Vísir - 13.10.1962, Page 13

Vísir - 13.10.1962, Page 13
V 1 S I R . Laugardagur 13. október 1962. U Hugleiðingar á bind- indisdegi 1962 Það er mlkið rœtt um áfengis- drykkju æskunnar. Næstum því svo að haida mætti á stundum, að þeir sem fullorðnir teljast, væru alveg hættir að væta kverk- amar með víni. f sumum frétt- um eru allir fullir orðnir ung- lingar og börn, sem gert hafa innrás á mannamót, t.d. á s.l. sumri mátti skilja af fréttum af landsmóti hestamanna á Þing- völlum, að margir hefðu verið við skál, en fullir aðeins ungling- ar. En þó var svo, að þeir, sem af lögreglu vom fluttir af staðn- um, voru aliir eldri en tvítugir. Það er sálrænt ísl. nútfma fyrir- bæri, að gera flesta ef ekki alla, í fréttum af einhverju manna- móti, drukkna og jafnvel ofur- ölvi, t.d. gerði Stefán fréttamað- ur og skáld Jónsson 8400 manns á Landsmóti U.M.F.Í. að ölóðum skríl og þá jafnframt að ófull- veðja unglingum. Hann dró af óskiljanlegri kurteisi 600 starfs- menn og keppendur undan. Hann vildi láta sem allir þessir ein- staklingar frá 19 sýslum og 10 kaupstöðum hefðu komið til Lauga til þess að drekka og verða afvelta í lyngmóunum. — Annar fréttamaður lýsti í blaði sínu þannig tiltekinni samkomu í félagsheimili, að þar hefði ekki heyrzt f hljómsveitinni fyrir óp- um og ekki verið unnt að dansa fyrir slagsmálum og allt verið brotið sem brothætt var. Hið rétta var að sögn húsvarðar, að minnsta rúða hússins var hið eina, sem brotnaði og samkomu- gestir prúðir, en úti fyrir bar á ryskingum hjá þeim, sem eigi komust inn. Staðreynd er, að víða á sam- komum ber mjög á víndrykkju og ofurölvaðir karlar og konur eigi óalgeng sjón. En hví geta fréttamenn og rit- höfundar ekki látið vera að gera illt verra eða gott slæmt. Eru þeir slíkir „ofstækismenn“ um bindindi, að þeir sverta allt og ýkja, til þess að opna augu les- andans á siðleysinu? Voru allar myndir blaðanna frá réttum og göngum 1961 liður í slíkri bar- áttu? Þar sást varla fjárhópur, en hópar karla og kvenna eða einstaklingar með vínflöskur á lofti eða á munni. Nei, því miður er hópur bar- áttumanna gegn áfengisdrykkju of fámennur. Meðal rithöfunda og blaðamanna er of fáa að finna og því er málum svo farið, að á vandanum, sem menn látast of oft sjá á samkomum og þá sér- staklega hjá æskufólki, er ekki tekið með alvöru eða svo að hug- ur fylgi máli, heldur er hneyksl- azt. Þeir krefjast þess að vera teknir alvarlega, en þeim er ekki alvara. Við, sem eldri erum og viljum hafa áhrif á æskuna, krefjumst þess að hún taki okk- ur alvarlega, en okkur skortir of oft að vera alvara. Við viljum oft að æskan láti stjórnast af orðum okkar eða af eigin skyn- semi, en okkur mistekst alltof oft að vera stjórnendur eða þora að stjórna. Við viljum vera æsk- unni fordæmi, en okkur er of oft af sjálfs okkar hugsunarleysi eða aðgæzluleysi meinað að vera hið góða fordæmi. Fordæmin að -drykkju hinna fullorðnu eru æskunni of víða augljós, á heimilum, á almanna- færi, í kvikmyndum, í blöðum og bókum. Hinir eldri heita því á vinnustöðum í áheyrn yngri og eldri félaga af fara á ærlegt fyllirí, að þessu eða hinu verk- inu loknu. Sorg eða mótlæti skal svæfa í víni. Hamingju og vel- gengni fagna í áfengi. Feimni eða ótta deyfa í veig. Þannig má áfram telja upp „nytsemi" víns- ins samkvæmt áliti hinna eldri, sem ungviðið mænir til eða safn- ar frá orðum og athöfnum í minni sér. Það er erfitt á þessum bind- indisdegi að setja fram kröfu um bann á sölu áfengra drykkja, þeg- ar svo margir vilja enn auðveld- ari kaup á áfengi og þá um leið fleiri tegundir. Alltof margir trúa því, að með því muni ölvun réna. Þeir vitna í hegðun þjóða, sem hafa slíkan hátt á vínsölu. Ég og kona mín ferðuðumst í sumar meðal fjögurra þjóða, sem „nptu" þessa „vínfrelsis". Við höfðum DULSPEKISKÓLAR- DULMINJASÖFN - HIN KRISTNA DULSPEKÍ - Nokkrir nemendur, er nema vilja HINA KRISTNU DULSPEKI, verða teknir til náms í Dulspekiskólanum á komandi vetri. Nemendur (konur og karlar) séu á aldrinum 21—45 ára. Áherzla er lögð á góða kunnáttu í móðurmáli voru og hæfni í framsögn. — Engin inntökupróf né burtfararpróf. Námið má stunda ásamt öðru námi og nám liðinna ára, svo sem nám í lýðskóla, kennaraskóla, menntaskóla og há- skóla eru mjög æskileg, en ekki nauðsynleg. Nemendur beri það með sér að þeir séu fæddir sendi- boðar, séu þekktir að prúðmennsku, reglusemi og hófsemi — beri lotningu fyrir íslenzkum lögum, vilji alla heill höfuðborgar vorrar, lands og þjóðar — séu víðsýnir og velviljaðir mannvinir. Dulspekiskólinn veitir einnig almenna fræðslu. Hæfum nemendum verður veitt aðstoð til þess að stofna sjálfstæða Dulspekiskóla og Dulminjasöfn að námi loknu.. — Væntanlegir nemendur komi til viðtals í Dul- spekiskólann eða í skrifstofu Dulrænuútgáfunnar Tjarn- argötu 10C. (Bréfum veitt mótttaka f pósthólfi 1322). Sjá, HIN KRISTNA DULSPEKI er ótæmandi uppsprettulind fyrir skáld og rithöfunda. sálfræðinga, guðspekinema, trúboða, kennara, guðfræðinga, lækna, lögfræðinga, jarðfræð inga, lifeðlisfræðinga og stjömufræðinga, DULSPEKISKÓLINN / REYKJAVIK oft ■ orð á því við hvort annað, hve tíðum og víða við sæjum ölvað fólk á almannafæri eða á veitingastöðum. Ég leyfði mér að Iáta það hvarfla að mér, er ég minntist héðan að heiman kenn- ingarinnar um bætta „vínmenn- ingu“, ef vín væri selt sem víð- ast, að þeir sem vitnuðu til þess- ara þjóða og teldu hjá þeim vart sjást ölvaðan mann, að sjón þeirra og dómgreind sljóvgaðist vegna þess, að þeir ofnotuðu sjálfir hið auðfengna áfengi. Þessa gætir fljótt á ísl. far- þegaskipi. En þá kveður við, að áslæðan fyrir ofdrykkjunni sé ófrelsið í landi og menn kunni sér ekki hóf af óvananum af því að umgangast vínið. En mér virt- ist af för minni að dæma um svo kölluð „vínmenningar" lönd að þar kynnu íbúarnir heldur ekki að fara með vín og hefðu engu síður en okkur íslending- um verið þarft að færa sér í nyt heilræði Hávamála um neyzlu ölsins. Mín hógværa ósk á þessum bindindisdegi er sú, að við hinir eldri beitum öllum þeim ráðum, sem við getum fundið, til varn- aðar því, að unglingar neyti áfengis, finnum ástæðurnar að því og stöndum vörð um þær framkvæmdir, sem einstaklingar, félög, skólar, heimili, kirkja og borgaryfirvöld koma á til þess að spyrna við því að unglingar hneigist til víndrykkju. Borgar- yfirvöld og félög efla tómstunda- störf og reka tómstundaheimili. Hér í Reykjavík er rekið leikhús æskunnar og ágætur veitinga- staður gerður að dansstað æsk- unnar, þar sem ekki er vínsala. —• Æskan er að eignast sína skemmtistaði hér í Reykjavík. Hún þarf ekki að leita skemmti- staða utanbæjar, þar sem ekki er eins strangt eftirlit með aldri eins og við dyr reykvískra veit- ingahúsa. Skólarnir eru að eignast sína samkomusali, þar sem hún nýt- ur sannrár' æSkugleði í Sínum hóp og nýtur stjórnar og leið- beininga. Iþróttafélögin eru að eignast stærri og fleiri íþrótta- hús, þar sem æskan safnast til átaka og gleði innan leikj- anna, sem bundnir eru af reglum og kenna henni því heildarholl- ustu og virðingu á rétti náung- ans. Sjálf hefur æskan leitað upp til fjallanna að vetri, byggt sér aðstöðu til dvalar úti í fsl. vetri og efnt til íþróttaiðkana á fönn- inni. Æskulýðsráði Reykjavíkur datt í hug á s.l. vetri að kööiá til leiðar skipulagningu á útisam- komum á sumrin. Ákveðin félög efndu til fjölbreyttra útisam- komna á stöðum, þar sem að- staða er til mannsæmandi dval- ar fyrir fjölmenni. Samvinnu skyldi leita við dómsmálaráðu- neyti, sýslumenn og lögreglu- stjóra um að eigi séu leyfðar helgasamkomur, þar sem fólk er laðað til dvalar í jafnvel tvo sólarhringa, nema fyrir sé á staðnum aðstaða til snyrtingar, salerni, veitingarými og varin svæði fyrir svefntjöld og geymslu farartækja, nægileg lög- gæzla o.s.frv. Þetta verkefni tekst vonandi að leysa. Sam- komubann í heilu héraði á ákveðn um helgum er ekki lausnin, held- ur skipulagðar samkomur, á vel útbúnum fögrum samkomustöð- um, sem er vel stjórnað og bjóða upp á fjölþætt atriði fyrir fólkið að njóta sem áhorfendur eða virkir þátttakendur. Bindindismenn hafa sjálfir tek- ið til við slíkar samkomur og gefizt vel. Þó að sjónarmiðin um vínið séu misjöfn, þá vill enginn vita af drekkandi og ærðri æsku. Margt hið slæma í fari æsk- unnar íslenzku í dag er okkur hinum eldri að kenna. Yfirsjón- irnar verðum við að finna og færa til betri vegar. Við læknum ekki neinn vanda með hneykslun, dómhörku eða ýkjum, en sízt með andvara- og alvöruleysi. Látum því þessa bindindishelgi verða íhugunarstund um það, að vínneyzla getur spillt æskunni og hvað við hin fullorðnu getum gert til þess að temja henni hin hollu lífsviðhorf. hatfo&níÆ ‘ ' ERRADEILD Ræstingakona Ræstingakonu vantar til stigaþvotta í sambýlishúsi. Upplýsingasími 20928 kl. 7-9 laugardag, og kl. 1-3 sunnudag. Píanó til sölu. Upplýsingar gefnar í síma 37789 í dag og á morgun. Rafsuðuþráður i!« SSed RAfSUÐUÞRAÐURINN og hinn nýi C^nfact are RAFSUÐUÞRÁÐUR jafnan fyrirliggjandi. Ralsuautæki og rafsuðuvélar útvegaðar með stuttum fyrirvara. Raftækjaverzlun íslands h.f. Skólavörðustíg 3 . Símar 17975/76

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.