Tölvumál - 01.04.1997, Side 31

Tölvumál - 01.04.1997, Side 31
TÖLVUMÁL Mynd 5. K56 leiðinfrá IÞ til notanda. með stafræna tengingu við sína símastöð, mótaldið kannar sam- bandið sem fyrir hendi er, finnur út hvort unnt sé að nota K56 og þá á hvaða hraða, ef ekki þá notar það V.34 staðalinn fyrir minni hraða. Hvers vegna K56? Nú hafa menn spáð endalokum venjulegra mótalda um alllangt skeið. Tekur því að koma með enn eina gerð mótalda sem auka sendi- hraðann úr 33,6 kb/s upp í 56 kb/ s? Eru ekki allir að fara í ISDN hvort eð er? Þessum spumingum getur markaðurinn einn svarað. Á það ber þó að líta að styrkur K56 mótaldanna felst fyrst og fremst í því að þau nýta mjög vel þá fjár- festingu sem þegar liggur fyrir í símkerfinu. Það er unnt að nota þau allstaðar á venjulegum tal- símalínum og þau gera okkur kleift að auka sendihraðann verulega án þess að kaupa nýja þjónustu hjá símafélaginu. Þessi þáttur mun vega þungt hjá einstaklingum svo og sú staðreynd að K56 mótöldin munu verða á sambærilegu verði og V.34 mótöldin hafa verið á undanfarið. Gífurleg auknin á notkun Int- ernetsins meðal almennings hefur valdið því að sala mótalda hefur margfaldast. Nú er svo komið að þessi markaður veltir tugum milljarða króna á ári. Það eru ein- faldlega gífurlegir peningar fólgnir í því að geta boðið þessum stóra hópi upp á aukinn samskiptahraða við netið á ódýran hátt. Það lítur allt út fyrir það að K56 mótöldin verði ódýrasta leiðin til aukinnar bandvíddar inn á netið. Framtíðin Flestir eru sammála um að í framtíðinni fari kröfur um aukna bandvídd milli fjarlægra staða vax- andi. En hvemig verður þessum auknu bandvíddarþörfum mætt? Menn horfa á marga mögu- leika. I Bandaríkjunum þar sem kapalvæðing er mikil hugsa menn til þess að nýta sjónvarpskapalinn til að flytja tölvugögn. Aðrir sjá fyrir sér allsherjar Ijósleiðaravæð- ingu þar sem hvert einasta heimili fái ljósleiðara inn í hús. Sá mögu- leiki bætir ansi rausnarlega við þá bandvídd er heimilin gætu nýtt sér en ókosturinn er hins vegar gífur- legur kostnaður við lagningu leið- aranna. Þriðji möguleikinn sem menn horfa á er að nýta þær lagnir sem fyrir eru í símkerfinu, það er nýta símavmnn til að flytja gögn á hærri hraða en mótöldin hafa gert hingað til. K56 gerir einmitt þetta en á þann hátt að símafélögin þurfa í engu að breyta endabúnaði sínum. Það er vissulega hagkvæmt og skynsamlegt að fullnýta bandvídd- ina sem fæst þegar þeirri kröfu er fullnægt, en að hinu ber að hyggja að símavírinn sjálfur býður upp á miklu meiri bandvídd séu menn reiðubúnir að skipta út þeim enda- búnaði sem er á endum vírsins. ISDN er dæmi um stafrænan flutning á venjulegum 2-víra síma- línu þar sem sérstökum ISDN endabúnaði hefur verið komið fyrir í stað hefðbundins talsímaenda- búnaðar. Með ISDN nást auðveld- lega 128 kb/s yfir sömu línu og mótöldin náðu einungis 44 - 56 kb/ sá.í tilviki ISDN er búið að fjar- lægja endabúnað sem virkar tak- markandi á sendihraða stafrænna gagna. En hversu hratt er hægt að senda yfir 2-víra símalínu gefið að við komum fyrir „besta“ mögulega endabúnaði? Svarið við því ræðst m.a. af lengd línunnar (fjarlægð upp í símstöð) og fleiri þáttum eins og hátíðnitruflunum frá öðrum 2- víra símalínum sem lagðar í sama línu-bunkt. I Bandarfkjunum hafa menn slegið á að um 75-80% af 2- víra símalínum þar hafi fræðilega hámarksbandvídd í kringum 2 Mb/ s eða þar yfir. Við þessa útreikn- inga gefa rnenn sér ákveðnar forsendur um hversu há prósenta af 2-víra símalínum myndu verða háhraðalínur og þar með geisla út hátíðnitruflunum til aðliggjandi lína. Það er því ljóst að gamla góða símavírinn má nota til að senda gögn á talsvert meiri hraða en hingað til hefur tíðkast. í Banda- ríkjunum eru menn langt komnir í staðlavinnu um stafræn háhraða- samskipti yfir hefðbundnar síma- línur. Um er að ræða tvo staðla: 1.) HDSL („High bit-rate Digital Subscriber Loop“) sem gerir ráð fyrir 1,544 Mb/s í báðar áttir yfir tvær venjulegar 2-víra símalínur. Gert er ráð fyrir að HDSL sé unnt að keyra á um 80% af þeim 2-víra símalínum sem fyrir eru. APRÍL 1997 - 31

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.