Vísir - 06.11.1962, Page 13

Vísir - 06.11.1962, Page 13
V í S IR . Þriðjudagur 6. nóvember 1962. 13 Umbílatollog benzínverð SU fregn var birt í blöðunum s. l. sumar — og raunar borin til baka skömmu síðar — að fyrir dyrUm stæði að hækka verð á benzíni og lækka um leið innflutn- ingsgjöld á bifreiðum. Þarna var um að ræða breytingu, sem hefði getað orðið til bóta, og skal þetta skýrt nokkru nánar hér á eftir. Kaupendur beittir harðræði. Þeir, sem þurfa bifreið vegna starfa eða til tómstundagamans, einu nafni bílakaupendur, hafa á undanförnum árum og áratugum verið beittir töluverðu harðræði. í meira en aldarfjórðung var inn- flutningsbann á þessarri vöruteg- und. Aðeins fáir útvaldir fengu að flytja inn bifreið, og hinir áttu þann kost einan að kaupa hana á svörtum markaði, notaða. á ailt að fjórföldu verði. Þegar létt var loks á innflutn- ingshöftunum, fylgdi í kjöífarið þvílík gjaldheimta í formi tolla, söluskatts og sérstaks 100% skatts á fob-verð, að enn er ein- ungis á færi velefnaðra manna að eignast góðan bíl. Þessi gjald- heimta ríkisins, er nemur^samtals tvöföldu verksmiðjuverði bifreiðar- innar, jafngildir hreinni og beinni upptekt (konfiskaiton) á sparifé borgaranna og á sér ekki dæmi f öðrum löndum hins vestræna heims. Stéttum mismunað. Þó tekur nú út fyrir allan þjófa- bálk, að hin okurháu aðflutnings- gjöld eru ekki látin falla jafnt á alla þegnana. Leigubílstjórar þurfa t. d. ekki að greiða eins hátt verð fyrir bifreið og læknar, og verður þó að telja þjónustu hinna síðar- nefndu engu veigaminni fyrir þjóðfélagið en leiguakstur. Jeppinn er fólksbifreið bóndans, enda hæfir hann staðháttum úti á landi. Hann er einnig fluttur inn af fjölmörgum bæjarbúum, sem finnst hann henta sér betur en aðrir bílar. Þetta fólk er með öllu undanþegið hinu sérstaka 100% gjaldi til ríkissjóðs. Því fer víðs fjarri, að jeppinn sé að nokkru ráði hafður til landbúnaðarstarfa eða flutnings. Til þeirra hluta not- ast dráttarvélar og vörubílar, enda miklu hentugri. Hins vegar er jeppinn mjög í gangi sem leigu- fólksbifreið í sveit og þá fyrir fullan taxta, enda þótt bifreiðin njóti tollfríðinda. Vandaðir bílar óvelkomnir. Jafnframt er viðhöfð mismunun varðandi bílastærð og þunga. Ef bifreið v.jur meira en 1150 kg., hækkar „gjald til ríkissjóðs" úr 100 upp í 135%. Nú er vitað, að gæði farartækisins eru að veru- legu leyti komin undir efniviðn- um, sem i það er lagður. Því meiri sem hann er, því betra verk- færi að öðru jöfnu. Þessi 35% aukaskattur á þyngri bifreiðar — ofan á þau feikn tolla og gjalda, sem fyrir eru — gerir flestum nær ókleift að eignast hinar vand aðri tegundir, en beinir kaupunum til hinna léttari og lélegri bíla Skýtur þessu skökku við í okkar landi, sem hefir slæma vegi og fjall-lendi og þarfnast því kraft- mikilla og traustra bifreiða. Það skal tekið fram, að margar bíla- tegundir yfir 1150 kg. eru ódýrari í rekstri, sparneytnar á benzín og án teljandi viðhdfdskostnaðar um árabil. Rekstrarkostnaður. Afleiðing hinna háu aðflutnings- gjalda er m.a. sú, að afskrift og vaxtatap verða stærstu liðir rekstr arkostnaðar, en eldsneyti, sem hér er selt ódýrara en víðast annars- staðar, verður tiltölulega smár póstur. I Þorri'fólksbifreiða í notkun kost- ar frá kr. 100 — 300 þúsund. Ef miðað er við meðal-verð kr. 200 þús., meðal-benzínneyzla 10 lítra á 100 km. og meðal-akstur 15000 km. á ári, verður árlegur rekstrar- reikningur sem næst jjannig: Afskrift 10% kr. 20.000,- Vextir fjárhæðar, sem bundin er i bílverði 7% kr. 14.000,- Tryggingar (kasko með kr. eitt þús. sjálfsábýrgð) kr. 4.725,- Benzín 1500 1. á 4/20 kr. 6.300,- Kr. 45.025,- Viðhald bifreiðar (þ.e. smurning og olía, hreinsun og bónun, hjól- barðaslit, bilanir o.fl.) er ekki tekið með, enda raskar það ekki niður- stöðu, og liðurinn er mjög breyti- legur eftir bílategund sem og með- ferð, en einkum ber að hafa í huga, að hann eykst í vaxandi mæli með aldri bifreiðarinnar. Segjum nú, að aðflutningsgjöld verði lækkuð til helminga, t.d. með brottfalli margnefnds 100% gjalds til ríkissjóðs, þannig að meðal-bif- reiðin kostar um kr. 135.000,— i stað 200,00, — , 'en benzín sam- tímis tvöfaldað í verði. Dæmið verður þá á þessa leið: Afskriftir 10% kr. 13.500,- Vextir bundins fjár 7% &r. 9.450,- Tryggingar kr. 3.585,- Benzín 1500 1. á 8/40 kr. 12.600,- kr. 38.835,- Það fer ekki milli mála, að bifreiðareigandinn myndi hagnazt á slíkri ráðstöfun, jafnvel þó að benzín hækkunin yrði svo ferleg sem í dæminu greinir. En hvað myndi vinnast að öðru leyti? Kostir lægra bifreiðaverðs. Fyrst, lækkun aðflutnings- gjalda myndi gera fleirum unnt að eignast þetta eftirsótta og ó- missandi farartæki, þegar ný VW- eða Renault-bifreið fæst fyrir kr. 75 — 80 þús. og aðrar eftir þvi, geta velflest heimili keypt sinn fjölskyldubil, en svo er ekki í dag. Annað, hinum betur stæðu er gert kleift að afla sér vandaðra tegunda, sem hæfa vegum og lands lagi hér. Þriðja, mögulegt verður með lækkandi verði að afskrifa bifreið- ar á skemmri tíma, við það sparast hinn gífurlegi viðhaldskostnaður gamalla vagna, og bílgörmum fækk ar til aukins öryggis fyrir umferð- ina. Fjórða, hækkun benzín-verðs mun hins vegar tryggja ríkinu jafnari og betri tekjur en háir tollar. Fimmta, hækkunin mun draga úr óþörfum og erindislausum akstri, svonefndu bílaflakki, og minnka nokkuð álagið á hinu ónoga vegakerfi okkar. Sjötta, hún mun stuðla að inn- flutningi neyzlugrannra bifreiða og á þann hátt einnig leiða til sparnaðar fyrir þjóðarbúið. Forsætisráðherro- íundum fjölgur Nokkrar tillögur. Allar snöggar breytingar eru varhugaverðar, og gæta verður þess að dreifa gjöldum réttlátlega niður á þegnana. Ef benzín-verð er fært upp, verður að auka þunga skatt á hráolíubifreiðum tilsvar- andi, þannig að eigendur beggja tegunda beri sem jafnast útgjalda- hækkun. Að minni hyggju ætti að taka þrjú skref: 1) Aðflutningsgjöld séu nú þeg- ar ákveðin hin sömu fyrir allar fólksbifreiðar og fyrir hvern þegn, sem í hlut á. Þannig sé byrjað á því að fella niður 35% aukaskatt á þyngri bifreiðar og jafnframt fríðindi einstakra stétta. Trygg- ingarstofnunin á að borga niður bílverð fyrjr vanheila. 2) Að 2—3 árum liðnum skyldi afnema með öllu 100% gjald til ríkissjóðs og láta tolla duga, en hækka um leið benzín-verð upp í kr. 6,00 per iítri. 3) Lokaskrefið — að 2 árum liðnum þar frá — yrði hækkun benzín-verðs upp í kr. 8,00 per lítra, og sé þeirri hækkun með lögum varði óskiptri ásamt þunga- skatti á hráolíubifreiðar til þess að steypa vegakerfi landsins. Bíla- ! eigendur munu þá innan tíðar fá j hækkunina endurgreidda með stór I lækkuðum viðhaldskostnaði bif- reiða, tímasparnaði, þægindum og menningarauka. M.G. Framhaid af bls. 9 | veggjum. Það er ekki ótítt að mæta ketti hér á götu, og lítir þú inn um ’kjallaraglugga áttu von á að sjá hæsni. Verzlanir eru á götuhæð. Varningur er ekki hafð- ur til sýnis. Þar sem leirkerasmið- urinn býr, eru ótal krukkur úti í garði. Sums staðar hanga verzl- unarvörur á húsvegg. Þarna er maður að ná 1 vatn, annars ertu hér einn á ferð. Þig grípur kyn- legur ótti. Borgin er sem hluti fjallsins, allt virðist dautt, og allt er hljótt. Gubbio er nefnd borg þagnarinnar. Þú veizt, að hér býr fólk, að lífið var litskrúðugt rétt áðan. Þarna er hús. Á því eru tvennar dyr. Aðrar eru stærri og breiðari. Það eru aðaldyr hússins. Hinar eru lágar. Þær eru dyr dauðans, um þær eru lík borin út úr húsinu. Þær eru ekki notaðar til annarra hluta. Gluggarnir sitja á húsunum hér og hvar, Sumir eru mjóir og aflangir, aðr- ir eru breiðir og bogadregnir. Yfir hurð eða efst á gafli getur að líta skjaldarmerki. ú lítur inn í Palazzo ducale, höll greifans. Það er fögur bygging. Hallargarðurinn er stór. Rauður og grár steinn mynda skemmtilega litarsamsetning á veggjum hennar. Höllin er notuð í þágu borgarinnar, áður var tíð- in önnur, þegar Federigo di Montefeltro, greifinn af Urbino, lét reisa höllina um 1476. Hér er haldin sýning á nútímalist. Sýn- ingarmunir eru margs konar: leirmunir, vefnaður, tréúrskurður og munir úr málmblöndum. Löng un og mót listaverkanna fylgja nýjustu stefnum Evrópulistar. Borgin er vöknuð af miðdegis- blundi. Að þér berst mannamál. Dómkirkjan er hér rétt hjá, hún er prýdd lágmyndum, sem tákna hin fjögur ^uðspjöll. Neðan þeirra er skjaldarmerki borgar- innar og páfaríkisins. Frá henni gengur skrúðfylking presta. Þeir bera í broddi fylkingar líkneski helgs Ubaldo, erkibiskupinn fer með helga dóma dýrlingsins og mun blessa keppendur. Af hverju er nú fólk að þreyta þessa braut? Svifbraut liggur upp á fjallið rétt utan við gamla borg- Danska blaðið B. T. skýrði ný- lega frá því, að fundum forsætis- ráðherra Norðurlanda myndi fjölga vegna vaxandi samstarfs Norður- landanna. Er gert ráð fyrir að fund- ir forsætisráðherranna með forset- ur.i Norðurlandaráðs fari fram fyrir hvert þing ráðsins, og verður einn slíkur fundur nú um miðjan nóv- í góðviðrinu að undanförnu hef- ur verið unnið af miklu kappi við að setja hina lituðu skrautglugga í Kópavogskirkju, og er verkinu senn lokið. armúrinn. Rauðar og bláar körf- urnar svífa þarna í lausu lofti. Langt að ber í krossinn uppi á fjallinu og turn klausturkirkj- unnar. Fólksmergðin eykst. Eftir- væntingin liggur í loftinu. Allir bíða þess, að kirkjuklukkum sé hringt og sé veifað hvítum vasa- klúti út um glugga dómhússins. Um leið þjóta keppendur af stað léttir á sér þrátt fyrir þunga byrði. Hreyfing kemst einnig á mannhafið, enginn vill missa af góðri skemmtun. Hátíðinni lýkur með skrúð- göngu ofan af fjallinu. Blys eru tendruð, og klerkarnir syngja. Þeir bera til borgarinnar líkneskin þrjú. Stundarglösin eru varðveitt í klaustrinu að fyrsta sunnudegi £ maímánuði næsta árs. Það er fögur sjón að horfa á skrúðgöng- una, sem mjakast hægt niður fjallið. Eyranu er Ijúft að hlýða á sönginn. Yfir honum er duld. Hann minnir þig á sögu um undra verk, sem heilagur Franz frá Assisi vann hér. Hún hljóðar þannig: „Á dögum heilags Franz eyddi úlfurinn byggðina. Hinn helgi maður heyrði þess getið og Ieitaði uppi úlfinn til þess að víta hann. Við ávítunarorðin brast úlfurinn í grát og lofaði bót og betrun. Til þess að sanna undir- gefni sína rétti hann heilögum Franz löppina. Hélt úlfurinn heit sitt, varð ástsæll af borgarbúum og ólu þeir hann. Lézt hann úr elli og var jarðsettur í vígðum reit. Gröf hans varð helgur stað- ur, sem menn streymdu að í píla- grímsferðir. V/’ið Porta Romana, rómverska ' borgarhliðið, stendur kirkja heilags Ágústar. Hún er nýleg að sjá, en í kórnum sérð þú vegg- málverk Ottaviano Nelli frá síð- ari hluta 15. aldar. Þar lýsir lista- maðurinn lífi heilags Ágústar á þann hátt sem hann bezt vissi. Yfir veggmálverkunum ríkir dul en jafnframt raunsæi. Ottaviano Nelli var fæddur hér í Gubbio og starfaði hér. Yfir borginni er í dag einkenn- andi máttur en samtímis raunveru I leiki þess sem var og þess sem ! er. Þú hefir séð inn I heim hins | liðna, en vélarskrölt hjólhestsins I ember, eins og Vfsir hefur þegar skýrt frá. í frétt B. T. er sagt, að Ólafur Thors forsætisráðherra muni sitja fund Norðurlandaráðsins ásamt Jens Otto Krag frá Danmörku, Kar- jalainen frá Finnlandi, Gerhardsen frá Noregi og Erlander frá Sví- þjóð. sem að þessu vinna, hafa lokið þessu verki, munu þeir taka til við annað verkefni, að setja þrjá skrautglugga í byggingu þjóðminja safnsins við Hringbraut og Mela- veg. Er þar um þrjá glugga að ræða, sem komið verður fyrir í turni þeim, sem snýr út að Hring- brautinni. Teikningar að gluggum þessum hefir Nína Tryggvadóttir, listmálari, gert. Ný Ifóðabók Nýkomin er á bókamarkaðinn frá Helgafelli ljóðabókin „Á hverf- anda hveli“, eftir Helga Valtýsson. í henni eru ljóð á þremur tungum: íslenzku, norsku rikismáli og Iands máli. Helgi Valtýsson er lesendum Vísis að góðu kunnur, því að hann hefur á undangengnum áratugum iðulega sent blaðinu vel ritaðar og fróðlegar greinar. Helgi Valtýsson varð snemma þjóðkunnur maður fyrir stofnun ungmennafélaganna, og sem kennari og rithöfundur. Þarf ekki að bæta við það, sem vel hefur verið um þetta sagt í til- efni afmælis hans nýlega, en ef til vill er ýmsum það síður kunn- ugt, að Helgi Valtýsson hefur á löngu æviskeiði oft beizlað sinn gand í ljóði og oft tekið góða spretti, og títt kennir þar eldmóðs áhugamannsins, sem er ávallt sí- ungur í anda, þótt farið sé að kvelda í lífi hans. Helgi gaf ungur út Ijóðakver, sem ég man vel, og nú kemur þessi nýja ljóðabók á af- mælinu, sem ætti að verða fengur vinum höfund^rins, gömlum nem- endum hans og fjölda mörgum öðrum. A. Th. Fótsnyrting Guðfinna Pétursc’.áttir Nesveg 31. Simi 19695 minnir þig á nútímann. Knálegir ungir menn þjóta hér um á mótor hjóli, lítt klæddir. Þeir cru að koma frá baðströnd Adríahafsins. Þér er sagt, að aðalstarfsemi borgarinnar sé tengd sements- verksmiðjunni, og hér komi fjöldi ferðamanna ár hvert. Rétt utan við borgina er rómverskt leikhús frá tíma Ágústar keisara. Leik- húsið er vel varðveitt. Þar eru í ágústmánuði haldnar leiksýning- ar á fornum leikritum. Jafnskjótt og Þjóðverjar þeir, Borg þagnarinnar — Skrautrúður settar I Þjóðminjasafnið

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.