Vísir - 06.11.1962, Side 9

Vísir - 06.11.1962, Side 9
1 VlSIR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962. 9 'C'yrr á árum var rætt um Evr- ópu norðan og sunnan Alpa. Sú skipting hefir á seinni árum orðið að víkja fyrir stjórnmála- legri skiptingu Evrópu í vestur og austur. Skipting Evrópu land- fræðilega í norður og suður um Alpafjallagarðinn er rökrétt einnig ,f dag frá menningarlegu sjónarmiði.Þar fyrir sunnan liggja elztu menningarlönd Evrópu: ítalía og Grikkiand. Hér er sagt í stórum dráttum frá borginni Gubbio, sem er á Mið-Ítalíu í Umbríuhéraði. Hátt undir hlíðum Ingino- fjallsins er samfelld húsaröð. Húsin eru hlaðin úr steini ljósum, þök þeirra eru rauðleit. Mest ber á ráðhúsi borgarinnar, Palazzo dei Consoli og nokkrum kirkju- turnum. Borgin lætur lítið yfir sér, og þér kemur vart til hugar, að hér búi og starfi yfir 40 þús- und sálir, að hér sé unnt að búa 529 metrum yfir sjávarmál. Allt er þér framandi, tungutak inn- fæddra, nöfn á götum og bygg- ingum. Þú átt að venjast annarri húsagerðarlist. Þú kemur að Piazza 40 Martiri, torgi 40 píslar- vætta. Torgið er stórt, hér er garður. Þarna stendur líkneski af þér ókunnum manni. Þarna er kirkja, og framundan er aflöng bygging, tvíhæða, f stað lokaðra veggja eru hér súlnagöng. Þetta er markaðssvæði, verzlanir fyrri tíma. í dag er hér hljótt. Það er ártíð helgs Ubaldo, hinn 15. maí. Hátíðin hefst með messu í bæna- húsi múrara. Þar verða menn kjörnir til þess að bera 8 metra há stundarglös úr viði, hin svo- kölluðu „ceri“. Keppt er um hver verður fyrst- ur upp á fjallið Ingino að klaustri helgs Ubaldo. Þrjár stéttir taka þátt f keppninni: múrarar, kaup- menn og bændur. Á hverju stund- arglasi er verndardýrlingur. Lítið líkneski af helgum Ubaldo á stundarglasi múrara. Á stundar- glasi kaupmanna er smálíkneski af helgum Georg. Bændur bera stundarglös með helgum Ant- oníusi einsetumanni. Vanda þarf valið, af því að burðurinn er þungur, og heiður hverrar stéttar um sig er í veði. Það þarf einnig að velja trumbuslagara og fánabera. Þú fylgist með fylkingunni, sem gengur að Porta Castello, borg- arhliði kastalans. Umhverfis Gubbio er enn í dag gamli borgar- múrinn. Þarna er gljúfrið, sem á- in Camignano hefir myndað. Það er stórt, fjallið er rúmir 800 metrar að hæð. Liðið er frítt, klætt í fornan búning frá 12. öld. Hér taka þeir á móti blómvendi. A f hverju er haldin hér hátíð ár hvert hinn 15. maí? Þú færð engin greið svör. Uppruni hátíðarinnar er í raun og sann- leika fallinn í gleymsku. Einn telur, að hátíðin eigi sér rætur allt aftur f heiðni, sé haldin til heiðurs korngyðjunni. Annar seg- ir, að hér sé minnzt undraverðs sigurs borgaranna á 12. öld, er þeir einir og óstuddir sigruðu 11 sambandsborgir. Þá sátu að stjóm ghibellínar, sem voru menn harðir af sér og grimmir. Sá þriðji heldur, að hátíðin sé táknræn, stundarglösin séu gefin helgum Ubaldo í þakkarskyni. Þér er ljóst, að ekki er á allra færi að bera þau og renna upp á fjall með þau á 13 mínútum, og vega- lengdin er um 2 km. Allt er fólk hér prúðbúið, sem fylgir fylking- unni að Piazza della Signoria, ráðhússtorgi borgarinnar. Feður eru á gangi með prúðbúin börnin, móðir heldur ef til vill á því yngsta. Ungar blómarósir trítla með,- og yngissveinar halda hóp- inn sér. Trumbuslagarar slá trumburnar, og fánaberar ganga í broddi fylkingar. Ráðhústorgið er stórt. Framundan er stein- Vigdís Hansen cand. mag. lýsir heimsókn í gamla borg í Umbríu hjarta Ítalíu veggur, andspænis honum er húsaröð Via dei Consoli. Til ann- arrar handar er Palazzo il Primo Capitano og til hinnar er Palazzo dei Consoli. Torgið minnir helzt á leiksvið miðalda, þáV sem far- andsleikarar gátu slegið upp sviði og leikið listir sínar. Torgið stendur hátt í hlíðinni og frá opnum steinveggnum sér vítt um Umbríuhérað. Á tröppum Palazzo il Primo Capitano er veitt móttaka lykli ráðhússins að viðstöddum erki- biskupi. .Sú athöfn er táknræn. Kirkjuklukkum er hringt og nú má líta stundarglösin, sem sýnd eru. Samtímis er komið með þrjár krúsir úr leir, listavel gerðar. Þér dettur þá í hug, að hér bjó og starfaði meistari Giorgo. Hann fann upp hinn rauða gljáa leirsins við endurskin málmsins. Slíkri uppfinningu var haldið leyndri sem hernaðarleyndarmáli þegar grannaborgir vildu færa sér hana í nyt. Enn f dag eru leirmunir eftirsóttir frá Gubbio, og leir. munasmíði sómi sýndur. Tjað færist kátína yfir menn, hátíðahöldin dreifast um bæinn, keppendur skipta sér og fara um bæinn og sýna stundar- glösin og setja þau á fótstallana f Via Savelli della Porta. Nú hefst hóf í ráðhúsinu fyrir for- ráðamenn borgarinnar og gesti þeirra. Það er föst venja að neyta fiskjar. Ráðhúsið er opið öllum borgar-búuni .til þess að kanna undirbúning og skoða safnið. Þér hefir orðið starsýnt á það. Ráð- húsið er undurfögur bygging í- gotneskum og rómverskum stíl. Yfir gluggunum, tveim og tveim, hvílir blær samræmis og hrein- leika. Turninn sómir sér vel, þótt hann sé óvenjulega lágur. Þú gengur inn um dymar, sem eru fornlegar á að sjá. Þú kemur inn í stóran sal, sem er eftir endilöngu húsinu. Þar eru nú veizluföngin og borðum komið fyrir. í öllum ráðhúsum ítölskum frá miðöldum er gengið rakleitt inn í sal. Clíkir salir voru notað- ir til þingstarfa og í þágu borgar- félagsins. Á ytri vegg hússins eru stórir járnhringir í mannhæð. Ut úr veggnum skagar oft járnteinn, sem ber yzt hesthöfuð. Þar skyldi Torgið og ráðhúsið í baksýn. Ein miðalda gata f Gubbio. tjóðra reiðskjótann. í dag er hér varðveitt safn borgarinnar. Elztu munir eru frá rómverskum tíma. Þeim er raðað hér meðfram veggjum. Er þú svipast hér um, undrar þig ef til vill einna mest leikur hinna bogadregnu línu rómverska byggingarstflsins. í ■ einum boganum er gluggi, í öðr- um opnast inngöngudyrnar. Sjálft loftið er hvelft og í skáhallri línu við boga á gafli, liggur stiginn upp á efri hæðina. Hér efra er mesta gersemi safnsins Tavole Eugubine. Á hana er skráð hið forna mál Umbríuhéraðsins. Gam alt myntsafn er hér, og einnig eru varðveittir munir úr leir, gerðir af meistara Giorgo. Þú ert hér í þér nær ókunnum heimi, þar eð öll listaverkin eru trúalegs eðlís, tjáning kaþólskra listamanna á hinni helgu bók og undraverkum. Þú gengur út á svalirnar og hugsar þér, að þú sért æðsti maður borgarinnar og lítir yfir veldi þitt. Fyrir neðan þig gefur að líta rauð húsþökin, mjóar göturnar. I fjarska eru fjöllin hulin í hitamóðu. Þú 'sérð að fólkið er að tínast í burt. Hlé er á hátíðarhöldunum. Sá er siður í landi hér, að menn fari heim á miðjum degi, eti og hvílist. T/'eitingahús og krár eru opnar. ~ Þú sezt inn á eina þeirra. Fyrir henni hékk fortjald, lausar snúrur marglitaðar úr plastefni. Það er dimmt inni, hvítur dúkur er á borðum og tvær krúsir með legi í. Auðséð er, að fjölskylda rekur krána. Inni ríkir friður og ró, sem minnir mjög á heimili. Allt fer fram með kyrrð, og af- greiðslan er góð. Þér er réttur matseðill. Upptalning réttanna er löng og úr miklu er að velja, en hvað er hvað? Þú lætur kylfu ráða kasti. Þér er borin súpa. Hún er hnausþykk. Ö — sköp er bragðið líkt, að hún sé kjötsúpa úti á íslandi. Kjötið er hins vegar þurrsteikt, og salatið er mengað olíu. Vínið er gott, brauðið er hálft og bragðgott. Áð lokum er þór borin pera í vatni. Þér er reikað um bæinn. Göt- urnar eru þröngar, hlaðnar úr steini, sem er máður af gangi kynslóðanna. Engin gangstétt er meðfram húsunum. Þar eð borgin stendur I fjallshlíðinni, sveigjast götur oft í ótal hlykkjum, þeim hallar upp að húsunum og eru lægstar í miðju. Þar rennur rign- ingarvatnið. Yfir g-etunni eru múraðir bogar, eins og til styrkt- ar húsunum beggja vegna. Gatan er sem undirgangur. Húsin eru há,- Fyrir gluggum í götuhæð eru járnrimlar. Siíkt hefir verið nauð- syn á rósturtímum. Brú getur legið hið efra að húsi. Húsin eru oft þakin vafningsviði, og jurta- pottar standa meðfram hús- Frh. á bls. 13 I BORG þagnarinnar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.