Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 7
V IS I R . Mánudagur ií>. oktoner íutas. / Bók um YOGA TVTú nýverið kom út bók er fjall ar um Yoga eftir Gunnar Dal skáld. Bókin er sú fimmta í bókaflokki, sem fjallar um heim *ieki almennt og hliðstæðar greinar, er stuðla að mannlegri þróun til fullkomnunar. Ætlun- in mun vera að bækur þessar verði. rúmlega þrjátíu alls og má mikils af þeim vænta ef þær verða í samræmi við það, sem þegar hefur komið á bókamark- aðinn af bókaflokki þessum. T>ók númer fimm í röðinni fjallar aðallega um YOGA, og er grundvölluð á Yoga Sútr- um eftir Patanjali, sem var ind- verskur heimspekingur og oft- ast talinn uppi á 2. öld f. Kr. Þó er ekki talið að Patanjali sé höfundur þessara kenninga held ur aðeins að hann hafi fært þær í letur og sé hér um að ræða hinar upprunalegustu yogakenn ingar, sem heimurinn þekkir í dag. Patanjali skiptir götu mannsins til fullkomnunar og upprisu úr hinum mannlega veraldarskóla í átta þætti. Hið fyrsta stig nefnir hann Yama og er það aðallega ætlað til þess að treysta hinn siðræna grund- völl, sem sérhver verður að til- einka sér, sem leggur út á þessa braut. Meðal þessara boðorða fyrsta stigsins má sjá hin kristi- legu boðorð: „Þú skalt ekki mann deyða, vertu einlægur, sannorður og trúr. Vertu heið- arlegur, hófsamur og dýrkaðu ekki gullkálfinn". Annað stig hins áttfalda vegar er svipað að eðli og hið fyrsta og miðar að- allega að því að styrkja hinn siðræna grundvöll mannsins. Síðari stigin fjalla um að ná valdi á hinum líkamlegu skynj- unum og huganum, en þetta eru frumskilyrði fyrir því að and- leg uppljómun og eilíf sælu- kennd náist. Höfuð inntak yogaheimspek- innar er að leiðbeina mönnum út úr heimi hinna jarðnesku blekkinga, þar sem tilfinninga- líf og hugur eða skynsemi kepp- ast um yfirráðin. Kennisetning- in segir að við fæðumst hér á jörð aftur og aftur þangað til við höfum öðlazt þekkingu og reynslu í gegnum þjáningar jarð lífsins. í bók, sem ég las um þetta efni, var tölunnar 850 getið sem fjölda þeirra jarðvista eða fæðinga og dauða, sem sér- hver sál þyrfti að undirgangast áður en hún kæmist út úr jarð- skólanum. Um þetta atriði er hins vegar PáiE S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14 Simi 24200. Lösfræðistörf Innheimtur Fasteignasala Hermann G. Jónsson iidl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7 (Heima 51245). ekkert hægt að fullyrða, en hins vegar má geta þess, að frum- kristnin gekk út frá endurholdg- unarkenningunni sem staðreynd og það sama gera öll meiri hátt- ar trúarbrögð í dag. Út úr þess- ari hringiðu er ókleift að kom- ast nema menn tileinki sér ein- hverjar af hinum andlegu leið- um. Margir hljóta frelsun með tilstuðlan trúarbragðanna og hljóta eilíft Iíf, aðrir tileinka sér herimspeki, yoga, visindi og listir eða bara allt sem er skap- andi, jákvætt og eflir manninn til góðra dyggða og dáða. Marg- ar eru leiðimar og sérhver verð- ur að finna þá þeirra, sem hent- ugust er hans lyndiseinkunn og aðstæðum. Cegja má samt að aðferðirnar ^ beri oss misfljótt inn í hina fullkomnu sælu upprisunnar og verður að segja, að því andlegri sem þær eru, þeim mun kraft- meiri eru þær í þessum tilgangi. Yoga Sútra Patanjalis í þýð- ingu Gunnars Dal mun vera ein af hinum kraftmeiri aðferðum og leyfi ég mér því að mæla með henni. Auðvitað mun mörg um þykja þessi fræði full torfær og tyrfin fyrir skilning sinn, en samt er þarria úr einhverju að moða fyrir alla. Skúli Skúlason. lííreinsym vel - - Slrei^suBii fljóft Hreinsum allan tatnað Sækjum Sendum ffnsslougin- LSNS$IH H.F. Hatnai siræit Sinn 18820 18 Skúlagötu 51. Sími 18825. Verzlun BJARGAR AUGLÝSIR: Hin niargeftirspurðu ullarefni í kápur og dragtir nýkomið, einnig mikið úrval af kjól- efnum og blúndum o. m. fl. VERZLUN BJARGAR Heiðargerði 48. I þessum mánuði afhentum við 500. Volkswagen bílinn, sem við höfum afgreitt á þessu ári. — Við ætluðum að sýna yður mynd af honum, . . . en því miður viðskiptavinurinn gat ekki beðið eftir ljósmyndar- anum, en það gerir sjálfsagt ekkert til því að allir þekkja Voíkswagen. — Jafnvel amma þekkir útiitið. ' -• 1 1! •Jl/}!Ííl|j . A*.; , . . S VOLKSWAGEN flýgur út © © © Alltaf fjölgar VOLKSWAGEiS Síðan I ágúst sl. eru 160 ánægðir eigendur, akandi i Volkswagen _ árgerð 1963. _ Þið sem eruð að hugsa um að eignast Volkswagen ættuð að hafa samband við qkkur sem allra fyrst. Heildverzlunin HEKLA h.f. Hverfisgötu 103 Sími 112 75

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.