Vísir


Vísir - 06.11.1962, Qupperneq 6

Vísir - 06.11.1962, Qupperneq 6
6 VlSIR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962 Hermann W. Filarski, fyrirliði hollenzku brid- gemannanna, sem ný- lega heimsóttu Bridgefé lag Reykjavíkur í tilefni 20 ára afmælis þess, hef ur ritað eftirfarandi grein um heimsóknina, sem einnig mun birtast í Hollandi. Það var sérstakur viðburður fyrir hollenzku bridgemennina að spila í tvímenningskeppni á íslandi á þessum tíma árs. Ot úr vel upphituðu gistihúsi fer maður í bifreið á spilastaðinn og þaðan hefur maður dásam- legt útsýni beint frá spilaborð- inu. I baksýn er trélaus, hrika- leg, snævi þakin fjöll, sem virð ast ógna menningunni. Um kvöldið tekur ljósadýrð Reykja- víkur við, sem minnir mann helzt á Rivieruna. En þegar út er komið vekur hinn nístandi kuldi mann til meðvitundar um hina norðlægu stöðu landsins. Spilasalurinn er einfaldur og hentugur. Útsýnið frá gluggan- um á húsinu er svo stórkostlégt að ég bjóst hálft í hvoru við, að á spilunum væru myndir af víkingakonungum og valkyrj- um í samræmi við útsýnið. Fornir siðir íslendinga munu haldast svo lengi sem landið er byggt og sólin skln á þetta dásamlega land. Á hinu svaia íslandi skeyta aðeins hljóm- fögur sklrnarnöfn spilaranna bridgenafnalistann og því veitt- ist okkur sú ánægja að spila við: „Eddu og Steinunni, Louisu og Júlíönu, Höllu og Kristjönu og svo framvegis.“ Sigurbjörg jmr á peysufötum, en við konu í þjóðbúningi hef ég aldrei áður spilað, þótt ég hafi spilað I fjölda landa. Undantekningarlaust voru allir andstæðingarnir mjög elskulegir og flestir þeirra töluðu vel ensku, en ef svo var ekki, gátu smá skemmtileg atvik átt sér stað. Lengyell og ég spiluðum á móti tveim herrum, sem notuðu Vfnarkerfið (Oslo-afbrigðið), Eftir H. W. Filarski én j>að' er íiijðg vinsælt á ís- landi. Sagnserlur þeirra hljóm- uðu I eyrum okkar sem ógreini- íegir jarðskjálftadynir. Sam- kvæmt upplýsingum ensktal- andi áhorfanda höfðu andstæð- ingar okkar strandað á einu grandi. Frekari upplýsingar gáfu til kynna, að þeir hefðu veik spil á hendi. Þetta gaf Lengyell ástæðu til þess að' koma inn og hann doblaði. Sá andstæðinganna, sem hafði sagt grandið, sagði pass og ég var nauðbeygður til þess að segja með þessi spil: S: 9-7-5-4 H: 10-9-4-3 T: 6-5-2 L: D-3. Laufa- drottningin hvlslaði að mér að betra væri að segja pass og ég hlýddi þvl. Árangurinn kom á óvart. Ég spilaði út laufadrottning- unni og andstæðingarnir unnu samninginn, sem var á hættu, með tveimur yfirslögum. Undr- un okkar varð ennþá meiri, þeg ar við litum á skorblaðið. Flest hin pörin höfðu sagt og unnið þrjú grönd og fengið fyrir það 600 eða 630. Okkar hörmulega ógæfa hafði kostað okkur 580, en þótt ótrúlegt sé, fengum við næstum „topp“ fyrir spilið. Það er áreiðanlega einstætt I sögu bridgekeppninnar að maður fái jafnmarga púnkta fyrir svo slæman samning. Fallega laufa- drottningin hafði haft á réttu að standa. Ég átti að segja pass. Eftirfarandi spil var viðburða- ríkt: Norður: Suður: S: Á-D-10- S: K-9-4-2 7-5 H: ekkert H: G-6-4 T: Á-K-D-4 T: 9-6-3 L: Á-D-G- L: K-5 10-6 Við Lengyell sátum N-S. Sjö spaðar eru náttúrlega bezti samningurinn, en fyrir mörg pör reyndist erfitt að ná þeim. Tvær konur úr meistaraflokki kvenna gerðu okkur erfitt fyrir. Vestur opnaði. á. þremur hjört- um, norðúr og austur sögðu pass. Suður sagði fjögur hjörtu og norður sagði sex spaða. Suð- ur, sem sennilega hefur óttazt íslenzku konurnar, sagði pass. Félagar okkar, Kreynes og Sla- venburg, lentu einnig I sex spöð um. Þó er þetta miklu betri árangur en hjá einu íslenzka parinu, sem eftir einhvern mis- skilning lét A-V spila fjögur hjörtu. Þetta vakti heitar um- ræður hjá viðkomandi pari. Ég ætla samt ekki að gleyma þvl, að náttúran sjálf kom okk- ur mest á ó.vart þetta sama kvöld. Á heimleiðinni sáum við hin dásamlegu norðurljós, sem fæstir okkar höfðu áður séð, glitrandi á svörtum næturhimn- inum, dásamlegt, töfrandi sam- spil fagurra lita. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR: A léttum vængjum Það er haft eftir merkismanni, að þeir sem við uppeldisstörf fást, kunni að vera um of tóm- látir að kenna börnum nógu snemma létt og fögur ljóð, sem þau geta sungið. Og þeim séu kennd þau með því að syngja þau. Þetta er án efa rétt. Við, sem minnumst bernskuáranna um siðast liðin aldamót, finnum greinilega þann mun, sem hér er á orðinn, og til hins lakara. Þá lærðu börn mikið af vlsum og mjög víða var mikið sungið I heimahúsum, einkum af börn- um og unglingum. Þá voru fáir „slagarar" á ferð og annað létt- meti, sem hugann tók, heldur voru sungin ýmls fögur ljóð, sem þá voru á vörum fólksins. Nú er þetta þannig, að börn og ungmenni heyrast sjaldan syngja annað en syokölluð dæg urlög og danskvæði, sem oft eru mikið léttmeti, ef þau þá ekki verðskulda verra heiti. Og hreinan viðburð má það kalla, að unga fólkið syngi ættjarð- arljóð, sér til uppörvunar og gleði. Hér þyrfti að verða breyting á til bóta í heimilum og skól- um þarf að hljóma léttur og hressandi söngur, falleg og létt ljóð, undir ljúfum lögum. Og þessi ljóð frú Margrétar Jónsdóttur eru einmitt af þvi tagi. Þau eru vissulega á létt- um vængjum og munu fljúga I börn, ef þau kynnast þeim. Við þekkjum sum þeirra úr barna- skólunum frá fyrri tíð. Þar voru þau mikiö sungin. Og yfirleitt virðist mér svo vera um flest Ijóðin I þessari bók, að þau séu létt lærð og sungin. Heillandi blær ævintýrsins gefur þeim gildi, og Öll eiga þau grómlaus- an grunntón. Þau eru falleg, en kosið hefði ég að þau væru fleiri undir þekktum lögum. Það er fengur að þessari bók Og það oT ’ ur gildi hennar til náms, að margar myndir skýra sum Ijóðin. Ég mæli þvl hið bezta með henni, og tel að heim ilin ættu að eignast hana og nota. Snorri Sigfússon. TIME RÆDST Á STEINBECK í síðasta hefti vikuritsins Time, birtist grein um John Steinbeck í tilefni af því að honum voru veitt bókmennta- verðlaun Nobels. Ræðst blaðið all harkalega að Steinbeck og því að hann skuli hljóta verð- launin. Segir blaðið að verðlauna- veitingin hafi fengið mjög slæm ar möttökur hjá gagnrýnend- um, sem fyrir löngu hafi af- skrifað hina gölluðu hæfileika Steinbecks. Blaðið segir að Steinbeck geti ekki sjálfur út- skýrt hvers vegna hann skrifi skáldsögur „ ... af því að það er svo langt síðan ég hef hugs- að um það“, segir hanh. „Ég býst við að þetta sé orðinn eins konar taugakipringur“, Segir blaðið að Steinbeck hafi gert Salinasdalinn að Yokn apatawa County í eins konar myndasögustíl, þar sem jafnvel verstu skúrkar eru góðir við dýrin. Líkir blaðið hinum mis- jöfnu' bókum Steinbecks við Tropics Henry Millers, þegar fyndnin hafi verið dregin frá. Þekktasta bók hans, „Þrúgur reiðinnnar", telur Time vera- kraftmikla ritgerð, en teeplega skáldskap, sem lifað getur á öðrum stað og tíma. Vitnar blað ið I Edmund Wilson, þegar hann ræðir um sögupersónur Steinbecks og telur þær ekki fyllilega mannlegar, heldur snið ugar litlar dúkkur, sem sken-.ita á svipaðan hátt og íkornar og kanínur. Segir blaðið að The Winter Danskt blað gagnrýnir aðförina að Loftleiðum Norðurlandanna I sameiningu og haldið uppi með milljóna- styrkjum af opinberu fé, reyni að ganga milli bols og höfuðs á öðru no'rrænu flugfélagi, sem með dugnaði og útsjónarsemi hefir reynzt þess megnugt að standast samkeppni. Fólk hlýtur að minnast sög- unnar um Davíð og Golíat I þessu sambandi og þær upp- hæðir, sem SAS kann að hafa upp úr þessu krafsi, geta orðið dýru verði keyptar. Ýmis Önnur blöð á Norður- löndum taka I sama streng og eru ekki sem stoltúst af aðför SAS að Loftleiðum þótt þau viðurkenni jafnframt að ekki sé nema eðlilegt að SAS reyni að rétta við fjárhag sinn. Blöð- in minnast á hugmydir um nor- ræna samvinnu .1 þessu sam- bandi og telja þetta „loftferða- stríð“ ekki beinlínis rekið I þeim anda. Sum þeirra benda á að SAS gangi jafnvel svo langt I þá átt að koma Loftleiðum á kné, að taka I rauninni upp samkeppni við sínar eigin þotur. Einnig er á það bent, að afleið- ingin af þessari fyrirætlan, ef hún verði framkvæmd, hljóti að verða sú að öll flugfélög á Norður-Atlantshafi hljóti að lækka sín fargjöld og þá lendi SAS aftur I harðri samkeppnis- aðstöðu. Kristilegt Dagblað I Kaup- mannahöfn er sýnilega ekki hrifið af aðför SAS að Loftleið- um og ritar m. a. eftirfarandi um það mál: Það er engin ástæða til að ásaka SAS fyrir það þótt stjórn félagsins leiti leiða' til að kom- ast úr fjáhagskröggum. Þar fyr- ir ætti stjórn SAS að hugsa sig tvisvar um áður en hún fram- kvæmir þá hugmynd slna að brjóta niður litið, norrænt flug- félag. Ef SAS heppnast það mun það ekki aðeins verða hryggð- arefni á Islandi heldur og víða um Norðurlönd. Það er ekki sanngjarnt að fé- lag, rem er rekið af þremur Mjólk vinsælli Það er ótrúlegt en satt, að Vestur-Þjóðverjar eru farnir að drekka meira af mjólk en bjór. Bjórneyzla hefir farið vaxandi undanfarið I sambandslýðveldinu, en mjólkurneyzlan hefir aukizt enn örar. Á síðasta ári nam mjólk- urneyzla á hvert mannsbarn 109,3 lltrum, en bjórdrykkjan nam að- eins 95 lítrum á mann á ári. John Steinbeck of our Discontent, sé ekki ann- að en skrækróma endurómur af þeirri sönnu þjóðfélags- ádeilu, sem fólst I Þrúgur reið- innar. Þá segir það einnig um nýjustu bók hans, Travels With Charlie, sem er nú metsölubók, að hún hafi til að bera alla þá eiginleika, sem hafi einkennt Steinbeck upp á sitt versta Telur það eina af ástæðunum fyrir því að hann fékk verð- iaunin, vera þá, að á undan- förnum árum hafa rithöfundar oft hlotið verðlaunin, sem eru lítið þekktir Utan síns heima- lands. Þetta verður ekki sagt um Steinbeck, þar sem bækur hans hafa verið þýddar á 33 tungumál og stingur Time upp á því að þær séu kannske skárri á þeim en ensku.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.