Vísir - 02.11.1962, Síða 1
f1 * S
'
VISIR
52. árg. Föstudagur 2. nóvember 1962. — 252. tbl.
LóBaS á allmikla
síld út af Jökli
Vestur-þýzkur togari hefur lóðað
talsvert mikla síld um 40 mílur
út af Jökli.
Fréttaritari Vísis á Akranesi, Sig
urður Vigfússon, sagði blaðinu frá
þessu í morgun. Kvað hann togara
þennan hafa verið með troll og
gengið illa að ná síldinni i það, en
fékk þó um 8 tonn. Togarinn var
þarna að reyna gerð af flökunar-
vélum og var sérfræðingur frá
fyrirtækinu, sem framleiðir vélarn-
ar, með f ferðinni.
Skírnir farinn
í síldarleit.
S. V kvað Skírni mundu fara i
síldar«it um hádegi í dag. Skírnir
er einn af bátum Haralds Böðvars-
sonar og Co. Hann verður með
hringnót í þessari leit.
mm m r m
PKCSTSKOSNINCAR
Harðar deilur hafa
staðið á kirkjuþingi í
gær og í morgun um
frumvarp biskups og
kirkjuráðs, um að fella
niður almennar prests-
kosningar.
Samkomulag náðist ekki um
frumvarpið í löggjafarnefnd
þingsins, sem fjallaði um málið.
Veittu þeir, sem halda vilja
prestskosningunum harða mót-
spyrnu og kom málið frá nefnd-
inni með nokkrum breytingum.
Flestir þingfulltrúa hafa nú
tekið til máls um þetta frum-
varp og virðist nú ljóst, þó að
málið hafi ekki verið afgreitt
enn, að frumvarpið nái fram að
ganga án verulegra breytinga.
Frumvarp þetta felur í sér, að
almennar prestskosningar verði
lagðar niður, en í þess stað.
kjósi kjörmenn prest og hafi
leyfi til að kalla sér prest, án
þess að auglýsa embættið til
umsóknar.
Þrjú sjónarmið hafa komið
fram í máli þessu. Vilja sumir
halda fyrirkomulaginu óbreyttu
og telja að hér sé um að ræða
lýðræðisleg réttindi. Aðrir telja
að sú úlfúð og deilur, sem stund
um myndast um prestskosning-
ar, sé svo alvarleg, að ástæða
sé til að veita embættin. Telja
þeir hér gegna sama máli og
með sýslumenn og lækna og
alla aðra embættismenn ríkis-
ins. Virðast líkur til að þessi
málamiðlun, sem frumvarpið fel
Framh. á bls. 5.
Góðar
I dag er siðasti dagur kirkjuþings. Mynd þessi var tekin í morgun, er þingmenn sungu morgunsöng.
(Ljósm. Vísis: I. M.).
ADCINS CINNLÆKNIR HCf
UR KVATT Tll SCRFRÆÐIN6
igær
Togarinn Maí seldi í gær í
Grismby J13,9 tonn fyrir 10.556
sterlingspund. Togarinn Geir
seldi einnig í gær, það var í
Bremerhaven, 107 tonn fyrir 93
þúsund mörk. Eru þetta góðar
sölur.
1
100 millj. króna ítús
Frá því var skýrt á Al-
þingi í gær, í sambandi
við frumvarp um fram-
lengingu á Vz% gjaldi af
afurðum bænda til
Bændahallarinnar, að
höllin myndi aldrei
kosta undir 100 milljón-
um króna og að taka
þyrfti um 70 milljónir
að láni til byggingar-
innar.
Vísir hafði í morgun tal af
Sæmundi Friðrikssyni, fram-
kvæmdastjóra byggingarnefnd-
ar. Hann sagði að húsið væri
rúmlega 42 þúsund teningsmetr
ar að rúmmáli. Reikna mætti
með að byggingin sjálf kostaði
Framh a 5 síðu
— Ég hef ekki þurft
að kalla á aðstoð ennþá,
sagði Haukur Kristjáns-
son yfirlæknir Slysa-
varðstofunnar við Vísi í
morgun, — En það er
íullt útlil fyrir að ég
verði að gera það. Ég
niá kalla á aðsíoð, ef uni
stórslys er að ræða. Það
liggur aftur á móti ekki
Ijóst fyrir, hvoit ég hef
heimiid til að fá lækni'
á bakvaktir, þ. e. a. s.
hvort ég megi ráða
lækni til að hlaupa í
skarðið fyrir mig á næt-
Framhald á b!s 5 ,
Hafnarstjórn hefur veitt Hrað-
frystistöð Reykjavíkur, sem er eign
Einars Sigurðssonar, vilyrði fyrir
lóð í Örfirisey. Á sama fundi var
Valtý Þorsteinssyni gefinn kostur
á lóð í eynni.
Báðar eru lóðirnar jafn stórar,
um 3350 fermetrar. Einar mun hafa
I í hyggju að setja upp fiskmóttöku,
I en Valtýr ætlar lóð sína undir verk
unarstöð fyrir síld og fisk.
Alls, verða 10 til tólf lóðir á
Örfirisey veittar til útgerðar og fisk
vinnslu. Skilyrt" er fyrir lóðunum
að þar verði byggð tveggja hæða
hús í líku sniði og þær byggingar,
sem nú hafa verið reistar á þessu
lóðasvæði, en það er fiskvinnsla
dr. Jakobs Sigurossonar og Fisk-
vinnslumiðstöðin.
r