Vísir - 02.11.1962, Síða 4

Vísir - 02.11.1962, Síða 4
Eifct þeirra nauðsynja- félaga, sem stofnuð hafa verið hér á landi síðustu árin, er Styrktarfélag van gefinna, sem senn hefir starfað í fimm ár, og unn- ið mikið verk og gott. Þó má segja, að starf þess sé aðeins upphaf miklu meira átaks, sem þjóð- inni er skylt að gera til að sjá þeim farborða, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Vísir hefir átt tal við fram- kvæmdastjóra félagsins, Þórð Hjaltason, og spurt hann um það helzta, sem félagið hefir hrundið í framkvæmd, svo og verkefnin, sem framundan eru á því starfs- sviði, sem félagið hefir markað ser. „Styrktarfélag vangefinna er senn fimm ára, er það ekki?“ spyr tíðindamaður. „Jú, það var stofnað 23. marz 1958 og stofnendur gerðust 120 manns, karlar og konur úr ýms- um stéttum þjóðfélagsins, áhuga- samt fólk, sem þekl^ti af eigin raun þá örðugleika, s^m eru sam- fara þvf að ala önn fyrir vangefnu fólki í heimahúsum, og vissi því öðrum fremur, hvað málefni hinna vangefnu hafa verið vanrækt hér á landi. 1 fyrstu stjórn voru kosin Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytis- stjóri, formaður, Aðalsteinn Eiríks son námstjóri, Guðmundur St. Gíslason múrarameistari, frú Kristrún Guðmundsdóttir og frú Sigr'íður Ingimarsdóttir. Stjórnin er enn óbreytt, hefur alltaf verið endurkjörin síðan"'. Ferns konar tilgangur. „Og hver er tilgangur félagsins í stuttu máli?“ „Hann er að vinna að eftirfar- andi: 1) Að komið verði upp nægileg- um og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, sem nauðsyn- lega þarf á hælisvist að halda. 2) Að vangefnu fólki veitist ákjós anleg skilyrði til að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa. 3) Að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt. 4) Að einstaklingar, sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að annast vangefið fólk, njóti ríflega styrks í því skyni“. Vangefnir eru um 2000 að tölu. „Og hvað er sá hópur stór, sem telst vangefinn hér á landi?“ Flöskugjaldið lögfest á þingi. Á fyrsta fundi stjórnarinnar, daginn eftir stofnfundinn, var þegar lögð fram tillaga til laga- frumvarps um Styrktarsjóð van- gefinna. Var meginefni hennar það, að lögfest verði að greiða skyldi 10 aura af hverri flösku öls og gosdrykkja, sem seldar verði í landinu á næstu fimm ár- um, og renni féð 1 sjóð, er ein- vörðungu verði varið til hælis- bygginga fyrir vangefið fólk. Stjórnin var einhuga í málinu, síð an var leitað til alþingismanna í öllum flokkum og 23. maí 195S Lyngás, hús Styrktarfélags vangefinna við Safamýri. • Rætf við Þórð Hjaltason framkvæmda- \ • stjóra Styrktarfélags vangefinna ar 430 þús., og barnaheimilið Lyngás 1 Safamýri hálfa milljón. Auk þess var þá búið að lofa úthlutun á þessu ári til Skálatúns kr. 650 þúsundum og til Sólheima 48 þúsundum króna. Eftir að hækkunin á tekjugrund velli sjóðsins, sem gerð var á s. 1. vetri, var gengin £ gildi, má ætla, að árstekjur hans af flöskugjaldi verði a. m. k. 6 millj. kr.“. „Hvað er um aðra tekjustofna að segja?“ „Á s. 1. ári ritaði félagið öllum bæjar- og sveitarstjórnum á land- inu og fór þess á leit, að þau styrktu málefni vangefinna með 10 kr. ársgjaldi á hvern íbúa hlut- aðeigandi bæjar- eða sveitarfé- lags. Málaleituninni var vel tek- ið, og hafa þegar borizt 200 þús. kr., svo að menn vonast til, að þessi fjáröflunarleið gefist vel. Stjórn félagsins ákvað, að þessar greiðslur skuli renna í Styrktar- sjóðinn. Happdrætti og merkjasala. Þá hefir félagið efnt til happ- drættis á hverju ári frá upphafi, því að slíkt er algeng fjáröflunar- aðferð, og það hefir einnig feng- ið viðurkenningu yfirvalda fyrir ákveðnum degi til merkjasölu. Er það þriðji sunnudagur í nóvem- ber á ári hverju. í lok síðasta árs höfðu tekjur félagsins af happ- drætti orðið næstum tvær mill- jónir króna, þegar allur kostnað- ur hefir verið dreglnn frá, og tekjurnar af merkjasölunni hafa einnig reynzt allmiklar, þvf að ^ramhald á bls. 10. zwtmmm V í S IR . Föstudagur 2. nóvember 1962. Hæli handa vangefn kosta „Þegar félagið hóf göngu sfna, var talið, að vangefið fólk hér á landi væri um 2000 talsins, þar af 5 — 600 er nauðsynlega jiyrftu á hælisvist að halda. Eitt hundrað manns eða rúmlega það mun þá hafa dvalizt í hælum aföllumþess um fjölda, en það mun fjarri lagi, að til væri í hælum þeim, sem þá voru starfrækt í landinu, viðun- andi húsrými fyrir svo marga vist menn, en vegna gífurlegrar eftir- spurnar eftir hælisvist og hreins neyðarástands víða á heimilum, var vitanlega reynt að taka við eins mörgum og frekast var kost- ur á. Nú er svo komið, að vist- menn á hælum vangefinna eru 158 talsins, en að auki rekur fé- lagið heimili fyrir vangefin börn að Safamýri 5 hér í borg og dvelja þar nú 22 börn“. „En hvað hefir á unnizt að öðru leyti f þessum málum síðan fé- lagið kom t;' sögunnar?“ „Forgöngumönnum félagsins var ljóst frá öndverðu, að meg- inverkefnið hlaut að vera að afla fjár til framkvæmda, ef lausn átti að vera hægt að finna á hinu mikla verkefni, sem félagið hafði sett sér. voru samþykkt á Alþingi lög um aðstoð við vangefið fólk. Var meg inefni laganna í samræmi við til- lögur stjórnar Styrktarfélagsins. Styrktarsjóður vangefinna er í vörzlu félagsmálaráðuneytisins, en stjórn Styrktarfélagsins hefir tillögurétt um ráðstöfun fjár úr honum. Á s, 1. vetri hóf stjórn félagsíns svö baráttu fyrir þvf, að tekjur sjóðsins væru auknar með því móti, að flöskugjaldið væri þre- faldað og það skyldi greitt næstu 10 ár f stað fimm ára, og sam- þykkti siðasta Alþingi þessa breyt ingu“. Heildartekjurnar orðnar 7,2 millj. kr. „Og hversu miklar hafa telcjurn- ar svo orðið af þessu flöskugjaldi, og hvernig hefur þeim verið var- ið?“ „I lok sfðasta árs voru þær orðnar 7,2 milljónir króna, og á saAia tíma hafði 6,3 milljónum verið varið til hælisbygginga handa vangefnu fólki. Fé þetta skiptist þannig, að Kópavogshæl- ið hafði fengið rúmlega 4,4 millj. króna, Skálatún 930 þús., Sólheim I I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.