Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 5
V í S IR . Laugardagur 20. október 1962. 5 Ég hef tekið — Frarr.hald aí bls. 1. að það sé henni erfiðast. — Þú lítur illa út, fyrirgefðu þó eg segi það, en ertu undir áhrifum einhverra lyfja, þessa stundina? — Ekki beint undir áhrifum, en ég er afskaplega þungur eft- ir daginn í gær. — Hvað tókstu mikið? — Ég veit það ekki nákvæm- lega. Ég veit heldur ekki hve- nær ég lognaðist út af, en kon- an mín getur sagt þér það. Hún hefur sennilega dregið mig inn í rúm. — Ég sá ekki börnin þín, þeg- ar ég kom. Hvar eru þau? — Tvö eru í skólanum. Hin tvö eru í vinnu. — í barnaskóla? — Annað er komið í gagn- fræðaskóla, '> fyrsta ári. Eldri son minn langaði í menntaskóla fyrir tveimur árum, en hann hafði ekki kraft í sér til þess. Hann .íinntist ekki á það við mig. Konan sagði mér það. Hún segir að áhyggjurnar og þung- lyndið, sem hefur komið yfir hann, út af mínu ástandi, hafi dregið úr honum allan mátt. Svo er hann orðinn óstýrilátur og stefnulaus. Unglingarnir eru svo ósjálfstæðir. — Ertu að saka hann um eitt- hvað? — Nei-ei-ei. Hann lítur undan, kunningi minn, og það er eins og hon- um finnist hann hafa verið ó- sanngjarn. Ég kann ekki við að benda honum á hans eigin stefnuleysi og linku. — Hvernig gengur hinum í skólanum? — Ágætlega, held ég. — Hvenær byrjaðirðu annars á þessu? — Fyrir einum sjö árum, rninnir mig. Lítið fyrst, en svo jókst það. — Hvar fékkstu lyfin? —• Ég hef fengið mest hjá læknunum. Þeir eru alveg grandalausir. Ég hringi í þá sitt á hvað. Sumir eru hættir að láta mig hafa nokkuð. Svo fæ ég ein- staka sinnum skammta hjá strák hér úti í bæ. — Þorirðu að segja mér nöfn? — Nei, það get ég ekki. En þú veizt sennilega jafnvel og ég, hver þessi maður er. — Af hVerju byrjaðirðu? — Ég var þreyttur, alltaf á- hyggjufullur, og var byrjaður að drekka, þó nokkuð mikið. En konan var alltaf á móti því, og hafði mörg orð þar um. Skamm- aðist, meina ég. Það fór smám saman í taugarnar á mér. Og þegar ég uppgötvaði þe, ~i ró- andi lyf fór ég að nota þa\ Það var betra. Þá fann konan e»<ga lykt. — En sá hún ekki strax á þér? — Ekki svo mikið. Til að byrja með notaði ég ekki mik- ið. Aðeins nægilega mikið til að slá á mesta óróleikann. Ég tal- aði kann ke stundum óskýrt. En það var það eina. — Hvað tókst þér að gabba hana lengi? — Það var ekki lengi. — Mig langaði alltaf í brenni vín. Einn daginn seinnipartinn, þegar ég var búinn að vera nokkra tíma undir áhrifum lyfj- anna, langaði mig allt í einu ó- stjórnlega í brennivín. — Ég • skrapp út á einn skemmtistað- inn, og fékk mér vodka. Ég drakk eins og ég gerði áður, munurinn var aðeins sá, að nú rankaði ég við mér inni á lög- reglustöð, snemma um morgun. Lögreglan hafði fundið glas ut- an af pillum í vasanum. Hún vissi ekkert hvert hún átti að fara með mig, fyrr en ég gat sagt henni það. Og þegar þeir komu heim með mig, sögðu þeir konunni frá þessu. — Hvernig varð henni við? — Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera. Hún varð gjör- samlega miður sín af ráðaleysi. Fyrst talaði hún um að fara burt með börnin, svo talaði hún um að láta mig á spítala, eða Gunnarsholt, þegar hún espað- ■ ist upp. Svo hringdi hún í Bláa bandið. Þeir sögðust taka við mér, ef ég væri staðráðinn í að gera eitthvað jákvætt. Ég hafði enga rænu á því. Ég skyldi heldur ekki hvað ég var djúpt sokkinn, og var. í rauninni reiður kon- unni fyrir að hafa hringt. Mér 'annst þetta eins og hvert ann- að óhapp, sem getur komið fyrir hvern sem á annað borð neytir áfengis. Hann þarf ekki að vera ofdrykkjumaður til að „deyja“. — Hefurðu aldrei farið inn á spítala? — Jú, einu sinni í stuttan tíma, en það þýddi ekki neitt. Ég var ekkert betri, þegar ég kom út aftur. — En hvað um Klepp? — Ég get ekki hugsað mér að fara þangað. Ég á ekki heima innan um þessa brjálæðinga þar. — Hvar áttu þá heima? — Ég — ég veit það eigin- lega ekki. — Ekki innan um börn, er það? — Hvar get ég annars staðar verið? — Vinnurðu ekkert? — Jú, ég er ekki kominn á allra versta stig. Ég get unnið, en það falla oft úr margir dagar. — Mætirðu aldrei undir á- hrifur, ' — Það kemur fyrir, en þá er ég venjulegast sendur heim. — Þú ert búinn að vera í sömu vinnunni í mörg ár. Hvern ig stendur á því að þú hefur ekki verið rekinn? — Ég var rekinn einu sinni, en svo vorkenndi hann mér, sá, sem ég vinn hjá. Hann kom heim og ræddi við konu mína, sem gerði ekkert nema að gráta á meðan, og það var kannske aðallega þess vegna. Hann munar svo sem ekki um laun- in mín. En þetta var samt gott hjá honum, það viðurkenni ég. Ég var ekki beinlínis hnarrreist- ur, þegar ég kom I vinnuna fyrst eftir að átti að segja mér upp. Og stundum finnst mér ég vera að fara beinustu leið til fjand- ans. En stundum gleymi ég því líka. — Hvernig heldurðu að börn- um þínum líði, þegar þau sjá þig, forfallinn? — Ég er búinn að sjá augna- ráð þeirra svo oft, að ég er hættur að finna fyrir því. — Er þetta ekki forherðing? — Mér þykir þú stundum spyrja mig hálf fruntalega. — Ég er bara að reyna að komast að hinu sanna. — Svona eruð þið, þessir blaðamenn, segir hann og lítur undan. — á. e. Mishermi um landa- frœðikennslu Merkjasala Blindrovinafélags Blindravinafélag íslands hefur um nokkurra áratuga skeið reynt að greiða fyrir blindu fólki. Því starfi til eflingar verða merki fé- lagsins seld hér á götunum næsta sunnudag, 21. þ. m. Leggjum félaginu og starfi þess lið með þvf að kaupa merkin. Minnumst þess, hve dásamlegt það er að hafa góða sjón, vera verk fær og ge1" unnið fyrir sér og sín- um, geta lesið bækur sér til gagns og ánægju og virt fyrir sér dá- semdir náttúrunnar. Jafnframt og vér gleðjumst yf- ir þessari hamingju vorri, þá er fegurst og sanngjarnast að reyna að leggja þeim lið, sem misst hafa sjónina og þarfnast aðstoðar. Bagnar Lárusson sýnir í Snorrasal í dag opnar ungur listamaður, Ragnar Lárusson, sýningu í Snorra sal við Laugaveg. Ragnar var tvo vetur við nám í Handíða- og Mynd- listarskólanum og hefur auk þess notið tilsagnar Gunnars Gunnars- sonar listmálara. Ragnar hélt sýn- ingu í Ásmundarsal við Freyjugötu árið 1956, einnig sýndi hann í Sýn- ingarglugga Morgunblaðsins árið 1959. Að þessu sinni sýnir Ragnar 94 myndir flestar málaðar á árun- um 1956 — 1962. Eru það penna- og pensilteikningar, krítar- og blýants- teikningar, álímingarmyndir og tré og dúkskurðarmyndir. Sýningin verður opnuð boðsgest- um í dag klukkan 4, en verður síð- an opin frá kl. 2 — 11 daglega næstu 10 daga. Heimdallur — Framh af 16 síðu: maður, Magnús L. Sveinsson rit- ari, Páll Stefánsson gjaldkeri og meðstj.: Ásgeir Thoroddsen, Már Gunnarsson, Ragnar Kjartansson, Sigurður Hafstein, Steinar Berg Björnson, Sverrir Gunnlaugsson, Valur Valsson og Þór Whitehead. Framkvæmdastjóri félagsins er eins og sl. starfsár .agnar Kjart- anson. Landlæknir - Framhald aí bls. 1. í þessu sambandi er hins veg- ar ástæða til að taka fram, að til er mikill fjöldi lyfja, sem hafa ýmist róandi eða örvandi verkanir. Flestir þeirra sjúkl- inga, sem slík lyf fá, nota þau samkvæmt fyrirmælum lækna sér til heilsubótar. Hitt hefur talizt til undantekninga, að lyfja þessara sé neytt óhóflega og þá í nautnaskyni. Er ekki vitað til þess, að heilbrigðisyfirvöld annarra Ianda hafi nokkurn tíma gripið til víðtækrar skráningar á út- látum þessara síðastnefndu lyfja. Mér þykir mikilsvert að sjá i greininni staðfestingu Sigurðar Ólafssonar lyfsala og Arin- bjarnar Kolbeinssonar læknis, formanns Læknafélags Reykja- víkur, á því að læknar í Reykja- vík láti „dálítið óvarlega“ úti lyfseðla á deyfilyf. Þar sem i greininni er sér- staklega getið ávísana á deyfi- lyf, sem afgreidd eru í síma, skal tekið fram, að frumvarp til lyfsölulaga, sem að líkind- um verður lagt fyrir Alþingi það, er nú situr, hefur að geyma mjög ströng ákvæði um ávísan- ir lyfja í síma. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 19/10 1962. Sig. Sigurðsson. Undraverð — f- amhalO at 16 síðu: Það hefir þannig komið í ljós, að skuldarar virðast yfirleitt geta greitt vanskilaskuldir, sem þeir< hafa fellt á ríkissjóð. Það hefir að- eins verið miklu fyrirhafnarminna fyrir skuldheimtumennina að ganga beint að ríkissjóði, meðan það var hægt lögum samkvæmt, enda var það orðið að reglu. Hér hefir orðið stórmerk breyting til bóta, sem bæði stuðlar að betra siðferði í viðskiptum en ríkt hefir og sparar að auki ríkinu milljóna- tugi árlega. LÖGREGLAN OG FÓLKIÖ I lýðræðisrikjum er lögregl- an máttarstoð einstaklingsins og trygging fyrir friðsömu lífi. Lögreglan viðheldur nauðsyn- legum aga innan þjóðfélagsins og kemur í veg fyrir, að ein- staklingurinn þurfi að lifa í stöðugum ótta við illræðis- menn og óþokka, sem koma fram á sjónarsviðið, þar sem Iaga og réttar er ekki nægilega gætt. Þess vegna á friðsamur borgari öruggt athvarf hjá lög- reglunni og getur leitað til henn ar með vandamál sín. Þetta mætti fólk gjarnan hugleiða og læra að meta. Það er því miður að verða landlægur siður hér á landi að sýna opinberu valdi virðingar- leysi og kæruleysi. Einkum er þetta áberandi meðal ungs fólks. íslendingum hættir mörg um hverjum til að sýnt j lögregl unni allt að því lítilsvirðingu og fara um hana hæðilegum orðum. Hver er ástæðan? Orsökin ér hinn fráleiti og hættulegi ávani íslenzkra for- eldra, einkum mæðra, að hræða börn sín með lögregl- unni. Síðan grýla hætti að hrífa hafa íslenzkar mæður látið lög- regluna gegna hlutverki henn- ar. Þetta er stórhættulegt við- horf, sem þegar í stað þarf að innræta börnum sínum ást og virðingu á lögum og rétti og þeim mönnum, sem tekið hafa að sér að verja fólk gegn of- beldi og ágengni. Guðinundur Guðjónsson heldur söngskemmtun Guðmundur Guðjónsson, óperu- söngvari er nýkominn til landsins eftir 10 mánaða nám í Þýzkalandi Guðmundur er íslendingum að góðu kunnur af óperu- og óper- ettusöng sínum, en hann hefur m. a. sungið hlutverk „Alfredo í La Traviada eftir Verdi, aðalhlutverk t Rakaranum frá Sevilla eftir Ross- ini, Ernesto í Don Pasquale eftir Donnizetti, óperunni Ritu eftir Donnizetti og óperettunum Betli- stúdentinn og Sigeunebaróninn. Auk þess hefur Guðmundur verið einsöngvari með Karlakór Reykja- víkur um árabil og m. a. farið söng för með kórnum til Bandaríkjanna í bókarfrétt um landafræði frá bókaútgáfunni ísafold hér i blað- inu í gær birtist missögn, sem rétt og skylt er að Ieiðrétta. Var þar sagt, „að fyrir skemmstu eru nú liöii 50 ár frá því að Iandafræðikennsla var tekin upp í fslenzkum skólum“. Þetta er rangt. Landafræði Mortens Hansen skólastjóra kom út f.rið 1894 eða fyrir 68 árum, og var hún notuð við kennslu i öllum barnaskólum landsins. 1 Menntaskólanum var landa- fræði kennd löngu fyrir 1912 og þá notuð bók eftir Christ- ensen. MEÐLIMIR SJÁLF- STÆÐISFÉLAGANNA Þið, sem einhverra hluta vegna liafið enn þá ekki komið þvi við að gera skil í Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins NOTIÐ HELGINA, SKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OPNAR ALLAN DAGINN f DAG OG Á MORGUN. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur fór til söngnáms í Köln í nóvember, 1961. Hóf hann nám hjá prófessor Clemens Gletten berg, sem er yfirkennari við söng- deild tónlistarháskólans í Köln, en prófessorinn er auk þess mjög vel þekktur söngkennari í Þýzkalandi. Guðmundi var boðið að syngja hlut verk „Alfredo" í óperunni La Traviada í Árhus s. 1. vetur. Sungið var 11 sinnum fyrir fullu húsi og fékk Guðmundur þar ágæta dóma. Fór hann síðan aftur til Kölnar og hélt þar áfram námi sínu þar til f lok september s. 1. að hann kom heim. Guðmundur heldur söngskemmt- un í Gamla bíói mánudaginn 22. þ m. kl. 7,15. Á efnisskránni eru lög eftir Handel, Gluck, Puccini, Verdi, Mozart, Jón Leifs, Árna Björnsson, Sigvalda Kaldalóns, Einnig eru 3 íslenzk þjóðlög. Undirleikari verð- ur Atli Heimir Sveinsson, píanó- Ieikari. Aðgöngumiðar eru til sölu í Bókaverzlun Lárusar Blöndal og hjá Eymundsson. Yfir helgina verða miðar seldir í söluturninum hjá Eymundsson. Askriftarsímmn er 1 16 60 Ritstj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.