Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 8
T V í SI R . Laugardagur 20. okt 'ber 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Traust á krónunrri Ekki eru allar ferðir til fjár, segir fornt spakmæli, og það sannaðist sem oftar við umræður á Alþingi í fyrradag, þegar rætt var um efnahagsmálin. Það voru þeir Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, og Ey- steinn Jónsson, fyrrum fjármálaráðherra í vinstri stjórninni og fleiri stjórnum, sem þar áttust við, og sýndi Gylfi ljóslega fram á mikilvægan árangur, sem orðið hefir af viðreisnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Eitt eftirtektarverðasta atriðið er hið stórum vax- andi traust, sem allur almenningur hefir á krónunni. Nú vex sparifé landsmanna svo ört, að þess hafa ekki þekkzt dæmi áður, og verður það sannarlega ekki af því, að ekki sé nægt vöruval, svo að fólk neyðist til að Ieggja fé fyrir, af því að ekkert sé við það að gera. Þegar þetta þrennt helzt í hendur — nær hömlu- laus innflutningur, gott og mikið úrval alls konar vam- ings og aukin sparifjármyndun — þarf ekki frekar vitn- anna við um það, að vel sé séð fyrir þörfum alls al- mennings. Hann getur í senn keypt svo að segja allt, sem hugurinn girnist og lagt fé til hliðar, sem hægt er að veita til ýmis konar framkvæmda. Umræður þessar spruttu af því, að framsóknar- menn vilja láta lækka útlánsvexti, og á það að verða ti! þess að hleypa fjörkipp í efnahagslífið, sem þeir segja að sé eiginlega í kaldakoli! Framsóknarmönnum Táðist hins vegar að taka fram í frumvarpi sínu um þetta efni, að nauðsynlegt yrði að lækka innlánsvexti, ef útlánsvextir væru lækkaðir, og mundu sparifjár- eigendur tapa við það 78 millj. króna á næsta ári, ef vextir væru lækkaðir um 2%. Hætt er við, að spari- fjársöfnunin þætti ekki alveg eins eftirsóknarverð, ef þannig væri að farið, og enginn vafi er á, að hún hefði ekki orðið eins mikil og raun ber vitni, ef vextirnir hefðu ekki verið háir, því að þeir hafa undanfarið fært sparifjáreigendum hvorki meira né minna en 170 milljónir króna, aðeins vegna þeirra 2%, sem fram- sókn amast nú við. Það munar um minna í pyngju alþýðu manna. Vaxtalækkunarsókn framsóknarmanna mundi því einmitt leiða til þeirrar ördeyðu, sem þeir eru að telja almenningi trú um, að ríkjandi sé hjá okkur nú. Kosningahríðin hatin? Alþingiskosningar eiga að fara fram eftir um það bil átta mánuði, en kosningahríðin virðist hafin — í söl- um Alþingis. Andstöðuflokkar stjórnarinnar eru þegar famir að hegða sér eins og í harðri kosningahríð bera fram skrumfrumvörp og reyna að telja alþjóð trú um, að aldrei hafi íslandi Verið eins illa stjórnað og nú. En betur má, ef duga skal, því að enn muna svo margir eftir úrræðum og viðskilnaði vinstri stjórnar- innar, sællar minningar. Anna Borg og Erling Schröder Elmer Rice. Erling var alla tið og hún lýsir í greinum sínum. Ég eyddi öllum frístund- um mínum í Kaupmanna- 4 höfn hjá móður minni á , '/a ,, ., sjúkrahúsinu. Kvöld eftir sJ kvöld sat ég á stofunni hjá henni og til þess að | gera eitthvað hjá henni | þessi mörgu kvöld, tók ég postulín með mér og var að mála það hjá henni. Mamma var mikiv. veik, miklu veikari en ég þorði að gera mér ljóst. Smám saman fjöruðu kraftar hennar út og loks lögðu læknarnir til að hún væri skorin upp til að reyna allar leiðir. Aðstoðarlæknirinn kallaði mig dag nokkurn inn á skrifstofu slna og bjó mig undir það að þetta yrði mikill og hættulegur uppskurður. Móðir mín hafði ekki sterkt hjarta. Þó hún væri aðeins 49 ára gömul var hún út- slitin. leika saman I leikritinu Gatan eftir Mo inn sem skyldi skera tryggur og góður vinur Önnu eins iYl mömmu upp fylgdi ég henni alveg niður f skurðstofuna. Á Endurminningar Önnu Borg eftir ráfaði ég eins og í þoku um stræti borgarinnar. Ég vissi ekk: ert hvert ég fór, en allt í einu ' ' ( stóð ég við kaþólsku kirkjuna í ; Breiðgötu. Þar stóð yfir bænar- ", s samkoma 0g ég settist á einn aftasta kirkjubekkinn og grét. Ég man að bláókunnug kona kom til mín og reyndi að hugga mig en svo man ég ekki meira, því aH,Áeinu*er égttTin afTr á siukrahusið og hiukrunarkonan uí A v WStzfó&.'Síl/Sf !í í . . . . . r segir við mig, að móðir min sé mikið breytt. — En þér skuluð ekki láta það sjást á yður, þeg- ar þér fáið að fara inn til móður yðar, sagði hjúkrunarkonan blíð- lega. Og andlit mitt sýndi ekki hina djúpu sorg og ótta minn, þegar ég kom inn til mömmu. En hvað þú ert dugleg, hvíslaði mamma til mín með kærleiks- brosi. En það var mamma sem var dugleg. Mamma var alltaf svo sterk. Það var hún sem vildi 1-jremur dögum síðar dó hún. 1 Ég sat við rúm hennar. Með ofurmannlegum viljastyrk neyddi hún sig til að tala. — Þú átt að sofa, mamma mín, hvíslaði ég að henni. — Nei, sagði mamma, ef ég sofna nú, vakna ég ekki aftur og það er nokkuð sem ég verð að segja þér fyrst. Þú átt að heilsa öllum heima frá mér og segja þeim að ég muni alltaf verða með ykkur. Nú ferðast ég heim, ferðast heim til barnanna minna... Þegar ég sneri mörgum klukkustundum síðar heim á pensjónatið mitt á Austurbrú, Frú Stefanía Guðmundsdóttir í íslenzkum skautbúningi. Myndin er3at Erling Schröder hinn góði, tekin i Kaupmannahöfn 1905. tryggi vinur minn þar og beið rr'1’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.