Vísir


Vísir - 06.11.1962, Qupperneq 15

Vísir - 06.11.1962, Qupperneq 15
VlSIR . ÞriBjudagur 6. nóvember 1962. 15 Cecil Saint - Laurenf: NÝ ÆVINTÝRI * jT KAROLINU frönsku flóttafólki í Frakklandi og ensku lögreglunni — sem konunghollan og góðan fransk- an borgara. Virtist tilganginum með þessum heimsóknum náð. Er hún að þessu loknu kom einn daginn dauðþreytt í her- bergi sitt á gistihúsinu, en það var við hliðina á herbergi bróð- ur hennar, var hún orðin dauð- leið á öllu, — hún hafði óbeit á þessum bæ, og að vera sífellt titluð lafði Karólína, því að hún vissi vel, að allir þessir fínu herrar, sem titlúðu hana svo, smjaðrandi og stimamjúkir, myndu hafa snúið við henni baki með viðbjóði, ef þeir vissu um allar þær auðmýkingar, sem hún hafði orðið að þola. Stund- um langaði hana til þess að æpa frammi fyrir þeim: — Hneigið ykkur ekki svona dfúpt, herrar mínir, það er ekki mánuður liðinn síðan ég varð að þola það, að drukkinn mat- sveinn sparkaði í mig. Nú fannst henni og á stund um, að hún mundi aldrei fram ar geta fundið til hreinleika- tilfinningar. í þessu hléi á ævin- týraferli hennar fékk hún næg- an tíma til umhugsunar, til þess að líta í eigin barm, og hún var á stundum skelfingu lostin, er hún hugsaði um sjálfa sig og líf sitt. Of oft fylltist hún heift, er hún heyrði samlanda sína þarna bera fram þær óskir, að bandamenn sigruðu, að hér sveitir hinna berfættu og tötr- um klæddu lýðveldissinna yrðu sigraðar, alþýðu manna í París slátrað sem skepnum, en kon- ungalýður Evrópu halda hátíð- Iega innreið sína í Paris. Og þetta hatur flóttamannanna beindist einnig að girondinum og'„Fjallinu“, alla skyldi hengja eða gera höfðinu styttri undir fallexinni, þegar „heiðarlegt fólk“ hefði komið Lúðvík XVII. á „veldisstól föður hans“. Ávallt var það svo, er hún hafði kynnt verið fyrir frönskum flótta- mönnum, að hún var spurð spjörunum úr, þar sem hún var nýkominn frá Frakklandi. Og maðal annars var sagt eða spurt: — Er það rétt, að hermennirn ir séu svo andvígir því að berj- ast að undirforingjamir verði að fara með suma í hlekkjum til vígstöðvanna? — Þér hljótið að hafa orðið varar við það? Það eru góðar heimildir fyrir því, að úthlutað sé myndum af Lúðvík XVII og að á öllum heimilum séu saum- uð hvít^flögg, sem eigi að blakta úr gluggum, þegar sigurgangan hefst inn í borgina. — Við höfum frétt, eftir áreið anlegum heimildum, að þing- menn áræði ekki að fara heim nema í skjóli myrkurs. — Okkur befast alltaf áreið- anlegar fréttir og samkvæmt þeim gera 19 af hverjum 20 Frökkum sér vonir um endur- komu konungsins? Gerið þér yð- ur ekki einnig vonir um það, frú? í fyrstu reyndi Karólína, að leiða þetta fólk í allan sann- leika um ástandið eins og það var í raun og veru, og að hug- myndir þess væru falsmyndir, en þá las hún jafnan aðvörun í svip bróður síns, og fólk blátt áfram skildi ekki hvað hún var að fara, svo rótföst var orðin trú þess á allar lygafrásagnim- ar. Flóttafólkið var allt glætt föt- um frá tímanum fyrir bylting- una — og sumt bar fatnað löngu liðinna tíma. Upphaflega hafði fatnaður flestra verið vandaður, en var nú orðinn siltinn og snjáð ur. Fólkið hafði lítil fjárráð, bjó í ódýrum gistihúsum, kom sam an þar sem það gat fengið sér hressingu fyrir lítinn pening, en bág kjör þess höfðu ekki dregið úr hroka þess og allir gortuðu af ætt og aðli og þðttust miklir menn. Henri var í rauninni hinn eini, sem hafði góð fjárráð, og var það því að þakka, að hann var í enska flotanum — og hann var enginn eftirbátur annarra í að gorta. Hann naut þess blátt áfram, að láta landa sína, sem ekki höfðu verið eins heppnir og hann, verða vara við það, hvað hann gat gert, og Karólína hafði ekki heppnina með sér, þegar hún stakk upp á því við hann, að í stað þess að flytja í eitt glæsilegasta hverfi Lundúna, reyndi hann að hafa upp á litlu húsi upp í sveit, þar sem hún gæti notið hvíldar. ... og hér er afrit af sumarleyfis áætlunum starfsfólksins, yðar leyfi hófst í gær — — —. — Þú gerir þér þó ekki í hug- arlund, svaraði Henri, að ég ætli mér að koma fólki á þá skoðun, að ég geti ekki séð sómasam- lega fyrir systur minni? Karólína kveið ákaflega fyrir þeim degi, er ekki var unnt að leyna því lengur, að hún var ófrísk, og þá yrði hún vitanlega að hafa skýringar á reiðum höndum. Lang einfaldast var vit anlega, að nota sér það, að flóttafólkið vissi nær ekkert um það er á daga hennar hafði drif ið á flóttanum, og láta þá vera í þeirri trú, að maður hennar væri faðir bamsins. Hún var þó dálítið efins um, að hyggilegt væri, að láta þessa skýringu í té — það gæti hefnt sín síðar, og reyndi því að detta niður á eitthvað annað, meðan hún beið komu bróður síns, sem hafði ver ið kvaddur á fund Nelsons flota foringja. Hún var nýbúinn að festa A n i A WITH ACHMLENSINS KOA.R, TAKZAN P'KOi’f’EF TO THE SROUN7— SUT HIS ENEWY SUC'P’ENLY COLLAPSEP’! CW> IIU. U|.i Km M t.lMM Dutr. by Unlttd Futura Syndlcate, Inc. SURFKISE^ THE APE-MN INVESTISATE7 THE NOW UNCONSCIOUS FISUKE. A5RUPTLY HE SASPE7—THE MAN'S 507Y WAS EL007-SOAk.E7v K.IPPE7 BY PANTHEK. CLAWSl Tarzan kastaði sér til jarðar og rak upp stríðsöskur um leið — en honum til mikiliar undrun- ar féll óvinurinn til jarðar, ör- magna. Furðu lostinn rannsakaði Tarz- an meðvitundarlausan manninn — og nú sá hann að líkami mannsins var allur blóðugur, hann hafði verið rifinn af pardus- dýri. Barnasagan KALLi super- filmu- fiskurinn „Af öllum þeim skammaryrð- um, sem ég hef fengið um dag- ana er þetta það versta. Ég bað aðeins um að fá að sjá miðann yðar“, sagði vagnvörðurinn og roðnaði af reiði. „Ferðamenn halda að þeir geti leyft sér allt Hver haldið þér að þér séuð?“ Síðan þreif hann í jakkakragann á farþeganum og kastaði honurn út úr vagninum, en um leið rofn- aði sambandið á tækinu. En far- þeginn var ekki aldeilis laus allra mála. Vagnvörðurinn kallaði á mstarfsmann sinn og sagði hon um hvað gerzt hafði, til mikillar ánægju fyrir farþega. Á rneðan þessu fór fram læddist fraþeginn sem öll lætin voru út af, aftur að tækinu og hélt áfram sam- talinu við yfirmann sinn. Yfir- maðurinn ráðlagði honum strax að múta vagnverðinum. svefninn, er barið var varlega á hurðina. Fór hún á fætur og gægðist fram. Það var Henri sem kominn var, þungbúinn mjög. — Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir reiði, sagði hann. Þess ar skepnur ætla að senda mig á sjóinn á nýjan leik. — Hverjir? Hvaða skepnur? — Foringjaráð Nelsons. Frakk ar hafa valdið Englendingum talsverðu tjóni seinustu vikur. Engir, sem gegna foringjastöð- um í flotanum, fá leyfi til þess að sækja um lausn. Og Ruby, sem sannarlega þarfnast gagn- gerðar viðgerðar, á að fara út aftur. — Svo þú átt að fara í sjó- hernað á ný — hvenær? — Eftir tvo daga. — En hefurðu ekki sagt þeim ...? — Ég sagði þeim allt af létta, en þeir tóku ekkert af því til greina, sem ég sagði — vildu sannast að segja ekki ræða það, en þú skalt ekki ala neinar á- hyggjur. Ég á talsvert fé í banka: Átta hundruð pund. Og enskir peningar hafa allt annað verð- gildi en þessir skitnu, frönsku pappírslappar. Ég læt þig fá um- ráð yfir bankainnstæðu minni. Þér ætti að nægja !4 af henni til þess að lifa ríkmannlega þar til ég kem ftur. Hann skipti um umræðuefni: — Það er raunar annað, sem ég hefi fengið vitneskju um. Louise og ungfrú de Tourville eru nýkomnar til Lundúna. Vit- anlega ætlast ég til þess af þér, að þú annist þær. Og þetta gæti leyst ýms vandræði. Þið getið búið saman og haft tvo þjóna. Þið verðið líka að koma bréfi til Þýzkalands hið bráðasta, en móðir okkar er þar, og segja henni að við vonumst eftir henni hingað. Drengja ferry- Benebuxur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.