Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 15.10.1962, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánud&gur 15. október 1962, 3 ■í. . : : ■■ :■ LAMB Myndsjáin fór { skyndiheim- sókn f sláturhús Sláturfélags Suðurlands, við Skúlagötu, einn daginn. Þar var slátrað lömbum af fullum krafti. Við hittum Halldór Benediktsson verk- stjóra, sem skýrði fyrir okkur gang slátrunarinnar. Lömbin koma úr stóru húsi áföstu sláturhúsinu, eftir stfu að svokölluðum banaklefa, þar sem lambið er skotið. Siðan er því fleygt á borð við hliðina á klefanum og þar Iátið blæða úr því, síðan afhausað. Eftir það Á MÍNÚTU fer lambið á fláningarbekkinn. Fer það mann frá manni, sem hver gerir sitt handtak, sam- tals fjórir menn, en sá sfð- asti hengir skrokkinn á gálga. Þá er farlð innan í Iambið, og innyflin tekin úr skrokknum og fleygt á borðið þar sem mörinn er tekinn af og Iifur, hjarta og Iungu slitið frá vömb og ristli. Þegar búlð er að taka Innan úr kjötinu tekur þvottamaður við og þvær innan úr skrokknum, en sendir síðan skrokkinn til stúlku, sem jærrar kjötið og snyrtir. Næsti maður klýfur bringuna á skrokknum, bindur bönd í hækla og raðar kjötinu upp á slámar. Þegar kjötið er orðið kalt er það vigtað en gengur því nœst niður í írysti. Það sem tekið var innan úr gengur hvert fyrir sig eftir eigin rennu niður á neðri hæðina. Hausarnir eru kældlr á grind en síðan rennt niður á neðri hæðina. Blóðið rennur eftir rennu á borðinu við hlið banaklefans niður ( bala á neðri hæðinni. Þar er hrært í því og síðan er það notað. Gærumar fara í gæru- húsið og eru saltaðar þar. Vinnuhraðinn og æfingln á fólkinu í sláturhúsinu er mikill. Lætur nærri að það fari eitt lamb á mfnútu fram f krclisal- inn, fláð og þrifið. Efsta myndin: Fláningarmcnn vinna með hröðum og öruggum handtökum, enda flá þeir eitt lamb á mfnútu. — Miðmynd: Tíðustu handtökin f fláningunnf. Neðst t. v.: Hver skrokkur er þveginn og snyrtur. — Neðst, miðmynd: Tekið innan úr lamb- inu. Síðan fer skrokkurinn f þvott og snyrtingu. — Neðst t. h.: Verkstjórinn f sláturhús- inu, Halldór Benediktsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.