, eftir Jóhann Sigurjónsson. Þegar við höfðum lokið því lagði Poul Reumert dóm á framkomu okk- ar. Við mig sagði hann: — Sumt var gott, sumt var lakara en sumt var ágætt (ypperligt). T^rling Schröder sem líka gekk á leikskólann kom á eftir til mín og hrópaði ósjálfrátt: — Þér hafið mikla hæfileika. Eigum við ekki að vera vinir og segja „þú" hvort við annað. — Guð minn góður, hugsaði ég. Hef ég þá loksins eignazt rin í Konunglega leikhúsinu. — Heyrðirðu hvað Poul Reum ert sagði, hélt Erling áfram. — Ég hef aldrei heyrt hann segja svona við neinn. En ég var áfram vantrúuð og ortryggin. Hvað gat orðið „ypperligt" þýtt. Hafði það ein- hverja aukamerkingu, sem ég skildi ekki, — ég var viðbúin hinu versta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.