Tölvumál - 01.04.1997, Síða 9

Tölvumál - 01.04.1997, Síða 9
TOLVUMAL hafsvæðunum kringum ísland munu brátt geta fengið svör við margvíslegum fyrirspurnum. Lið- ur í því verkefni er að hanna svo- kallað vöruhús gagna sem byggir á þeim umfangsmiklu gögnum sem til eru í gagnasöfnum Hafrann- sóknastofnunar. Veraldarvefurinn og Intemetið kemur við sögu í fleiri verkefnum. Má þar nefna kerfi sem aðstoðar bflasala og kaupendur við að sækja um bílalán og reikna út greiðslu- byrði lána í samvinnu við trygg- ingafélag sem veitir lán. Trygg- ingafélag og bflasali eru á sitt hvor- um enda netsins og hafa samskipti tengd lánveitingunni yfir netið. Loks má nefna tilraunaverkefni sem unnið er í samvinnu við Tölvumiðstöð sparisjóðanna. Það er fólgið í því að hanna klasakerfi í Java fyrir Internetþjónustur. Hröð hugbúnaðarþróun Á seinni árum hafa komið á markað ýmis þróunarumhverfi sem eiga að stuðla að aukinni framleiðni í hugbúnaðargerð. Þar sem þróunarverkfæri eru oft valin í nánu samráði við samstarfsaðila nentendanna er eðlilegt að þessi þróun endurspeglist í verkefn- unurn. Verið er að vinna verkefni í samstarfi við símstöðvadeild Pósts og síma sem er forritað í Power- builder 5.0. Þetta kerfi vinnur úr gögnum sem safnast upp í gagna- safnskerfi um umferð, álag og fleira sem tengist vinnslu sím- stöðvanna. Upplýsingarnar eru birtar á myndrænan hátt og eiga að auðvelda starfsmönnum eftirlit og umsjón með stöðvunum. Einnig má nefna þjónustukerfi fyrir þjóna og kokka á veitinga- húsum sem er forritað í Delphi 2.0. Það er skrifað í samvinnu við Hugbúnað hf. og vinnur á móti afgreiðslukerfi sem fyrirtækið hefur þróað og flytur lit. Forritið mun hafa mjög myndrænt viðmót og samskipti flestra notenda verða um snertiskjá frernur en lyklaborð. Nemendur notuðu hönnunaifomt- ið Select sem er mjög öflugt verk- færi fyrir hlutbundna hugbúnaðar- gerð. Þetta verkefni er skrifað á ensku með alþjóðlegan markhóp í huga. Ólík viðfangsefni Loks má nefna verkefni í sam- vinnu við Fakta hf. sem varðar flutning gagna af AS/400 yfir á CD-ROM. Markmiðið er að gera notendum kleift að geyma eldri gögn á handhægu formi ásamt rýniforriti til þess að hægt sé að nálgast upplýsingar hratt og ör- ugglega. Ýmsar ástæður og sumar lögbundnar eru fyrir því að fyrir- tæki þurfa að varðveita gögn árum saman, en jafnframt hefur orðið til þörf fyrir að geta nálgast afmark- aðar upplýsingar hratt og örugg- lega. Þetta er oft tímafrekt og erfitt t.d. vegna þess að gögn eru geymd á segulböndum og jafnvel eru ekki til forrit lengur sem geta lesið og birt gögnin! Opin kynning Að þessu sinni eru tólf verk- efni í smíðum og hér er ekki tæki- færi til að lýsa þeim öllum og ein- ungis verið stiklað á stóm varðandi þau viðfangsefni sem talin voru upp. Sjón er sögu ríkari! Dagana 15. og 16. maí næstkomandi munu nemendurnir kynna og sýna verk- efnin sín íTölvuháskólanum. Hver hópur hefur um klukkustund til þess að sýna verkefnið og svara spurningum. Kynningin verður nánar auglýst í blöðurn og eru allir velkomnir. Helga Sigurjónsdóttir er tölvunarfræðingur og að- stoðarkennslustjóri við TVI Punktar... Nýr biðill fyrir hljóð og mynd Nýverið setti fyrirtækið Progressive Networks á Netið nýjan biðil fyrir hljóð og mynd. Með honum má tengja við hljóðmiðlara, til dæmis hjá RUV og við myndmiðlara og skoða myndir sem era vistaðar sem skrár eða í beinni útsend- ingu. Gæðin eru afar mismun- andi en við bestu aðstæður urn ISDN línur má fá sörnu hljóð- gæði og á geislaplötum en þá er hraðinn 80.000 bitar/sek. og alveg ágæt myndgæði eru þegar hraðinn er 45.000 bitar/ sek. Slóðinn er www.real.com og þangað má sækja að auki miðlara til reynslu í 30 daga en höfundur þessara lfna setti einn slíkan upp og það tók ekki nema eina klukkustund að koma honum í gang (þrátt fyrir nánast engar leiðbeiningar!). Intel hefur kynnt til sög- unnar tækni sem fyrirtækið nefnir Application Launch Accelerator og er ætlað að hraða ræsingu forrita og er dæmi tekið um að það taki 3,7 sek. að ræsa helstu forrit Microsoft með ALA, í stað tæpra 12 sekúndna áður. Intel er í sanrstarfi við nokkra tölvu- framleiðendur um að korna þessari tækni til neytenda. APRÍL 1997 - 9

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.