Tölvumál - 01.04.1997, Page 7

Tölvumál - 01.04.1997, Page 7
TÖLVUMÁL Frá orðanefnd Eflir Stefán Briem Ritill, ritvinnsluforrit, ritvinna Þegar tölva er notuð sem hjálp- artæki við að semja texta, tölvu- skrá hann og laga hann til notast menn við þar til gert forrit. Einfalt forrit af þessu tagi er á ensku kallað text editor eða einungis editor. A íslensku er almennt notað heitið ritill um slík forrit. Skjáritill (e. screen editor) er venjuleg nú- tímaleg gerð ritils þar sem bendill á skjá er notaður til þess að ferðast um textann og fara á þann stað þar sem næsta aðgerð er fyrirhuguð. Fyrirrennari skjáritils var línu- bundinn ritill (e. line editor) þar sem línur textans eru tölusettar og unnið í þeim samkvæmt númerun- um, einni línu í einu. Öflugri forrit til þess að fást við texta eru kölluð ritvinnsluforrit (e. text processor eða word processor). í þeim eru til dæmis skipanir til að brjóta textann um, til að prenta hann og til að færa textabúta milli skjala. Þekkt dænri um ritvinnsluforrit eru Word og WordPerfect. Á milli hugtakanna ritill og ritvinnslufor- rit eru þó engin skörp skil. Heitið editor er dregið af ensku sögninni edit sem felur í sér alls kyns meðferð á texta. Sögnin edit er mikið notuð í ensku í allri lýs- ingu á ritvinnslu og kemur einnig fyrir sem heiti á valmyndarlið í fjölmörgum forritum og hugbún- aðarkerfum. Merkingin í edit er svo margslungin að erfitt hefur reynst að finna á henni íslenska þýðingu eða samsvörun. I þessu hugtaki felast meðal annars þrjár grunnaðgerðir á texta: breyta (e. change), eyða (e. delete) og skjóta inn (e. insert). I 1. útgáfu Tölvu- orðasafns (1983) var gefin sögnin að ritstýra. Það þótti þó ekki nógu gott og var bætt um í 2. útgáfu (1986) með heitinu ritsetja og samheitinu ritla og athöfnin kölluð ritsetning og samheiti ritlun (e. editing). Orðanefnd hefur einnig skoðað ýmsar aðrar tillögur um þýðingu á edit, t.d. rita, laga, ritlaga og ritfæra. Niðurstaða orðanefndar er að svo stöddu sú að leggja til að edit verði einkum þýtt með sögninni að ritvinna hvort sem unnið er með ritli eða ritvinnsluforriti. En hvað á þá að kalla athöfnina? Orða- nefnd leggur til að þegar unnið er með ritli og vinnan hvílir að mestu á notanda tölvunnar þá kallist at- höfnin ritvinna en þegar unnið er með ritvinnsluforriti þar sem úr- vinnsla tölvunnar skiptir megin- máli þá kallist athöfnin ritvinnsla. í daglegu tali er oft eðlilegra ís- lensku máli að notaðar séu aðrar sagnir. Boðháttur sagnarinnar rit- vinna er til dæmis nánast ónothæf- ur. í stað boðháttar þyrfti að um- orða setninguna og segja t.d.: Viltu ritvinna fvrir mig bréfið? Hins vegar hljómar eðlilega að segja: Lagaðu fvrir mig bréfið og Ritlaðu fvrir mig skialið. Einnig fer vel á að nota mismunandi orð eftir því við hvaða verkþátt í ritvinnslu er átt hverju sinni: leiðrétta skial. skjóta efnisgrein inn í skýrslu. slá inn nvjan texta o.s.frv. Annað mál er hvernig á að ís- lenskaEdit sem heiti á algengum valmyndarlið. Þá þarf ekki endi- lega að þýða beint heldur að finna stutt og laggott orð sem gefur not- anda til kynna eða minnir hann á til hvers unnt er að nota þennan valmyndarlið. Á Macintosh-tölv- um er valmyndarliðurinn t.d. kall- aður Sýsl en Ritfæra eða eitthvað enn annað í hugbúnaði annarra tölva. Slfkt heiti á valmyndarlið er á mörkum þess að teljast til íðorða og er því ef til vill utan verksviðs orðanefndar en hún vill þó taka undir það sjónarmið að æskilegt sé að heiti algengra valmyndarliða séu samræmd. Þjarki Tékkneska orðið robota, sem mtrkir skylduvinna, er fyrirmynd- in að alþjóðlega orðinu robot. Upphaflega var robot þýtt á ís- lensku sem vélmenni og sáu menn þá fyrir sér eftirlíkingu af manni, gerða úr málmi, rafleiðslum og fleiru, sem gat líkt eftir mannlegri hegðun og fylgt fyrirmælum án mikillar eða nokkurrar sjálfstæðrar hugsunar. Um slíkan gervimann er frekar notað erlenda heitið andr- oid og er vélmenni ágætt íslenskt heiti fyrir það hugtak. Robot merkir hins vegar vél sem þarf ekk- ert að líkjast manni í útliti, þó að það sé að vísu hugsanlegt, en getur líkt eftir mannlegri athöfn sem felst í runu sjálfvirkra aðgerða. Aðgerð- irnar geta verið skilyrtar. Slíkar vélar eru í sívaxandi mæli notaðar í iðnaði, t.d. til þess að vinna til- tekna verkþætti við færibönd. I 2. útgáfu Tölvuorðasafns (1986) var lagt til að robot væri þýtt með vél- fœri. Það orð hefur ekki vakið mikla hrifningu. Einnig hefur stundum að undanförnu sést orðið vélþræll. En margir kjósa frekar að nota erlenda orðið sem tökuorð, rita það á íslensku sem róbóti og beygja eins og orðið ábóti. Orða- APRÍL 1997 - 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.