Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Laugardagúr 27. okt6ber !962. * a Of hægt kilometra hraða Ungur maður 1 Verzlunarskól- anum er einn af þeim fáu ís- lendingum, ef ekki sá eini, sem ekið hefur raunverulegum kapp- akstursbíi. Marga hefur sjálfsagt langað til þess, en fáir haft mögu leika á því. Það er sannarlega forvitnilegt að vita hvernig er að aka svona verkfærum og hvernig á að fara að þvi að fá að prófa það. Því náðum við í Sverri Þóroddsson, sem þegar hefur reynt þetta, til að segja okkur nánar frá þessu. Við báðum hann fyrst að segja okkur frá forsögu málsins. — Ég hafði lesið hér heima um skóla, sem nefnist Jim Russel Racing Drivers School og rekinn er af gömlum kappakstursbíl- stjóra, Jim Russel. Mig langaði mjög til að prófa þetta, og þegar ég var á ferð í Englandi í sumar, hringdi ég í skólann. Mér var sagt að koma næsta laugardag til borgarinnar og mæta í skólanum klukkan hálf níu á sunnudags- morguninn. — Við vorum mættir um tutt- ugu, á aldrinum frá 18 ára upp undir fertugt. Flestir okkar voru komnir þarna til að fá að prófa að aka kappakstursbílum, frekar en til að reyna að læra þetta- í atvinnuskyni. Allt á eigin ábyrgð. — Hvernig fór svo kennslan fram? — Russel byrjaði á því að segja okkur frá skólanum og til- gangi hans. Tilganginn kvað hann vera að gefa ungum og efnilegum mönnum tækifæri til að komast í kappakstur án þess að þeir þyrftu að vera rxkir. Hann sagði að í heiminum væru hundruð manna, sem gætu ekið eins og Fangio, ef þeir fengju tækifæri til að læra það. Þó var- aði hann okkur sérlega við að fara að leika Stirling Moss á fyrstu beygjunni. — Því næst urðum við að skrifa undir að við gerðum þetta algerlega á eigin ábyrgð. Það tíðkast ekki í kappakstri að menn séu tryggðir. Síðan voru bílarnir sóttir í bragga þarna ná- Iægt og farið með þá út á braut- ina. Brautin, sem notuð, er er þekkt kappakstursbraut I Bret- landi og nefnist Snetterton. Bíl- arnir voru átta talsins og var skipt í tvo hópa. — Við vorum látnir keyra fram og aftur eftir beinni braut og áttum að skipta og bremsa við viss merki. Það var ekki reynt neitt á hraðann, þó að við fær- um upp í 130 km. hraða. Það er ekki neitt á svona bílum, sem komast í 130 I öðrum gír. Við vorum svo Iátnir gera þetta og tími tekinn á okkur, þegar við vorum farnir að venjast bílun- um. Þeim, sem tókst að gera það rétt, var heimil aðganga að skól- anum. Hálftíma á beygju. — Var þetta þar með búið? — Raunverulega var kennsl- unni þar með lokið þann daginn. Mig langaði þó til að aka hringi á brautinni. Venjulega eru menn látnir æfa sig í hálftíma á hverri beygju á brautinni, áður en þeir fá að fara hringi. Beygjurnar eru sex, svo að það tekur ekki minna en þrjá tíma. — Mér þótti slæmt að þurfa að fara, án þess að prófa að aka brautina og nauðaði því í Russel. Þegar allir aðrir voru farnir, féllst hann loks á að leyfa mér að prófa, með því að hafa mann á undan, sem réði hraðanum. — Við fórum svo af stað. Kennarinn rétti upp hendina til að sýna mér hvar ætti að bremsa. Þegar átti að skipta, rétti hann upp þrjá fingur, ef skipta átti I þriðja gír, fjóra í fjórða gír o. s. frv. Mér fannst hann fara nokk, uð hratt á fyrstu beygjunni, en þegar ég var búinn að fara nokkra hringi, fannst mér hann ekki fara nógu hratt. — Hvað fóruð þið hratt? — Á lengsta beina kaflanum fórum við upp í 200 km. hraða, en sá kafli er farinn á 240 km. hraða í kappakstri. Beygjurn- ar á brautinni er hægt að fara á 100—165 km. hraða, en hann fór með mig á 85—140 km. hraða í gegnum þær, þar sem ég var bæði óvanur bílnum og brautinni. — Á þeim hraða, sem við vor- um, er bíllinn aðeins byrjaður að - skrika til hliðar. Venjuléga skrika ..■•.•■V.V.V, beygjurnar. Þá þarf maður að gera hvort tveggja í senn, að bremsla og tvíkúpla. Þá setiir maður tána á bremsuna og hæl- inn á bensínið, en notar hinn fót- inn til að kúpla. — Kom nokkuð óþægilegt fyr- ir I þessum akstri? — Þegar ég var búinn að fara nokkra hringi, kom rigning. Ég varaði mig ekki á því og gaf of mikið inn á einni beygjunni, og bíllinn snerist neerri þversum á brautinni. Eftir að hafa runnið þannig um 20 metra, tókst mér að rétta hann af, en afturendinn kastaðist þó fram og aftur dálít- inn spotta. Þegar þetta var af- staðið, var ég búinn að missa hraða úr 130 km. niður í 70 — 80 km. hraða. Liggja á bakinu. — Hvernig bílar eru notaðir í skólanum? — Það eru Formula bílar, af gerðinni Lotus 18 og 20. Sá, sem ég ók, var Lotus 20. Hann er um 100 hestöfl, en ekki nema 380 kíló. í honum er eitt sæti og hjólin standa út úr hliðunum. Grindin er úr stálpípum og er hulin með glerfiber skrokk. Hann er svo lágur, að hann ér álíka hár ISlíjmnh.v, ... tmgmgsm ««»•»» öll fjögur hjólin til hliðar í gegn- um alla beygjuna, en þó aftur- hjólin aðeins meira. Ekki má það þó vera miklu meira, því að ef afturhjólin skrika meira en eítt fet miðað við framhjól, er maður í mikilfi hættu með að missa bíl- inn í snúning. Lítill vandi er að aka beint. — Er þetta mikill vandi? — Það er lítill vandi að keyra og framdekkin, sem eru 450x13 að stærð. Hæðin á bílnum er 2 fet og 2 tommur. — Hvernig var í sitja í hon- um? — Hann er mjög þröngur. Ég ætlaði varla að koma fótunum undir stýrið. Þegar maður er loks ins kominn ofan í hann, situr maður ekki, heldur liggur á bak- inu, með fæturna beint fram og handleggi beina fram á stýrið. mmm Sverrir Þóroddsson. svona bíl og venjulegum bílum? — Maður finnur í fyrsta lagi mikið fyrir hraðanum, meðal ann ars vegna þess að bíllinn er op- inn og mikill vindgnýr. Stýrið er mjög nákvæmt og þarf jafnvel á beygjum mjög lítið að hreyfa það. Krafturinn í bílnum er líka mjög lítill á litlum snúningshraða. Það er ekki fyrr en vélin snýst um 5000 snúninga á mínútu, sem hann fer að fá góðan kraft, enda kemst hún allt upp í 8600 snún- inga. — Það er líka mjög sérkenni- leg tilfinning að sjá hjólin utan við bílinn og sjá hvernig þau hreyfast upp og niður. Fyrst hef- ur maður á tilfinningunni að þau séu að detta af. — Hvernig skiptast kappakst- ursbílar í flokka? — Þeir skiptast í þrjá flokka. Þeir hraðskreiðustu eru svokall- aðir Formula I bílar. í þeim er keppt um heimsmeistaratitilinn. Þeir eru mjög léttir og lágir. Þeir mega samkvæmt reglunum ifcWÉiéiáfclax é. *'>"*» t Ktl * * Í! t t. 4i» * : ’>*'»(».■ a t »>i «•*% « *:»*.«.* * «.»:*:«.«.*• Sverrir f Formula Junior Lotus 20. á beinu köflunum og um kröpp- ustu beygjuna. Hún er tekin á lítilli ferð. Það vandamesta er að taka langar, aflíðandi beygjur. Þær eru teknar á mikilli ferð og bíllinn skrikar í gegnum alla beygjuna. Þá verður maður al- gei'lega að halda stjórn á bíln- uð með benzíngjöfinni. Það verð ur að gerast mjög nákvæmlega, því að hvort sem maður slær af ‘eða gefur of mikið inn, missir maður stjórn á bílnum. — Það þarf einnig talsverða æfingu til að skipta niður við — Hann er settur 1 gang eins og venjulegir bílar, en mótorinn er svo viðkvæmur, að það má ekki láta hann ganga í lausa- gangi. Það verður stöðugt að gefa inn. Mælar eru fyrir olíuþrýst- ing og hita, og svo sá, sem mestu máli skiptir, sem er snúnings- hraðamælirinn. Hraðamælir er enginn. Maður verður að finna hraðann sjálfur til að geta keyrt svona bíla. Mikill vir.dgnýr. — Hver er munurinn á að aka ekki vera léttari en 420 kíló og sprengirúm má ekki vera meira en 1500 kúbiksentimetrar, sem venjulega er skammstafað ,,cc“. Til samanburðar má geta þess, að Volkswagen hefur 1200 cc. — Þrátt fyrir svona lítið sprengirúm er hestaflatalan allt að 200 hestöfl. Flestir halda, að aðalatriðið sé að hafa nógu stór- an mótor, en það er augljóslega ekki hægt eftir þessum reglum. Öll áherzla er lögð á að hafa þá sem léttasta og sem allra grennsta, til að loftmótstaðan verði sem minnst. — Formula Junior bílar eru mjög svipaðir Formula I. Þeir hafa eitt sæti eins og hinir, en mótorinn má ekki vera nema 1100 cc og verður að vera byggð ur upp úr venjulegum bllmótor. Á þeim bílum fá menn reynslu, áður en þeir fara að keppa í Formula I. — Þriðja tegundin er svo Grand Turismo bílar. Þar eru not aðir bílar, sem eru í framleiðslu og má enginn bíll taka þátt í slíkri keppni, nema framleiddir séu að minnsta kosti hundrað bílar á ári. Þeir eru með öllum útbúnaði, þannig að hægt er að nota þá til að fara S _uinnuna jafnt og keppni. Þeir eru gjarnan í löngum kappakstri, og ekki skiptir máli hver ekur þeim. Er þar alltaf fremur getið bílsins en ökumannsins. Þessir bílar mega vera allt að 3000 cc. Þekkja sín takmörk. — Hvernig menn eru það, sem stunda kappakstur? — Yfirleitt virðist mér að þetta séu vel gefnir menn, þeir sem náð hafa langt. Þeir þekkja vel sín takmörk, enda væru þeir dauðir áður en þeir næðu langt, ef þeir ekki þekktu þau. Þeir hafa allir mikla reynslu og eru margir búnir að stunda þetta í 10—15 ár. Hjá þessum beztu mönnum er ekki mikið um slys og raunar fer slysunum almennt fækkandi. — Það stafar meðal annars af því, að bílarnir eru miklu léttari en áður, þannig að betra er að ráða við þá, auk þess sem þeir fara ekki eins hratt á beinu köfl- unum. Fyrir stríð voru Mercedes Benz og Auto Union með 650 hestafla kappakstursbíla, sem komust upp í 320 km. hraða á beinu köflunum. Þar við bættist, að þá voru bæði bremsur og dekk miklu lélejri en nú, svo að þetta var stórhættulegt. — Hefurðu hitt einhverja af þekktum kappakstursmönnum? — Ég hitti til dæmis Jimmy Clark, sem núna ekur hjá Lotus ^g er næst hæstur að stigum í heimsmeistarakeppninni. Hann er Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.