Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 16
Lögreglan í Reykjavík handtók 1 gær fjóra ökumenn, sem hún hafði grunað um að aka undir á- hrifum áfengis. Voru þeir allir færðir til blóðtöku. Þá mun grunur hafa fallið á þann fimmta fyrir sömu sakir, en hann slapp — í bili. Á laugardaginn voru tveir ölvað- ir ökumenn teknir, svo segja má að eftirtekja lögreglunnar í þess- um efnum sé all rífleg. Þrjú innbrot v/ð aksfur Þrjú innbrot voru framin í Reykjavik á laugardaginn eða að- faranótt sunnudagsins. Á þessari mynd frá Tjöminni sjást 10 svanir synda í makind- um á sléttum vatnsfletinum. Þetta er óvenjulega há tala á einni mynd, en sannleikurinn er sá, að margt hefir verið af svön- um á Tjörninni í haust. Hafa þeir sézt þar i einu alls 18 þeg- ar flest var. Á laugardagskvöldið sást til þriggja manna sem voru að reyna að brjótast inn í heildsölufyrirtæki G. Þorsteinsson og Jóhannsson i Grjótagötu 7. Var einn þeirra þre- menninganna kominn inn í húsið, en þá veittu þeir athygli konu sem var að taka þvott af snúmm í húsa garði rétt hjá. Kom þá að þeim styggð, sá sem kominn var inn í húsið flýtti, sér út og tóku þeir allir til fótanna allt hvað af tók. Engu var þarna stolið. Sama dag var farið inn í tvö hús við Hvérfisgötu. Annað var ibúðarhús og var stolið þaðan tveim vínflöskum, auk þess sem sýnilega var mikil leit gerð að peningum, hverjir ekki fundust. Hitt húsið, sem brotizt var inn í, var Pappakassagerðin á Hverfis- götu 46. Þaðan var stolið útvarps- tæki og smádóti ýmsu. Mánudagur 15. október 1962. r .. i S/o olvaoir Tíu svanir synda... Níu svanir eru taldir þar heimilisfastir, þar af 7 þýzkir. Er nú sambúð hinna íslenzku og þýzku fugla með hinum mestu ágætum eftir blóðug á- tök hér áður fyrr. Hinir svanimir eru villiálftir, sem komnar eru af fjölluni, margar þeirra frá Reynisvatni að því er svanfróðir menn telja. Suður á Bessastaðatjöm hefir líka verið meira um svani i sumar og haust en áður, og svanasöngur verið tíður þar suður á Nesi íbúunum til mik- illar ánægju. Margfalt síldarmagn selt in síld veidd ennþá Sölumiðstöðin hefur nú selt fyrirfram hvorki meira né minna en 220 þúsund tunnur af hraðfrystri síld. Er það meira magn en selt var á öllu árinu í fyrra. Fer þetta magn að miklu leyti austur fyrir tjald en einnig vestur fyrir. Vænkast nú mjög hagurinn í síldarsölumál- unum, því þess er skemmst að minnast að Gunnar Flóvenz framkvstj. Síldarútvegsnefndar gerði nýlega samninga fyrir austan tjald um sölu á meira en helmin';- meira magni Suð- urlandssildar þangað en selt var 1 fyrra. Ekkert skortir nú nema síld- ina. Hún er enn þá óveidd, en afgreiðsla á að hefjast þegar í þessum mánuði. Er um að ræða sölur á stór- síld og smásild, auk verulegs magns af hraðfrystum síldar- flökum. Til Austur-Evrópu hafa verið seld 8.700 tonn og Vestur-Ev- rópu 9.600 tonn, auk 1.900 tonna af hraðfrystum síldar- flökum. í samningunum er gert ráð fyrir, að mikill hluti umsamins magns sé afgreitt fyrir áramót, og er afar áríðandi, að unnt sé að fullnægja þessum samnings- ákvæðum, þar sem hér er um að ræða stórauknar síldarsölur á markaði, sem þýðingarmikið er, að íslendingar haldi. Af hálfu S.H. er unnið áfram að frekari sölum á frystri síld, og eru allgóðar horfur á, að takast megi að selja enn meira magn. Fé slátrað vegna garnaveikihættu Harður árekstur Stefán Smári Kristinsson. Engu munaði að stórslys yrði í gærkvöldi, er tveir bílar skullu saman á Miklubraut gegnt Stakka- hlíð. Þarna var um hörkuárekstur að ræða og hvorug bifreiðin öku- hæf á eftir. Það varð dauðaslys Ungi maðurinn, sem Ienti í um- ferðarslysi á Lágafellsklifi í Mos- fellssveit aðfaranótt 30. september, lézt af völdum þess f Landakots- spitala í fyrradag. Hann hét Stefán Smári Krist- insson og var tvítugur að aldri. Stefán Smári var frá Ólafsvík, for- eldrar hans eru Kristinn Sigmunds ! son og Karólína Kolbeinsdóttir. Hann var við rafvirkjanám hér í I Reykjavík. u Þetta slys vildi til með þeim hætti, sem áður hefir verið skýrt frá, að Stefán Smári féll vinstra megin út úr biffeið, sem var á leið til Reykjavíkur ofan úr Mosfells- sveit. í sama mund kom áætlunar- bifreið úr Reykjavík á móti bifreið- inni,' sem Stefán var í, og nauð- beygði bílstjórinn í áætlunarbíln- um til hægri á veginum til þess að forðast að aka yfir manninn. Áætlunarbíllinn valt á hliðina. Enginn var í honum nema öku- maðurinn og sakaði hann ekki. Um níuleytið I gærkvöldi ók Op- el bifreið, austur Miklubraut, en gömul Austinbifreið vestur sömu götu. Þegar kom að mótum Stakka- hlíðar ætlaði Austinbifreiðin að beygja til hægri, norður Stakka- hlíðina. Ökumaðurinn veitti at- hygli, þegar hann var kominn milli Framh. á bls. 5. Mývatnssveit 8. október. Fyrstu göngur hófust hér á Aust urfjöílum 30. sept. Réttað var í j Reykjahlíðarrétt 3. þ.m. í ágætu veðri. Að þessu sinni var farið í fyrstu göngur hálfum mánuði síðar en vanalega. I Grafarlöndum og Herðubreiðarlindum fundust 18 kindur. Þar af ein ær úr Möðru- dal. Er öllu fé, sem kemur af þessu svæði slátrað vegna garna- veikihættu. Óhætt er að segja, að sæmilega hafi viðrað í göngunum að þessu sinni, að visu tafði þoka sums staðar nokkuð, svo jafnvel þaulkunnugir menn villtust. Þrátt fyrir það komust allir hjálparlaust til byggða. Einn útigönguhrútur kom fyrir. Lítur út fyrir, að full nærri honum hafi verið gengið, þá er síðasta vetri lauk. Eigandi hans er Óskar Illugason, Reykjahlíð. Fjárflutn- ingar standa nú yfir héðan úr sveitinni til Húsavíkur. Veltur þá á miklu, að veginum sé vel við haldið, meðan á þeim flutningi stendur. 1 úrkomunum að undan- förnu hefur vegurinn, sérstaklega í Aðaldalshrauni verið afleitur, hol óttur og ósléttur. Raunar má segja Framh. á bls. 5. OÐINN TEKUR T0GARA í gærmorgun stóð varðskipið Óðinn (skipherra Þórarinn Björnsson) brezkan togara að meintum landhelgisveiðum út af Arnarfirði. Þessi togari er DRAGOON, F.D. 60, frá Fleet- wood. Hann mældist mest 1.4 sjómílur innan við fiskveiðitak- mörkin Dragoon sigldi til hafs er hann sá varðskipið og nam ekki staðar fyrr en skotið hafði verið lausu skoti að hon- um og var þá l'/2 sjómílu utan við mörkin. Óðinn fór með tog- arann til ísafjarðar og þar hóf- ust réttarhöld I máli skipstjór- ans í gær. Þeim réttarhöldum er haldið áfram í dag. Dragoon er áttundi brezki togarinn sem tekinn er fyrir Iandhelgisbrot hér við land á þessu ári. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.