Vísir - 02.11.1962, Side 9

Vísir - 02.11.1962, Side 9
VÍSIR . 2. nóv/5,~!ber 1982. Uppdrátturinn sýnir, hvar Rússar höfðu komið sér upp hættulegum eldflaugastööum á Kúbu, kafbátabækistöðvum og hvar sprengjuflugvellir eyjarinnar eru. _ Rússneska hreiðrið á KÚBU • Þorsteinn Thorarensen rekur • gang Kúbumálsins — 2. grein Guflntdnam $anáarís\' f|í ítób ;á!, Enn er það í fersku minni, þegar Rússar skutu bandaríska njósna- flugvélina af gerðinni U-2 niður yfir Síberíu þann 1. maí 1960. Enn gleymist það ekki hvílíkum hamförum Krús jeff einræðísherra Rússa fór þá, hvernig hann hneykslaðist yfir þessum fádæmum, að Bandaríkja menn skyldu senda Ijós- myndaflugvél inn yfir Sovétríkin til að taka myndir af vígæði Rússa á sama tíma og Rússar sjálf ir sendu þó tugi svokall- aðra „fiskiskipa‘‘ út um öll höf til njósna með- fram ströndum vest- rænna landa. Verra var þó, að menn á Vest- urlöndum skyldu leyfa sér að taka undir áróður kommúnist- anna og fordæma U-2 flugvélina. sem hafði þó gert mikið gagn. Og verst af öllu var að hin lin- gerði þáverandi forseti Banda- ríkjanna Eisenhower forseti, tók því með þögn og þolinmæði, að Krjúsjeff svívirti hann og vest- rænar þjóðir með dólgshætti sín- um vegna U-2 málsins. U-2 hjálpa enn. Cíðan þetta gerðist hafa U-2 njósnaflugvélar Bandaríkja- manna lítið komið við sögu. Það var ekki fyrr en nú um miðjan október, sem þær komu aftur að stórkostlegu gagni til þess að af- hjúpa eitt skelfilegasta stríðssam særi sem sagan getur um. Það var með hjálp U-2 njósnaflugvél- anna, sem fljúga hærra erni og öllum flugvélum, sem falsanir Rússa í Kúbumálinu voru opin- beraðar og það kom í ljós, að Rússar voru að koma sér þar upp einu ægilegasta víghreiðri í heimi. Það er nú kunnugt orðið að ein hvern tíma á fyrri hluta þessa árs, missti Castro á Kúbu allt sjálf- ræði í hendur Moskvuvaldsins. Það er enn ekki vitað með vissu, hvernig þetta gerðist, en margt stuðlaði að þyí, t.d. að Kúba var orðin Rússum mjög háð efnahags lega og ennfremur að hópur rót- tækra alþjóðakommúnista hafði smámsaman grafið um sig £ kring um Castró og hafði mikil áhrif á hann. Hernaðar- samningur. Áður en til þessa kæmi höfðu Rússar selt Kúbumönnum mikið af vopnum, en svo er litið á að það hafi mátt kalla varnarvopn, þ.e. léttir skriðdrekar, fallbyss- ur í strandvirki og orrustuflug- vélar með fremur litlu flugþoli. Það mátti þá til sanns vegar færa, eftir hina heimskulegu inn rásartilraun í Svínaflóa, að Kúbu menn gætu óttazt bandaríska inn- rás, enda hafa raddir heyrzt um slíkt í Bandaríkjunum. En eftir að Castro komst með öllu í klær Krjúsjeffs varð skyndi leg breyting á þessu. Formlega gerðist það hinn 2. sept. sl., að Che Guevara hermálaráðherra Kúbu undirritaði samning við Rússa austur í Moskvu um hern- aðaraðstoð. Það er nú komið á daginn, að þessi samningur var aðeins ætlaður tU að fela það, að Rússar voru sjálfir búnir að taka að sér stjórn hermála Kúbu. Hinir gífurlegu vopnaflutningar hófust um mitt sumar og héldu áfram í stöðugt auknum mæli, þar til bandaríski flotinn stöðvaði þá, 22. sept. sl. Orðrómur á Kúbu. Þegar kom fram á sumar tóku að heyrast á Kúbu miklar sögu- sagnir um að verið væri að koma upp risavöxnum eldflaugabæki- stöðvum þar. Vestrænir blaða- menn sem fengu tækifæri til að Framhald á bls. 2 Þessar myndir voru teknar 23. október yfir rússneskri eldflaugastöð á Kúbu. Tölumar sýna eftirfarandi: 1) Þungir vörubílar 2) Stjómturn með rafstöð og símalínum, 3) Skotbakki fyrir eldflaugar, 4) Stöð til að fjarstýra eldflaugum, 5) Löng tjöld sem eldflaugar eru geymdar undir, 6) Þungir dráttarbílar, 7) Tankbílar með eldsneyti á eldflaugar, 8) Tankbílar með súrefni á eldflaugar. f l ! ! T'l i I ! I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.