Vísir


Vísir - 02.11.1962, Qupperneq 2

Vísir - 02.11.1962, Qupperneq 2
VÍSIR . Föstudagur 2. növember 1962. y///'2m2ZV/ámr////A. V//////////Ú DnT^ ‘n T W///////4MZÓZ//A Efsta röð, talið frá vinstri: Ágúst Oddgeirsson, Jón Friðbjörnsson, Guðjón Jónsson, Tómas Tómasson, Eriingur Magnússon, Ingólfur Óskarsson. Miðröð: Sigurður Einarsson, Karl Benediktsson, Hilmar Ólafsson, Gylfi Jóhannsson. Fremstir eru markverðirnir, þeir Atli Marínósson, Þorgeir Lúðviksson og Sigurjón Þórarinsson. Fram fíaug út í morgun ^ Nú fer óðum að styttast í leik- inn, sem allir bíða nú spenntir eft- ir, leik Fram við dönsku meistar- ana Skovbakken, er fram fer í Ár- ósum á sunnudaginn kl. 16.30. Mik ill áhugi er fyrir Ieiknum, bæði hér og í Danmörku, og hafa dönsku blöðin gert sér tíðrætt um leikinn, og láta mörg þeirra borginmann- lega að vanda. — Er jafnvel þeg- ar farið að hilla í úrslitaleik- inn um Evrópubikarinn, en hann verður háður í París, I febrúar næstkomandi. Sum dönsku blað- anna reikna með auðveldum sigri Skovbakken, önnur minna á að Is- land sé ekki eftirbátur hinna Nor$- urlandanna í handknattleik og tala mikið um heimsmeistarakeppnina sfðustu, er íslendingarnir fylltu allar íþróttahallir í Þýzkalandi með undrandi og hrifnu fólki, er þeir léku við stórveldin og sýndu þeim handknattleik á heimsmælikvarða. Eitt hafa blöðin þó sameiginlegt í greinum sínum, og það er, að þau vita ekkert um Fram — annað en að þetta er fyrsti leikur þeirra við útlent lið á stórum velli, og að einn þeirra lék með íslandi í síð- ustu heimsmeistarakeppni (Karl Benediktsson). Um aðra leikmenn vita þeir ekkert. Skovbakken hef- ur tapað einum leik af 6 er þeir hafa leikið f Danmörku-keppninni, en það var fyrir góðkunningum okkar hér, Helsingör, er kom hing- að á vegum KR fyrir nokkrum ár- um. Við birtum hér mynd af liðinu, sem farið er utan, og óskum því góðrar ferðar og ánægjulegra úr- slita. ........... ii # KUBA - Framhald af bls. 9. heimsækja Kúbu heyrðu brátt þennan orðróm. Vafalaust hefur íslenzki kommúnistinn Magnús Kjartansson, sem var þarna á ferð fyrir nokkru einnig heyrt þennan orðróm, þótt ekki hafi hann enn skrifað neina grein í blað sitt um rússnesku eldflauga- stöðvarnar á Kúbu. Enski blaðamaðurinn Henry Brandon ritaði nýlega grein um heimsókn sína til Kúbu í Sun- day Times. Þar víkur hann að þessum orðrómi sem hann heyrði og getur þess m. a. að fyigdar- maður úr liði gamalla Castró- sinna hafi staðhæft við sig, að Kúba ætti nú eldflaugar sem hægt væri að nota til að skjóta á Bandaríkin. Og Brandon minntist á þennan orðróm, er hann hitti Guevara skömmu eftir heimkomuna frá Moskvu og spurði hann þá m. a. hvaða vopn hann hefði samið við Rússa um kaup á. — Gue- vara svaraði ekki, aðeins glotti ánægjulega. Engar sannanir. Þrátt fyrir þennan orðróm sem síðan fór að stinga upp kollin- um í frásögnum kúbanskra flótta- manna og síðan í bandarískum blöðum, staðhæfði Kennedy for- seti á blaðamannafundi í septem- ber að engin rök eða sannanir væru til fyrir því að Kúbu-menn hefðu fengið árásarvopn. Svo virðist sem íeyniþjónusta Bandaríkjamanna sé skelfing lin eins og oft áður. Henni virðast ekki hafa borizt neinar óyggjandi upplýsingar frá Kúbu um bygg- ingu eldflaugastöðva. Það var allt annað sem kom Bandaríkja- mönnum á sporið, að því er kunnugir herma nú. Það er nú upplýst, að Banda- ríkjamenn hafa alltaf við og við sent U-2 könnunarflugvélar yfir 'úbu síðan Castro fór að fá rússneska aðstoð. Nú 1 haust varð nokkuð hlé á þessum loftmynda- tökum, sem fara fram með þeim hætti, að Kúbumenn höfðu ekki hugmynd um þær, því að U-2 flugvélin flýgur svo hátt eða í um 30 km hæð að mjög erfitt er að finna hana. Sprengjuflugvélar. En þann 12. október fékk bandaríska leyniþjónustan upp- lýsingar um það frá bandaríska flotanum, að nú væri verið að flytja inn í landið í kössum all- margar meðal stórar rússneskar sprengjuþotur af gerðinni Ilyush- in 28, en þær eru svo langfleyg ar að þær geta hæglega borið kjarnorkusprengjur ti! flestra borga i sunnanverðum Banda- ríkjum. Þessi tíðindi vöktu ugg í Washington og voru U-2 flugvél- arnar nú sendar enn af stað til að kanna hernaðarástandið á Kúbu. Af ljósmyndum sem tekn- ar voru kom það greinilega í Ijós, að sprengjuþotur þessar voru Vissulega komnar til Kúbu. Á einum flugvelli mátti sjá 18 ó- upptekna kassa sem hver innihélt eina slíka sprengjuflugvél, þrjá flugvélarskrokka sem kassar höfðu verið teknir utan af og eina fullsamsetta flugvél. Fyrsta eldflaugastöðin. En ljósmyndir sýndu fleira Þann 15. október tók U-2 flugvé! ljósmynd yfir San Diego de los Banjos og þegar farið var að skoða hana vandlega, rann upp ljós fyrir hinum bandarísku sér- fræðingum. Þetta var ljósmynd úr lofti af rússneskri eldflauga- stöð á Kúbu. Kennedy forseta var auðvitað skýrt fljótt frá þessari furðufrétt. Hann fyrirskipaði frekari og ná- kvæmari rannsóknir. Næstu daga voru tugþúsundir ljósmynda teknar yfir Kúbu og kom út úr því skelfileg mynd. Það var greinilegt að á mjög skömmum tíma höfðu Rússar reist a .m. k. sex eldflaugastöðvar með meðal langdrægum eldflaugum, sem hægt var að skjóta m. a. alla Ieið til Washington og New York, að- alborga Bandaríkjanna. MINKUR GFRIR USLA I Við Þingvallavatn hefur borið mikið á mink í haust, en erfiðlega hefur gengið að vinna hann vegna staðhátta, því umhverfis vatnið eru hvarvetna gjár og gjótur, þar sem minkurinn getur falizt. Talsverð brögð voru að því í haust að minkurinn réðist í murtu- net þeirra vatnabænda og eyði- lagði að meira eða minna leyti fyr- ir þeim veiðina. Að þessu voru þó misjöfn brögð og virtist algerlega fara eftir því hvar netin lágu í vatninu. Réðist minkurinn nótt eft- NETUM ir nótt á sömu netalögnina, er skipti sér ekkert af netum, sem lágu fáa metra í burtu. Sama gegndi og ef netin voru færð lítil- Iega til, þá hreyfði minkurinn ekki við þeim.' Þingvallasveitarbændur eiga minkahunda, en þeir koma þar að minni notum heldur en víðast hvar annars staðar vegna Iands- lagsins. Það er helzt ef minkur- inn fer eitthvað frá vatninu og út úr hrauninu að það tekst að vinna hann. Man ekki þvílíkt hagleysi um þetta leyti órs Víða er orðið haglítið fyrir sauð fé hér sunnaniands, þótt ekki sé talað um Norður- og Austurland þar sem sums staðar er algert jarðbann. Vísir átti í morgun tal við Guð- björn bónda og hreppstjóra á Kára stöðum í Þingvallasveit, sem tjáði blaðinu að i Þingvallasveit væri haglaust að heita mætti fyrir sauð fé. Kvaðst hann ekki muna eftir þvílíku hagleysi um þetta leyti árs. Venjan væri sú að byrjað væri venjulega að taka fé á gjöf seinni hluta nóvembermánaðar eða jafn- vel ekki fyrr en í desember, og oftast væru þá enn ágætir hagar þótt fé væri tekið í hús. Nú gegndi þetta allt örðu máli, því féð væri hvarvetna komið á fulla gjöf, og á sumum bæjum, eins og t. d. Stíflis- dal og Fellsenda, væri alger iftnP* staða. Þar væru alger jarðbönn. Heyskapur í sumar sem leið er heldur í lakara lagi, sagði Guð- björn, sums staðar er kal í túnum og við það bætist heldur erfið þurrkatíð, enda þótt ekki væri hægt að segja að hey hrektust neins staðar í nágrenni við sig. Ennþá rænulaus Argentinskri hnefaleikarinn Lov- eranse, sem barinn var svo illa i hringnum fyrir nær tveim mánuð- um, hefur ekki enn komizt til með- vitundar, og halda læknar, að hann komi aldrei til að verða sami mað- ur, ef hann nái því að lifa þetta af. Á laugardaginn var átti Lover- -anse 26 ára afmæli. Móðir hans, sem stödd var hjá sjúkrabeði son- ar síns þerinan dag, sagði blaða- mönnum, að hann hefði farið út i þessa íþrótt til að afla peninga fyr- ir fjölskyldu sína með fljótum hætti. Og við enn frekara könnunar- flug gerðu þeir aðra uppgötvun. Þann 17. október var tekin mynd af einhverjum undarlegum fram- kvæmdum við Guanajay skammt frá Havana. Sérfræðingarnir áttu í fyrstu erfi.tt með að skilja, hvað var að gerast þarna, svo virtist sem verið væri að reisa nokkra ílanga skála á svæðinu og enn- fremur voru þar ílöng tjöld, Ef ljósmynd þessi hefði verið tekin viku síðar, þegar búið var að setja mold að skálunum, hefði bandarísku sérfræðingana víst ekki grunað, það sem þeir kom- ust nú að, að þessir ílöngu skál- ar voru ekkert annað en leyni- legar geymslur fyrir langdrægar rússneskar kjarnorkueldflaugar. Vígbúnaðaræði Rússa. Þessar eldflaugastöðvar risu allar mjög skjótt upp. Þær voru að mestu samansettar úr hreyf- anlegum tækjum, dráttarvögnum, eldflaugavögnum og krönum, en skotbakka virtist þurfa að steypa og voru þeir einna mestu mann- virkin sem unnið var að. Virðist það nú augljóst, að þessar fyrstu eldflaugastöðvar Rússa á Kúbu voru aðeins byrjunin. Þegar Kennedy lýsti yfir hafnbanni og stöðvun vopnaflutninga til Kúbu, er nú vitað með vissu um tólf stór rússnesk flutningaskip, flest um 10 þúsund tonn að stærð sem sigldu hraðbyri til Kúbu. Eft- ir tilkynningu Kennedys sneru þau við aftur heim til föðurhús- anna og ennþá fleiri sneru jafn- vel við, þar sem þau voru stödd uppi á Biskayaflóa, í Ermarsundi og Eyrarsundi. Þau hefðu ekki þurft að snúa við, ef það hefði ekki verið staðreynd, að allur þessi gífurlegi floti flutti ógrynni af vígvélum, bæði eldflaugum og sprengjuflugvélum. Glæpur atómaldar. Það getur verið að Krúsjeff einræðisherra hafi ætlað sér að gera bragð og leika á Bandaríkja- mennina. Honum hafði vissulega tekizt það að nokkru leyti. Með hreinum ósannindum og fölsun- um hafði honum tekizt um sinn að villa þeim sýn. Innan skamms gæti hann ' e. t. v. tilkynnt Kennedy drýidfnn og íbygginn á svip, að nú hefðu Rússar líf Bandaríkjamanna á valdi sínu. Þeir hefðu leikið rækilega á hin- ar heimsku lýðræðisþjóðir og gert Kúbu að víghreiðri. Kannske var þetta tilgangurinn og þeir sem hrifnir eru af ágæti komm- únistans geta sennilega hreykt sér af því hve leiðtogi alþjóða- kommúnismans er ráðslægur og refkænn. Sannleikurinn er hins vegar sá: að slík herbrögð, undirferli og fals eru einn mesti glæpurinr sem framinn hefur verið á þess- um vorum tímum, atómöldinni uase

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.