Vísir - 02.11.1962, Side 13

Vísir - 02.11.1962, Side 13
V í S IR . Föstudagur 2. nóvember 1962, 13 ÍRLAND - Framhald at bls. 8 Cromwells, sem fór með báli og brandi um landið og leitaðist við að uppræta kaþólska trú — ár- angurslaust. Síðarnefndu rústirn- ar eru að miklu leyti frá uppreist inni mikiu 1916, þegar írar reyndu að hrinda af sér oki Breta meðan fyrri heimsstyrjöldin geis aði, en voru brotnir á bak aft- ur eftir miklar blóðsúthellingar. Þegar haldið' er þvert yfir land ið til vesturs, fer frjósemin smám saman minnkandi, jarðvegurinn verður æ hrjóstrugri, grjótið læt ur æ meira á sér bera, og stein- veggirnir verða æ fleiri. Connemara. Við komum síðla dags til Gal- way, sem er gamall bær með 22,000 íbúum. Þótt hér sé ekki um stórborg að ræða, er þessi staður samt mjög mikilvægur, þvl að bærinn er miðdepill sam- gangna og viðskipta í vestur- hluta landsins. Þangað og þaðan liggja vegir í allar áttir, og þaðan stefnum við áfram vestur á bóg- inn, til Connemara, þar sem íbú- arnir tala mestmegnis hina fornu tungu, keltneskuna. Connemara er tvímælalaust sá staður á ír- landi, þar sem fátæktin og erfið- leikarnir eru mestir. Þegar þang- að er komið, hverfur maður í rauninni hundrað ár aftur 1 tím- ann, ef ekki lengra. Þarna er það asninn, sem kem- ur í stað hesta, vagna og bif- reiða. Hann er mest notaður til áburðar, eins og raunar á mörg- um öðrum stöðum á Eyjunni grænu. Þarna notar almenningur líka mest mó til hitunar, því að kol eru alltof dýr, til þess að menn hafi efni á að kaupa þau. Tekjurnar eru litlar og hrökkva ekki fyrir slíkum munaði sem kol eru. Fyrir bragðið blasa þarna við mógrafir í öllum áttum. Gamall stíll — endurbættur. Byggingarefni er ekki fjöl- skrúðugt þarna, því að flest hús- in eru úr leir og á þeim eru strá- þök, sem bundin eru niður með vírum, til þess að veður svipti þeim ekki af. Dyrnar eru fyrir miðjum öðrum langveggnum, og þær eru þröngar, og sama máli gegnir um gluggana, sem eru vart meira en þröngar glufur. Þegar inn er gengið, koma menn beint inn í herbergið, sem er í senn eldhús og setustofa. Jafnvel enn í dag er sami, gamli byggingar- stíllinn ríkjandi, og er þó talsvert byggt, einkum í sveitum, en þó hefir þessi gamli stíll verið end- urbættur lítið eitt og færður í nýtízkulegra horf, ef svo má að orði kveða. Sjaldan hefi ég séð eins mikla fátækt og á þessum slóðum. Við tjölduðum um kvöldið hjá gömlu húsi, fengum leyfi til að hafast við á grasbletti handan stein- veggjar, en urðum að hafa okkur á brott i býtið morguninn eftir, því að bóndi beitti kúm sínum á þenna blett. Hver bóndi hefir yfir að ráða nokkrum afmörkuðum skikjum, sem hver er um fjórðung ur hektara, og flytur hann kýr sínar á milli þeirra, svo að þær hafi jafnan nóg að bíta Litið inn hjá fiskimanni. Daginn eftir fluttum við okkur um set, héldum til annars þorps, þar sem menn höfðu að mestu framfæri sitt af sjávarfangi, þótt alifuglarækt væri þar einnig nokkur. Húsið, sem við tjölduð- um hjá, bar vott um öllu betri efnahag, en fólk allt, sem á vegi okkar varð, auðsýndi okkur sömu vinahót og gestrisni og við höfð- um komizt í kynni víð á vestur- ströndinni. Þarna var húsaskipun þannig, að fyrst var komið í anddyri, og úr henni var gengið inn í eins konar eldhússtofu. Þarna var mjög vistlegt. Eldstæðið var með gamla Iaginu, það er að segja það var svo stórt, að sæti voru innan þess. Sjálfar hlóðirn- ar voru niðri við gólf, og þar var allur matur búinn til yfir opnum eldi, brauð bakað og þar fram eftir götunum. Olíulampar eru hvarvetna notaðir til lýsingar, og reykelsisker brennur án afláts, en annars er krossmark eða María og barnið helzt til skrauts í húsakynnum manna. Mikil framför á fjórtán árum. Bændurnir þarna tala kelt- nesku, en geta þó brugðið fyrir sig ensku, þótt það sé aðeins gert, þegar nauðsynlegt er. Karl- mennirnir eru klæddir þykkum vaðmálsfötum, eins og tíðkuðust til sveita hér á landi þar til fyrir um það bil hálfri öld. Oft sá maður þó rifinn jakka, og allur var fatnaður fátæklegur og mátti segja, að þar væri bót við bót, en á höfði báru allir karlar skyggnishúfur, „sixpensarann" svonefnda. Margar hinna eldri kvenna báru heimaofin sjöl, og í Connemara er algengasti liturinn ljósbrúnn grunnur með dökk- brúnu mynztri. Þótt okkur fyndist, að við vær- um þarna komin á fund löngu horfinnar fortíðar, sögðu vinir okkar, að þeir gætu komið auga á verulega breytingu til batnaðar, frá því að þéir voru þarna á ferð 14 árum áður. Hagur bænda virðist mun betri, og víða hefir verið byggt upp á bóndabæjum. Tilgangur okkar með því að koma þarna var að hitta bónda nokkurn og bróður hans, sem fá- anlegir mundu til að flytja okkur til Araneyja, sem eru þarna skammt undan landi. Við hittum einnig foreldra þeirra bræðra, og voru gömlu hjónin fátæklega til fara eins og annað fólk, og and- litin báru þess vott, að þau voru bæði slitin af vinnu og þreytt orðin, enda hefir lífsbaráttan verið harðleikin við íbúana þarna. Gömlu hjónin kunnu nær ekkert í ensku. Hálfrokkið í stofunni. Við reyndum að gefa okkur á tal við gömlu hjónin og litla telpu, sem hefir verið um hálfs annars árs, barnabarn þeirra, en ekkert þeirra var svo ræðið, að við græddum neitt á þeim, og þau virtu okkur fyrir sér með nokkurri tortryggni. Við litum inn í húsið þeirra, en svo litla birtu lagði inn um litla skjáinn.að hálfrokkið var þar inni. Við héld- um fyrst, að við hefðum villzt inn í hesthús eða eitthvert annað peningshús, en þegar augu okkar fóru að venjast rökkrinu, sáum við okkur til mikillar furðu, að við vorum stödd í stofu, og þarna í hálfrökkrinu sátu tvö gamal- menni og á moldargólfinu voru tvö börn að leik. Með miklum fortölum tókst okkur um síðir að fá leyfi þeirra til að taka mynd af gömlu konunni með barna- barni sínu. Landslag líkt og hér. Þegar svo hafði um samizt, að við fengjum flutning út í eyjarn- ar morguninn eftir klukkan sex, ókum við af stað aftur og héld- um nú í norðvestur. Þar er lands- lag undur fagurt og minnir mjög á ísland. Náttúran er hrikaleg og stórkostleg, víða fögur stöðuvötn og á einum stað liggja þau kringd fjallgarði, sem kallast á ensku „The Twelve Beans“. Þarna er þó nokkur skógur, eik og fura, og auk þess blómgaðir runnar og kjarr, svo að hrjóstr- ugt er landið ekki. Hvarvetna vesturhluta lands- ins ríkir kaþólsk trú einvöld, og eins og suður í Iandi eru kross- mörk eða helgimyndir við hver vegamót eða Kristsmynd er kom- ið fyrir á einum hæsta stað í fjöllunum. Og hér á það sama við og suður í landi, andstæðurnar i þjóðlífi íra, mikil fátækt alls al- mennings og auðæfi kirkjunnar. Kaþólska kirkjan er öflugasta peningavaldið á írlándi, og kirkj- an kaupir margar hallir og kast- ala, sem eigendur hafa ekki efni á að eiga lengur, og breytir þeim í klaustur munka eða nunna. Hvarvetna verða á vegi okkar kaþólskir klerkar, sem virðast eiga góða daga. Flestir eiga eða hafa bíl til umráða. Þeir leika golf a ,m. k. tvisvar í viku, og við mættum nokkrum, sem voru á leið til eða frá golfleik, í bílum sínum. í stórum systkinahóp er næstum alltaf einn prestvígður maður. Með móflutningsbát til Arans. Morguninn eftir tökum við saman pjönkur okkar og höfum aðeins það allra nauðsynlegasta með okkur. Við hittum bændurna á tilseltum tíma og skiljum bíl- inn eftir í Connemara. Báturinn reynist vera venjulegur móflutn- ingabátur, og lifa bændurnir á að flytja mó til Aran-eyja, því að þar er ekki um annan eldivið að ræða. Við höfum aldrei séð bát af þessu tagi. Hann virtist um 100 ára gamall, var sjö metra langur, tjargaður og með stór, brún segl. Bátar af þessu ' tagi hafa verið notaðir þarna öldum saman. Eig- endurnir, ungir bændur, höfðu erft hann eftir afa sinn. Háfermi var á bátnum, vindur á móti, allhvass, svo að rauk yfir bátinn, og við vöknuðum í and- liti. Allt í einu gerði dembu. Eig- endur bátsins höfðu lítið skjól fyrir vindi og sjó, en létu það ekki á sig fá. Við reyndum að finna afdrep fyrir vindi og regni bak við mófarminn og með því að skríða lengra ofan í botninn á bátnum. Svo brauzt sólin allt í einu fram aftur, þungbúin skýin tvístruðust, og gerbreytti um veður, en slíku vorum við vön að heiman, svo að þetta vakti enga undrun okkar. Þegar lagt var að bryggju á eynni, voru þar nokkrir menn fyrir. Við stigum skjótt á land, en mennirnir tóku þegar við að koma mófarminum á land. Bátur- inn hafði verið tæmdur á svip- stundu, og bátsverjum gafst meira að segja tóm til að fá sér ölkollu i kránni við höfnina, áður en útfallið gerði þeim ófært út aftur. ÓDÝRIR HATT4R mikið úrval Hattabúðin HULD, Kirkjuhvoli Fíat ’62, gerð 500, keyrður 450 kílómetra. Verð samkomulag. — Volkswagen ’55 keyrður 60 þús., svartur, kr. 55 þús. Fiat 600 ’58 verð kr. 50 þús. samkomul. Dadge ’48, á góðu verði ef samið er strax. pr. mán. — Opel Kapitan ’56, einkabíll, verð samkomulag. — Volks- wagen ’55 Ijósgrár. nýendurnýjaður mótor og kassi. 55 þús. — Ford Station ’59, fallegur bíll, samkomul. Volkswagen 60, skipti á VW '63. Volkswagen '59 með öllu tilheyrandi. Útb 90 þús. — Opel Caravan ’60 verð kr. 110 jús. útbo'rgað. — Ford Sodiac ’55 kr. 65 þús. fallegur bíll. Opel Caravan '60, skipti æskileg á 4—5 manna bíl, helzt VW '55—'56 Opel Caravan '59 kr. 115 þús. útborgun Opel Caravan ’54 kr. 35 þús. samkomul Þarf lagfæringu. — Ford Cheffir ’58 kr. 95 þús., samkomul Ford Consul kr. 65 — 70 þús. útborgun 40 þús, samkomulag um eftirstöðvar. Ford ’57 6 cyl. benskiptur (ekki taxi) má greiðast með fasteignatryggðum veðbréfum — Marcedes Benz 18—220 gerð Verð samkomul. — Hefi kaupanda að Mercedes Benz '62—’63 220 Plymouth station ’58, gott verð et samið er strax Consul 315 ’62 samkomul., skipti koma til greina á Volkswagen '56 Ford Taunus ’60. Verð samkl Dodge 2ja dyra ’56 fyrir fasteignabrét Gjörið svo vel, komið með bflana — og skoðið bílana á staðnum BIFREIÐASALAN, Borgartúni 1 Simar: 18085, 19615 og 20048 Laugavegi 146 Sími okkar er 1-1025. Höfum í dag og næstu daga til sölu: Ford-stadion 1955 á hagkvæmu verði og greiðsluskilmálum Ford- Prefect, 1946 óskaað eftir staðgreiðslutilboði. Opel-Rekord, 1957, góður bíllw 80 þús., útb. 40 þús. kr. Volkswagen allar árgerðir frá 1954 til 1962. Volkswagen rúgbrauð, flestar árgerðir. Mercedes-Benz flestar gerðir og árgerðir. Moskwitch og Skoda bifreiðir allar árgerðir. Opel og Ford-Taunus flestar árgerðir. Auk þessa í mjög fjölbreyttu úrvali allar gerðir af 6 manna bifreiðum, sendi — station og vörubifreiðum. Áhrezla lögð á lipra og örugga þjónustu. BÍLASALAN ÁLFAFELLI . Hafnarfirði . Sími 50Í518 Seljum í dag Mercedes Be’nz 180 ’55, kr. 115 þús., einkabfll í tfijög góðu ástandi á nýjum dekkjum. Merceder Benz ’54 kr. 110' þús., níjög fallegur bfll. Chevrolet ’55, kr. 90 þús. í sérlega góðu standi, nýupp- tekinn og sprautaður. Piymouth '57 kr. 130 þús., góðúr bfll. Sþoda station ’56 kr. 40 þús., Austin station ’55 kr. 55 þús., nýupptekinn mótor og undirvagn. — Hagstæðir greiðsluskilmálar. BÍLASALAN ÁLFAFELLI . Hafnarfirði . Sími 50518 BILA OG BILPARTASALAN Höfum til sölu m. a.: Dogde '55 einkabfl, skipti æskileg á góðum 4 manna bíl ’58—60. Ford ’55 station skipti æskileg á fólksbfl. — 20 tommu ford felgur með dekkjum, skipti- drifs hausing og góðar sturtur af 4 tonna bfl. Hellisgötu 20, Hafnarfirði, sími 50271, Hfolbarðaverkstæðið Millan Opin alla daga frá kl. 8 að morgni ti) kl. 11 að kvöldi. Viðgerðir á alls konar hjólbörðum. — Seljum einnig allar stærðir hjólbarða — Vónduð vinna. — Hagstætt verð. — katíZoviÍAko H E RRAD E I LD Ódýrast er að auglýsa í Vísi oOVfUB i.CU^ SELUR Rk^oK

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.